Morgunblaðið - 11.08.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.08.1999, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fjórði rússneski forsætisráðherrann rekinn á einu og hálfu ári Til marks um hnigmm og örvæntingu Jeltsíns Þótt fylgi Borís Jeltsíns hafí hrunið, gamlir bandamenn hafí yfírgefíð hann í hrönnum og honum sé kennt um efnahagsþrenging- arnar í Rússlandi telur forsetinn sig geta haft áhrif á stjórnmálaþróunina í landinu á næstu öld með því að velja eftirmann sinn. Raunin virðist hins vegar vera sú að stuðn- ingur Jeltsíns sé til bölvunar en ekki bless- unar fyrir rússneska stjórnmálamenn. BORÍS Jeltsín vék Sergej Stepashín úr embætti for- sætisráðherra á mánudag án nokkurra útskýringa, tilnefndi Vladímír Pútín, fyrrver- andi njósnara KGB í Þýskalandi, í embættið og kvaðst vona að hann yrði kjörinn næsti forseti landsins. Þótt Jeltsín hafi rekið fjóra forsæt- isráðherra á einu og hálfu ári hefur það ekki leitt til neinna meiriháttar stefnubreytinga eða alvarlegra til- rauna til að blása lífí í efnahaginn og leysa hin fjölmörgu vandamál landsins. Þess í stað hefur Jeltsín lagt of- uráherslu á að halda völdunum og skjóta andstæðingum sínum ref fyr- ir rass. í þessari pólitísku refskák hefur forsetinn nánast alltaf farið með sigur af hólmi. Rússneska þjóð- in hefur hins vegar nánast alltaf beðið ósigur. Pólitíska umræðan í Rússlandi hefur iðulega snúist um hver sé í náðinni hjá forsetanum og hver ekki. Málefnaleg umræða um efnahagsmál er hins vegar sjaldgæf þessa dagana. „Örvæntingarfull leit Jeltsíns að eftirmanni er ástæða brottvikning- ar Stepashíns,“ sagði rússneski Komdu og sjáðu hvað við getum gert fyrirþig. Sérsmíðað eða staðlað. Ótal möguleikar. ehf. Umboös- og heildverslun Nethyl 3-3a -112 Reykjavík Sími5353 600- Fax5673609 SSEinfalt í uppsetningu SS Skrúfufritt BSmBÍrtsarnan stjómmálaskýrandinn Andrej Pjontovskí. Jeltsín einangrast Fylgi forsetans meðal Rússa hef- ur verið innan við 10% allt þetta ár, ef marka má skoðanakannanir, og helstu forsetaefnin hafa reynt að halda sig í eins mikilli fjarlægð frá Jeltsín og mögulegt er. Einangrun forsetans virðist aukast með hverj- um deginum sem líður. Jeltsín er orðinn 68 ára og sökum vanheilsu heldur hann sig megnið af árinu utan Kremlar. Hann dvelur oftast í bústað sínum í skógi vestan við Moskvu og hittir þar aðeins fá- mennan hóp ráðgjafa og vina sem hefur verið kallaður „Fjölskyldan", með skírskotun til mafíunnar á Sikiley. Áður en Jeltsín varð forseti var hann vanur að ferðast með strætis- vögnum og lestum til að blanda geði við Rússa og honum var gefið að ná til almennings. Núna virðist hann hins vegar úr tengslum við brauð- strit milljóna Rússa sem urðu fyrir barðinu á efnahagskreppunni. Þá sjaldan sem Jeltsin kemur fram í sjónvarpi talar hann óeðli- lega hægt, þagnar oft í miðri setn- ingu og margir sjónvarpsáhorfend- ur hafa hann að athlægi. Jeltsín virðist telja að hann geti haft áhrif á niðurstöðu forsetakosn- inganna á næsta ári þrátt fyrir vís- bendingar um hið gagnstæða. Margir telja að tilraun hans til að koma Pútín í forsetaembættið sé dæmd til að mistakast. Jafnvel þótt forsetinn nyti vinsælda meðal þjóð- arinnar væri ólíklegt að það dygði til að svo líttþekktur kerfiskarl næði kjöri. Forsætisráðherraembættið ætti að gefa Pútín ýmis sóknarfæri og beina kastljósi fjölmiðla að honum en ekki er víst að það leiði til póli- tískra vinsælda. „Fjölskyldan" óttast ákærur Rússnesk dagblöð voru á einu máli um að meginmarkmiðið með Dráttarbeisli AP BORIS Jeltsín bar sig mannalega í gær, daginn eftir að hann rak for- sætisráðherra úr embætti í flmmta sinn á sautján mánuðum . FORSÍÐUR dagblaðanna í Rússlandi voru í gær undirlagðar af um- fjöllun um nýjustu stjómvaldsaðgerðir Jeltsíns. Vakti brottrekstur ríkisstjórnar Sergejs Stepashíns undmn og reiði í Rússlandi. brottvikningu Stepashín væri að vemda hagsmuni Jeltsíns og „Fjöl- skyldunnar". „Rekinn vegna fjöl- skylduvandamála,“ var t.a.m. aðal- fyrirsögn dagblaðsins Sevodnja. Blöðin segja að Jeltsín sé mjög umhugað að tryggja að næsti for- seti snúist ekki gegn „Fjölskyld- unni“ eftir kosningamar og veiti henni friðhelgi. í „Fjölskyldunni“ eru meðal annars Tatjana Djatsjen- ko, dóttir Jeltsíns, Alexander Volos- hín, skrifstofustjóri forsetans, og kaupsýslumennimir Borís Berezov- skí og Roman Abramovitsj. Jeltsín og ráðgjafar hans eiga á hættu að verða sóttir til saka, meðal annars