Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 13 FRÉTTIR Greinargerð Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands HÉR fer á eftir í heild greinargerð Heil- brigðiseftirlits Suðurlands vegna skoðunar á umhverfisþáttum að Ásmundarstöðum í Ásahreppi hinn 13. júlí s.l., undirrituð af Matthíasi Garðarssyni framkvæmdastjóra og Birgi Þórðarsyni heilbrigðisfulltrúa: Að gefnu tilefni og vegna endurtekinna ábendinga og kvartana um umgengnis- þætti, fráveitu- og úrgangshirðumál við kjúklingabúið að Ásmundarstöðum, fóru undirritaðir heilbrigðisfulltrúar og fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suður- lands á vettvang þann 13. júlí 1999 kl. 14.00. Rætt var við nokkra starfsmenn við komu að búinu og fengnar upplýsingar t.d. um sorphirðu, hræförgun og fráveitumál. Búið er stórt, það stærsta hér á landi í þessari grein búskapar, þ.e. kjúklingafram- leiðslu. Framleidd eru um 20 tonn af kjöti vikulega á búinu. Rekstraraðili er Reykja- garður h.f. Á búinu eru mörg íbúðarhús og aðrar hefðbundnar byggingar auk fjöl- margra aðskildra framleiðsluhúsa. Skilið er þar m.a. á milli eggjaframleiðslu til útung- unar og kjötframleiðsluhúsa. Fyrirtækið rekur einnig útungunarhús og sláturhús á Hellu. Fyrirtækið mun ekki hafa tilskilin starfsleyfi vegna búsins, í samræmi við mengunarvarnaraðgerðir nr. 48/1994. Eftirfarandi er byggt að mestu á skoðun- arferð um staðinn. Skoðaðir voru eldri skítahaugar sem eru víða á búinu en þó mest við aðkomu að staðnum. Rennur úr þessum haugum í ná- læga skurði og var töluvert flugnager við haugana. Nokkur eldri hús búsins eru búin haughúsum og eru tæmd með haugsugu. I nýrri húsum eru heilsteypt gólf lögð spæni og mokuð eftir hverja framleiðslueiningu. Hluti þess úrgangs er borinn á tún og út- haga ásamt því að nokkuð framleiðsluhús- anna var ekki þrifalegt, húsin þakin út- blástursögnum við loftræstiop, ýmiskonar drasl og illgresi eru við húsin og á völlum. Aðkomuvegur að búinu er með slitlagi en ekki þjónustuvegir innan búsins og á milli framleiðsluhúsa og framan við voru drullu- pollar og óhreinindi þar víða. Olíutankar eru við flest húsin en þau munu upphituð með olíudrifnum hitablásurum. Við heimreið er steypt plan þar sem ruslagámar eru staðsettir. Voru þar tveir gámar, annar fyrir blandaðan úrgang og hinn fyrir hræ. Sá gámur er losaður einu sinni í viku. Einnig er hræ- og úr- gangseggjagámur staðsettur við sæðinga- hús eggjaframleiðsludeildar. Hann er los- aður þegar hann fyllist, þ.e. vikulega til á þriggja vikna fresti. Hrægámur var hálf- fullur af dauðum hænum og kjúklingum. Mikið flugnager og ýldupest barst úr gámnum og niður steypt planið, skriðu þar um lirfumaðkar í vökvanum. Vestan við planið er brött brekka niður á láglendið. Hefur þar gegnum tíðina verið losað úr haughúsum mikið magn af fljótandi og öðr- um úrgangi. Hefur þar myndast rofgil efst en neðar vel gróið af áburðarefnum úr- gangsins. Skurður neðar tekur síðan við því sem rennur áfram. Áberandi var mikið af bílflökum og járndrasli við viðgerðar- skemmu á staðnum. Miðað við hina miklu matvælaframleiðslu þarna kemur á óvart hversu fjölbreytilegir eru möguleikar á allskonar sjúkdómasmiti af völdum skordýra, baktería og veira. Um- hverfi búsins