Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 25
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 25 NEYTENDUR Verðkönnun samstarfsverkefnis NS og ASI-félaga á höfuðborgarsvæðinu Verðmunur milli matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu 8. júlí 1999 Hlutfallslegur munur á verði innkaupakörfu með 92 mism. vörum. Meðalverð í öllum versl. er 100 100 Bónus KEA-Nettó Hagkaup Fjarðarkaup 10-11 Jtamkaup, Hf. 11-11 t Nóatún Nýkaup Þín verslun Verðbreytingar í þessum verslunum frá 3. mars 1999 Samanburður á 77 vörum sem til voru í báðum könnunum. Bónus -1 »®%H KEA-Nettó -o,4%[ Hagkaup -2,7%[X Fjarðarkaup -0,3% [] 10- 11 -1,7%| Samkaup, Hf.-i,4%|] 11- 11 Nóatún Nýkaup Þín verslun WKB +2,0% +2,7% Bónus með lægsta vöruverðið BÓNUS er með lægsta vöru- verðið og sjö verslanir af tíu hafa lækkað vöruverð frá því í mars sl. Þijár verslanir hafa hækkað verðið, 11-11 um 2%, Nóatún um 6,3% og Nýkaup um 2,7%. Þessar upplýsingar koma fram í niðurstöðum verðkönn- unar sem samstarfsverkefni Neytendasamtakanna og ASI á höfuðborgarsvæðinu lét gera í tíu verslunum þann 8. júlí sl. Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, verkefnisstjóri samstarfsverk- efnisins, segir athyglisvert að vöruverð hafi lækkað í öllum verslunum sem farið var í fyrir utan 11-11, Nóatún og Nýkaup. „Verðið hækkaði mest í Nóa- túni eða um 6,3%. Þessar versl- anir skipa 7., 8. og 9. sætið á listanum. Hæsta verðið í Þinni verslun Ágústa segir að lægsta verðið sé í Bónusi en næst koma KEA- Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup og 10-11. Hagkaup og Fjarðar- kaup hafa skipst á sætum frá síðustu verðkönnun en munur- inn er lítill. „Hæsta verðið í úrtakinu er í Þinni verslun við Seljabraut en verðið þar hefur samt lækkað mest frá síðustu könnun sem gerð var þar 3. mars eða um 5,1%.“ Nýjar aðferðir við verðkönnun Gerð var verðkönnun í Bónus Holtagörðum, Fjarðarkaupum, Hagkaupi Smáratorgi, 10-11 Glæsibæ, Nóatúni Nóatúni, Samkaupum, 11-11 Skúlagötu, Nýkaupi Kringlunni og Þinni verslun Seljabraut. „Könnunin var gerð á sama tíma í öllum verslununum og tekin upp sú nýbreytni að ekki var tilkynnt um verðkönnunina heldur hög- uðu verðtakendur sér eins og þeir væru í verslunarferð. Þeg- ar búið var að renna vörunum í gegnum kassann var tilkynnt um verðkönnunina. Með þessum hætti endurspeglast best vöru- úrval verslananna á þeim tíma sem verðkönnunin er gerð og einnig er komið í veg fyrir allt misferli.“ Ágústa bendir á að Bónus sé með lægsta vöruverðið en segir að taka verði tillit til þess að mun minna vöruúrval sé í Bón- usi en hinum verslununum og er munurinn á minnsta og mesta vöruúrvali 34 vöruteg- undir. KEA-Nettó er með tals- vert meira vöruúrval en Bónus en báðar teljast lágverðsversl- anir. „Hagkaup er í þriðja sæti og mælist með 95,2 en þar hefur verðið lækkað um 2,8% frá síð- ustu könnun. Fjarðarkaup fær- ist upp um eitt sæti í það fjórða og mælist með 96,1 og er það 0,4% lækkun frá síðustu könn- un.