fyrir að beita skriðdrekum til að kveða niður uppreisn þing- manna árið 1993. Dóttir forsetans og Berezovskí óttast einnig að þau verði ákærð fyrir spillingu. Sak- sóknarar hafa t.a.m. rannsakað Pantaðu núna » 555 2866 Kays - Argos - Panduro B.Magnússon Fax 565 2866 • bm@vortex.is hvort Berezovskí hafi misnotað fé rússneska flugfélagsins Aeroflot. Hefur áhyggjur af nýja kosningabandalaginu Mörg rússnesku dagblaðanna sögðu að brottvikning Stepashíns hefði verið tilefnislaus. „Hann af- rekaði ekkert á 80 daga valdatíma sínum, en auðvitað gerði hann ekki heldur neitt af sér,“ sagði Novije Izvestia. Dagblaðið Kommersant rakti óá- nægju Jeltsíns til þess að Stepashín hefði ekki tekist að koma í veg íyrir kosningabandalag Föðurlandsflokks Júrís Lúzhkovs, borgarstjóra Moskvu, og Alls Rússlands, hreyfing- ar leiðtoga helstu héraða landsins. „Martröð Kremlveija varð að veruleika; Föðurlandið sameinaðist Öllu Rússlandi," sagði blaðið um myndun bandalagsins á miðvikudag- inn var. „Stepashín reyndist ekki að- eins um megn að hindra þetta. Þegar Kremlveijar gerðu að lokum örvænt- ingarfulla tilraun til að tryggja að Stepashín yrði leiðtogi þessa banda- lags hopaði hann og tilkynnti að hann myndi ekki ganga í neinn stjórnmálaflokk.“ Kommersant sagði að Anatolí Tsjúbajs, fyrrverandi ráðgjafi Jeltsíns, hefði lagst gegn brottvikn- ingunni á fundi á fimmtudaginn var og henni hefði því verið frestað. > Ar hinna löngu hnífa BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti hefur rekið fjóra forsætis- ráðherra á tæpu einu og hálfu ári. • Nóvember 1991: Jeltsín skipar sjálfan sig forsætisráð- herra til að koma á mark- aðsumbótum. • Júní 1992: Jeltsín tilnefnir umbótasinnann Jegor Gajdar í embætti forsætisráðherra. Dúman neitar að staðfesta til- nefninguna. • Desember 1992: Jeltsín læt- ur undan þrýstingi dúmunnar, rekur Gajdar og tilnefndir Viktor Tsjemomyrdín forsæt- isráðherra. • Mars 1998: Jeltsín rekur Tsjemomyrdín, segir hann ekki hafa komið á nógu róttæk- um umbótum, og tilnefnir Sergej Kíríjenko, orkumála- ráðherra og fyrrverandi bankastjóra, í forsætisráð- herraembættið. Dúman hafnar Kíríjenko tvisvar en samþykk- ir tilnefninguna að lokum af ótta við að Jeltsín leysi þingið upp og boði til kosninga. • Ágúst 1998: Jeltsín rekur Kíríjenko vegna rússnesku fjár- málakreppunnar. Dúman hafn- ar því tvisvar að skipa Tsjemomyi-dín aftur og Jeltsín tilnefnir þá Jevgení Prímakov utanríkisráðherra í embættið. Tilnefningin var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða í dúmunni 11. september. • 12. maí 1999: Jeltsín rekur Prímakov, þakkar honum fyrir vel unnin störf en segir Rúss- land þurfa kraftmeiri forsætis- ráðherra. Hann tilnefnir Sergej Stepashín innanríkis- ráðherra í forsætisráðherra- embættið og dúman fellst á til- nefninguna í fyrstu atrennu. • 9. ágúst 1999: Jeltsín rekur Stepashín án útskýringa og til- nefnir Vladímír Pútín. Dúman á að greiða atkvæði um tilnefn- inguna á mánudaginn kemur. Átökin í Dagestan um helgina virð- ast hins vegar hafa veikt stöðu Stepashíns frekar. Án flokks og trúverðugs forsetaefnis Kosningabandalag Lúzhkovs og héraðsleiðtoganna stefnir að því að ná meirihluta í dúmunni, neðri deild þingsins, í kosningunum 19. desem- ber og fara með sigur af hólmi í for- setakosningunum á næsta ári. Gengi bandalagsins ræðst að miklu leyti af því hvort Jevgení Prímakov, fyrrverandi forsætisráðherra, fallist á að ganga til liðs við það og hvort samkomulag náist um að hann verði frambjóðandi þess í forsetakosning- unum á næsta ári. Ef marka má skoðanakannanir nýtur Prímakov meira trausts en nokkur annar stjómmálamaður í Rússlandi. Jeltsín reyndi sjálfur að koma í veg fyrir að kosningabandalagið yrði myndað, m.a. á fundi með Mintimir Shaimý'ev, leiðtoga Alls Rússlands. Fregnir herma að for- setinn hafi einnig reynt að fá Viktor Tsjernomyrdín, fyrrverandi forsæt- isráðherra, til að mynda annað bandalag með rússneskum hægri- flokkum og frjálslyndum um- bótasinnum. Tsjemomyrdín er sagður hafa hafnað því. Niðurstaða baktjaldamakksins er sú að Jeltsín og bandamenn hans sitja uppi með forsetaefni, sem er ekki talið geta gert sér raunhæfar vonir um að ná kjöri og hefur engan stjómmálaflokk á bak við sig. Til- nefning Pútíns ber keim af örvænt- ingu og bendir til þess að geta for- setans og bandamanna hans til að hafa áhrif á atburðarásina fari ört þverrandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.