er með ólíkindum með tilliti til matvælaframleiðslu og skapar kjörað- stæður og gróðrarstíur fyrir m.a. sjúk- dómsvaldandi bakteríur sem ekki eiga heima í matvælum. Umræða og fræðsla um salmonellu og camphylobacter virðist ekki hafa verið tekin alvarlega né valdið umbót- um á þessum stað. Hjálagt fylgja ljósmynd- ir teknar á vettvangi. Yfirlýsing frá Reykja- garði hf. VEGNA frétta af greinargerð Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands um starfsemi Ásmund- arstaðabúsins í Rangárvallasýslu hefur Bjarni Ásgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, sent frá sér eftirfarandi yfir- býsingu: I fréttum fjölmiðla í gær og í dag er vitnað í greinargerð Heilbrigðiseftirlits Suður- lands „vegna skoðunar á umhverfisþáttum að Ásmundarstöðum í Ásahreppi, Rangár- vallasýslu" dags. 14. júlí 1999. Greinargerð þessi er ófaglega unnin og í þeim tilgangi að koma höggi á stærsta kjúklingaframleið- anda landsins. Framkvæmdastj óri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Matthías Garðarsson, bætir svo gráu ofan á svart með því að láta hafa eftir sér í DV í dag að neytendur stofni lífi sínu í hættu með því að borða kjúklinga frá Ásmundarstöðum! Til að kóróna allt saman er fullyrt í fréttum fjölmiðla að heilsíðuaug- lýsingar Hollustuverndar ríkisins og Land- læknisembættisins í dagblöðum í gær og í dag tengist beinlínis búrekstrinum að As- mundarstöðum. Mál þetta skaðar verulega ímynd og hagsmuni Reykjagarðs hf. Áf þessu tilefni skal tekið fram: 1) Hollustuvernd ríkisins og Landlæknis- embættið hafa alls engar athugasemdir gert við að kjúklingar frá Reykjagarði hf. séu áfram til sölu á markaðinum. Nægir að benda á þá staðreynd til að vekja athygli á því hve trúverðugar og traustvekjandi yfir- lýsingar ráðamanna Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eru! 2) Starfsmenn Reykjagarðs hf. hafa margoft gert athugasemdir við óviðunandi ástand sorphirðumála að Ásmundarstöðum, síðast með bréfi til stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu 2. júlí sl., þar sem kvart- að er yfir því að gámar séu losaðir seint og illa. í bréfinu er farið fram á að gámarnir séu þrifnir og sótthreinsaðir í hvert sinn sem þeir eru tæmdir. Erindi þessu var ekki sinnt. Við blasti því að kannað yrði hvernig fyrirtækið sjálft gæti annast sín sorphirðu- mál svo viðunandi væri. 3) Enginn fótur er fyrir þeirri fullyrð- ingu fjölmiðla að tengsl séu á milli auglýs- ingaherferðar Hollustuverndar, Landlækn- isembættisins og greinargerðar Heilbrigð- iseftirlits Suðurlands um Ásmundarstaða- búið. Þetta hefur Jón Gíslason, forstöðu- maður matvælasviðs Hollustuverndar, staðfest. 4) Betur er fylgst með heilbrigði í kjúklingarækt en í nokkurri annarri kjöt- framleiðslu á íslandi og er það ekki síst að þakka frumkvæði framleiðendanna sjálfra. Neysla á kjúklingakjöti er í mikilli sókn á innlendum matvörumarkaði og hefur hlut- deild þess í heildarneyslunni nær tvöfald- ast frá árinu 1994. Þetta segir sína sögu um viðhorf neytenda til vörunnar. 