“ Ágústa ítrekar í lokin að um beinan verðsamanburð sé að ræða og ekki er lagt mat á þjónustustig sem er mismun- andi. Spurt og svarað um neytendamál Auglýst tilboðs- vara ekki til BÓNUS gefur út auglýsingabækling og lætur dreifa í hús. í þessari viku eiga tilbúnar lang- lokur að vera á til- boði á 129 krónur en algengt verð í sölutumum er um 240 krónur. Við- skiptavinur fór í Bónus á Seltjarnar- nesi og ætlaði að kaupa langloku laust eftir hádegi á þriðjudag. Þær voru þá þegar, klukkutíma eftir opn- un verslunarinnar, uppseldar. Dag- inn eftir, um svipað leyti, fór við- skiptavinurinn aftur til að kaupa langloku en þá voru birgðir dagsins á þrotum, seldust strax upp. Síðdeg- is sama dag voru enn engar langlok- ur til. Hvernig stendur á því að Bón- us auglýsir langlokur á tilboði en á svo engar til þegar í verslunina er komið? Svar: Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri hjá Bónusi segir að um misskilning hafi verið að ræða milli Bónuss og framleiðanda vör- unnar. „Eftir þessa ábendingu var farið strax í málið og þessu kippt í liðinn." Þegar hann er spurður hvort atvik sem þessi komi oft upp segir Guðmundur að þvi miður hafi borið á því. „Auglýsingabæklingarnir eru unnir með nokkurra vikna fyrirvara og það hefur komið fyrir að gámar með tilboðsvörum hafa ekki náðst úr tollafgreiðslu á réttum tíma. Það hef- ur t.d. leitt til ofangreindra atvika. Verið er að leita leiða til að þessi staða komi ekki upp.“ Kampýlóbaktersýkingar í hámarki Helst í hendur með aukinni neyslu á ferskum kjúklingi BREYTTAR framleiðsluaðferðir, aukin sala á kjúklingi og röng með- höndlun neytenda á matvælum eru líklegar ástæður fyrir aukinni tíðni kampýlóbaktersýkinga hér á landi. Franklín Georgsson, forstöðumað- ur rannsóknastofu Hollustuvemdar ríkisins, segir að þegar fjölgun sýk- inga sé skoðuð í samhengi við breyttar áherslur í alifugla- framleiðslu og aukna neyslu komi í ljós fylgni þar á : . j milli. „Arið 1996 var leyfð sala | á ferskum Igúklingum. Fyr- i: ir þann tíma var árlegur í fjöldi skráðra sjúkdómstil- fella af völdum kampýlóbakt- er að meðaltali í kringum 50. Árið 1996 verður um 100% aukning á fjölda sýkinga og sú tala helst svipuð árið 1997. Árið 1998 em tilfellin orðin 220 og það sem af er þessu ári hafa um 250 sýkingatilfelli komið upp.“ Frosnir kjúklingar ekki öruggir Þegar Franklín er spurður hvort þá sé ekki tryggast að kaupa frosna kjúklinga til að forðast bakteríuna segir hann að þótt hún drepist oft í frystingu sé það ekki örugg aðferð til að útrýma bakteríunni úr mat- vælum. „Frysting kemur í veg fyrir fjölgun baktería en er ekki ömgg leið til að drepa þær.“ Franklín segir að bakterían finn- ist oft í þörmum fugla og annarra dýra. Það era hinsvegar aðferðir við alifuglaslátran sem gera hætt- una meiri á að þarmamengun berist yfir í kjöt þeirra en annarra dýra. Toppnum náð Franklín bendir á að um árstíða- mr,. ! JfiT J* sveiflur sé að í æða í sýkingum sem þessum og hann segir að flest sýk- ingatilfelli komi yfirleitt fram á þessum árstíma. „Með breyttum neysluvenjum borðar fólk mikið af kjúklingi á sumrin. Ennfremur grilla landsmenn gjarnan á þessum árstíma og þá er oft erfiðara en ella að tryggja gegnumsteikingu eða að koma í veg fyrir krossmengun í önnur matvæli eins og grænmeti sem verið er að útbúa á sama tíma. Ennfremur er oft erfitt að uppfylla hreinlætisskilyrði þegar fólk er í útilegum eða úti í náttúranni að grilla. En kampýlóbakter finnst í fleira en alifuglum og öðra ' kjöti og getur líka verið í hrámjólk, ómeðhöndluðu yfir- borðsvatni eins og t.d. vatni úr læk. Síðan hefur erlendis verið hægt að rekja sýkingar til beins smits frá dýrum, t.d. úr kett- lingum og