Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LM LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 35 Reuters Nýra grætt í sjúkling á Tohoku-háskólasjúkrahúsinu í Sendai í norðurhluta Japans. Bylting'arkennd aðferð við líf- færaflutninga Associated Press. NÝ aðferð við líffæraflutninga, sem þróuð hefur verið fram í Bandaríkjunum, vekur vonir um að í framtíðinni muni líffæraþegar geta lifað eðlilegu lífi án þess að taka inn lyf til að berja niður höfn- unarviðbrögð líkamans. Aðferð þessi var reynd á konu sem fékk nýtt nýra og segja læknar að hún eigi ekki að þurfa að taka inn slík lyf það sem hún eigi eftir ólifað. Fékk nýra og beinmerg Fram til þessa hafa flestir líf- færaþegar þurft að treysta á um- talsverða lyfjagjöf til að koma í veg fýrir að líkami þeirra hafni nýja líf- færinu. Lyfjagjöfinni fylgja oft aukaverkanir auk þess sem líffæra- þegum er oft hættara við alvarleg- um sýkingum vegna lyfjanna sem þeir verða að nota. Nýja aðferðin gerir slíka lyfjanotkun óþarfa að sögn lækna sem hana hafa þróað en þeir starfa við Massachusetts General Hospital í Boston í Banda- ríkjunum. Aðferðin nýja felst í því að ónæmiskerfum líffæragjafans og - þegans er „blandað saman“. I þessu tilfelli fékk konan, sem er á fimmtugsaldri, nýra úr systur sinni. Jafnframt þáði hún úr henni beinmerg vegna krabbameins sem einnig þjakaði hana. Beinmergur- inn gerði ónæmiskerfi hennar kleift „að sætta sig við“ nýja líffær- ið. Dr. Thomas Spitzer, sem tók þátt í aðgerðinni, gerir grein fyrir henni í nýjasta hefti tímaritsins Transplantation. Konan greindist með alvarlega nýmabilun fyrir ári og jafhframt kom þá í Ijós að hún þjáðist af hvítblæði. Nýrnastarfsemin eðlileg Konan tók inn lyf til að vinna gegn höfnunarviðbrögðum líkam- ans í 73 daga eftir aðgerðina. Að sögn dr. Spitzer er nýmastarfsemi hennai- nú fullkomnlega eðlileg og og hvítblæðið er á undanhaldi. Tel- ur hann ástæðu til að vona að að- ferðin nýja geti gagnast fjölmörg- um sjúkhngum. Reuters Afar auðvelt er að mcðhöndla skjaldvakabrest. í því að teknar em skjaldkirtils- hormónatöflur. Haddow segir rannsóknina leiða í ljós hversu mikilvægt sé að greina skjaldvaka- brest í konum og meðhöndla hann strax á fyrstu mánuðum með- göngu. Skortur á skjaldkirtilshormóni Ekki er ljóst hvernig skjald- vakabrestur móður kann að hefta andlegan þroska barns, að sögn Haddows. Ástandið skapast þegar ekki er nóg af skjaldkirtilshorm- óni í líkamanum. Þetta hormón hefur áhrif á svo að segja alla vefi líkamans og stýrir mörgum þátt- um starfsemi hans, til dæmis nið- urbroti prótína, niðurbroti fitu- vefja, hjartsláttartakti og tíða- hringnum. Vegna þess hve hormónið hefur áhrif víða í líkamanum eru ein- kenni skorts á því margvísleg. Meðal þeirra eru breytingar á húð, hári, nöglum og rödd; vökvajafn- vægi og hægðatregðu; hitabreyt- ingaóþoli; vöðva- og liðaverkjum og breytingar á tíðahring. Erfitt er að greina skjaldvaka- brest í Ijósi einkennanna, að sögn Haddows, en ástandið er greinan- legt með einfaldri blóðrannsókn þar sem mælt er magn skjaldvaka- kveikju, eða hormónahvata. Niður- stöður rannsóknar Haddows og samstarfsmanna hans birtust í The New England Joumal of Medicine 18. ágúst. List oggeðveiki GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Margir frægir lista- menn hafa orðið geðveikir og oft er litið á sérkenni sumra lista- manna sem merki um að þeir séu ekki heilir á sönsum. Eiga listræn- ir hæfileikar eitthvað skylt við geðveiki? Er geðveiki af einhverju tagi algengari meðal listamanna en annarra þjóðfélagshópa? Svar: Mér er ekki kunnugt um rannsóknir sem benda til þess að listamenn yfir höfuð séu haldnir geðsjúkdómum umfram annað fólk. Þó kann svo að vera, þar eð listrænir hæfileikar felast í því að listamaðurinn er gjarnan næmari á umhverfi sitt og sinn innri