Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 25 Eistneskt skart MYIVDLIST Listhus Ófeigs Skólaviiríiustfg MÁLMSMÍÐI - SEX EISTLENDINGAR Sýningin er opin á verslunartíraa. Til 18. ágúst. AF ÞEIM löndum sem teljast til fyrrverandi austantjaldslanda hafa íslenskir listamenn haft mest sam- skipti við Eystrasaltslöndin og eitt- hvað hefur verið um að listamenn héðan hafi farið til Eistlands, Lit- háen og Lettlands til að sýna. En sem betur fer hafa íslendingar sömuleiðis fengið heimsóknir lista- manna frá þessum löndum, sem eru okkur enn framandi. í Listhúsi Ofeigs er hópur sex eistneskra lista- manna og handverksfólks, sem saman reka gallerí þar í landi. Þau hafa tekið með sér fjöldann allan af munum sem teljast til skartgripa- smíði eða málmsmíði. Margir hverj- ir eru munirnir frjálslega unnir, þar sem hugmyndaflugið hefur fengið að leika sér, óheft af sjónarmiðum skartgripaverslunar. Eistlending- arnir sex eru þau Arseni Mölder, Anne Roolaht, Julia-Maria Pihlak, Harvi Varkki, Andrei Balashov og Kerttu Vellerind. Auk þess sýnir Harvi Varkki tússteikninagar og skissur og litlar fígúrur skornar í sandstein, sem hann hefur unnið hér á landi. Á undanfömum misserum hefur verið talsvert af sýningum á skart- gripasmíði, m.a. eftir fólk sem er nýútskrifað og hefur komið fram með nýstárlegar nálganir við efni og form. En það er mjög athyglis- vert að sjá hvemig Eistlendingamir hugsa greinilega eftir öðram braut- um en tíðkast og þar ríkja fagur- fræðileg sjónarmið af allt öðram toga en við eigum að venjast af skandinavískri hönnun. Þau viða að sér efni, formi, myndum og táknum úr ýmsum áttum og leita óspart í sögulegan og menningarlegan bak- grunn. Þau era greinilega ekki eins upptekin af hreinleika og einföldun, eins og vill oft einkenna skandinav- íska hönnun. Það er því allrar at- hygli vert fyrir áhugafólk um málm- smíði og skartgripahönnun að kynna sér hugarheim Eistlending- anna á þessu sviði. Gallerf Listakot Laugavegi 70 GRAFÍK ÁINE SCANNEL, JÓHANNA SVEINSDÓTTIR Opið virka daga kl. 10-18. Laugardaga 10-16. Til 18. ágiíst. í SÝNINGARRÝMI Gallerís Listakots á Laugavegi sýna tvær grafíklistakonur verk sín. Irsk lista- kona, Áine Scannell, sýnir 20 verk, sem era að meginstofni ætingar. En hún blandar einnig samklippum og öðram aðskotahlutum saman á myndfletinum, sem era þar að auki sumar hverjar í nokkram hlutum. Það er því nokkuð frjálslega farið með tæknina og sömuleiðis er myndefnið af ýmsum toga. Rauði þráðurinn í gegnum sýninguna er þó kvenfígúran, í mjög stílfærðri mynd. Meðgangan, móðurhlutverk- ið og upphaf nýs lífs, er greinilega uppsprettan að myndheimi hennar, sem er í senn sundurlaus, brothætt- ur og dulur. Á sama stað sýnir Jóhanna Sveinsdóttir fimmtán ætingar, og mun þetta vera fjórða einkasýning hennar. Myndirnar eru af tvennu tagi. Flestar byggjast á lauslegum en frekar ómarkvissum æfingum með áferð og tækni, þar sem saman fara gróf áferð og ógreinileg lands- lagsmótív. Jóhönnu tekst betur upp í fimm ætinga myndröð, „Víddir“, sem eru einfaldar og stílhreinar mjmdir, byggðar upp á djúpum blá- um fleti, með hvítum útlínum lands- lagsforma, sem laðar fram víðáttu og þögn í vetrarkyrrðinni. Gunnar J. Árnason