Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT „Það var sýra sem var að brenna af mér andlitið“ Tíðni svokallaðra sýruárása gegn konum í Bangladesh hefur aukist mjög síðastliðin tvö ár. Hrund Gunnsteinsdóttir fjallar um það hvers vegna gripið er til slíkra árása sem verða konum að aldurtila eða skaða útlit þeirra, stöðu í samfélaginu og innri mann svo að þær fá ekki við neitt ráðið. Reuters STÚLKURNAR hafa allar orðið fyrir sýruárás, en myndin var tekin við heimkomu þeirra til Dhaka, höfuð- borgar Bangladesh, í vikunni. Alls höfðu þær sex saman gengist undir fjölmargar iýtaaðgerðir, þeim að kostnaðarlausu, á Spáni sl. átta mánuði. Stofnun fórnarlamba sýruárása í Bangladesh (ASF) skipulögðu ferð þeirra en samtök spænskra Iýtalækna sáu um læknismeðferðina. Þrátt fyrir að stúlkurnar beri enn árásanna glögglega merki, sögðust þær fagna því að lýtaaðgerðirnar hafi borið gífurlegan árangur. Reuters MEÐLIMIR Kvennaráðs Bangladesh mótmæltu á 30 ára afmæli ráðsins 4. apríl sl. vaxandi ofbeldi gegn kon- um í landinu. Konurnar kröfðust þess að refsingar gegn afbrotamönnum yrðu hertar og gripið yrði til ann- arra ráðstafana sem dregið gætu úr ofbeldi gegn konum í Bangladesh. AUGUN, sem glittir í und- an sjalinu, eru enn þá fal- leg en það litla sem eftir er af andliti Nurun Nah- ar, sem áður geislaði af lífsorku og gleði, eru nokkrar vel varðveittar ljósmyndir. Fyrir þremur árum, þegar Nurun var sextán ára, var hún við nám og átti sér þann draum að verða lögfræðingur. En líf henn- ar tók örlagaríkum breytingum á aðeins örfáum sekúndum þegar karlmaður henti rafgeymasýru í andlit hennar í hefndarskyni því hún hafði ekki sýnt ástleitni hans áhuga. „Hann átti það til að stöðva mig á leið heim úr skólanum og segja mér að hann elskaði mig, að hann vildi að við tækjum upp náin kynni,“ seg- ir Nurun mjúkri röddu. „Hann heit- ir Joshim og hann var tvítugur þeg- ar þetta var og ég hafði engan áhuga á honum. Það sem mig lang- aði var að verða lögfræðingur og því lagði ég mig alla fram við námið. Hann var aftur á móti smáþjófur, ómerkilegur þrjótur... Frá upphafi hafnaði ég honum og gerði honum ljóst að ég vildi ekkert með hann hafa. Hann ákvað því að ef ég yrði ekki hans myndi enginn annar fá mig,“ segir Nurun. „Hann réðst á mig 30. júlí 1995, klukkan hálftvö að næturlagi. Ég var sofandi ásamt fjölskyldu minni þegar Joshim og ellefu manna gengi hans braust inn á heimili okkar. Þeir skáru í sundur flugnanetið yfír rúminu mínu og það næsta sem ég fann var þessi hræðilegi bruni í andlitinu. í fyrstu hélt ég að sjóðandi vatn hefði hvolfst yfir mig en bruninn versnaði sífellt og ég fann ægilega lykt. Þá gerði ég mér grein fyrir að það var sýra sem var að brenna af mér andlitið," sagði Nurun. Er Nurun tekur af sér sjalið, sem hún hefur borið frá því að árásin átti sér stað, er hægt að greina ná- kvæmlega hvar sýran skvettist á andlitið á henni og hvert hún dreifð- ist, yfir hendur hennar og hand- leggi, þrátt fyrir að hún hafí í ör- væntingu sinni reynt að þurrka sýruna af sér. Frosin mynd angistarinnar er geymd í andlitinu ef vel er að gáð. I hluta af andlitinu er líkt og andlits- drættir hafí einfaldlega bráðnað, það sem áður var fíngert nef hefur brunnið af og eftir er lítið annað en berskjaldað beinið. Algengasta orsök sýruárása er óendurgoldin ást Sýruárásum á konur hefur fjölg- að stöðugt undanfarin tvö ár í Bangladesh, samfara auknu ofbeldi gegn konum sem talið er eiga rætur í batnandi stöðu þeirra í efnahags- legu og félagslegu tilliti. Algengast er að karlmenn, sem kasta sýru framan í konur, séu að leita hefnda vegna þess að þær hafa sært stolt þeirra með því að vilja ekki stofna til ástarsambands við þá. Einnig liggja deilur um fast- eignir, heimanmund og hjúskap að baki sýruárásunum. Þótt staða margra kvenna hafi batnað nokkuð í Bangladesh er langt frá því að þær njóti fullra mannréttinda. Þær njóta mun minni réttinda en bræður þeirra og aðrir karlmenn samkvæmt hefðum, erfðarétti og öðrum lögum. Sýru- ái’ásirnar og aðgerðaleysi stjórn- valda gegn þeim sem fremja þær endurspegla, að mati sérfræðinga, þessa stöðu kvenna. „Afbrotamennirnir hella sýru á konur til að eyðileggja líkama þeirra og gera framtíðarvonir þeirra að engu ef þær leyfa þeim ekki að nota sig kynferðislega eða heimanmundurinn uppfyllir ekki væntingar þeirra," sagði Sigma Huda, lögfræðingur og baráttumað- ur fyrir mannréttindum, í