Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 4T ÞAÐ VANTAR lög- sögu á hálendið. Til hvers? „Svo eitthvað sé hægt að gera,“ segja jarðýtumennirnir. Eins og er strandar allt á því að enginn getur tekið ákvarðanir, hver þvælist fyrir öðrum, iðnaðarráðuneyti, um- hverfisráðuneyti, virkj- anamenn, túristafor- kólfar, sveitarstjórnir, umhverfissinnar, rjúpnaskyttur, sveita- menn, rollur og gæsir. Nú á að búa til þessa lögsögu og setja undir Ríkið hvað sem það nú þýðir í reynd. Kannski einkavinir? Skipulagsstofnanir hafa verið fengnar til að draga strik hringinn í kring í 300 metra hæðar- línu yfir sjó að jafnaði til þess að af- marka miðhluta landsins. Til stend- ur að kalla sem mest af því „al- menning" og einskis eign en undir stjóm og ráðstöfunarvaldi Ríkisins. Dubba svæðið upp með finu nafni; Þjóðlenda. Hver sá sem rengja vill réttmæti landtöku þessarar (þykist t.d. eiga nefnd lönd), hann geri svo vel og sanni það, helst með sam- felldum afsalsbréfum fram í fom- eskju og; „svo óyggjandi sé“. Sveitamenn rekur í stans. Þeir vissu ekki betur en gild lögsaga væri á öllu þessu svæði. Meir að segja staðfestur eignaréttur ein- staklinga, bændasamlaga eða sveit- arfélaga á mestum hluta þess. Nú eiga þeir allt í einu að fara að sanna það. Þeim fínnst að al- veg eins mætti krefja þá um sönnun fyrir rétti sínum tií að standa undir himnin- um! Þeim finnst eðli- lega að að upptöku- mönnum ríkisins væri nær að sanna sinn rétt til síns nýja landnáms og/eða hertöku. Því í reynd er þetta hertaka, undir yfirskini löggem- ings. Rétt eins og þeg- ar Evrópumenn slógu eign sinni á „villtar sléttur og skóga“ Am- eríku, ásamt gullinu sem þar fannst síðar, og hröktu heimamenn í markaðar réttir (reservations) - og á styrki. Hér er einmitt ágætt dæmi um landrán af þessu tagi þótt kallað Eignarréttur s I reynd er þetta, segir Eyvindur Erlendsson, hertaka undir yfirskini löggernings. hafi verið landnám, jafnvel „frelsun villimanna“ í fegrunarskyni. Nær væri að segja að Evrópuríki hafi sleppt villimönnum lausum á inn- byggjara Ameríku sem sannanlega byggðu landið allt þegar Evrópu- menn réðust þar inn í krafti síns germanska og rómanska „réttar“. Meir um það síðar ásamt „þjóð- lendukommúnismanum" þeirra Ameríkumanna, mjög svo sam- bærilegum við það sem hér er að gerast nú, en með allt öðrum hætti en saklausir menn halda. Þetta mál kemur í reynd ekki landamerkja- setningu við. Biskupstungnamenn t.d. hafa oft karpað við Húnvetn- inga um það hvar mörk liggi milli héraða. Stundum hafa þau verið um vötn, þ.e. Hvítá, stundum um vatnaskil á Kili. En það breytir ekki því að alla tíð hefur verið við- urkennt að þessir aðdar ættu þarna á svæðinu samliggjandi lönd. Svo vdl til að um þessi mörk er nú ákveðinn samningur og afsöl en þó svo væri ekki og þó mörkin væru enn eitthvað óviss þá vita allir að samkomulag hefur verið í gildi. Það er misskilningur manna að slíkan samning þurfi enddega að sanna með bréfum. Samningur er gildur jafnt fyrir það þó enginn stafkrókur um hann finnist. Það eru grundvallarlög. Hvað telst aft- ur á móti gild sönnun þess að sam- komulag eða samningur hafi verið gerður það er mat dómara