Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefán Thors skipulagsstjóri t.v. tekur við undirskriftum úr hendi Gunn- ars Kristjánssonar úr hópi áhugafólks um bættar samgöngur, sem telur veg um Vatnaheiði betri kost en endurbættan veg um Kerlingarskarð. Mæla með nýjum vegi um Vatnaheiði FULLTRÚAR áhugafólks um bættar samgöngur afhentu í gær Stefáni Thors, skipulagsstjóra rikisins, undirskriftir eitt þúsund íbúa á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem lýst er yfir vilja til þess að vegaframkvæmdir á leið sem hlotið hefur nafnið Vatnaheiði, hefjist þannig að áætlun Vega- gerðarinnar geti gengið eftir um nýjan veg yfir Snæfellsnesíjall- garðinn. Vatnaheiðarleiðin hefur verið talin hugsanlegur kostur sem vegur yfir Snæfelssnes- fjallgarðinn í tvo áratugi en ann- ar kostur er fólginn í að endur- bæta veg um Kerlingarskarð. Meðal þess sem hópur áhuga- fólks um bættar samgöngur telur Vatnaheiðarleiðina hafa fram yfir endurbættan veg um Kerlingarskarðið á grundvelli samanburðar vísindamanna Vegagerðarinnar á báðum kost- um er að meðalvindur er minni á Vatnaheiði og þar eru ekki eins hvassar vindhviður og í Kerling- arskarði, slysatíðni er áætluð 50% minni, hæsti punktur á Vatnaheiði er 228 metrar, sem er 90 metrum lægra en hæsti punktur í Kerlingarskarði, minni halli yrði á vegi og færri krappar beygjur og þá er vegur um Vatnaheiði um 65 milljónum króna ódýrari og minni elds- neytisnotkun myndi fylgja notkun hans Að mati vísindamanna Vega- gerðarinnar mun vegur um Kerl- ingarskarð hins vegar valda minni röskun á náttúruminjum og minni breytingum á landslagi auk þess sem hann fer um minna gróið svæði og minna gróið land fer undir veg. Skipulagsstjóri mun taka sér frest til 24. september til að kveða upp úrskurð í málinu. Hefur þú áhyggjur af barninu þínu? Foreldrar og fagfólk geta leiðbeint þér. Stuðningshópar Stuðningshópar fyrir foreldra unglinga sem eiga í vanda vegna áfengis- eða annarra vímuefna hefjast þriðjudaginn 14. sept. n.k. kl. 20:00 Framhaldshópar Framhaldshópar verða á miðvikudögum kl 20:00. Unnið verður með 1,.2. og 3. sporið, Fyrirlestrar Fyririestrar verða á mánudögum kl.20:30 og hefjast 13.sept. Fjallað verður um upeldisleg áhrif foreldra og samskiptavanda sem upp kemur á heimilum sem eiga unglinga í áfengis- eða annarri vímuefnaneyslu. Sj álfstyrkingarnámskeið Fyrir mæður sem eiga í erfiðleikum með bömin sín. Þetta er 20 tíma námskeið á fimmtudögum kl. 20:00 og hefst ló.sept. Áhersla verður lögð á sjálfsskoðun, byggja upp sjálfstraust, prófa nýjar leiðir og að vinna í hóp. Agi og uppeldi Námskeið fyrir foreldra með böm á öllum aldri. Börn eru líka fólk Forvamanámskeið fyrir böm 6-14 ára, og foreldraþeirra. Þessi námskeið em ætluð bömum alkóhólista.einnig fyrir böm foreldra með geðræn vandamál. Foreldrahúsið Vonarstræti 4.b Nánari upplýsingar og skráning fer fram í símum 511 6160 - 511 6161 Rjúpan friðuð næstu 3 árin í nágrenni borgarinnar Áhrif skotveiðanna könnuð til hlítar Rjúpan verður alfriðuð innan markaiínunnar sem dregin hefur verið á svæðinu, sem nær m.a. utan um allt lögsagnarumdæmi Kópavogs, Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið ákveðnu svæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins fyr- ir rjúpnaveiðum þar sem niðurstöð- ur rannsókna benda til þess að rjúpnastofninn sé ofveiddur á um- ræddu svæði. Til að meta áhrif frið- unaraðgerðanna verður fylgst náið með ástandi rjúpnastofnsins og verður jafnframt kannað til hlítar hver áhrif skotveiða eru á stofninn. „Við höfum ákveðið að friða rjúp- una til þriggja ára á ákveðnu svæði vegna þess að við höfum upplýsmg- ar frá Náttúrufræðistofnun Islands sem benda til þess að stofninn sé of- veiddur í nágrenni Reykjavíkur," segir umhverfisráðherra. „Radar- merkingar hafa sýnt að 70% rjúpna falla fyi'ir hendi skotveiðimanna en það er talið að stofninn geti borið um 30% afföll samkvæmt upplýs- ingum Náttúrufræðistofnunar. Ein forsendan fyrir þessari aðgerð er vísindarannsókn sem við erum að hefja í haust en að tillögu minni samþykkti ríkisstjómin að hefja strax í haust rannsókn á áhrifum skotveiða og náttúrulegra affalla á rjúpnastofninn en Alþingi hefur einnig ályktað um málið.