Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ I DAG LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 5 KIRKJUSTARF O AÁRA afmæli. í dag, O Vf laugardaginn 24. júlí, verður áttræður Jón Vign- ir Jdnsson, forstjóri verk- takafyrirtækisins J.V.J., Sævangi 15, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Soffía Jónsdóttir. Jón Vignir verður að heiman á afmæl- isdaginn. BRIDS llmsjón Guðmundur Páll Aruarson í LEIK Dana og Svía á Norðurlandamóti ung- menna í Reykjavík vann Daninn Gregers Bjarnason fjóra spaða í þessu spili með því að túlka vörn Sví- anna á réttan máta. Spilið tapaðist á hinu borðinu og ennfremur í flestum öðrum leikjum: Suður gefur; enginn á hættu. Vestur *KG3 V G542 ♦ G ♦ Á8732 Norður * Á9842 V ÁK987 ♦ 10 * 64 Austur A 106 V D6 ♦ K9876532 * 10 Suður AD75 ¥103 * ÁD4 * KDG95 Vestur Norður Austur Suður NyströmHagen Stiiiii»gl§im»ai - - grand Pass 2tíglar* Pass 31auf Pass 3tíglar**Pass 3spaðar Pass 4 spaðar Allirpass Svar norðurs á tveimur tíglum var krafa í geim og spumarsögn um leið. Þriggja tígla sögnin var ennfremur spurning um skiptingu og því kom það í hlut suðurs að spila á stutt- litinn. Á hinu borðinu varð norður sagnhafi í sama samningi. Þar kom út ein- spilið í laufi og austur fékk stungu í öðrum slag og skipti yfir í tígul. Sagnhafi tók á ásinn og spilaði spaðaás og meiri spaða. Sem er eðiileg leið, en þar eð vestur átti KGx fór spil- ið einn niður. Gregers fékk út annað einspil, eða tígulgosa frá vestri. Hann fékk slaginn á drottninguna og spilaði strax laufkóng. Vestur drap og spilaði aftur laufi, sem austur stakk. Nú kom tígulkóngur. Gregers lét ásinn, en vestur henti laufi! Það var upplýsandi. Gregers vissi um átta tígla í austur, eitt lauf og einn spaða. Hvers vegna stakk vestur ekki í tígulásinn með tíu eða gosa. Jú, svarið blasti við: Vestur hlaut að eiga öraggan trompslag. Að þessu athuguðu spilaði Gregers út spaðadrottn- ingu og gleypti tíu austurs. Vestur fékk því aðeins einn slag á spaða og spilið vannst. Árnað heilla OZ\ÁRA afmæli. í dag, ö V/laugardaginn 24. júlí, verður áttræður Guðmund- ur Bergmann Magnússon, fv. bóndi á Vindhæli, A- Húnavatnssýslu. Hann mun dvelja á Vindhæli í dag. inn 25. júh', verður fimm- tugur Þorsteinn Geirsson, þjónustuverktaki, Nesbala 25, Seltjarnarnesi. Hann og eiginkona hans, Jóna Kristjánsddttir, taka á móti ættingjum og vinum í Félagsheimili Fóstbræðra, Langholtsvegi 109, í dag, laugardaginn 24. júlí, frá kl. 20.30. GULLBRÚÐKAUP. í dag, laugardaginn 24. júlí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigurbjörg S. Kristinsdótt- ir og Frantz A. Pétursson. Þau taka á móti gestum í sumarhúsi sínu í Olafsfirði. Með morgunkaffinu Ást er ... að fagna eins árs brúðkaupsafmælinu og hlakka til silfurbrúð- kaupsins. i m m*q. u.s. rai. un. — u ngnu reaetvea (e) 1999 Loe Angelei Tlmeí Syndcate ÞEGAR klukkan er búin að hringja f 20 mínútur, hringir hún sjálfkrafa í vinnuveitanda þinn og tilkynnir veikindi fyrir Þ«g- VORVÍSUR Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur. Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur. Ljóðið Vorvísur Jónas Hallgrimsaon (1807/1845) STJÖRNUSPA eftir Frances Drake LJONIÐ Afmælisbarn dagsins: Þú hefur mikil áhrif á fólk með skoðunum þínum ognýtur þín vel í hjáiparstaríí við aðra. Hrútur (21. mars -19. apn'l) Verður er verkamaður launa sinna og þú átt það svo sannar- lega skilið að gera þér glaðan dag. Leyfðu einhverjum að njóta þess með þér. Naut (20. apríl - 20. maí) Eitthvað það kann að gerast sem kemur þér verulega á óvart. Reyndu að vera viðbú- inn svo að þú getir dregið úr afleiðingunum. Tvíburar , _ (21. maí - 20. júní) uA Náinn vinur reynist kaldrifj- aðri en þú hefur nokkumtím- ann getað gert þér í hugar- lund. Láttu vináttuna ekki blinda þér sýn. Krabbi (21. júní-22. júlí) Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Ef ekki þá láttu vera að angra sjálfan þig með þessu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það er ósköp notalegt að fínna athygli annarra beinast að sér. Gættu þess samt að misnota ekki aðstöðu þína sem mundi valda öðrum sársauka. Meyja (23. ágúst - 22. september) vtmL Stundum getur manni virst framþróunin ákaflega hægfara en til allrar hamingju þarf ekki alltaf miklar breytingar til að sjá verulegan mun. Vog m (23. sept. - 22. október) A 4* Vertu ekki svona harður við sjálfan þig. Allir þurfa ein- hverntímann á hvíld að halda. Að öðrum kosti er heilsan í veði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Það getur valdið andvaraleysi að allir hlutir gangi refjalaust fyrir sig. Búðu þig undir að fyrr eða síðar reyni á útsjónar- semi þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Kf) Það getur reynst erfitt að greina á milli þess sem má og hins sem ekki gengur. Reyndu að gera upp hug þinn áður en lengra er haldið. Steingeit (22. des. -19. janúar) Sumir eru tilbúnir til þess að fallast á skoðanir þínar um- yrðalaust en fyrir fylgi ann- arra þarftu meira að hafa. Það eru þeir síðarnefndu sem gefa lífinu gildi. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) CsK Láttu ekki gylliboð ókunnugra villa þér sýn. Lestu vel smáa letrið og leitaðu þér sérfræð- ingsaðstoðar með vandasöm úrlausnarefni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það er rangt að kætast við ófarir annarra og aldrei að vita nema að þú verðir sjálfur skot- spónninn áður en þú veist af. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12. Susan Landale organisti frá Skotlandi leikur. Hjálpræðisherinn. Kennsla/Works- hop í fyrirbænaþjónustu kl. 11, 14.30 og 16.30. Kl. 22 unglingasam- koma. Majsan og Ingemar Myrin frá Svíþjóð tala. Sigurður Ingimars- son syngur. Allir hjartanlega vel- komnir. KEFAS, Dalvegi 24, Kúpavogi. Samkoma fellur niður vegna útivist- ar samfélagsins. Mán. 26.: Kvenna- bænastund kl. 20.30. Þri. 27.: Bæna- stund kl. 20.30. Samkomur verða ekki í ágúst vegna sumarleyfis en bænastundir verða á þriðjudögum eins og venjulega í ágúst. Sam- komuhald hefst aftur 4. september. Tíurósirkr. 990 OnO/A af RCR kristal &U /0 m ^Dníin afsláttur §1____Fákafeni 11, sími 568 9120. UTSALA 10-70% afsláttur Dæmi áður nú Vattjakkar 9.900 1.900 Síðar kápur 32*900 5-900 Opið á laugardögum Srá kl. 10-16 No^Hl/ISIÐ Mörkinni 6 Sími 588 5518 Stretchbuxur St. 38-50 - Frábært úrval I I I * 0 Randalín ehf. v/ Kaupvang 700 Egilsstöðum sími 4.71 2433 Jmwj verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Handunnar gesta- og minningabækur fyrir: ✓ Ferminguna ✓ Brúðkaupið ✓ Merka ófanga ✓ Erfidrykkjuna Leitið upplýsinga um sölustaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.