Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NATO og Rússar Vænta bættra samskipta FASTAFULLTRÚAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) áttu í gær fund með rússneskum fulltrúum fastanefndar Rússlands hjá NATO, í fyrsta sinn síðan Rúss- ar slitu formlegu samstarfí við bandalagið í mars sl. vegna loftárása NATO á Júgóslavíu. A fundinum voru tekin fyrir mál er varða sam- starf friðargæslusveita NATO og Rússlands í Kosovo en Rússar sendu nokkur hundruð hermenn til héraðsins eftir að samstaða náðist um hlutverk rússneska hersins í héraðinu. Háttsettur embættismaður hjá NATO sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að það væri ljóst að enn myndi nokkur tími þurfa að líða uns samskiptum NATO og Rússlands yrði komið í samt lag eftir átökin á Balkanskaga. Sagði hann að fundur- inn í gær hefði verið afar „formleg- ur“ og þótt bæði NATO og Rússar leggi til hersveitir í KFOR friðar- gæsluliðið í Kosovo þá ríki enn nokkur tortryggni meðal beggja að- ila, sem þörf sé á að yfirvinna á næstunni. I sameiginlegri yfirlýsingu hinna nítján fastafulltrúa aðildarríkja NATO kom fram að fundurinn hefði verið „gagnlegur“ og að hlutaðeig- andi aðilar væru sammála um að gera „allt sem í þeirra valdi stæði“ til að tryggja öryggi ibúa í Kosovo. Kom fram að bæði fulltrúar NATO og Rússlands fordæmdu öll ofbeldis- verk í héraðinu og segðu að þá sem fyrir þeim hefðu staðið ætti að sækja til saka. Flugræmngi myrti flugstjóra Tókýó. Reuters FLUGSTJORI Boeing 747 þotu japanska flugfé- lagsins All Nippon Airways var myrtur í gær er hann reyndi að yfirbuga vopnaðan flugræningja. Vélin lenti heilu og höldnu skömmu síðar á Ha- neda-flugvelli í Tókýó með 503 farþega innan- borðs en ekki var Ijóst hver sat við stjómvölinn í aðfluginu. Flugstjórinn lá þá í blóði sínu eftir hnífstungur árásarmannsins og talið var að að- stoðarflugmaðurinn hafi verið hrakinn út úr stjómklefanum. Ekki er enn vitað hvað flugræningjanum gekk til með verknaðinum en haft var eftir farþegum um borð í vélinni að hann hefði krafist þess að henni yrði snúið frá áætluðum lendingarstað í Sapporo á Hokkaido-eyju, til bandarísku her- stöðvarinnar í Yokota í vesturhluta Tókýó. Maðurinn var 28 ára atvinnuleysingi og segja fréttir að hann hafí áður verið vistaður á stofnun vegna þunglyndis. Er lögreglan handsamaði hann á flugvellinum er sagt að hann hafi æpt hástöfum. Sögðu talsmenn lögreglunnar í gær að árásar- vopnið hefði verið hnífur með um 30 sm löngu blaði. Farþegar sögðu sjónvarpsfréttamönnum, eftir að vélinni hafði verið lent, að maður íklæddur hvítum hönskum og röndóttri skyrtu hefði birst skyndilega fremst í vélinni og neytt flugþjón til að opna dymar að flugstjómarklefanum. „Ef þú vilt ekki deyja, skaltu opna,“ á flugræninginn að hafa öskrað. Eftir um tuttugu mínútna átök náði flugstjórinn og þrír úr áhöfn vélarinnar að yfir- buga flugræningjann sem náði að stinga flug- stjórann nokkurm sinnum áður en yfír lauk. Flugstjórinn dó stuttu seinna af áverkunum. Skömmu síðar tók vélin mikinn sveig og lækkaði flugið og lenti í Tókýó um einni og hálfri stundu eftir flugtak. Talið er víst að flugstjórinn, Naoyuki Nagas- hima, hafi náð að gera yfirvöldum viðvart