mann. Hann hefur oft óvenjulegar skoð- anir og sér hlutina í öðru ljósi en flestir aðrir. Hann fer sínar eigin leiðir og sker sig úr fjöldanum. Því ætlar fólk stundum að hann sé ekki í eðlilegum veruleikatengsl- um og sé að einhverju leyti geð- veikur. Það var viðtekin skoðun marga lækna sem fengust við geð- lækningar fyrr á öldinni að list- rænir eiginleikar væru áhættu- þáttur fyrir geðveiki og að þeir gengju í ættir. Þegar upplýsingar voru fengnar frá nýjum sjúklingi var ein af stöðluðum spumingum sem lagðar voru fyrir hann: Eru listamenn í ættinni? I dag þykir lítið á slíkum upplýsingum að byggja. Geðveiki og aðrir geðsjúkdómar, einkum þunglyndi, endurspeglast glöggt í verkum sumra lista- manna. Einkum má sjá þetta hjá sumum frægum listmálurum. Ed- vard Munk var um tíma haldinn djúpu þunglyndi, sem kemur fram í mörgum mynda hans, þar sem angist hans birtist m.a. í efnisvali, örvæntingarfullri tjáningu og dökkum litum. I myndum Van Goghs má sjá hvernig hann fjar- lægðist raunveruleikann smám saman og hvarf inní geðklofa. Engu að síður eru myndir þessara tveggja málara meðal mestu lista- verka sem gerð hafa verið. Það byggist á næmi þeirra og innsæi í sjálfa sig og hæfileika til að tjá sig um það sem inni fyrir býr. Upplif- un þeirra í geðveikinni er sú upp- spretta sem getur fætt af sér mikil listaverk svo fremi sem geðveikin lamar ekki skapandi hæfileika þeirra. Oft getur tjáning lista- mannsins orðið til þess að hann vinnur sig út úr sálrænum vanda- málum sínum, kannski á ekki ósvipaðan hátt og gerist í sálkönn- un. Allt fólk býr yfir skapandi hæfileikum, en aðeins fáum er gefið að skapa listaverk. Það eru oftast þeir sem ekki eru fastir í viðjum hversdagslífsins og hins hlutbundna veruleika, hafa opinn huga fyrir nýjum hugmyndum og næmi fyrir sjálfum sér. Á þann hátt hafa þeir til að bera andlega heilbrigði, en eru að sama skapi oft opnari og viðkvæmari fyrir sálrænum áhrifum sem leiða af sér innri átök og vanlíðan. Aðrir, kannski allur fjöldi fólks, eru lok- aðir fyrir sínum innra manni. Vandamál þeirra fá að krauma undir niðri, án þess að viðkom- andi einstaklingur skilji hvað er að gerast innra með honum. Hann getur því ekki með tjáningu eða á skapandi hátt tekist á við tilfinn- ingar sínar og unnið úr þeim. Sál- ræn meðferð felst því oft í því að hjálpa honum til innsæis í sjálfan sig og opna honum leiðir til tján- ingar og virkja skapandi hæfi- leika hans og koma honum í snertingu við þá eiginleika sem listamönnum eru gefnir. Listmeðferð er ung grein innan geðlækninga. Þá er sjúklingurinn látinn tjá sig í listsköpun, oftast málverki. Það getur verið heillandi að fylgjast með því hvemig hans innri maður birtist smátt og smátt í verkum hans og hann fær vax- andi innsæi í það sem hann er að tjá. Þá má oft sjá skýr merki í framvindu meðferðarinnar og tímaröð verkanna hvemig hann nær smám saman tökum á vanda- málum sínum og öðlast skýrari sjálfsmynd. Af framansögðu má sjá að list- rænir eiginleikar em að mörgu leyti merki um andlega heilbrigði, en innsæi listamannsins og opinn hugur geta jafnframt valdið hon- um meiri sálrænum átökum en gerist hjá þeim sem ekki ná til skapandi hæfileika sinna. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálf ræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á moti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréf- um merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Ennfremur simbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 5601720. Opið í dag kL 10:00-16:00 Stóraukinn afsláttur af fjölmörgum vörutegundum HREYSTI Tilboð á bakpokum! ÆFINGAR - UTIVIST - BOMULL — Skeifunni 19 - S. 5681717- Russell Athletic bómull/fleece - Better Bodies - Columbia fatnaður - Tyr sundfatnaður - Fæðubótarefni o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.