samtali við fréttastofu Reuters. „Þeir karlmenn sem grípa til slíkra úrræða hafa ekki efni á að kaupa byssu og nota því sýru því hún er ódýrari," sagði Luna Far- hana Ahmad, læknir sem starfað hefur mikið með fómarlömbum sýruárása. Algengast er að sýran sé keypt á bensínstöðvum þar sem hún er ódýrust, en þar kostar lítrinn um fímmtíu krónur. Þær stúlkur sem ekki látast af völdum sýruárása líða fyrir reynslu sína alla ævi. Sumar þeirra hafa misst sjónina, á nokkrum hefur andlitið að mestu aflagast, þær eygja litla sem enga von um að nokkur muni biðla til þeirra og margar þeirra verða fyrir aðkasti á götum úti. Þá er andleg líðan þeirra oft mjög slæm vegna þess að árásin breytir stöðu þeirra í samfélaginu og lífí þehra, hvort sem þeim líkar betur eða verr. „Þegar sýrunni hefur verið kastað í andlit stúlknanna eru þær búnar að vera. Þjáningar þeirra verða því gífurlegar. Það kemur mjög oft fyrir að þær grátbiðji mig að gefa sér eitur til þess að þær geti bundið enda á líf sitt. Fyrir þeim liggur ekki björt framtíð og því verður líf þeii-ra óbærilegt,“ sagði Sen, læknir við Medical College spítalann í Dhaka, höfuðborg Bangladesh. Frá því að Nurun varð fyrir sýru- árásinni hefur hún þjáðst mjög af höfuðverkjaköstum sem hafa háð henni svo mjög að hún hefur hætt lögfræðinámi. Utlit hennar og ann- arra stúlkna sem orðið hafa fyrir verknaðinum hefur orðið til þess að fáir geta horfst í augu við þær, sum- ir hræðast þær og mæður sumra þeirra bresta ætíð í grát er þær virða andlit þeirra fyrir sér. „Hvað brúðkaup varðar get ég ekki séð að úr því verði í nánustu framtíð," segir Nurun og andvarp- ar. „Ég sætti mig við að líf mitt hafí breyst vegna sýruárásarinnar og að ég muni aldrei verða söm aftur. Ég veit að ég hef aðra manneskju að geyma en það er samt svo sárt að sjá hvernig fólk bregst við þeg- ar það sér mig. Sumir hræðast mig og þá líður mér ömurlega," sagði Nurun. Ungar, fallegar stúlkur algengustu fórnarlömbin Samkvæmt opinbei-um tölum Breska samveldisins voru tvö hund- ruð tilvik sýruárása tilkynnt til lög- reglu í Bangladesh ái’ið 1998. Þó er talið að þau séu mun fleiri og að ákærum sé oft ekki fylgt eftir af laganna vörðum. I sumum tilvikum hefur lögreglan líka reynt að fá fómarlömbin til að draga ákærur sínar til baka. Algengast er að ungar, fallegar stúlkur verði fyrir sýruárásum. Samkvæmt skýrslum sem birtar hafa verið í fjölmiðlum í Bangladesh og fréttastofan Reuters hefur eftir, voru tíu af 174 fórnarlömbum sýru- árása, frá apríl 1998 til ársloka, undir tíu ára aldri. 79 fórnarlömb voru stúlkur á aldrinum 11 til 20 ára og tuttugu konur milli tvítugs og þrítugs urðu fyrir sýruárás. Sem viðbrögð við háværum mót- mælum vegna aðgerðaleysis stjóm- valda samþykkti ríkisstjómin lög- gjöf árið 1995 sem kveður á um þyngri viðurlög við ofbeldi gegn konum og börnum. Þyngsta refsing- in fyrir sýruárás er samkvæmt lög- unum dauðadómur. Löggjöf þessi hefur hins vegar ekki orðið til þess að draga úr árás- unum og flestir þeirra sem ákærðir hafa verið fyrir ódæðið eru frjálsir ferða sinna, ekki síst þeir sem nægi- legt fé hafa milli handanna til að kaupa sér frelsi. I mars sl. höfðu að- eins tíu karlmenn verið fangelsaðir fyrir sýruárásir, að því er Reuters skýrði frá. Fjölmiðlar í Bangladesh hafa skýrt frá viðræðum innan þingsins um hugsanlegar aðgerðir til að koma lögum yfir afbrotamenn. Einnig hefur ríkisstjómin sett á laggirnar sex manna nefnd sem koma á með tillögur um það hvernig taka megi á innflutningi á sým, framleiðslu og notkun efnisins, þannig að hægt sé að koma í veg fyrir að hún sé notuð sem vopn gegn konum og ungum stúlkum. Þegai’ sýra lendir á líkama byrjar hún undireins að brenna húðina og efnasamsetning hennar gerir að verkum að mun erfiðara er að gera að brunasárum af völdum sýrunnar heldur en af völdum sjóðandi vatns eða elds. Lýtaaðgerðir kosta því mikla peninga og taka að auki lang- an tíma. Bangladesh er ein af fátækustu þjóðum Asíu og heilbrigðisþjónust- an því ekki burðug. í upphafí ársins 1998 vom fjórir lýtalæknar á vegum hins opinbera í öllu landinu sem um 124 milljónir manna byggja. Örfáh’ spítalar taka við sjúklingum með brunasár og vegna landlægrar fá- tæktar hafa fæstir efni á að leita sér aðstoðar. •HeimildiriAíarie Claire, SIGI, Reuters, Nando Media, BBC, Virtual Bangladesh, News From Bangladesh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.