áður en hann lést af sámm sínum á hálsi og úlnliðum. Öryggisgæsla hert Japansldr embættismenn lýstu yfir því í gær að öryggisgæsla á flugvölium landsins hefði verið hert til muna og að leitað yrði betur að málmhlut- um í farangri farþega. Flugránið í gær var hið tuttugasta frá upphafí í Japan og var hið síðasta fyrir tveimur ámm. Þá var þotu sama flugfélags rænt, einnig í innan- landsflugi, af manni vopnuðum hnífi. Sá krafðist þess að lent yrði á erlendri gmnd. Reuters FARÞEGAR streyma út úr Boeing 747 þotu japanska flugfélagsins All Nippon Airways í gær eftir að flugræningi sem myrti fiugstjóra þotunnar hafði verið yfirbugaður og tekinn höndum á Haneda-flugvelli í Tókýó. Friðarviðræður ísraela og Sýrlendinga Endurapptaka sögð færast nær Jerúsalem. Reuters. Falun Gong-hreyfíngin í Kína Hugleiðsla og bardagalist Peking. Reuters. ÍSRAEL og Sýrland mjökuðust í gær nær því að ryðja meginorsök þess úr vegi að friðarviðræður landanna hafa legið niðri í þrjú ár. Sýrlendingar fögnuðu því að Danny Yatom, nánasti aðstoðarmaður Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísraels, sagði í sjónvarpsviðtali að Israelar hefðu ekkert á móti því að viðræðurnar yrðu teknar upp aftur þar sem upp úr þeim slitnaði. „Við leggjumst ekki gegn þessu,“ sagði Yatom í viðtalinu, sem sent var út á fimmtudagskvöld. „Ég tel meginvandamálið liggja í túlkun hvors aðila fyrir sig.“ Dagblaðið al-Baath, málgagn stjórnarflokks Sýrlands, fagnaði þessum ummælum og krafðist þess að ísraelar lýstu því yfir að þeir væra reiðubúnir að láta Gólanhæð- irnar af hendi, sem þeir hemámu af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Þessari kröfu hafa ísra- elsk stjómvöld þráfaldlega hafnað. En í orðum Yatoms sá al-Baath engu síður „vafalaust jákvætt teikn“. Sýrlendingar krefjast þess að viðræðum verði haldið áfram þar sem þær sigldu í strand árið 1996, þegar stjómin í Damaskus hélt því fram að hafa fengið fyrirheit frá Yitzhak Rabip, þáverandi forsætis- ráðherra ísraels, sem var myrtur, um að Israelar drægju herlið sitt til baka frá öllum Gólanhæðunum, sem era varnartæknilega ísrael mjög mikilvægar. Sýrlandsstjórn hefur sagt að ekki komi til greina að semja um annað en ísraelar láti allar hæðimar eftir. Land fyrir frið? Eins og Rabin, forveri Baraks í embætti úr röðum Verkamanna- flokksins, hefur sá síðarnefndi lýst sig samþykkan stefnunni um „land fyrir frið“, sem hægrimaðurinn Benjamin Netanyahu, sem Barak velti úr sessi forsætisráðherra, hafnar með öllu. En Barak, sem áð- ur var yfirmaður ísraelska herafl- ans, hefur ekki látið uppi hve mik- inn hluta Gólanhæðanna hann væri tilbúinn til að láta af hendi. í niðurstöðum nýrrar skoðana- könnunar í Israel kemur fram, að 66% ísraela telja útilokað að samn- ingar náist við Sýrlendinga nema með því að ísrael láti allar eða nærri því allar Gólanhæðirnar af hendi. Sýnilegur hljóðmúr VENJULEGA ijúfa flugvélar hljóðmúrinn í mikilli flughæð og þá verða menn þess einungis varir er hvellur heyrist. Annað er uppi á teningnum ef múrinn er rofinn í lítilli hæð yfir vatni. Þá verður rofið sýni- legt, eins og þegar Ron Candil- oro, lautinant í bardagasveit- 1511 bandaríska flotanum, rauf hljóðmúrinn á F/A-18 