hverju sinni. Hann getur hvaða dag sem er tekið upp á því að telja alla Tungnamenn og alla Húnvetninga óvitnisbæra af því þeir hafi hags- muna að gæta. Hrunamenn og Laugdæli líka. Önnur vitni eru ekki til! Öðrum er hreint ekki kunnugt um málið (og reyndar flestum ókunnugt að þetta landsvæði sé til yfirleitt). Þar með yrðu þessar sveitir sviptar löndum sínum með einu orði, sem þær hafa þó haft órengt samkomulag um aldirnar í gegn. Þannig er hægt að beita lög- um í landvinningastríði. Þar er hættan. Og hverjir munu hér beita lögum og í hvaða stríði? Það verða ekki umhverfissinnar og ekki í stríði fyr- ir vernd öræfafegurðarinnar eða í því skyni að veita „þjóðinni" (kom- um að henni síðar!) aðgang að land- inu. Þeir sem vantar að ná landinu úr lögsögu þeirra sem nú hafa hana og munu beita td þess lögum jafnt sem fémútu og hreinu ofríki (nú síð- ast var ameríski herinn látinn sýna á sér tólin inn á hálendinu, í þykjustunni að fást við róttæka um- hverfissinna!) eru stór erlend fyrir- tæki í orkufrekum iðnaði með ís- lensk rannsóknarfyrirtæki, verk- takafyrirtæki (stundum ráðherra) í vinnu, - beint eða óbeint. Túrista- bísnismenn og skotveiðimenn dingla þar aftan í og telja sig eiga samleið „að sömu lögum“. „Þjóðin" trítlar þar á eftir. Að gera eða láta vera, það er þessi spuming. I sam- keppnisþjóðfélagi eins og okkar, þjóðfélagi sem dýrkar framfarir og stefnir „af bjartsýni ótrautt inn í framtíðina", verða þeir ævinlega of- an á sem mest vilja gera. Hvort heldur það er nú að ræsa fram mýr- ar (eða moka ofan í framræslu- skurði), ryðja burt minjum um eldri tíma, (eða byggja þar sögubæi) leggja stóra vegi (eða leggja niður vegi) reisa gífurleg orkuver, byggja upp aðstöðu á ferðamannastöðum og veita túristaflaumi um hálendið. Skemma. Hinir eru troðnir undir sem vdja láta vera. Vemda. Una við það sem er. Eins og indjánar. Þeir hafa fulla nautn af fossum, fjödum, gljúfrum og fallvötnum enda þótt ekki sé virkjað, ekki seldur að því aðgangur en látið kyrrt á sínum stað. Þeir njóta þess að Eyjabakkalönd með ödum sínum heiðagæsum skuh vera td eins þótt þeir hafi þau ekki sífeUt fytir augum, eins þótt þeir þurfi aldrei að skjóta þessar gæsir, já; eins þótt þeir komi þangað aldrei. Þeir njóta þess miklu ríkulegar held- ur en þótt þeir fengju þaðan ofan að ódýrt rafmagn. Sem þeir reyndar munu aldrei fá heldur, því td stendur að leiða það rafmagn beint í erlenda stóriðju, svo gott sem beint úr landi, íyrir verð sem ekki stendur undiri virkjunarkostnaði fremur en verið hefur með aðrar stóriðjuvirkjanir hingað td. Landsmenn hafa borgað af þessu mgli haUann með hærra rafmagnsverði hjá sér. SteinuUar- verksmiðjan á Sauðárkróki, sem framleiðir einhverja bestu vöm í heimi er ekki samkeppnisfær á Bret- landseyjum vegna þess að slíkar verksmiðjur þar hafa rafmagn á miklu lægra verði, framleitt með rándýram kolum og gasi! Þar hafa menn hina miklu auðUnd íslendinga; faUvötnin sem flæða ókeypis ofan fjöllin. Þar Uggur hundurinn grafinn. Þeir sem ætla sér að veijast í vænt- anlegum málaferlum vegna öræf- anna svonefndu verða að vísu að vita*r lög. En það eitt náir skammt. Þeir verða fyrst og fremst að