Morgunblaðið - 25.07.1999, Page 36

Morgunblaðið - 25.07.1999, Page 36
36 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ I *-) AGNAR WILHELM AGNARSSON /TSAgnar Wilhelm 'vjy Agnarsson var fæddur í Reykjavík 10. september 1951. Hann lést á heimili sínu 14. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Berta Frerck Hreinsson, f. 4.8. 1914 í Bad Segeberg, Schles- wig-Holstein, d. í Reykjavík 10.3. 1999, og Agnar K. Hreinsson, stór- kaupmaður, f. 18.9. 1909, d. 5.3. 1995. Þeim varð ekki annarra barna auðið. Utför Agnars Wilhelms Agn- arssonar verður gerð mánudag- inn 26. júlí. Kveðjuathöfn hefst með stuttri athöfn í Fossvogs- kirkju kl. 10 en síðan verður farið með rútu í grafreit ásatrú- armanna í Gufunesi. Leiðir okkar Agnars lágu fyrst saman þegar við vorum bekkjarfé- lagar á áttunda ári. Hann vakti strax athygli mína, enda tilheyrði hann óumdeilanlega svokölluðum kynlegum kvistum sem krydda og auðga mannlífið. Agnar stakk í stúf vegna fágaðs klæðaburðar síns og strangs uppeldis, sem gerði það að verkum að hann gat ekki tekið þátt í ærslafullum leikjum okkar hinna. Osjaldan stóð Agnar einsamall álengdar og horfði löngunaraugum til jafnaldra sinna, sem léku sér í snjókasti, skylmingum og tuski. Agnar eignaðist því færri kunningja en þroski hans og lund stóð til en ég var þó svo lánsamur að vera einn þeirra. Allt þetta varð til þess að Agnar varð fyrir skefjalausu einelti. Þetta einelti olli svöðusári í bams- sálinni sem mótaði Agnar meðan hann lifði, bæði til góðs og ills. Til ills að því leyti að honum hætti til að vanmeta sjálfan sig en til góðs með því að hann öðlaðist velvild til alls lífs og samkennd með þeim sem urðu undir í lífsbaráttunni með ein- um eða öðrum hætti. Þessi eigin- leiki Agnars og sakleysi varð hon- um síðan að fjörtjóni. Örlögin höguðu því svo til að um 12 ára aldurinn áttum við saman fjölda áhugamála, t.a.m. að hjóla til veiða með veiðistöng að vopni til Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. ýmissa vatna í ná- grenni höfuðborgar- innar. A vetuma tefld- um við en alloft fór síst minni hugarorka í að kryfja þjóðfélagsmálin og leysa lífsgátuna en að velja mönnunum réttan reit á taflborð- inu. Öll unglingsárin vomm við Agnar dag- legir gestir á heimili hvor annars. Þannig tókum við út þroska bams og unglingsár- anna með þeim afleið- ingum að úr varð ævarandi og órjúfanleg vinátta. Síðan þá er mikið vatn rannið til sjávar, okkur valdist ólíkur starfs- vettvangur og vinahópur. Þrátt fyr- ir þetta var hinn sameiginlegi rauði þráður í lífi okkar ótrúlega traustur. Við voram meðal stofnfélaga Asa- trúarfélagsins og höfum iðulega far- ið saman á blót, en Agnar lét undir engum kringumstæðum undir höfuð leggjast að fara til Þingvalla í þeim tilgangi á þórsdegi í tíundu viku sumars ár hvert, sem er hinn forni þingsetningardagur alþingis. Agnar var frá unga aldri ákaflega listhneigður og á unglingsáranum gleymdi hann sér tímunum saman við að móta form og litróf. Það varð þó úr að hann fór í Verslunarskól- ann, því faðir hans rak heildverslun. Agnar starfaði aðallega við innflutn- ing lengst af sem forstöðumaður eigin fyrirtækis og fyrirtækis föður síns. En listagyðjan lét Agnar ekki í friði og fyrir um ellefu áram, þegar við höfðum ekki hist um nokkurt skeið, kom hann að máli við mig og tjáði mér löngun sína að draga sig í hlé og fékk mig til að taka við um- boði fyrir ákveðna heilsuvöru, sem hann hafði mikla trú á. Eg hafði fram að þeim tíma verið sjómaður en þetta var vísir að fyrirtæki sem ég rek í dag. Þannig var Agnar áhrifavaldur í lífi mínu með