Hornet þotu í gærmorgun, skammt frá fiotastöðinni í Yokosuka í Jap- an. Hljóðbylgjurnar þrýstu þá raka í loftinu fram á við uns hann þéttist í skýhnoðra fyrir framan tijónu þotunnar. Er hún rauf hljóðmúrinn þrýstist hún í gegnum hnoðrann, sem hvarf samstundis aftur fyrir hana. FALUN Gong-hreyfingin var stofn- uð árið 1971 og er blanda af búdda- trú, bardagalist og taóisma. Áhan- gendur Falun Gong segjast vera friðsamir og löghlýðnir borgarar sem fylgi ákveðnum heimspekihug- myndum og iðki strangar æfíngar til að auðga hugann og stuðla að góðri heilsu. Yfirvöld í Kína hafa hins vegar horn í síðu Falun Gong og hafa þau bann- að starfsemi hreyfingarinnar og fangelsað leiðtoga hennar. I ríkis- sjónvarpinu í Kína hefur Falun Gong verið sakað um að breiða út rökvillu, pretta fólk og stefna sam- félagslegum stöðugleika í hættu. Samkvæmt bókstaf hreyfingar- innar varð Falun Gong, - eða Lög hjólsins - til á forsögulegum tíma en það var ekki fyrr en árið 1992 að boðskapurinn náði athygli almenn- ings. Það var þá sem trúarleiðtogi Falun Gong, Li Hongzhi, setti upp fræðslustöð í Peking, höfuðborg Kína, og hóf að breiða út boðskap- inn. Algengasta iðkunin í tengslum við Falun Gong era ýmsar æfíngar í anda fornu kínversku bardagalist- arinnar, qigong, sem felur aðallega í sér öndunarhugleiðslu. Hundrað manna safnast saman á degi hverj- um um gjörvallt Kína á torgum og í opinberam görðum til að stunda æf- ingamar við undirleik sérstakrar Falun Gong-tónlistar. Nota Netið í ríkum mæli Meðlimir Falun Gong halda því fram að þeir séu um hundrað millj- ónir talsins í Kína og þó svo að margir séu efins um þá tölu, er það Ijóst að áhangendum Lis fjölgar ört, af þvi er BBC skýrði frá. Yfirvöld vilja þó ekki viðurkenna þennan fjölda og segja áhangenduma um tvær milljónir talsins. I samanburði við kínverska kommúnistaflokkinn, sem hefur um 61 milljón meðlima, telja yfirvöld hreyfinguna veralega ógn við stjóm landsins. Er talið að ríkisstjórninni sé mikið í mun að setja leiðtoga hreyfingarinnar bak við lás og slá og „fræða þá og ráða þeim frá trú- villu sinni“ áður en 50 ára afmæli kommúnistaflokksins gengur í garð 1. október næstkomandi. Biblía Falun Gong, Zhuan Falun, hefur verið þýdd yfir á nokkur tungumál og hefur Li, sem nú er búsettur í New York, flutt fyrir- lestra og kennt boðskap Falun Gong víðsvegar um heiminn. Áhangendur hreyfingarinnar dýrka Li sem gamlir skólafélagar hafa lýst, í samtali við BBC, sem ósköp venjulegum nemanda. Einn þeirra sagði hann ekki hafa haft neina sérstaka hæfileika, nema þá þann að spila á trompet. Á heimasíðum hreyfingarinnar er að finna aðsetur fjölda fræðslu- stöðva í yfir tólf löndum og flestum af helstu borgum Bandaríkjanna. Hafa meðlimir hreyfingarinnar í Ástralíu sýnt „trúbræðram" sínum stuðning og mótmælt árásum yfir- valda í Kína gegn Falun Gong. Þá hafa fræðslustöðvar í Taívan og Singapúr sent yfirvöldum í Kína mótmælabréf. Telja fréttaskýrendur ekki óKk- legt að fjöldi meðlima Falun Gong, fjöldamótmæli þeirra og notkun á Netinu til að koma boðskapnum á framfæri og vinna í tengslum við fólk í öðram löndum, sé það sem valdi ótta kínverskra stjómvalda. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.