vita við hvem er að eiga og þar með hvert höfðingjafylgi er á bak við málatd- búnað Marðar. Það hefur enn sem fyrr meira vægi en öll lögvísi og sögufróðleikur samanlagt. Höfundur er smiður, myndlistar- inaður, leikstjóri, höfundur. Hvern vantar lögsögu? Eyvindur Erlendsson Minnisvarði um Sig- valda Kaldalóns „VART mun finnast sú sál á Islandi, að hún hafi ekki einhverju sinni orðið snortin af söngvum hans, vart sú rödd, sem ekki hefur reynt að taka undir þá,“ sagði Jóhannes skáld úr Kötlum um Sigvalda Kaldalóns, lækni og tónskáld. Hinn 31. júU nk. verður vígður minnisvarði um Sigvalda, eitt ást- sælasta tónskáld þjóð- arinnar, í Kaldalóni í Isafjarðardjúpi, staðn- um sem hann kenndi sig við. Það var einkenndeg tilfinning að koma fyrst í Kaldalón, sem samanstendur af firði og dal austan af Drangajökli. Þetta er um- hverfið sem nóbelsskáldið, Haddór Laxness gerði ódauðlegt í sögunni af Ljósvíkingnum: „Þar sem jökull- inn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt ...“. Andstæðumar í lón- inu em aUt að því yfirþyrmandi, grænar hlíðarnar teygja sig upp á mdli dökkra bergveggja, lækimir hríslast um hlíðarnar, fjölbreytt dýralífið er alls staðar áberandi, villigróðurinn er magnaður og jök- ulsýnin stórkostleg. Krafturinn í grösunum sem vaxa í framburði jökulsins er slíkur að bændur telja hvert strá í Kaldalóni á við fjögur annars staðar. Omefnin í Kaldalóni eru kyngimögnuð: Áin Mórdla rennur á milli Keggsis og Trimbil- staða. Þetta eru söguslóðir Hávarð- ar sögu ísfirðings. Kaldalón er náttúraverndarsvæði og ekki að ástæðulausu. Margir telja þetta einn fegursta stað á Is- landi. Lónið er síbreytilegt, alltaf nýtt í hvert sinn sem þangað er komið. Eftir dvöl þar er auðveldara að skdja hvers vegna tónskáldið varð fyrir slíkum áhrifum af náttúr- unni og hvemig stað- urinn hefrn’ veitt hon- um innblástur td þess semja þar mörg sinna fegurstu sönglaga. Það vita ekki allir að Sig- valdi samdi á þriðja hundrað sönglaga. Mörg lögin hans hafa verið sungin í gegn um árin án meðvitundar um höfundinn. Hann samdi m.a. lögin Á Sprengisandi (Ríðum, ríðum), Hamraborgina, Ég lít í anda liðna tíð og Island ögram skor- ið, sem margir vddu hafa sem þjóðsöng Is- lendinga. Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946) bjó ásamt konu sinni, Margrethe M. Thomsen, hjúkranarkonu (1882- 1958) á Armúla, bænum rétt sunnan Kaldalóns, milli 1910 og 1921. Ár- múli er nyrsti bærinn á Langadals- strönd og eitt elsta læknissetur landsins. Td er þessi lýsing á tón- skáldinu þegar hann dvaldi þar: „Sigvaldi var morgunglaður, reis snemma úr rekkju og gekk að glugganum. Og þegar hin „árrisula morgungyðja" brosti í austri laut hann höfði í djúpri lotningu. Lotn- ing hans fyrir allri fegurð varð að tdbeiðslu og varir hans bærast. Því næst opnar hann hurðina og gengur létt niður stigann, grípur í hljóðfær- ið í stofunni, fer síðan út, signir sig á hlaðinu og fagnar hinum bjarta degi.