5) Staðfest er að fleiri tilfelli af kampýló- bakter hafa greinst hér á landi í ár en á öllu árinu 1998. Jákvætt er að Hollustuvernd ríkisins og Landlæknisembættið ráðleggi almenningi með auglýsingum að gæta hreinlætis í matargerð og að gegnhita beri kjöt við matreiðslu, svo fyllstu varúðar sé gætt. Hins vegar er ótækt og hlýtur að brjóta gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar að opinberar stofnanir og embætti taki kjúklingakjöt sérstaklega fyrir í aug- lýsingaherferð af þessu tagi. Rétt er að vekja athygli á því, að hafin er umfangs- mikil rannsókn hér á landi á kampýlóbakt- er í umhverfi okkar, dýrum, matvælum, mönnum og fl. Engir fagna því frekar en kjúklingaframleiðendur ef hægt verður að rekja hvaðan bakterían kemur og hvernig hún berst í matvæli. 6) Framganga og málatilbúnaður Heil- brigðiseftirlits Suðurlands í máli þessu er með ólíkindum og ekki sæmandi embætti á vegum hins opinbera og í því sambandi er nærtækast að lesa yfirlýsingar fyrrnefnds framkvæmdastjóra þess í DV í dag. Mosfellsbæ, 23. júlí 1999. Yfirlýsing héraðsdýra- læknis HÉR fer á eftir í heild yfirlýsing Grétars Hrafns Harðarsonar, héraðsdýralæknis á Hellu, varðandi skýrslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dagsett 13.7.1999 um starfsemi Reykjagarðs hf. á Ásmundarstöðum, dag- sett í gær: Að gefnu tilefni vill héraðsdýralæknirinn í Helluumdæmi taka eftirfarandi fram. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands gefur ekki rétta mynd af búrekstri að Ás- mundarstöðum. Vettvangsferð heilbrigðis- eftirlitsins fór fram án samráðs við yfir- menn Reykjagarðs og án fylgdar starfs- manna Reykjagarðs. Skýrast rangfærslur í skýrslunni að mestu leyti af því. Ymsar framkvæmdir hafa verið í gangi á Ásmundarstöðum m.a. bygging nýs eldis- húss. Slíkum framkvæmdum fylgir óneitan- lega nokkurt rask á umhverfi. Starfsmenn Reykjagarðs hafa ítrekað gert athugasemdir við starfsemi Gáma- stöðvarinnar ehf. sem hefur umsjón með sorpurðum í Rangárvallasýslu. Síðast var þetta gert í byrjun júlí þar sem óskað var eftir því að dráttur yrði ekki á losun gáma og að gámarnir yrðu þrifnir að lokinni los- un. Það er því ekki við Reykjagarð að sakast í þeim efnum. Ég tel búrekstur á Ásmundarstöðum standast fyllilega samanburð við sambæri- lega starfsemi annars staðar og ég harma ófagleg og fljótfærnisleg vinnubrögð Heil- brigðiseftirlits Suðurlands. Yfirlýsing Birgis Þórð- arsonar BIRGIR Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna yfir- lýsingar Grétars Harðarsonar, héraðsdýra- læknis á Hellu: Rétt er að hafa í huga að einn aðalvið- skiptavinur Grétars er einmitt Reykjagarð- ur hf., þ.e. hann þjónar kjúklingabúinu á Ásmundarstöðum, útungunarstöðinni á Hellu og sláturhúsi Reykjagarðs á Hellu. Hagsmunatengslin eru augljós, þ.e. opin- bert eftirlit með dýrunum, gæðastimplum kjötsins og síðan almenn dýralæknisþjón- usta samkvæmt reikningi. Grétar veit fullvel að bæði starfsmenn búsins svo og sláturhússins hafa ítrekað þurft að leita læknis á Hellu og Hvolsvelli og verið á Sjúkrahúsi Suðurlands m.a. vegna heiftarlegra kamphylobact-sýkinga. Öryggi starfsmanna og neitenda og heilsu þeirra þarf að setja ofar hugsanlegum fjár- hagslegum ágóða. Að sjálfsögðu eru vettvangsferðir vegna heilbrigðiseftirlits farnar án þess að til- kynna forráðamönnum fyrirtækja um þær fyrirfram. Vissulega var að sjálfsögðu rætt við starfsmenn búsins á staðnum. Ekki sá- um við mikil ummerki vegna nýlegra fram- kvæmda, aðallega gamalt rusl, vélaflök og drasl. Fuglabúsrekstur á Ásmundarstöðum getur varla talist standast gæðasamanburð við þá framleiðslustaði sem sinna innra og ytra gæðaeftirliti í samræmi við reglur, en þeir eru vissulega fjölmargir. Brugðist er við með þeim sígilda hætti að skjóta sendiboðana, þ.e. eftirlitsmennina og þjónustuaðilann hjá Gámastöðinni, sem margoft hefur boðið örari þjónustu sem ekki hefur verið þegin vegna einhvers kostnaðar. Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suður- lands hafa áratuga reynslu við heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit bæði hér á Suð- urlandi, í Reykjavík, víða erlendis og hjá Hollustuvernd ríkisins. Matthías Garðars- son hefur m.a. starfað sem framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í meira en áratug og Birgir Þórðarson er formaður Félags heilbrigðis- og umhverfis- fulltrúa. Athugasemd frá Hollustu- vernd ríkisins MORGUNBLAÐIÐ hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Hollustuvernd ríkis- ins vegna auglýsingar um meðferð matvæla vegna kampýlóbaktersýkinga: „Hollustuvernnd ríkisins, Landlæknis- embættið og sóttvarnalæknir hafa birt aug- lýsingar í fjölmiðlum til að vekja athygli á aukinni tíðni kampýlóbaktersýkinga í mönnum. Markmið auglýsinganna er að benda fólki á þessa þróun mála og hvetja til aukins hreinlætis við meðferð matæla og að kjöt sé gegnhitað til að tryggja öryggi vör- unnar. I auglýsingunum er ekki varað við neyslu kjúklinga eða annarra kjötvara, heldur en neytendum bent á hvernig standa skal að meðferð þeirra til að draga úr hættu á matarsjúkdómum. í umfjöllun fjölmiðla um þessar auglýs- ingar hefur komið fram að þær séu m.a. birtar vegna skýrslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um starfsemi Reykjagarðs hf. á Ásmundarstöðum. Þetta er ekki rétt. Ákvörðun um að birta framangreindar aug- lýsingar var tekin áður en skoðun heil- brigðiseftirlitsins fór fram og niðurstöður hennar voru birtar. Það er óheppilegt og ekki rétt að tengja boðskap þessara auglýs- inga og þá neytendafræðslu sem þar kemur fram við niðurstöður eftirlits á einu ali- fuglabúi. Fyrri hluta þessa áratugar voru staðfest- ar kampýlóbaktersýkingar í mönnum hér á landi færri en 50 tilfelli á ári og þá í um helmingi tilfella með uppruna vegna dvalar fólks erlendis. Árin 1996 og 1997 fjölgaði tilfellum í tæplega 100 á ári en 1998 voru greind tilfelli 220 og að stórum hluta af inn- lendum uppruna. Það sem af er árinu 1999 eru staðfest tilfelli orðin 255 og aðeins í júlí má gera ráð fyrir að þau fari yfir hundrað. Það er þessi þróun mála sem aðstandendur auglýsinga um kampýlóbaktersýkingar vilja vinna gegn. Það er von aðstandenda auglýsinga með yfirskriftinni „Það iðar allt af lífi í eldhús- um landsins", að boðskapur þessara aug- lýsinga komist á framfæri við neytendur þannig að vinna megi gegn aukinni tíðni smits vegna kampýlóbakter.“ Fréttir á Netinu g> mbl.is \Ll.TAf= en~TH\fAO fJÝn Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. UTSALA - UTSALA - UTSALA 20-50% afsláttur Skartgripir - gjafavara - stell - glös - hnífapör SILFURBÚÐIN Kringlan 8-12, sími 568 9066 Nýbýlavegi 12, simi 5544433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.