Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Smáfólk NO, I CAN'T COME YOU TRY TO 00 T00 MAYBE YOU'RE SEE7IFYOU RELAX NOOO OUT,SIR..I MAVE TO MUCH.MARCIE..SOMEDAY RI6MT.. l'LL 0 AND THEN,YOURHEAD PRACTICE THE VIOLIN.. YOUR MEAP15 60IN0 CÖME OUT FOR § WON'T FALL OFF.. «| j/ 1— TO FALL OFF.. A WHILE.. iF ■——. __— ~r iu 1 1 1 § f) & I 3 _œ í 7-23 Nei, ég get ekki komið út Þú reynir að komast yfír of Ef til vill er þetta Sjáðu? Ef þú slappar af öðru herra... ég þarf að æfa margt, Magga... Fyrr en varir rétt hjá þér.. hvoru þá mun hausinn á þér mig á fiðluna... á hausinn á þér eftir Ég kem út ekki detta af... að detta af.. í smástund.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Vanþekking eða vesalmennska Frá Árna Helgasyni: FYRIR nokkrum vikum birtist í Morgunblaðinu grein sem nefndist Afgreiðslutími og öngþveiti, höfund- ur sagður vera framkvæmdastjóri Afengis- og vímuvamaráðs. Með nokkurri forvitni hóf ég að lesa greinina og bjóst við að þama kæmi fram skýr andstæða við vesaldóm og undirlægjuhátt borgarstjómar gagnvart áfengisgróðalýðnum. En því miður. Ekkert í greininni bar því vitni að hún væri skrifuð af persónu með meiri þekkingu á áfengismálastefnu og af dýpri sið- ferðilegri alvöra en kemur fram hjá vitsmunavemnum Helga Hjörvari og Guðlaugi Þórðarsyni. En sem kunnugt er leitast minnihluti borg- arstjómar við að komast fram úr meirihlutanum í tilraunum hans til að breyta sem stærstum hluta mið- bæjarins í allsherjar bjórsjoppu- hverfi með tilheyrandi sóðaskap viðskiptavina bjórgreifanna og svefnleysi íbúa. Framkvæmdastjórinn nýi leggur tO að við bíðum róleg og látum rannsaka afleiðingamar. Mér er spum: Veit framkvæmdastjórinn ekki að slíkar rannsóknir á af- greiðslutíma hafa þegar verið gerð- ar? Niðurstöðurnar birtast í hnot- skurn í bók 17 þekktustu vísinda- manna heims á sviði áfengisrann- sókna. Bókina gaf Hedbrigðisstofn- un Sameinuðu þjóðanna út fyrir nokkmm áram og hefur látið end- urprenta hana. Þar er stytting af- greiðslutíma talin meðal hinna raunhæfustu áfengisvama. Því er óþarfi að gera tilraunir á Reykvík- ingum. Ekki virðist framkvæmdastjórinn hafa lesið ritgerðir Tómasar Helga- sonar prófessors. Ef hún hefur hins vegar lesið þær hefur hún annað- hvort ekkert skdið eða talið sig vita betur en dr. Tómas. Framkvæmdastjórinn segir að það ætti „að koma fram í innflutn- ingi, framleiðslu og sölu á áfengi ef áfengisneysla breytist svo einhverju nemi“. Veit framkvæmdastjórinn ekki að löggjafinn breytti áfengis- lögum á þann veg fyrir nokkram misseram að nú er löglega innflutt áfengi ekki lengur merkt? Gróða- pungamir geta því auðveldlega selt smyglvaming án þess að upp kom- ist. Kannski treystir framkvæmda- stjórinn heiðarleika og siðferðis- þreki þeirra jafnvel og þeir alþing- ismenn sem samþykktu að breyta lögum á þennan veg. „Það verður að spyrja að leikslok- um,“ segir framkvæmdastjórinn. Hvaða leikslokum? Lýkur hrá- skinnsleik áfengisframleiðenda með lífi og heOsu fólks nokkumtíma? Er ekki besta sönnunin fyrir því að stuttur afgreiðslutími og fáir sölu- staðir era af hinu góða að áfengis- salarnir viija sem lengstan af- greiðslutíma og sem flesta sölu- staði? Markmið þeirra er aukinn gróði. Þarf frekari vitna eða rann- sókna við? Mér varð á að hugsa eftir lestur greinarinnar að raunar væri lík- legra að hún væri samin á skrifstofu veitingahúsaeigenda en í höfuð- stöðvum Afengis- og vímuvarna- ráðs. Kannski stefna heilbrigðisráð- herra sé sú að sameina þetta tvennt? Þá yrði skrattanum skemmt, jafnvel enn betur en nú. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Hvað er í gangi? Frá Kristjáni Ragnari Ásgeirssyni: ÞAÐ SÆRÐI mitt litla lands- byggðarhjarta að þurfa að keyra 60 km til Akureyrar til að fara á heimaleik Leifturs frá Ólafsfirði 26.8. 1999. Einhverra annarlegra manna vegna varð Leiftur að yfir- gefa völl sinn og fara tO Akureyrar eða Reykjavíkur skv. tilmælum KSÍ, þar sem Ólafsfjarðarvöllur hafði ekki nógu fína stúku fyrir undankeppni UEFA bikarsins. Ég sat nú í þessari kuldalegu stein- steypu ásamt litlum frændsystkin- um mínum sem sum hver vora ná- lægt því að stórslasa sig við leik sinn, því eins og alþjóð veit leika litlir krakkar sér oft í stúku á með- an á leik stendur. í heimsókn forráðamanna And- erlecht tO Ólafsfjarðar mátti heyra undranarraddir þeirra yfir að fá ekki að spila á Ólafsfjarðarvelli. Þeim fundust aðstæður frábærar og stúkan flott. Þegar spurning- unni var varpað fram hvers vegna þeir spiluðu ekki á vellinum; ypptu menn öxlum og bentu á KSI. Tveir fulltráar KSÍ ypptu öxlum og bentu á eftirlitsdómara UEFA, eft- irlitsdómari UEFA tók ekki eftir þessum axlaæfingum, dáleiddur af vellinum. Nú spyr ég hvað í ósköpunum era þeir hjá KSÍ að æfa? Þeir virð- ast vera búnir að stimpla þennan völl og FIFA hefur sennilega ekk- ert á móti honum. Það skal engan undra að fólk flýi landsbyggðina ef það á að banna alla afþreyingu þar. Ég mótmæli þessu harðlega og krefst þess að þessum flottræfils- hætti linni. Knattspyma er leikur. Hamburger SV mátti leika á Ólafs- fjarðarvelli fyrir 2 áram án nokk- urra vandkvæða, og mátti heyra ánægjuraddir þá líka yfir vellinum og stúkunni. Ég vO endilega fá skýringu á því hvað sé betra við steinsteypustalla með aumum spítubekkjum en grasbrekkustalla sem víða hafa gagnast lengi við góðan orðstír. KRISTJÁN RAGNAR ÁSGEIRSSON, Hlíðarvegi 51, Ólafsfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.