Morgunblaðið - 11.08.1999, Side 39

Morgunblaðið - 11.08.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 39 HELGI BJARNASON + Helgi Bjarnason fæddist á Prest- hólum í Núpasveit 9. október 1925. Hann varð bráð- kvaddur á Húsavík 28. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavík- urkirkju 6. ágúst. Nú er Helgi Bjama- son, mágur minn, allur. Það er sjónarsviptir að honum. Við vorum samferðamenn og vinir í rúm íimmtíu ár. Helgi var einn af þeim mönnum sem skilja mikið eftir sig. Hann var svo mikill á velli, þrekmikill, kjarkmikill, kátur, skemmtilegur og aðlaðandi að fáa hef ég hitt sem áttu þessa kosti alla í svo ríkum mæli. Eg kynntist Helga þegar hann og Jóhanna, systir mín, voru tekin sam- an og farin að búa á Ásgarðsvegi 15 á Húsavík. Það hús byggði Helgi yf- ir foreldra sína og systkini þegar hann var um tvítugt og þótti með ólíkindum að svo ungur maður færð- ist svo mikið í fang. Þar hófu þau Jó- hanna búskap og bjuggu þar æ síð- an. Þangað var gott að koma. Helgi var stór- huga og fór tO Dan- merkur árið 1955 til að láta smíða fiskibát, sem hann gaf nafn eftir móðurafa sínum, Helga Flóventssyni. Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðu- nautur fæddist á Húsa- vík og ólst þar upp á stóru heimili þar sem gestkvæmt var. Hann segir svo í æviminning- um sínum um Helga Flóventsson: „I vina- hópnum var svo meðal annars Helgi Flóventsson sem var mikill bóhem og frábær skemmtikraftur. Eg komst fljótt á þá skoðun, sem ég hef ekki farið ofan af síðan, að Helgi hafi verið mesti leikari í heimi.“ Helgi Bjamason var líka frábær sögumaður, söngmaður og leikari og efaðist enginn um að það sækti hann til afa síns. Þegar hann lék Skugga-Svein á sviði á Húsavík féll hann beint inn í hlutverkið. Stærð- in, krafturinn, mikilúðlegt andlitið og svipbrigðin, ásamt drynjandi röddinni, sýndi mönnum Skugga- Svein Ijóslifandi. GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR + Guðrún Ólafs- dóttir fæddist í Ásgarði í Hvamms- hreppi í Dalasýslu 9. maí 1906. Hún lést í St. Frans- iskusspítalnum í Stykkishólmi 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru, Jakobína Sig- mundsdóttir, f. 5. febrúar 1876, d. 2. janúar 1960, og Ólafur Einarsson, f. 3. desember 1867, d. 7. mars 1942. Systkini Guðrúnar eru: María, f. 10. maí 1904, d. 5. sept 1962, Sigmundur, f. 20. des. 1907, d. 13. janúar 1973, Sigurbjörg, f. 3. ágúst 1910, og Sigurður, f. 6. mars 1913. Hinn 25. júlí 1926 giftist Guð- rún Ellert Jóhannessyni, f. 26. júlí 1904, d. 17. sept. 1977. Böm þeirra em: Kristjana Ingibjörg, f. 16. maí 1926, maki Magnús Ó. Jónsson, Bene- dikta Anna, f. 20. ágúst 1927, d. 17. febr. 1928, Láms Kristinn, f. 20 sept. 1928, d. 13. janúar 1956, Jóhanna Guð- ríður, f. 14. sept. 1931, d. 19. aprfl 1993, maki Finnbogi Ólafsson, Ólafur Agnar, f. 17. ágúst 1934, maki Ingibjörg Björgvinsdóttir, Ingimar Hólm, f. 21. okt. 1940, maki Sigurrós Berg Sigurðar- dóttir, Olöf Þórey, f. 22. jan. 1948, maki Páll Guðmundsson. Guðrún stundaði húsmóður- og sveitastörf. Útför Guðrúnar fór fram frá Stykkishólmskirkju þriðjudag- inn 10. ágúst. Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar ömmu minnar sem látin er 93 ára gömul. Foreldrar mínir, amma og afi bjuggu saman, fyrst í Lambanesi í Saurbæ og síðan í Vík við Stykkis- hólm, eða þar til ég var 14 ára gömul. Var það yndislegur tími og naut ég þess að alast upp með þau á heimilinu. Fyrstu minningarnar um ömmu eru frá því að hún var að greiða og flétta á sér hárið og elta litla grenjuskjóðu út á tún til að hugga og gera gott úr hlutunum. Eg minnist þess líka að hafa far- ið í messu á sunnudögum með ömmu og að ég hafi átt fullt í fangi með að sitja kyrr og hafa hljótt þá stund sem messan stóð yfir. Svo þegar ég fór að hafa svolítið meira vit, kenndi hún mér að prjóna og hekla, því yfírleitt hafði hún prjónana við höndina og ekki óalgengt að hún sæti með þá við eldhúsborðið og læsi í bók, því fátt vissi hún skemmtilegra en að lesa. Einnig naut hún þess að spila og var hvert tækifæri notað til þess og sérstaklega ef fjölskyldan var sam- an komin, þá yfirleitt um jólin, í jóladagskaffinu á Skúlagötunni. Þá var nú oft líflegt við spilamennsk- una og silfurdósin með tóbakinu tekin úr svuntuvasanum og látin ganga. Þá var ekki ónýtt að komast í bækurnar hennar ömmu og gleyma sér yfír þeim, en ég er ekki viss um að mamma hafi verið eins hrifin þegar ég átti að vera að hjálpa til við heimilisstörfm. Þegar amma og afi fluttust á Skúlagötuna var ansi oft komið við hjá þeim á leiðinni heim úr skólan- um og eftir að ég fluttist norður var alltaf fyrsta verkið að heilsa upp á þau, þegar við komum í heimsókn í Hólminn. Og alltaf var vel tekið á móti okkur með ein- hverjum kræsingum. Mér þótti vænt um að fá tæki- færi til að hafa veislukaffi fyrir ömmu og afa á 50 ára brúðkaups- daginn þeirra en þá var Ingimar með þeim á ferðalagi um Norður- land. Við hjónin, vorum rétt að byrja búskap í eigin húsnæði. Þetta var í eina skiptið sem afi kom til okkar en amma kom oftast á hverju ári meðan heilsan leyfði. Amma kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd, reyndi aldrei að sýnast önnur en hún var. Amma, sem alltaf var hugljúf og hlýleg var alltaf til staðar, ef henn- ar var þörf. Hafðu þökk fyrir allt, megi al- góður Guð geyma þig og blessa minningu þína. Helga Ó. Finnbogadóttir. Það var gott að vera með Helga við allar aðstæður. Eg var skráður háseti frá Færeyjum til fslands á „Helga Flóventssyni" þegar hann kom heim frá Danmörku haustið 1955. Þá hjálpaði Helgi mágur mér með einfoldum ráðum að yfirvinna sjóveiki sem hrjáði mig. Þegar hún var að baki var ferðin til Húsavíkur samfelld skemmtiferð. Eg komst stundum í laxveiði með Helga fyrir norðan. Þar var hann á heimavelli. Þegar ég var með lax á og komið að því að landa var Helgi strax kominn út í ána með háf, á svig við laxinn, og sá til þess að ekk- ert færi úrskeiðis. Einu sinni vildi svo til, í skollitaðri á, að háfskaftið brotnaði þegar Helgi var að færa háfinn undir laxinn. Fiskurinn tók kipp um leið og losnaði af önglinum, en Helgi sá hvað var að gerast, beygði sig eldsnöggt niður, kom báðum höndum undir laxinn og vippaði honum á land. Helgi var fiskinn á sjó og í ferskvatni, ötul rjúpnaskytta og reyndi aðeins fyrir sér á hreindýra- veiðum líka. Hann var veiðimaður að upplagi og lagði sálina í veiði- skapinn. Það var gaman að koma úr