Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Stjörnufræðingar brýna fyrir fólki að sýna aðgát vegna deildarmyrkvans „Vinsælasti“ sólmyrkvi frá upphafí VEÐURÚTLIT fyrir daginn í dag lofaði ekki góðu í gær fyrir þá sem hyggjast fylgjast með deildarmyrkvanum hérlendis. Björn Sævar Einarsson, veður- fræðingur á Veðurstofu fslands, taldi geta brugðið til beggja vona með sólarglætu. „Það lítur út fyr- ir hægviðri, að það verði skýjað með köflum og hætt við skúrum í öllum landshlutum. Það er helst á Norður- og Norðausturlandi þar sem verður sól. Veðrið verð- ur gott en erfitt að gefa hreinar línur. Það er útlit, fyrir að það sjáist til sólar með köflum þegar deildarmyrkvinn er,“ sagði Björn. Verði áhugasamir með öllu af deildarmyrkvanum hérlendis geta þeir þó fundið sér fró í því að fylgjast með sólmyrkvanum á netinu en þangað liggja Ijöl- margar slóðir, frá ýmsum stöð- um. Ljóst er að milljónir manna munu íylgjast með sólmyrkvan- um í dag. „Aldrei í sögunni hefur verið eins eins vel fylgst með sól- rnyrkva," segir Þorsteinn Sæ- mundsson sljörnufræðingur. Hann segir marga munu nýta sér netið til þess og bendir á slóðina www.eclipse99.nasa.gov þar sem sé að finna ýmiss konar upplýs- ingar um myrkvann auk fleiri slóða. Venjuleg sólgleraugu duga ekki Þorsteinn áréttar að ekki megi horfa beint í sólina í deildar- myrkvanum og segir að mörg ráð séu til þess að fylgjast með á öruggan hátt. „Það er t.d. hægt að búa til pínuh'tið gat á blað, svona nálarop, Iáta sólina skína í gegn ofan í lítinn kassa. Þá verð- ur til mynd af sólinni," segir Þor- steinn. Hann segir að einnig sé hægt að nota rafsuðugier, dökka filmu eða reyksótað gler. Glerið geti maður sótað sjálfúr yfir loga en gæta verði þess að það sé nægi- lega vel gert. Varðandi filmuna segir Þorsteinn að best sé að nota svart-hvíta filmu en litfilm- ur dugi ekki. Þó sé hægt að nota endana á þeim sem séu dekkri en aðeins í skamman tíma. „Litfilm- ur hleypa í gegnum sig innrauðu ljósi sem getur verið skaðlegt. Og maður finnur ekki fyrir því fyrr en of seint,“ segir Þorsteinn. Hann minnir á að venjuleg sól- gleraugu séu gagnslaus. Þorsteinn segir að ágætt sé að notast við sjónauka. „I staðinn fyrir að horfa beint í gegnum kíkinn, heldur maður honum stöðugum, lætur ljósið falla beint í gegnum hann á blað í nokkurri fjarlægð frá kíkinum. Þá er hægt að skarpstilla kíkinn þangað til maður fær mynd af sólinni. Og þannig er hægt að fylgjast með því hvernig tunglið skyggir á sól- ina, frá byijun til loka myrk- vans,“ segir Þorsteinn. Sjáist til sólar í dag verður hægt að fylgjast með deildar- myrkvanum frá því klukkan 9:08 til kl. 11:13, í Reykjavík en frá kl. 9:13 til 11:17 á Akureyri. Há- marki nær myrkvinn kl. 10:10 fyrir sunnan en fjórum mínútum síðar fyrir norðan, eða kl. 10:14. Morgunblaðið/Viktor A. Ingólfsson FIMM umferðarslys hafa orðið við Kotárbrú í Norðurárdal á þessu ári, en aðkoman að brúnni er mjög blind fyrir umferð á leið norður. Vegsýn við Kotá löguð í haust VEGSÝNIN við Kotá í Norðurárdal í Skagafirði, þar sem alvarlegt umferð- arslys varð á mánudag, verður löguð lítilsháttar í haust. Hafist verður handa við að laga kaflann um SilfrastaðafjaU árið 2003 og þá verður brúin yfir Kotá m.a. breikkuð. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Gunnar H. Guð- mundsson, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar í Norðurlandi vestra. Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær hafa 5 umferðarslys orðið við Kotárbrú á þessu ári. Gunnar sagði að aðstæður við brúna yfir Kotá hefðu verið lagaðar árið 1995, en þá hefði vegurinn verið færður til. Að hans sögn var aðkoman að brúnni fyrir árið 1995 alveg blind, en er nú skárri. Hann sagði greini- legt að ekki hafi verið gengið nógu langt í endurbótunum fyrir fjórum árum. Brúin breikkuð árið 2003 Að sögn Gunnars áætlar Vega- gerðin að fara í kaflann um Silfra- staðafjall árið 2003, en þá verður vegurinn líklega færður neðar og fjórar einbreiðar brýr, sem þar eru, breikkaðar, en um er að ræða brýrnar yfir Garðsgil, Kotá, Vala- gilsá og Norðurá. Að hans sögn hafa brýrnar yfir Kotá og Valagilsá verið sérstaklega varasamar. Maðurinn enn í lífshættu UNGI maðurinn, sem ók mót- orhjóli sínu út í Kotá í fyrra- kvöld, er á gjörgæslu Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Hann er enn í lífshættu að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn hlaut mjög alvar- lega áverka, brotnaði illa og einnig blæddi inn í brjósthol og kviðarhol að sögn læknis. Fundað í Bæjaralandi VEL fór á með hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, og Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands, er þeir hittust í Munchen í fyrradag. Stoiber lýsti við það tækifæri yfir miklum áhuga á að heimsækja ísland. 9,5% OKKAR SÉRFRÆÐINGAR þín ávöxtun BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir i trauíti Sinfónían fær góða dóma erlendis SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands fær góða dóma í ágúst- og septemberheftum virtra erlendra tónlistartímarita. Bernharður Wilkinson, aðstoðarstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar, segist ánægður með dómana, sem hann telur tvímælalaust verða sveitinni til framdráttar. í septemberhefti Gramophone er farið lofsamlegum orðum um þrjár upptökur sveitarinnar; á orgelkonsert og hljómsveitar- verkum Jóns Leifs, verkum Ni- kos Skalkottas, m.a. „The Maiden and Death“, og verkum Síbelíus- ar, þar á meðal „Finlandia". Tímaritið velur auk þess brot úr verki eftir Síbelíus til flutnings á diski sem tímaritinu fylgir, en á honum er úrval þeirra verka sem gagnrýnendur blaðsins dæma. I dómum blaðsins segir að sveitin leiki verk Jóns Leifs „af krafti sem falli vel að landslags; lýsingum tónverkanna“. í Skalkotta-umfjölluninni er leikur sveitarinnar sagður upp á sitt allra besta og biður gagnrýnand- Gagnrýnendur biðja um meira af slíku inn um meira af slíku. Um Síbelí- usar-upptökurnar segir síðan að útgáfa Petri Sakari, sem stjómar sveitinni þar, sé með betri upp- tökum á „Legends“ tónskáldsins. Enn fremur segir í tímaritinu: „Sinfóníuhljómsveit fslands er kannski ekki með þeim þekktari, en hún bregst vel við hinum unga, fínnska stjórnanda sínum. [...] Is- lenska tónlistarfólkið leikur af hjartans lyst.“ Valinn diskur vikunnar BBC Music og Classic CD fjalla einnig um upptökur sveitar- innar. í septemberhefti Classic CD fær Skalkottas-upptakan fjórar af fimm mögulegum stjörn- um, og upptakan á verkum Jóns Leifs fær fimm stjörnur af fimm mögulegum í ágústhefti BBC Music og er diskinum hrósað í há- stert. Bernharður er nýkominn frá London og segir hann töluvert hafa borið á Síbelíusar-upptökum hljómsveitarinnar þar. „Það var gaman að sjá þetta,“ segir Bern- harður, og kveður diskinn hafa verið vel staðsettan í hljómplötu- verslunum Tower Records og HMV. Þar hafi honum verið kom- ið fyrir í hillu sem geymir tónlist- aival ritstjóra Gramophone. Hann segir diskinn einnig hafa verið valinn diskur vikunnar í nótnaverslun Boosey and Hawkes-útgáfunnar. „Þetta er mjög mikið á einum mánuði,“ segir Bernharður og telur að við- tökurnar muni stuðla að breyttu viðhorfi erlendra aðila til Sinfón- íuhlj ómsveitarinnar. Þetta er þriðji diskurinn með verkum Síbelíusar sem út kemur með sveitinni. Upptökum er þó lokið á fleiri verkum tónskáldsins og mun Sinfóníuhljómsveitin ljúka við að taka upp verk hans á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.