Morgunblaðið - 11.08.1999, Page 10

Morgunblaðið - 11.08.1999, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forráðamenn „Rauða hersins“ hafa gefíst upp á að bjarga rekstri fyrirtækjanna Þrjú fyrir- tæki í gjald- þrotaskipti KETILL Helgason, framkvæmda- stjóri Rauðsíðu á Þingeyri, Rauð- felds á Bíldudal og Rauðhamars á Tálknafirði, lagði í gær inn beiðni um gjaldþrotaskipti fyrirtækjanna fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Vinnsla hefur legið niðri í þeim síð- an í byrjun júní sl. en undanfamar vikur hafa þau verið í greiðslu- stöðvun meðan eigendur hafa reynt að safna auknu hlutafé til að bjarga þeim frá gjaldþroti. Vonlaust dæmi Málefni fyrrnefndra fyrirtækja, „Rauða hersins" svonefnda, hafa verið í brennidepli síðan í vor þeg- ar starfsmenn hættu að fá greidd laun. Þá kom fram að forsvars- menn Rauða hersins höfðu treyst á stuðning Byggðastofnunar en fyr- irtækið fékk ekki lán þar sem það uppfyllti ekki skOyrði stofnunar- innar. Aftur var látið reyna á málið hjá Byggðastofnun í liðnum mán- uði en án árangurs. „Stjórnarformaðurinn lagði til á stjómarfundi á mánudag að farið yrði í gjaldþrot og um annað var ekki að ræða í stöðunni, þetta var vonlaust dæmi,“ sagði Guðmundur Franklín, einn fjögurra eigenda Rauða hersins, við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að allt hefði verið reynt til að afstýra gjaldþroti en forsendur fyrir áframhaldandi starfi hefðu brugðist þar sem ekki hefði fengist lán frá Byggðastofnun og því hefði ekki verið hægt að safna auknu hlutafé. „Ég reyndi allt sem ég gat en var ekki tilbúinn að tapa meiri pen- ingum,“ sagði Guðmundur. „Hins vegar er ég tilbúinn að skoða aðra möguleika," bætti hann við og gaf til kynna að hann gæti vel hugsað sér að koma með einhverjum hætti að stofnun nýs fiskvinnslufyrirtæk- is á Þingeyri. Hann hefði samt ekki rætt það formlega. V* vERNDUM LAUGARDAIINN VERNDUM LAUGARDALINN Stofnfundur samtakanna Verndum Laugardalinn verð- ur haldinn í Ásgarði, Glæsibæ (áður Danshúsið), í dag miðvikudaginn 11. ágúst, kl. 18.00. ALLIR VELKOMNIR! Samtökin munu hafa það að markmiði að koma í veg fyrir fyrirhuguð byggingaráform í austurhluta Laugardalsins. Ástæður: • Laugardalurinn er virkasta útivistar- og íþróttasvæði borgarinnar. • Nú þegar er sú aðstaða sem þar hefur verið byggð fullnýtt. • Ekkert annað sambærilegt útivistarsvæði er að finna í hjarta borgarinnar. • Fyrir liggur að Reykjavíkurborg og höfuðborgarsvæðið munu stækka mikið á næstu árum og það kallar á enn meiri ásókn að Laugardalnum. • Fyrirhugaðar byggingar breyta Laugardalnum úr því að vera grænt svæði í atvinnusvæði. Sú atvinnustarfsemi kemur í veg fyrir að Laugardalurinn fái að vaxa í takt við fjölgun borgarbúa og auknar áherslur á útiveru og hreyfingu. • Með því að breyta Laugardalnum í atvinnusvæði mun vegurinn í gegnum hann einnig breytast í mikla umferðargötu. Það mun eitt og sér hafa afar neikvæð áhrif á alla aðra starfsemi á svæðinu. Það er aðeins til einn Laugardalur og okkur ber skylda til að vernda hann fyrir komandi kynslóðir. Sýnum samstöðu og mætum á stofnfund samtakanna í dag miðviku- dag kl. 18.00 í Ásgarði, Glæsibæ (áður Danshúsið). Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu samtakanna: www.Iaugardalurinn.is Engin áform um að breyta bensíngjaldi ENGIN áfoi-m eru uppi um að breyta bensíngjaldi að sögn Geirs H. Haarde fjármálaráðherra enda kalli slíkt á lagabreytingar. „Miðað við þær upplýsingar sem ég hef eru tekjur af bensíngjaldi á fyrri hluta ársins heldur undir áætl- un,“ segir Geir. Á hvern lítra bensíns leggst 28,60 króna bensíngjald auk 97% vöru- gjalds. I fjárlögum var áætlað að vörugjaldið skilaði í-íkissjóði 1.975 milljónum króna á þessu ári. Fyrstu sex mánuði ársins innheimtust hins vegar aðeins 726 milljónir króna. Geir Magnússon, framkvæmda- stjóri Olíufélagsins hf., segir að gróft áætlað fari 70% af bensínverði til neytenda til hins opinbera. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur skorað á stjórnvöld að lækka vöru- gjald á bensínverði, sem er 97%, vegna mikilla hækkana sem orðið hafa á bensínverði á þessu ári. ------------------ Sumar- páskar verða árið 2000 Á NÆSTA ári verða svokallaðir „sumarpáskar" en þá ber páska svo seint upp á að skírdagur og sumar- dagurinn fyrsti falla saman en páskadagur verður 23. apríl. „Sumarpáskar verða að meðaltali á 16 ára fresti en það er engin regla á því,“ segir Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur. Sumarpáskar verða því um 6 sinnum á öld og geta jafnvel verið aðeins síðbúnari þannig að páskadag ber upp á 25. apríl. Að sögn Þorsteins urðu sum- arpáskar síðast 1984 og þá var páskadagur 22. apríl. -----♦♦♦----- Andlát KRISTINN REYR KRISTINN Reyr rithöfundur lést 9. ágúst sl. á 86. aldursári. Kristinn fæddist í Grindavík 30. desember 1914, sonur Ágústu Árnadóttur og Péturs Jónssonar sjómanns. Kristinn tók próf frá Verslunar- skóla íslands 1935 og starfaði sem verslunarmaður í Reykjavík frá 1929 til 1937. Hann var forstöðu- maður Sjúkrasamlags Keflavíkur 1943 og kennari við Iðnskólann í Keflavík 1945-1946. Hann stofnaði Bókabúð Keflavíkur 1942 og var eig- andi hennar og framkvæmdastjóri til 1962. Hann starfaði sem rithöf- undur frá 1965. Kristinn kvæntist Margréti Jústu Jónsdóttur. Þau skildu. Margrét Jústa lést árið 1969. Kristinn var höfundur fjölda leik- rita, ljóða og laga. Hann hlaut viður- kenningu frá Rithöfundasjóði RÚV 1974, Rithöfundasjóði íslands 1976 og 1983 og frá Fjölíssjóði 1992. Hann var á listamannalaunum frá 1976. Kristinn lætur eftir sig tvö uppkomin börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.