Morgunblaðið - 11.08.1999, Side 16

Morgunblaðið - 11.08.1999, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Öll umferð í Grafarvog um Gullinbrú vegna lokunar Víkurvegar Umferðin gengið skínandi vel Morgunblaðið/Eiríkur P. GATNAMÓTIN við Víkurveg eru nú lokuð vegna breikkunar á Vesturlandsvegi. Grafarvogur UMFERÐ til og frá Grafar- vogshverfi hefur gengið að mestu snurðulaust fyrir sig eftir að Víkurvegi var lokað við Vesturlandsveg á mánu- dagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá umferðar- deild lögreglunnar í Reykja- vík um miðjan dag í gær hef- ur Gullinbrúin haft vel undan að bera umferðina frá Halls- vegi og Strandvegi og gengið skínandi vel. í gærmorgun urðu tveir smávægilegir árekstrar við Gullinbrú sem orsökuðu biðraðir í stutta stund á með- an ein akreinin lokaðist. Að sögn Sigurðar I. Skarphéðins- sonar, gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar, á lokun Víkurvegar ekki að valda um- talsverðum töfum á umferð, svo framarlega sem ekki verða óhöpp á veginum. Framkvæmdum við Gullin- brú er að mestu lokið nú þeg- ar brúin hefur verið tvöfölduð og umferð komin á fjórar akreinar. Ýmiss konar frá- gangur er eftir í kringum brúna og utan með götunni austan og vestan megin. Þá er eftir að setja upp hljóðskerma og reiknar gatnamálastjóri með að þeim framkvæmdum ljúki í haust. Þær aðgerðir eiga þó að valda lágmarks- truflun á umferð, að sögn Sig- urðar. „Við höfum einnig haldið að okkur höndunum með þennan frágang núna til þess að valda ekki frekari truflunum nú þegar Víkurvegur er lokaður vegna framkvæmda við Vest- urlandsveg,“ sagði Sigurður. Hann reiknar ekki með að loka þurfi brúnni að einhverju leyti vegna frágangsverka þar í haust. Hjáleið lokuð almenningi Hægt er að komast af Vest- urlandsveginum í Grafarvogs- hverfið með því að aka gömlu heimtröðina að rannsóknar- stöðinni við Keldnaholt, sem liggur út á Vesturlandsveg. í dag er aðkoman að stöðinni frá Víkurvegi. Að sögn Sig- urðar skoðaði Vegagerðin gaumgæfilega þann mögu- leika að opna þá leið og setja þar upp ný gatnamót og um- ferðarljós á Vesturlandsvegi. Þegar málin voru skoðuð hafi menn hins vegar fundið út að of kostnaðarsamt yrði að gera ný bráðabirgðagatnamót sem einungis ættu að vera op- in í 13 daga. Þar að auki var talið að umferðaröryggi yrði ekki fullnægjandi. Þegar ljós eru færð til skapar það ætíð slysahættu fyrstu dagana á meðan fólk er að kynnast nýju ljósunum og slíkt væri ekki forsvaranlegt fyrir hálfan mánuð, að sögn Sigurðar. Þessi hjáleið er því lokuð al- menningi, en lögregla og slökkvilið hafa hins vegar þann möguleika að nota veg- inn í neyð. Hann er lokaður af með borðum sem þessir aðilar geta keyrt niður ef með þarf. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar höfðu þessir borðar verið slitnir niður á mánudaginn og því greinilegt að einhverjir hafa svindlað sér þá leið. Borðarnir hafa verið settir upp aftur og fengið að vera í fiiði, enda er svæðið lokað. Morgunblaðið/Árni Sæberg. UMFERÐ yfir Gullinbrú hefur gengið vel þrátt fyrir lokun Víkurvegar. Myndin er tekin um miðjan dag í gær. Framkvæmdum við breikkun Vesturlandsvegar við Vfkurveg miðar vel Sex mánuð- um á undan áætlun Grafarvogur FRAMKVÆMDUM við breikkun Vesturlandsvegar miðar vel áfram og stefnir verktakinn, Háfell ehf., á að ljúka framkvæmdum í nóvem- ber næstkomandi, sex mánuð- um á undan áætluðum verk- lokum. Ásamt breikkun vegarins um tvær akreinar er unnið að gerð undirganga undir veginn. Eiður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Háfells, segir að samið hafi verið við Vegagerð- ina um að ljúka framkvæmd- um í nóvember. „Ráðgert var að opna veginn 15. júní árið 2000 en við áætlum að skila af okkur verkinu í nóvember næstkomandi,“ segir Eiður. Mikil samgöngubót Framkvæmdir hófust í maí síðastliðnum. Á milli 20 og 30 manns vinna við verkið. Veg- urinn er breikkaður á um 1,5 km kafla, rétt austan Víkur- vegar að Suðurlandsvegi. „Eg held að þetta hljóti að eiga eft- ir að verða mikil samgöngubót því þetta er sá vegarkafli sem kvartað hefur verið hvað mest yfir hér á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Eiður. Háfell vann einnig að breikkun Gullinbrúar inn í Umferðareyjar lækkaðar Gardabær VEGAGERÐIN vinnur nú að því að lækka um- ferðareyjar á Hafnarfjarð- arveginum. Grasið hefur verið rifið af og síðan er tyrft á nýjan leik. Tilgang- urinn með lækkun um- ferðareyjanna er að forð- ast vandkvæði sem verða þegar snjóar á veturna og snjóinn skefur í skjóli af eyjunum. Umferðareyjarnar hækka með tímanum vegna þess að slitið af veginum, mal- bik, salt og ryk, berst upp á eyjarnar þegar göturnar eru ruddar á veturna. Þar að auki fýkur fínt ryk og sest í grasið. Grasið vinnur sig í gegnum þetta og yfír- borðið hækkar. Vegagerð- in hefur því gripið til þess ráðs að lækka eyjarnar og var þetta einnig gert á Miklubrautinni fyrra. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Grafarvogshverfið. Eiður seg- ir að þetta hafí kannski ekki verið vinsælustu verkin frá sjónarmiði vegfarenda en þeir hafa þó ekki steytt göm við starfsmenn Háfells. Háfell bauð 207 milljónir króna í verkið. FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við breikkun Vestur- landsvegar. Neðst á mynd- inni má sjá gatnamótin við Víkurveg sem verða lokuð í hálfan mánuð vegna fram- kvæmdanna. Efst á myndinni sést hjáleiðin ofan við Graf- arholt, en þar fyrir neðan er unnið að gerð mislægra gatnamóta. Farfugla- heimilið stækkað Laugardalur BORGARSTJÓRN hef- ur samþykkt að breyta deiliskipulagi við Sund- laugarveg 34 þar sem nú er farfuglaheimili við tjaldstæðið í Laugardal. Breyting á skipulaginu miðar að því að breyta lóðinni úr útivistarsvæði til sérstakra nota í at- hafnasvæði. Tilgangurinn með þessari breytingu er að gera kleift að byggja við- byggingu við farfugla- heimilið til stækkunar þess. Um lóðina gilda þeir sérskilmálar að þar verði ekki gert ráð fyrir annarri starfsemi en gistiheimili, ski-ifstofum og þjónustu við útivistar- svæðið í Laugardal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.