veiðitúr til Húsavíkur eftir vel heppnaðan dag, með nokkra góða laxa í skottinu á Landróver Helga. Þá fengu þeir sem komu í heimsókn að skoða veiðina og heyra hvemig hefði tekist að koma hverjum laxi um sig á land, hvað þeir væru langir og þungir, og í kaupbæti svolítið um það hvernig þeim sem voru á hinum bakkanum hefði gengið. Helgi og Jóhanna voru farsæl í lífi sínu. Þau eignuðust fimm mann- vænleg böm sem em mikils metin hvert í sínu hlutverki í þjóðfélaginu. Síðustu árin sóttu þó ýmis alvarleg veikindi að þeim hjónum báðum, en með aðstoð góðra lækna og barna sinna, og með hvort annars hjálp, tókst þeim með ólíkindum vel að komast tfl heilsu á nýjan leik. Þegar við hjónin komum í heimsókn til þeirra í júnílok í sumar vom þau svo hress og kát að eftirminnilegt verður. Þá ræddi Helgi af miklum áhuga um sjóminjasafn sem verið er að koma á fót á Húsavík, en hann lagði stofnun safnsins lið eftir að hann var hættur öðrum störfum. Helgi var vinsæll og vinmargur. Það verður vinum og ættingjum söknuður að sterk og hljómmikil rödd hans skuli vera þögnuð. En Helgi mun lifa lengi í minningu þeirra sem þekktu hann. Stefán Aðalsteinsson. + Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur ómetanlega vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengaföður, afa og langafa, HELGA BJARNASONAR, Ásgarðsvegi 15, Húsavík. Ykkar samúð er okkur mikill styrkur. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Helgason, Kristjana Helgadóttír, Bjarni Hafþór Helgason, Helgi Helgason, Ingibjörg Helgadóttir, Ágústa Á. Þorsteinsdóttir, Arnar Björnsson, Laufey Sigurðardóttir, Anna Guðrún Garðarsdóttir, Halldór Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför SIGTRYGGS JÚLÍUSSONAR rakarameistara, Byggðavegi 99, Akureyri. Jóhanna Jóhannsdóttir, Róshildur Sigtryggsdóttir, Baldvin Jóh. Bjarnason, Margrét Sigtryggsdóttir, Jón A. Baldvinsson, Sigríður Kristín Sigtryggsdóttir, Guðmundur Svanlaugsson og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lángömmu, INGVELDAR HALLMUNDSDÓTTUR, Þingvallastræti 29, Akureyri. Kristinn Sigmundsson, Hörður Kristinsson, Sigrún Sigurðardóttir, Magnús Kristinsson, Birgitte Kristinsson, Hallmundur Kristinsson, Anna Lilja Harðardóttir, Kristinn Örn Kristinsson, Lilja Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel írá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) —vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubiml og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNS G.K. DANÍELSSONAR fyrrverandi skipstjóra, Víðilundi 20, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kristnesspítala og á hjúkrunarheimilinu Seli. Guð blessi ykkur öll. Guðmunda Pétursdóttir, Guðmundur Finnsson, Hallbera Ágústsdóttir, Valur Finnsson, Arna Dóra Svavarsdóttir, barnabörn og langafabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, ömmu, langömmu og langalangömmu, ELSU GUÐMUNDSDÓTTUR, Holtsgötu 35, Reykjavík. Guðni E. Gestsson, Helgi Gestsson, Guðmundur Gestsson, Ingibjörg Gestsdóttir, Jenný Steindórsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Árný M. Jónsdóttir, Sólveig Daníelsdóttir, Páll Kristófersson, Halldór Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.