“ Stuðlað að skynsamlegri nýtingu íjúpnastofnsins Markmiðið með fyrirhuguðum vísindarannsóknum er að stuðla að skynsamlegri nýtingu rjúpnastofns- ins og verður meginrannsóknarefnið vetrarafföll og vetrarferðir rjúpna og samanburður gerður á stofnum sem búa við mismunandi veiðiálag. Til að afla gagna um ferðalög og af- föll verður merktum rjúpum fylgt eftir allan veturinn og með niður- stöðum rannsóknanna er ætlunin að svara ýmsum spumingum sem hafa verið brennandi í umræðunni um áhrif skotveiða á rjúpnastofninn, m.a. hvaða affallaþættir skipta máli, hver er hlutur skotveiða í affóllum, hvernig ganga náttúruleg afföll yfir, ferðalög, gildi friðlanda o.fl. Grafarvogs- dagurinn haldinn hátíðlegur GRAFARVOGSDAGURINN er haldinn hátíðlegur í dag, en þetta er í annað skiptið sem Grafarvogs- búar taka höndum saman til að skemmta sér og fræðast um eigin hverfi. Yfirskrift dagsins er Máttur og menning og hefst dagskrá klukkan 9.45 með skemmti- og sögugöngu frá Grafarvogskirkju að gamla kirkjustæðinu. Klukkan 11 verður útiguðsþjónusta, þar sem séra Vig- fús Þór Arnason þjónar fyrir altari gömlu kirkjunnar í Gufunesi. Klukkan 13.30 verður menning- arhátíðin formlega sett í íþrótta- miðstöð Grafarvogs og eftir það verður fjölbreytt dagskrá um allt hverfíð. I Iþróttamiðstöðinni munu skólastjórar, lögreglan o.fl. glíma, hundar munu sýna listir sínar og hverfaskáldin lesa upp. í sundlauginni verða listamenn með verk sín til sýnis, en frítt er í sund allan daginn. í Gufunesbæ verður harmonikkuspil í veitinga- tjöldum frá 17 til 21, en þar verður grillað og farið í leiki. Hátíðarhöld- unum lýkur með balli í íþróttamið- stöðinni, sem stendur frá 21 til 24, en hljómsveitin Sóldögg leikur. Ætlunin er að merkja 40 rjúpur með senditækjum og verða merk- ingarsvæðin Úlfarsfell, Helgafell, Reykjafell, fellin ofan Hafravatns og Grímarsfell. Verður lokið við merkingu fuglanna hinn 8. október nk. og að lokinni merkingu verður farið einu sinni í viku til að kanna hvort fuglamir séu lífs eða liðnir. Reynt verður að hafa 40 merkta fugla á lífi á hverjum tíma og verða öll dauðir fuglar skoðaðir nákvæm- lega og af ummerkjum reynt að ráða hvað hafi orðið viðkomandi fugli að fjörtjóni. Að sögn ráðherra hefur verið gott samráð milli ráðuneytisins og þeirra sveitarfélaga sem eiga land að hinu friðaða svæði og hefur málið EF EKKI rætist úr með úrkomu á hálendinu á haustmánuðum þarf Landsvirkjun að grípa til frekari skerðingar en þein-ar sem nú er í gildi. Fylling miðlunarlóna Lands- virkjunar er um 85% af heildar- miðlunargetu og er það svipað ástand og í fyrra, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Skerðing sem sett var á raforku sl. vor er enn í gildi. Að sögn Benedikts Karls Valdi- marssonar, starfsmanns almanna- tengsla Landsvirkjunar, er ástand- ið verst í Þórisvatni, rétt rúmir 1.000 gígalítrar en eðlileg staða á þessum tíma árs er 1.200 gl. 1.000 gl er lægra en verið hefur í lóninu á árunum 1986 til 1997. Hágöngulón er hins vegar nokkurn veginn fullt og það stefnir í að Blöndulón fyllist. Verðhækkanir í stað skerðingar „Já, þetta er slæmt ár eins og í fyrra, en þá hafði ekkert því svipað gerst í átján ár. Rigningar í sumar hafa ekki verið þær sömu inn til há- lendisins eins og hér á höfuðborg- arsvæðinu. Það er helsta skýringin auk þess sem við byrjuðum í lágri stöðu í vor,“ sagði Þorsteinn. verið kynnt fyrir þeim. Einnig hafa friðunaraðgerðirnar verið kynntar fyrir forystu skotveiðimanna. „Ég finn að það er skilningur forystu þeirra á þessum aðgerðum og ég er mjög ánægð með það.“ Ráðherra segir að lögregla muni samt sem áð- ur fara eftirlitsferðir um hið friðaða svæði til að kanna hvort menn hafi ekki haft skilning á aðgerðunum en telur mjög ólíklegt að skotveiði- menn virði ekki þau mörk, sem dregin verða. „Það er öllum í hag að við leyfum þessari rannsókn að ganga fram,“ segir ráðherra. Hægt verður að nálgast uppdrátt af hinu friðaða svæði hjá umhverfis- ráðuneytinu, Náttúrufræðistofnun og hjá SKOTVÍS. Þorsteinn segir að skerðingar til stóriðjufyrirtækja verði samkvæmt gildandi samningum, en hvað ótryggt rafmagn varðar á almenn- um markaði verði gripið til verð- hækkana sem eiga að hafa fælandi áhrif. Hann býst ekki við að verð- hækkunin um sl. mánaðamót hafi áhrif en ef ekki rætist úr úrkom- unni verður gripið til frekari verð- hækkana sem munu líklega hafa áhrif á orkukaupendur. ---------------- Listaskálinn í Hveragerði seldur UPPBOÐ var haldið í fyrradag á Listaskálanum Hveragerði ehf. að beiðni Lánasjóðs Vestur-Norður- landa og Byggðastofnunar. Fjögur tilboð bárust í húsið en það var slegið hæstbjóðanda sem var Lána- sjóður Vestur-Norðurlanda, sem bauð 35 milljónir ki-óna. Framkomnar kröfur í Listaskal- ann voru 91 milljón króna. Hæsti kröfuhafi var Lánasjóður Vestur- Norðurlanda. Vatnsbúskapur Landsvirkjunar Astandið er svipað og í fyrrasumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.