jákvæð- um hætti. Agnar var listhneigður og gest- risinn fræðari, heimasíða hans ber fjölþættum áhugamálum hans vitni en auk þess sá hann um erlend sam- skipti Asatrúarfélagsins og heima- síðu þess og fyrir það hlaut hann al- þjóðleg verðlaun. Agnar var einstaklega bóngóður og það var ávallt þægilegt að leita til hans með hvaðeina. Það er því lán að hafa átt hann að vini. En gæfa og tregi eru tvær hliðar á sama peningi. Eftir að móðir Agn- ars dó og hann var orðinn einn leit- aði hann til mín og tjáði mér vilja sinn til að breyta lífi sínu, með já- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Attan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Þegar andlót ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara ó höfu8borgarsvæ8inu. Þar starfa nú 15 manns vi8 útfararþjónustu og kistuframleiSslu. AlúSlmg þjónusta sem byggir á langri reyrulu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. VesturhlíS 2 - Fossvogi - Sími 551 1266 kvæðum hætti. Hann lagði fyrir mig áætlanir og óskaði eftir vinnu eða samstarfi. Ég tók hugmyndum Agnars vel enda var vinátta okkar byggð á gömlum grunni. Síðast þeg- ar ég talaði við Agnar fannst honum að hann hefði slegið slöku við og ætti eftir að koma svo mörgu í verk. Meðal annars þess vegna er fráfall hans með þessum voveiflega hætti bæði óréttlátt og illskiljanlegt. En það era til gamlar sagnir um það að sumir sem guðunum era kærastir deyi ungir. I fyllingu tímans sé ég Agnar fyrir mér taka á móti þeim sem honum tilheyra, á sinn hlýja hátt. Heilir æsir. Heilar ásynjur. Heil sjá in fjölnýta fold. Mál og mannvit gefið okkur mærum tveim og læknishendur meðan lifum. (Sigurdrífumál.) Mannkostir Agnars munu án efa reynast honum drjúgt veganesti á lengri för. Megi ginheilög goð og góðar vættir vera honum hliðholl á þeirri vegferð sem hann á nú fyrir höndum. Sigurður Þórðarson. „Listin að lifa, hin erfiðasta, nauðsynlegasta og æðsta list allra lista, er framar öllu listin að hugsa, að hugsa frjáislega, af einlægni, djörfung og £dvöra.“ (Sigurður Nor- dal.) Þegar ég frétta af láti Agga, varð mér hugsað til þessa kvæðis. Aggi hafði alla þessa eiginleika. Reiði og sorg... Ég minnist siðasta símtalsins okkar. Hann hafði misst móður sína Betty. Það var ekki nauðsynlegt að segja margt, þögnin og tárin sögðu aHt sem þurfti að segja... Reiði og sorg... Aggi var hlýr, skilningsríkur, vin- gjamlegur, opinn og hafði þann ein- staka eiginleika að geta alltaf komið manni í gott skap. Við þekktum hann í yfir 30 ár, upplifðum hann aldrei öðravísi. Þvílíkur lífskraftur, viska og gleðigjafi... Reiði og sorg... Það er erfitt að sætta sig við þetta allt saman. Þessi gneistandi augu og smitandi lífsgleði tilheyra ekki lengur lífi okkar. Fyrir fjöl- skyldu mína er þetta sár missir og við munum sakna hans og hugsa til hans. Fyrir Agga var lífið ætíð áskoran. Hann lét aldrei í minni pokann. Baráttuandi var hans mottó: „Við fóram nú ekki að ergja okkur yfir svona smámunum, Dúna, lífið held- ur áfram!“ Ég vildi óska þess að svo væri... „Wo Du aueh seist; im Herzen bleibst Du bei uns.“ (Hvar sem þú ert, í hjörtum okkar ertu ávaUt.) „Was Gutes in uns lebt, dein ist’s allein.