Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Rís nýtt Nato úr rústum Kosovo? ATBURÐIRNIR og ástandið í Kosovo og reyndar allri Jú- góslavíu eru einhver alvariegustu atvik í samskiptum austurs og vesturs á síðari ár- úih. Balkanskaginn hefur lengi verið þrætuepli og púður- tunna Evrópu. I fyrri heimsstyrjöldinni réð- ust Þjóðverjar og Austurríkismenn inn í Serbíu yfir Dóná og tóku Belgrad 9. októ- ber 1915. Nokkrum dögum síðar fór búlgarski herinn inn í Kosovo. Serbar voru gersigraðir af innrásarliðunum um miðjan desember 1915. Sama sagan endur- tók sig í síðari heims- styrjöldinni, þá réðust hersveitir Hitlers í byrjun apríl 1941 bæði inn í Júgóslavíu og Grikkland. Júgóslavar gáfust formlega upp fyrir Þjóðverjum 17. apríl 1941 en Grikkir héldu út viku lengur. Kosovo var þá samein- að nýlendu Itala, Al- baníu, undir stjórn ítala til 1943 er Þjóð- verjar tóku yfír eftir fall Mússólínis. Eftir uppgjöf Þjóðverja 1945 reyndu Kosovomenn árang- Nils P. Sigurðsson Nato Hvernig sem fer er nauðsynlegt fyrir okk- ur Islendinga, segir Nils P. Sigurðsson, að vinna ásamt öðrum að- ildarríkjum Nato að áframhaldandi upp- byggingu friðar og ör- yggis fyrir komandi kynslóðir. ÍSLENSKT MÁL GUÐMUNDUR Elíasson í Garðabæ er eins og við fleiri hugsandi út af orðtakinu að bera beinin= deyja. Um þetta orðtak er til fjöldi dæma bæði gamall og nýr, en sögnin er eins og Guðmundur segir, oft í nafn- hætti, þannig að beygingin mætti þess vegna vera bæði veik eða sterk. Ég held hún sé sterk: Hann bar þar beinin, ekki *ber- aði. En er ekki „að bera bein- in“= deyja rökleysa? Prófessor Halldór Halldórsson, meistari minn, hefur leitast við að skýra þetta, og tek ég nú orðrétt upp úr bókinni Isienzkt orðtakasafn, bls.52: „í þessu sambandi hefir sögnin bera sennilega haft forskeyti í fullnaðarmerkingu, t.d. *gaberan og merkt „ljúka við að bera“. Til samanburðar má benda á bera í \* merkingunni „fæða“, sem á ræt- ur að rekja til *gaberan og hefír óforskeytt merkt „ganga með“, en forskeytt (þ.e. *gaberarí) „Ijúka við að ganga með“, þ.e. „fæða“. „ Vera má að einhverjum þyki þetta lært og langsótt, en ég veit ekki til þess að aðrir hafi betra að bjóða. ★ Bjami Magnússon á Akureyri spurði mig hvort ég kannaðist við orðið nefsneiðingur. Það var ekki svo. Hann lýsti þessu íyrir mér með dæmum og leikrænum til- burðum. Dóri á Lækjarbakka sagði um mann sem ekki þóttist þekkja hann eða vildi ekki staldra við á götu og heilsa honum: „Hann gekk nefsneiðing fram hjá mér.“ Nefsneiðingur táknar þá slíka tilburði, er menn vilja losna við að heilsa einhverjum á götu sinni, snúa sér undan og reigja haus. En samkvæmt orðabókum merkir nefsneiðingur fleira, en þó þessu skylt, svo sem kröpp beygja eða viðleitni til þess að forðast afskipti. Sniðganga má sem best kalla það, enda væri þá snið í 1. hljóðskiptaröð við sneið- ingur. Orðabók Háskólans hefur mörg góð dæmi um nefsneiðing í nokkrum merkingartilbrigðum. ★ Andvarp Miðdigur, gamall og göngumóður, fyl græðgina finn ég á sjálfum mér bitna. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1015. þáttur Mikið lifandi skelfing er guð þeim góður sem geta étið án þess að fitna. (Þórir í Bjarkey.) ★ Hlymrekur handan kvað: Limran fer ekki að lögum, það er landsþekkt á síðustu dögum. í athöfn og orði, sem alvaldur forði, vill hún keppa við Stínu í Krögum. ★ Prestar skrifuðu upp á dönsku í manntalinu 1801. Gerðu margir ekki mun á brodduðum og óbryddum sérhljóðum eða hirtu um i eða y. Kona sem hét Asný er oftast í þessu manntali bókuð Asni. Menn sjá auðvitað í gegn- um þetta. En í systkinahópum, þegar skráð var „börn þeirra" (foreldranna) er oft ekki hirt um að setja son eða dóttir á eftir nöfnunum. Það kostar því ósjald- an rannsókn, þegar skráð er Guðni, því það gat allt eins verið stúlkan Guðný. Sumir prestar voru svo pjatt- aðir að skrumskæla íslensk nöfn upp á dönsku. Á „Nprdre- Langemyre" í Húnavatnssýslu skyldi 1801 vera 23 ára „tjeneste- karl Otto Björnsen". Þótti mér nú sem hnífur minn hefði komist í feitt og nú hefði ég fundið eldri dæmi um Ottó en aðrir nafna- grúskarar. Einkum varð ég brattur, þegar ég sá að sr. Jón Jónsson „bókabéus" hafði bókað konu sína „Ingebjörg Ottesdatt- er“. En Adam var ekki lengi í paradís. „Þjónustukarlinn" á Löngumýri reyndist heita Oddur en ekki Ottó, og maddaman, sem ég í bráðræði hélt að verið hefði Ottósdóttir, var dóttir ekki ófrægari manns en sr. Odds Gíslasonar sem reið dæmdur maður um Blönduhlíð 1876, svo að dunaði í svellum. Nafnið Sigurdör (= sigur- spjót) er ærið sjaldgæft, en þó ekki einsdæmi. Alþingismaður einn fyrir Skagafjarðarsýslu hét Friðrik Sigurdör Stefánsson. Þetta vissi að sjálfsögðu Bryn- leifur Tobíasson, þegar hann gaf út Alþingismannatal 1952. En svo kom önnur útgáfa 1978, og þá er búið að „leiðrétta" Brynleif og breyta Sigurdör í Sigurdór. Heldur óheppileg breyting, því að nafnið Sigurdór er talsvert yngra en þingmaðurinn. En nú kom enn Álþingismannatal 1996, og þá er aftur komið Sigurdör, enda er það svo skýrt í kirkjubók sem verða má. Árni Magnússon prófessor hef- ur af heimspekilegu æðruleysi skrifaði þessi vísdómsorð: „Svo geingur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus [villumj á gang, og aðrir leitast síðan við að útryðja aptur þeim sömu errori- bus. Hafa svo hverir tveggja nokkuð að iðja.“ ★ Dynamics A nykri vildi Hallur í hlað, og hausinn stefndi á Vað, en skepnan ógöfga hefúr hófana öfuga, svo hún stóð alveg naglfóst í stað. (Þorfmnur strangi.) ★ Þar, eða nú, stendur hnífurinn í kúnni, er stundum sagt, þegar ágreiningur er slíkur, að allt stendur fast, allt er komið í strand. Þetta tal er nokkuð gam- alt í máli okkar, en próf. Jón G. Friðjónsson vill ekki fullyrða um upprunann. Þetta mætti vera úr þýsku og hnífurinn þá sláturhníf- ur („Da steckt das Messer in der Kuh“). Matthildur Sigurlaugardóttir, orðvönd og málnæm, heyrði mjög skakkt með þetta myndhverfa orðtak farið. Hún veit stundum ekki hvort hún á að hlæja eða gráta, þegar hún heyrir orðtök- um ruglað saman, svo sem „ég veit nú hvar hnífurinn kreppir“, eða „ég veit hvar skórinn stendur í kúnni“, og ekki má gleyma kerl- ingunni sem sagði um grannkonu sína: „Ja, sú hefur nú aldeilis vaðið fyrir neðan nefið.