Fann teikningar eftir Rembrandt Deventer. Reuters. HOLLENDINGUR sem keypt hafði safn gamalla bóka á bóka- markaði komst að raun um að inn á milli bókanna var að finna tvær teikningar eftir sautjándu aldar málarann Rembrandt. Hef- ur fjárfestingin því margborgað sig, ákveði Hollendingurinn að selja verkin. Onnur teikninganna var mynd af móður Rembrandts frá árinu 1631 og hin sýnir miskunnsama Samverjann, eins og Rembrandt hugsaði sér hann, og mun Rembrandt hafa teiknað hana ár- ið 1633. Staðfesti listaverkasali að teikningarnar tvær eru eftir meistarann sjálfan í sjónvarps- þætti, sem helgaður er lista- verkasöfnurum, um helgina. Teikningarnar tvær, sem báð- ar eru merktar Rembrandt, eru metnar á rúma eina milljón króna hvor, en ekki er enn vitað hvort hinn heppni Hollendingur hyggst selja þær. Sjálfur mun hann hafa greitt átján hundruð krónur fyrir bækurnar. Þj áningarmy nstur MYNDLIST Listasafn ASÍ, Gryfjunni, Ásmundarsal MÁLVERK BRYNIII L 1)11 II GUIIMUNDSIlðTTIR Til 22. ágúst. Opið þriðjudag til sunnudags kl. 14-18. Aðgangur 200 kr. BRYNHILDUR Guðmunds- dóttir sýnir um þessar mundir í Gryfjunni í Ásmundarsal, Lista- safni ASÍ við Freyjugötu. Upp- sprettan að verkum hennar er í senn þjáning og blóðtaka en bernskuminning um slátran bland- ast hugrenningum um krossfest- inguna. Af því leiðir sérkennilegt mynstur sem í fljótu bragði lítur út eins og bólstrun en ber að skoðast sem krossfesting á Andrésar- krossi, en slíkur kross er exlaga í stað þess að vera plúslaga. I Tímæosi talar Platón um himnasmiðinn sem græðir verald- arsálina með því að rimpa hana saman í Andrésarkross. Þannig átti hann að hafa mægt æðri og lægri heima samkvæmt ævafornri þjóð- trú. Hvort Brynhildur hefur sökkt sér ofan í táknspeki Forn-Grikkja liggur milli hluta en Jung mundi hafa sagt að væri henni ókunnugt um hugmyndir Platóns væri hér komin enn ein sönnunin fyrir þeirri samfélagslegu vitund sem hann taldi að fylgdi hverri mannvera og opinberaðist í sameiginlegum tákn- heimi þjóðanna, svonefndum fram- gerðum - erkitýpum - af hverjum FRÁ sýningu Brynhildar Guðmundsdóttur í Grylju Listasafns ASÍ. Andrésarkrossinn væri eitt dæmi af mörgum. Gaman væri ef Brynhildur væri að pæla á þessum nótum því enda þótt hún væri fjarri því að vera eini listamaðurinn sem hefði látið hríf- ast af hinum umdeildu kenningum Jungs mætti fínna í verkum henn- ar tengsl við ýmsar merkilegar kenningar sem áttu hug manna fyrr á öldinni. Þetta er orðað svona vegna þess að án nokkurra dýpri hugmynda heldur tilraun Brynhildar til að fegra hið ljóta og sársaukafulla ekki vatni með þeim aðferðum sem hún temur sér. Svo ákaft hafa lista- menn eftirstríðsáranna gengið í smiðju tO þjáningarinnar og ljót- leikans að það þarf eitthvað allt annað og meira tO að hreyfa við okkur en stflfærða krossfestingu útfærða sem tíglamynstur. Sú tíð er löngu liðin að áhorfandinn kenni til frammi fyrir svo óræðri fram- setningu. Listakonan þarf því að viða að sér mun hvassara og átak- anlegra myndmáli ef hún ætlar sér að miðla því tfl okkar sem hún seg- ist vildu sagt hafa. Halldór Björn Runólfsson Barnavagnar Rauðarárstfg 16, Sími 561 0120.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.