Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 18
I 18 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUN BLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson MARGT er hægt að gera sér til gamans þegar komið er að landi. UNGLINGARNIR dvelja um borð í skútunni í níu mánuði. fsafírði - Af skiljanlegum ástæð- um eiga Svisslendingar ekki stór- an skipastól. Um þessar mundir liggur þó svissneskt skip í Isa- íjarðarhöfn, tvímöstruð skonnorta sem reyndar er skráð á Gíbraltar, enda væri fremur örðugt að sigla henni til hafnar í heimalandinu. Þessi rennilegi farkostur er skólaskip og meðferðarheimili í senn og rekinn af þremur sviss- neskum skólum. Um borð eru um tuttugu manns hveiju sinni, þar af fímmtán unglingar sem hafa lent á einhverjum villigötum í líf- inu, flosnað upp af heimilum sín- um og leiðst út í óreglu og lög- brot. Svissnesk skonnorta í ísafjarðarhöfn Meðferðarheimili með seglum títhaldið (meðferðin) er níu mánuðir í senn og farið víða um heimsins höf. Fyrsti viðkomu- staðurinn á íslandi var Höfn í Hornafírði en síðan var komið við í Neskaupstað og á Akureyri á leiðinni til Vestijarða. Það var ekki fyrr en á leiðinni inn í Djúp- ið til Isaljarðar sem mannskapur- inn sá bláan himin og bjarta sól yfir íslandi. Ætlunin er að fara héðan til Angmagssalik á Austur- Grænlandi en þangað er enn ill- fært vegna rekíss. Vonir og spár standa til þess að hægt verði að komast þangað jafnvel í næstu viku en á meðan verður legið við á ísafírði. Margvísleg viðfangsefni Viðfangsefni heimilisfólksins á skonnortunni eru margvísleg fyr- ir utan sjómennskuna sjálfa. Brimbrettareið er stunduð þar sem aðstæður leyfa. Þegar legið er í höfnum er gjarnan flogið með „paraglider" og hér á fsa- fírði fengu krakkarnir tækifæri til að viðra þau farartæki á tún- blettunum inni á Skeiði við botn Skutulsfjarðar. Köfun er mikið stunduð og ætlunin var að skoða sig um í sjónum við Arnarnes- hamar og inni í Álftafirði núna um helgina. Auk þess er mannskapurinn sí- fellt að sinna því viðfangsefni allra sjófarenda sem aldrei lýk- ur, jafnt í höfninni á ísafirði sem annars staðar, en það er að skrapa og mála. Skonnortan er stálskip, eitthvað um hundrað tonn. Seglin eru brún en ekki hvít einS'Og algengast er á seinni tímum. Öflug hjálparvél er í skip- inu en ekki er gripið til hennar nema af brýnni nauðsyn. Það er létt yfir hinum sviss- nesku sæfarendum. Sá þrúgandi þungi tilverunnar sem er rótin að ferðalaginu er víðs fjarri þegar sigldur er góður byr norður við íshaf, svifið hljóðlaust um loftið eða kafað í algeru þyngdarleysi í kompaníi við físka sjávarins. Fjölbreytt sumargleði á Kir kj ubæj ar klaus tri Kirkjubæjarklaustri - Aðra helg- ina í júlí var fjölskylduháf íð á Kirkjubæjarklaustri. Þar var sett saman dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna. Boðið var upp á leiki, þrautir, reiðhjólakeppni, götu- bolta og andlitsmálningu fyrir yngri kynslóðina, skáldavöku og sögukynningu fyrir þá eldri, svo og gönguferðir, varðeld og fjöldasöng sem brúaði kynslóða- bilið. Að sjálfsögðu létu KÁ og Hótel Kirkjubæjarklaustur ekki sitt eftir liggja og voru með girnileg tilboð alla helgina. Svona fjölskylduhelgi er árleg- ur viðburður hjá Ferðamálafé- lagi Skaftárhrepps en að því fé- Iagi standa nánast allir ferða- þjónustuaðilar í Skaftárhreppi auk áhugamanna um ferðamál. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir REIÐHJOLAKEPPNI undirbúin á Qölskylduhelginni á Kirkjubæjarklaustri. Morgunblaðið/Helgi GUÐMUNDUR Ólafsson með verðlaunafiskinn Vel heppnað sjóstangaveiðimót Ólafsvík - Hið árlega opna mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness, SJÓSNÆ, var haldið dagana 16. og 17. júlí. Þátttakendur voru alls 55 og komu víðsvegar af landinu. Róið var frá Ólafsvík á 17 bátum. Aflinn var mikill og góður en alls komu 20.782 kg að landi eftir báða dag- ana. Veiddust fjölmargar tegundir að vanda. Aflahæsti bátur mótsins varð Jó- hanna, skipstjóri Róbert Óskarsson. Meðalafli á stöng var 725 kg á bátn- um. Aflahæsti einstaklingur móts- ins var Haraldur Ólafsson frá Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar og veiddi hann 825 kg. Aflahæst kvenna varð Kristín Þorgeirsdóttir frá Siglufirði en hún veiddi 458 kg. I sveitakeppni karla sigraði sveit Þor- steins Jóhannessonar en hún var skipuð þrem Siglfirðingum og ein- um frá Akranesi. Fiskaði sveitin 2.139 kg. Húshflafélagið á ferðalagi Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson HÚSBILARNIR 44 mynduðu eins og skeifu á sléttri flöt undir hraunjaðrinum ofan þorpsins á Hellissandi. Snæfellsjökull skartaði sínu fegursta í morgunsólinni. Hellissandi - Fyrir skömmu streymdi óvenjuleg hersing inn til Hellisands. Þar voru á ferð húsbflar af ýmsum gerðum og stærðum, flestir skreyttir fánum. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hér voru á ferð fjörutíu og fjórir húsbfl- ar og á annað hundrað manns félag- ar í Húsbílafélagi íslands. Þeir sem urðu fyrir svörum þegar fréttaritara bar að garði upplýstu hann um að hér væri um 7 daga ferð að ræða um Snæfellsnes. Næsti við- komustaður væri Hellnar. Þaðan færi hópurinn á Jökulinn sjálfan, skoðaði á leið sinni alla markverða staði, áður en hann héldi suður á bóginn að nýju. I Húsbílafélagi Islands munu vera um 500 félagar sem ferðast saman með þessum hætti. Skipu- leggja þeir allt að 7 sameiginlegar ferðir á ári og á vetrum halda þeir uppi öflugu félagsstarfi með fund- um o.fl. Þannig starfar félagið allt árið um kring og er félagsstarf og félagsandi hvorttveggja gott og öfl- ugt. Það var gaman að sjá hvernig þama sameinuðust í stóran, líflegan ferðahóp bæði fullorðið fólk, for- eldrar með mörg börn. Afar og ömmur, pabbar og mömm- ur og böm á ýmsum aldri tóku höndum saman um að njóta ferðar- innar. I keppni kvennasveita varð sveit Guðrúnar Gísladóttur hlutskörpust. Sveitin var skipuð þrem konum frá Sjóstangaveiðifélagi Snæfellsness og einni konu frá Akranesi. Sveit Guðrúnar veiddi 1.480 kg. Guð- mundur Ólafsson frá Reykjavík veiddi stærsta fisk mótsins. Var það þorskur sem vó 17,7 kg. Það var mikið líf og fjör í Ólafsvík mótdagana. Sérstök útvarpsstöð var í gangi, Útvarp SJÓSNÆ og út- varpaði tónlist, viðtölum og gaman- málum. Efnt var til veglegrar grill- veislu í húsnæði Fiskmarkaðar Snæfellsness og þar var einnig úti- markaður frá blómaversluninni Blómaverki. Þá var farið í ferðalag með fjölskyldur keppenda. Var stansað m.a. á Ingjaldshóli, Helln- um, Arnarstapa og Búðum. Veglegt lokahóf var á Klifi. Formaður Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness er Lárus Einarsson. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.