“ ★ Drekktuvarlega, dæmdu sparlega, dauðinn kemur snarlega. (Aletrun á horni.) Auk þess var umsjónarmaður hreykinn fyrir hönd móðurmáls- ins og Svarfaðardals að heyra mál Svavars Tryggvasonar eftir 46 ára útivist. urslaust að berjast gegn innlimun í Júgóslavíu, en Tito veitti þeim síð- ar ýmis sveitarstjórnarréttindi árið 1968. Júgóslavar hófu eftir hernámið 1941 baráttu skæruliða gegn inn- rásarliðinu undir forystu Titos marskálks. Þrátt fyrir hersetu Þjóðverja og Itala gátu Júgóslavar ekki komið sér saman um aðgerðir gegn óvininum. Mihailovic hers- höfðingi og stuðningshópur hans, „Cetniks", eins og hann var kallað- ur, reyndu að semja við Þjóðverja um framkvæmd hemámsins, en Tito og menn hans fóru sínar eigin leiðir í skæruhernaðinum. Varð Tito leiðtogi þeirra Júgóslava sem flestir áttu litlu að tapa öðru en eigin lífi og voru reiðubúnir að duga eða drepast. Skæruliðar Titos sýndu mikla dirfsku og gátu stund- um leikið þýsk/ítalska setuliðið grátt, en fylgismenn Mihailovics reyndu einnig að sýna mótspyrnu. Mótspymuhreyfingin gegn setulið- inu var einnig nokkuð virk á Alban- íusvæðinu á þeim tíma. í lok nóvember 1943 lýstu Tito og fylgismenn hans yfir í Bosníu myndun ríkisstjórnar Júgóslavíu til bráðabirgða og að útlagastjórn Júgóslavíu sem á stríðsárunum sat í Kaíro væri svipt völdum. Tito varð allsráðandi og stofnaði síðar sambandsrflrið Júgóslavíu. Hélt Tito völdum til æviloka árið 1980, en Tito kom því til leiðar 1966 að Alexander Rankovic, sem var orð- inn valdamikill í serbneska hluta Júgóslavíu, var ýtt til hliðar. Á árunum 1991 og 1992 klofnaði Júgóslavía er Slóvenía, Króatía og Bosnía sögðu sig úr sambandsrík- inu. Fljótlega hófst borgarastyrj- öld í Bosníu og Króatíu milli Króata, íslamskra manna og Serba. Lauk þessum deilum a.m.k. á yfir- borðinu með Dayton-samkomulag- inu í nóvember 1995. Nú hefur Kosovo að mestu verið lagt í eyði í þjóðernishreinsunum Serba og loftárásum Nato, sem báru ekki tilætlaðan árangur eins skjótt og búist var við. Virtust sumir búnir að gleyma því að loft- árásir og eyðileggingar borga og byggða í síðustu heimsstyrjöld buguðu hvorki Breta, Rússa né Þjóðverja. Það var alls staðar land- hernaður sem að lokum gerði úts- lagið í endanlegum sigri banda- manna 1945, þótt lofthernaður hafi einnig átt stóran þátt í skilyrðis- lausri uppgjöf öxulveldanna, a.m.k. Japans. Það var m.a. eyðilegging orku- vera, vatnsveita og spennistöðva í loftárásum Nato sem í reynd knúði Serba og málalið Milosevics til að ganga að öllum skilmálum Nato um lausn Kosovo-deilunnar, en Rússar ásamt forseta Finn- lands áttu í lokin einnig þátt í að miðla málum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heimilaði síðan 10. júní 1999 alþjóð- legu gæsluliði að fara inn í Kosovo. Hlé var gert á loftárásum Nato um svipað leyti og brottflutningur hers, hergagna og öryggissveita Serba frá Kosovo hófst. Rússneskar hersveitir fóru eftir herkænsku Pattons hershöfðingja úr síðustu heimsstyrjöld og urðu fyrstar til flugvallar Pristina, hér- aðshöfuðborgar Kosovo, en megin- herstyrkur Nato fór í byrjun aðal- lega fótgangandi inn í Kosovo og „missti af strætisvagninum". Fljót- lega varð þó samkomulag um hlut- verk Rússa í friðargæslunni í Kosovo. Eftir Kosovo vaknar sú spurning hvort aðgerðir vegna mannúðar- mála verði framvegis teknar með í áætlanir Nato en friðargæsluhlut- verk í