hvolpum." Þegar hann er spurður um tíðni kampýlóbaktermengunar , ‘ í matvælum hérlendis miðað við nágrannalöndin segir hann að t.d. í Danmörku hafi rannsóknir sýnt að um 20-30% kjúklinga séu mengaðir en undir 1% svínakjöts og nautakjöts þó að bakterían sé al- geng í t.d. þarmainnihaldi svína. Hann segir að í nýlegri úttekt sem gerð var á höfuðborgarsvæðinu hérlendis hafi komið í ljós að um 60% af rannsökuðum alifuglasýnum bára bakteríuna í sér. „Engri Norðurlandaþjóðanna hefur tekist að losna alfarið við bakteríuna þótt Svíar og Norð- menn hafi náð góðum árangri. Þar er mengunin nú í alifuglum á mark- aði 10% eða minni. Þessum árangri hafa þeir náð með hertum aðgerð- Við kaup á kjúklingi Gætið þess að umbúðir séu heilar og ólekar. Séu göt á umbúðum eykst hætta á krossmengun. Þegar heim er komið Frosnir kjúklingar þurfa að fara beint í frysti og ferskir í kæli ef þeir eru ekki matreiddir strax. Gætið þess að þíðingarvökvi komist ekki í snertingu við önnur matvæli. Þegar kemur að matargerð Haldið ávallt kjúklingi og öðru hrámeti aðskildu frá öðrum matvælum. Notið sérstök áhöld fyrir hrámeti. Þvoið ílát og áhöld strax að lokinni notkun úr heitu vatni og sápu. Þvoið hendur vel á eftir. Sjóðið borðtuskur reglulega. Tryggið að kjötið sé steikt í gegn og nái 70°C hita í kjarna. Mikilvægt er að nota kjöthitamæli. Þegar búið er að matreiða kjötið þarf að setja það á hreint bretti eða ílát sem ekki hefur komist (snertingu við hrámetið. Notið eingöngu hrein áhöld við framreiðslu. um bæði í rannsóknum og aðhaldi." Gegnumsteikja í 70°C Þegar Franklín er inntur eftir því hvernig neytendur geti tryggt að þeir fái ekki sýkingu segir hann að bakterían sé viðkvæm fyrir kæl- ingu, þurrkun og frystingu og sér- staklega viðkvæm fyrir hitun. Hann segir því að öraggasta ráðið til að sporna við sýkingu af völdum henn- ar sé að gegnumsteikja matvælin í 70°C eða hærra. Hann segir að lítið þurfi að berast af bakteríunni í okk- ur til að hún valdi sýkingu. „Það er nóg að komast í snertingu við mengað hráefni. Ef fólk kemur við umbúðir sem eru með blóðvökva og ber hendurnar beint upp í sig getur það valdið sýkingu." Hreinlæti mikilvægt „Meðhöndlun heima skiptir miklu máli. Neytendur þurfa að fryggja að við þíðingu berist vökvi ekki í önnur matvæli og æskilegast er að þíða í kæli. Þá má helst ekki vera frost við beinið. Það lengir steikingartíma kjúklingsins. Við matargerðina þurfa öll ílát og áhöld við undirbúning að vera þrif- in strax eftir notkun og tryggja verður að mengun berist ekki með óhreinum búnaði í önnur matvæli.“ Hefðbundin iðrasýking En hvemig era einkenni kampýló- baktersýkingar? „Fólk fær hefðbundin iðrasýk- ingaeinkenni sem eru ekki ólík salmonellusýkingu. Einkenni gera vart við sig 2-5 dögum eftir smitun og þau eru helst magaverkur, ógleði, höfuðverkur, uppköst, nið- urgangur og hiti. Stundum, þegar líður á sýkinguna, koma fram blóð- ugar hægðir. Sjúkdómseinkennin standa yfirleitt yfir í allt að eina viku til tíu daga en eins og með flestar iðrasýkingar þá nær fólk fullum bata. Sjaldgæft er að bakt- erían berist út í blóðið og valdi al- varlegi-i sýkingum." Franklín segir að fólk sé frá vinnu meira og minna meðan sjúk- dómseinkenni standa yfir og í ein- staka tilfellum þarf fólk að leggjast inn á sjúkrahús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.