“ Fyrir nokkram áram ákváðu landeigendur Kaldalóns, í samvinnu við ættingja Sigvalda og fleiri vel- vddarmenn, að hefjast handa um fjársöfnun fyrir minnisvarða um tónskáldið. Hún gekk vonum fram- ar og voru það fyrst og fremst einkaaðilar sem gáfu td verksins. Haldnir vora m.a. stryktartónleikar í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og Afhjúpun Heildarverk Sigvalda hafa aldrei verið gefín út, segir Birna Hreið- arsdóttir. Eg vildi sjá í framtíðinni öll lögin hans og textana við þau á vefnum. Páll Guðmundsson, listamaður, veitti leyfi td prentunar á jólakort- um með vatnslitamynd af Kaldalóni sem hann málaði. Aðstandendur nutu einnig ómetanlegs stuðnings þáv. samgönguráðherra, Halldórs Blöndals, m.a. í formi aðstoðar frá Vegagerðinni. Byggðastofnun, Hólmavíkurhreppur, Læknafélag íslands og menntamálaráðherra, Bjöm Bjamason, studdu einnig átakið. Sjálfur minnisvarðinn er eftir Pál á Húsafelli. Hann sýnir hliðarmynd af Sigvalda sitjandi við flygdinn sem sveitungamir færðu honum að gjöf árið 1919. Ber vígsla minnisvarðans upp á 80 ára afmæli þessa atburðar. Frá minnisvarðanum sést jökullinn speglast í lóninu á góðum degi, sem er stórkostleg sýn. Bergið er grá- grýti frá Lögbergi í Kópavogi, tæp 7 tonn að þyngd. Þegai’ kom að flutningi minnis- varðans í júnímánuði sl. féllst utan- ríkisráðuneytið á að láta flytja verk- ið frá Reykjavík með þyrlu varnar- liðsins, en þá stóðu einmitt yfir reglulegar æfingar þess. Steinninn komst að vísu ekki á leiðarenda vegna vélarbdunar og varð að flytja hann með vörabifreið síðasta spöl- inn. Gekk það allt að óskum. Kaldalón er syðst á Snæfjalla- strönd, en þar hafa bændur nú hætt Bima Hreiðarsdóttir búskap. Þeir síðustu vora í Unaðs- dal og að Bæjum. Enn er búið í Æð- ey og á bæjunum Skjaldfönn, Laugalandi og Melgraseyri, en þeir era í nágrenni Kaldalóns. Vonandi á minnisvarði Sigvalda eftir að verða sveitungum hans í Hólmavíkur- hreppi td ánægju um ókomna fram- tíð og ekki síður ferðamönnum, sem leggja æ oftar leið sína um þetta undurfagra hérað. Athöfn verður í Hólmavíkur- kirkju kl. 13 laugardaginn 31. júlí nk. í tengslum við vígslu minnis- varðans um Sigvalda. Afhjúpun minnisvarðans verður á Seleyri í Kaldalóni kl. 15 sama dag. Meðal ræðumanna verða Haddór Blöndal, forseti Alþingis, og Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, en séra Baldur Vdhelmsson, prófastur í Vatnsfirði, mun flytja bæn. Séra Baldur varð sjötugur 22. júlí sl. Jafnframt því að óska honum td hamingju með þennan áfanga er honum hér með þakkaður stuðning- ur og gott samstarf í gegn um árin. Predikanir hans í Melgraseyrar- kirkju verða lengi í minnum hafðar. Hvaða er framundan sem gæti verið til þess fallið að heiðra frekar minningu tónskáldsins? Heddar- verk Sigvalda hafa aldrei verið gef- in út. Eg vildi sjá í framtíðinni öll lögin hans og textana við þau á vefnum þannig að hver sem er, hvar sem er í heiminum, geti hlýtt á tón- verkin hans. Þannig mun minning þessa ástsæla tónskálds lifa með þjóðinni um ókomin ár. Höfundur er lögfræðingur og hefur unnið að undirbúningi að minnis- varða um Sigvalda Kaldalóns. Oráttarbeísli HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17’V 112 Reykjavik Símí: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellusleypa.is LJOSMYNDIR Núpalind 1 - sími 564 6440 rétt við Smóran!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.