Bosníu og Kosovo eru um leið fyrst og fremst til að draga úr þjóðernishreinsunum og efla skiln- ing á mannúðlegri háttsemi. Hvemig sem fer er nauðsynlegt fyrir okkur Islendinga að vinna ásamt öðrum aðildarríkjum Nato að áframhaldandi uppbyggingu friðar og öryggis fyrir komandi kynslóðir. Stuðningur okkar og allra aðildarríkja Nato er ekki síð- ur þýðingarmikill nú eftir átökin í Bosníu og Kosovo en hann var við stofnun Nato fyrir 50 árum og á kaldastríðs-tímabilinu. Á nýrri öld verður nauðsynlegt að halda áfram að byggja upp varnarstyrk Nato því vonir um eðlilega þróun í sam- skiptum austurs og vesturs á kaldastríðstímabilinu stóðu mjög tæpt eins og eftirfarandi dæmi sýna: Arið 1946 Sovéska járntjaldið fellur í Evrópu. Kalda stríðið hefst. 1947 Kommúnistar taka völdin í Ungverjalandi. 1948 Tékkóslóvakía lokast fyrir austan járntjaldið. 1948-1949 Samgöngubann við Vestur-Berlín. 1949 Nato stofnað. 1950 Kóreustyijöldin hefst með árás kommúnista inn í Suður- Kóreu. Lýkur 1953. 1953 Rauði herinn kæfir upp- reisnartilraun í A-Þýskalandi. 1954 Parísarsamningarnir um aðild Vestur-Þýskalands að Nato. 1955 Varsjárbandalagið stofnað. 1956 Varsjárbandalagsrfld gera innrás í Ungverjaland. Rauði her- inn tekur Búdapest. 1958 Sovétríkin krefjast þess að vesturveldin yfirgefi Berlín. Yfir- lýsing Nato-ríkja um frelsi Berlín- arbúa. 1960 U-2 njósnavél USA skotin niður yfir Sovétríkjunum. 1961 Berlín girt af. Beriínarmúr- inn reistur. (Felldur 1989.) 1962 Kennedy forseti setur Sov- étmönnum úrslitakosti vegna kjamorkuvopnaeldflauga á Kúbu. 1965 Víetnam-styrjöldin hefst. (Stendur til 1973.) 1968 Innrás rauða hersins í Tékkóslóvakíu. 1970 Sovétríkin byrja en hætta svo við að koma upp eigin flotastöð á Kúbu. 1979 Innrás Sovétmanna í Afganistan. (Stendur til 1989.) 1980 Herlög sett í Póllandi. Felld niður 1982. 1983 Sovétmenn skjóta niður farþegaflugvél frá Suður-Kóreu. 1985 Varsjárbandalagssamning- urinn framlengdur um 20 ár, en felldur niður fimm árum síðar. 1989 Kalda striðinu talið lokið eftir fall Berlínarmúrsins og afnám forræðis kommúnistaflokka í flest- um löndum Austur-Evrópu 1989. Jámtjaldið fellur. Hætta er á að almenningur í Nato-ríkjunum gleymi með tíman- um kaldastríðs-vandamálunum og leggi meiri áherslu á önnur verk- efni sem leysa þarf innanlands á hverjum tíma. Slíkar hugsanir mega alls ekki koma niður á eða draga úr framlögum til varnarmála aðildarríkja Nato. Nato-ríkin verða að ganga frá nýrri áætlun um framtíðarverk- efni samtakanna á 21. öldinni þar sem byggt verði á reynslu 50 ára starfsemi í þágu friðar og öryggis. Hvort sem loftárásir Nato á skot- mörk í Serbíu eru réttlætanlegar eða ekki hafa þær haft í för með sér óhjákvæmilega skyldu Nato- ríkja til að koma á og gæta varan- legs friðar á Balkanskaga. Auk þess komast aðildarríki Nato ekki hjá að leggja fram tæknilega kunnáttu, aðstoð og fjármagn til endurreisnar Kosovo og gæta stöðugleika á svæðinu. Friðar- gæsla í Serbíu - Kosovo - verður án efa fjárfrekt langframaverkefni á 21. öldinni auk hefðbundinnar varðveislu friðar, öryggis og frels- is á Norður-Atlantshafssáttmála- svæðinu. Höfundur er fv. sendiherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.