Morgunblaðið - 11.08.1999, Page 21

Morgunblaðið - 11.08.1999, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1999 21 VIÐSKIPTI Minnkandi fram- Alusuisse-Lonza í viðræðum við Pechlney og Alcan álfyrirtækin Rætt um mögu- leika á samruna a surali 1 kjol- far sprengingar Gæti þýtt hækkun álverðs SPRENGING sem olli því að Kaiser Aluminum varð að loka súrálsverk- smiðju sinni í Louisiana snemma í júlí, gæti haft áhrif til hækkunar á álverði næstu 12 mánuði, að því er fram kom í The Wall Street Journal í síðustu viku. Sprengingin varð í verksmiðju sem framleiðir eina milljón tonna af súráli, en það er notað til álfram- leiðslu. Ekki hefur verið tilkynnt um hvenær eigi að opna verksmiðjuna aftur en talið er að hún verði lokuð í að minnsta kosti 6 mánuði. Sem stendur er nægilegt framboð á súráli til álbræðslu í heiminum en vegna sprengingarinnar er óttast að skortur myndist á súráli á næstu mánuðum. Það gæti þýtt minnkun framboðs á áli og þar af leiðandi hækkun á álverði auk þess sem það getur komið í veg fyrir áætlanir um aukna álframleiðslu til að svara auk- inni eftirspurn eftir áli. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa íslenska álfélags- ins, er ekki tilefni til að ætla að skortur á súráli eða hækkun á verði þess muni hafa áhrif á ISAL. „Við kaupum allt okkar súrál frá sama aðilanum, sem er í Gove í Astralíu og samningar um verð eru gerðir langt fram í tímann. Reyndar tengjast þeir þróun á markaði hverju sinni en stuttar sveiflur hafa ekki bein áhrif þar á, að minnsta kosti ekki mikil. Þetta hefur í raun engin áhrif hjá okkur nema að þær verði til langs tíma.“ Um hækkun á álverði segir Hrannar að spár um verð, ýmist upp á við eða niður á við séu oft býsna fjarri sannleikanum. „Markaðurinn er að mörgu leyti fremur ófyrirsjáanlegur og erfitt að spá fyrir um hvað verður. Stundum þegar spáð er hækkandi verði þá lækkar það og öfugt. Þessa dagana er verðið á bilinu 1.400 til 1.450 doll- arar á tonnið. Það telst nú ekki vera hátt verð miðað við undanfarin ár en í vetur var það í algjöru lágmarki, undir 1.200 dollurum á tonnið“, segir Hrannar Pétursson. Kaup Deutsche Telecom á 0ne20ne Netþjónusta um farsíma ÞÝSKA símafélagið Deutsche Tel- ekom hefur ákveðið að kaupa breska farsímafélagið 0ne20ne fyrir 8,4 milljarða punda. I kjölfarið hefur verið tilkynnt að hlutabréf í hluta af farsíma- og netþjónustudeildum fyr- irtækisins verði sett á markað, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Stjórnarformaður DT, Ron Sommer, sagði ekki ljóst hvenær af þessu yrði en markmiðið væri að afla fjár til að mynda alþjóðlegt fjar- skiptafyrirtæki. Sommers sagði til- ganginn einnig að hluthafar gætu borið gengi fyrirtækisins saman við önnur fyrirtæki á sama markaði. Fjárfesting DT í One20ne er stærsta alþjóðlega yfírtaka félagsins, sem hyggur jafnvel á fleiri. Þrátt fyrir að samruni DT og Telecom Italia hafí ekki heppnast á sínum tíma, hefur Sommer ekki gefið risa- fyrirtæki á sviði fjarskipta í Evrópu upp á bátinn, og hefur hið spænska Telefonica verið nefnt í því sam- bandi. Sommers leggur þó áherslu á að DT vilji nú fyrst og fremst bjóða viðskiptavinum sínum aðgang að Netinu um farsíma. Eftir kaupin á One20ne eru áskrifendur á vegum fyrirtækisins um 11 milljónh'. ALUSUISSE-Lonza, móðurfélag íslenska álfélagsins, hefur að und- anförnu átt í viðræðum við tvö af stærstu álfyrirtækjum heims, Alc- an í Frakklandi og Pechiney í Kanada, um hugsanlega samein- ingu þessara fyrirtækja, sam- kvæmt fréttatÚkynningu frá AluSuisse sem gefin var út í gær. Ef af samrunanum verður, mun nýtt sameinað fyrirtæki verða stærsti álframleiðandi heims. Þetta yrði einnig í fyrsta skipti sem þrí- hliða samruni milli fyrirtækja beggja vegna Atlantsála yrði að veruleika. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart, enda hefur það ver- ið yfirlýst markmið fyrirtækisins að stækka,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi íslenska álfé- lagsins. „Þegar slitnaði upp úr við- ræðum við þýska fyrirtækið Viag í vetur héldu forráðamenn Alusuisse því á lofti að þeir væru enn opnir fyrir viðræðum við önnur fyrirtæki í greininni. Það er þó allt of snemmt að segja til um hvort af sameiningu þessara þriggja verður, enda er ferlið bara rétt að fara af stað.“ Hrannar segir að ef af sam- einingu verður muni það ekki hafa áhrif á starfsemi álversins í Straumsvík, enda hafi reksturinn gengið vel að undanförnu. „Verksmiðjan hér er mjög full- komin og við höfum þess vegna ekki áhyggur af því að samruni muni bitna á okkur, ef af honum verður.“ Miklar hræringar hafa verið í áliðnaði í heiminum síðustu árin og hefur viðleitni til að hag- ræða og sameina rekstur verið áberandi meðal fyrirtækja í grein- inni. Af fyrirtækjunum þremur sem nú eiga í viðræðum er Pechiney stærst með veltu upp á 9,8 millj- arða dollara á ári, sem samsvarar um 715 milljörðum íslenskra króna. Velta Alcan nemur um 570 milljörð- um króna, en velta Alusuisse nem- ur um 420 milljörðum, að því er fram kemur á vefsíðu CNN. Gengi hlutabréfa í Alusuisse- Lonza og Pechiney hækkuðu nokk- uð í gær eftir að fréttir af samein- ingarviðræðum bárust Fyrirfmmgreiðsla Þeir sem kaupa eða hefja byggingu á íbúðarhúsnæði til eigin nota 1999 og síðar geta sótt um fyrirframgreiðslu vaxtabóta. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsinga- bæklingi liggja frammi hjá skattstjórum, bönkum og sparisjóðum. Eyðublaðið má einnig sækja á upplýsingavef ríkisskattstjóra, rsk.is. Umsókn skal senda skatt- stjóra í því umdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili. Vaxtabætur verða greiddar fyrirfram ársfjórðungslega, fjórum mánuðum eftir lok hvers ársfjórðungs. Fyrirframgreiðsla vegna 2. ársfjórðungs, þ.e. vegna vaxtagreiðslna fyrir tímabilið apríl, maí og júní 1999, verður greidd út 1. nóvember n.k. Umsókn um fyrirframgreiðslu vegna annars ársfjórðungs þarf að hafa borist skattstjóra eigi síðar en 16. ágúst n.k. Allar nánari upplýsingar veita skattstjórar og ríkisskattstjóri RSK • KISSK-V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.