“ (Þitt er það góða, sem í okk- ur lifir.) Dúna Halldórsdóttir. brostna rödd endurspegluðu efsta yfirborð hans sterka persónuleika. Persónuleika sem einkenndist af bjartsýni og óendanlegum áhuga á öílu því sem hugsast getur. Ég hef alltaf virt hans visku mikils og margar hans ógleymanlegu setn- inga hafa fengið öraggt sæti djúpt í mínum minningum. A sinni lífsleið lét hann aldrei bugast, hvort sem hún fylltist misskilmngi, ótrú eða einfeldni annarra. Hans styrkur var þessi styrkur og margt annað og sú lífsorka sem mun lifa áfram í mörg- um þeim sem fengu að þekkja hann. tílfur Ron Halldórsson. Ég kynntíst Agnari heitnum fyrir tæpum þrjátíu áram. Hann var einn af mínum betri vinum. Fráfall hans kom mér sem reiðarslag, enda átti maður ekki von á því að nokkur myndi gera honum mein. Hann var stálheiðarlegur og trygglyndur gagnvart vinum sínum, enda var hann sjálfum sér samkvæmur í samskiptum sínum við aðra. Á yngri áram fékk Agnar áhuga á tafl- mennsku og tók þátt í skákmótum og þótti efnilegur. En hugur hans leitaði annað. Agnar var fyrst og fremst stílisti, kurteis í samskiptum við aðra og snyrtilegur til fara. Maður minnist Agnars í burstuðum skónum í síð- um frakka. Allt hans fas bendir til þess að honum hafi verið gefið eitt- hvað meira en öðrum. Hann var „brilliant" í hugsun. Myndlist átti hug hans allan, hann var ágætur teiknari og gerði síðar collage- myndir sem hann er þekktastur fyr- ir. Á heimasíðu hans á Netinu má sjá nokkur verka hans: www.is- holf.isiagnariusiiinde.htm. Agnar fékkst við meira en myndlist, það má segja að hann hafi verið fjöHiæf- ur listamaður. Hann var taóískur í hugsun og var skarpskyggn á ýmis- legt, það sem öðram reynist oft erfitt að koma auga á. Hann kom manni oft skemmtilega á óvart. Eft- ir síðustu áramót sat hann löngum stundum fyrir framan tölvu sína á Leifsgötu að semja tónlist, sem hann hugðist nota í bakgrann á ljóðaupplestri. Agnar bjó alla sína tíð í foreldra- húsum og annaðist foreldra sína þegar heilsu þeirra tók að hraka. Föður sinn missti hann fyrir nokkrum áram og móður sína í marsmánuði síðastliðnum eftir langvarandi veikindi. Eftir andlát hennar stóð Agnar uppi nánast einn. Þeir sem stóðu honum næst vora hans nánustu vinir. Við félagamir minnumst heimilis Agnars og móður hans fyrir glæsi- leika sem einkenndist af glaðværð og léttleika. Móðir Agnars var þýsk og þýskur andi sveif þar yfir vötn- um. Það er sárt að sjá draumum og hugðarefnum hans Agnars sópað burt. Ég kveð hér Agnar Wilhelm að lokum sem horfinn er úr hljómsveit dagsins og áranna. Ég votta öllum vinum Agnars samúð. Sævar Marinó Ciesielski. Hann Agnar er látinn. Eftir langvarandi utanlandsdvöl hef ég margoft þurft að sakna hans Agga en aldrei áður hef ég misst bros eða tapað tári við það að hugsa til hans. Ætíð fyllti hann mig styrk og trú á hinu ómögulega, sérstak- lega þegar ég þurfti sem mest á því að halda og nú þegar söknuðinum fylgir sorg þá finn ég hversu mikil- vægt hans hlutverk í mínu lífi var. Hans sanna bros og þægilega Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg iOLSIHNAK 564 3555 Agnari vini mínum var margt til lista lagt, en hann fékkst meðal annars við myndlist, tónlistarflutn- ing og þýðingar. Eftir hann liggja bæði málverk og vatnslitamyndir, og mikið safn klippimynda. Af þýð- ingum ber að nefna smásögur eftir Phillip K. Dick og eftirfarandi, sem er úr þýðingu Agnars á Tao Te Ching eftir Lao Tze, Vegurinn og lífið, Þýðing: Agnar W. Agnarsson byggt á þýðingu Riehard Wilhelm, sjá heimasíðu Agnars http://www. isholf.is/agnarius/inde.htm. Góður göngumaður skilur eigi eftir sig spor. Góður ræðumaður þarf ekki að endurtaka neitt. Góður stærðfræðingur þarf eigi reiknitöflu. Góður lokari þarf hvorki lás né lykil, og þó getur enginn opnað. Sá er bindur vel, þarf hvorki reipi né bönd, og þó getur enginn leyst Sá kallaði kann það ávallt vel að bjarga mönnum; því er fyrir honum engar glataðar mannverur. Hann skilur ávallt vel að bjarga hlutunum; því er fyrir honum engir glataðir hlutir. Það heitir að erfa skýrleikann. Þannig er gott fólk kennarar þeirra ógóðu, og ógóðu mannverumar efni þeirra góðu. Sá sem virðir eigi kennara sína og elskar eigi efni sitt, honum skjátlast mjög þrátt fyrir alla visku. Það er stóra leyndarmálið. Sönn orð eru ekki falleg, falleg orð eru ekki sönn. Iðjusemi sannfærir ekki, sannfæring er ekki iðjusöm. Sá vitri er ekki lærður, sá lærði er ekki vitur. Sá kallaði safnar engum eignum. Því meir sem hann gerir fyrir aðra, því meir á hann. Því meir sem hann gefur öðrum, því meir hefur hann. Skilningur himinsins er að örva, án tjóns. Skilningur hins kallaða er að virka, án deilna. Far í friði, Kristján Einarsson Þegar mér var sagt að hann Agn- ar hefði dáið og það með þessum hryllilega hætti vildi ég ekki trúa því. Of reyfarakennt til að vera satt um endalok þessa hjartahlýja og yndislega manns. Ég held að flest- um hafi þótt vænt um hann Agga sem eitthvað þekktu hann. Við þekktumst náið um 18 ára skeið og það er satt að segja mjög sorglegt að sitja nú og reyna að skrifa sig frá þessu óvænta og dapurlega áfaUi. Agnar var óvenjulegur maður, í útliti og ekki síður í hugsun. Skarp- ur, víðlesinn og iðinn, ávallt að leita nýrra leiða, fylgjast með og hugsa um framfarir. Fordómalaus hugsuð- ur og með sterka siðferðiskennd var hann vel að sér um lög sem ólög og æðralaus var hann oft á tíðum mjög glöggur á nýja og dulda fleti mála. Hann hafði stórt og mikið hjarta og sýndi yfirleitt aðgát og varkámi í nærvera sálna. Ég varð aldrei var við að Agnar baktalaði fólk, hann var ekki fyndinn á kostnað náung- ans og hló ekki að stríðni nema hún fæli í sér virkilega góða kímnigáfu. Góður húmor var ávaUt óverjandi fyrir Agga, sama hvemig á stóð, hitti hann beint í mark. Það hefði ekki komið mér á óvart hefði Aggi efnast veralega á ein- hverri hugmyndinni. Eða Ustinni. Hann var sífellt með verkefni í vinnslu, minnugur á hugmyndir og konsept sín og annarra og hélt vel utanum þau mál sem á annað borð komust á skrið. Sagt hefur verið að þeir njóti sjaldnast eldanna sem fyrstir tendra þá og á þessi fullyrð- ing vel við um Agnar, a.m.k. hvað viðskipti varðar. Líklega má segja um hann að hann hafi verið sérvitringur og e.t.v. ekki stóri draumur allra mæðra sem tengdasonur því hann var al- gerlega laus við þennan blinda efn- islega metnað og þessa annarlegu skinhelgi sem virðist svo algeng. Agnar varði ekki lífi sínu í að tryggja sér minningargreinar í Moggann því hann var dýpri en svo. Hann bar djúpa og einlæga virð- ingu fyrir raunveralegum gæðum; vel unnu verki, vandaðri hugsun, vel útfærðri hugmynd, góðri mann- eskju. Hann Aggi vUdi svo vel á meðan hans naut hér á jörðinni og hann kveikti marga elda. Lýsandi dæmi um Agnar er e.t.v. að finna í þeim aðstæðum sem ríktu er ég kynntist honum fyrst. Tónlist- armaður hér í bænum vildi endilega kynna mig fyrir þessum óvenjulega manni. Við komum inná heUdsölu hans niðri í miðbæ sem hann rak í félagi við vini sína og þar sat hann við ritvél og var að hamra inn þýð- ingu á vísindaskáldskap. Áætlanir um innflutning rafmagnsbfla vora á borðinu, fyrsti bfllinn á leiðinni og umboð fyrir eðalvín nýkomið í hús. Hann var eldsnöggur að vélrita og var þarna að nýta dauðan tíma. Hann vfldi hafa mörg jám í eldinum og gat verið ansi virkur í sinni vinnu. En sem maður stóð þama og virti fyrir sér umsvifin áttaði maður sig samstundis á að hér var óvenju- legur maður að starfi. Það var gest- kvæmt á skrifstofunni sem og heima þjá Agga, á köflum eflífur gestagangur og á stundum fannst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.