Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Fundaröð Landsbanka íslands og Landsbréfa um nýja vinda í íslenskum sjávarútvegi BJÖRGÓLFUR Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Sfldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, riíjaði upp gang mála frá óheftum veiðum til kvóta, upphaf samþjöppunar aflaheimilda, og bar saman við stöðuna eins og hún er nú. Hann greindi frá breyt- ingu á sölusamtökum og vakti at- hygli á því að fyrirtækin eru stærri og færri, fjárhagslega sjálfstæðari, með fleiri menntaða starfsmenn og aukna þekkingu innan sinna raða. Þegar til framtíðar væri litið sagði hann að samþjöppunin ætti eftir að verða enn meiri og benti á að fyrir- tæki með um 70% þorskkvóta væru utan verðbréfaþings og fyrirtæki með um tvo þriðju hluta alls bolfisks væru það einnig. Hann sagði að al- menn þekking innan fyrirtækja á ytra umhverfi myndi enn aukast og taldi óhjákvæmilegt að erlend eign- araðild kæmi til. Hann vísaði til Is- lensku sjávarútvegssýningarinnar og sagði ljóst að sérfræðiþekking yrði útflutningsvara í auknum mæli. Þegar Björgólfur hugleiddi fram- tíðina sagði hann, að fjárfesting í sjávarútvegi yrði góður valkostur fyrir fjárfesta og spurði hver hefði trúað því fyrir 15 árum, að Bæjarút- gerð Reykjavíkur og ísbjörninn yrðu saman öflugt fyrirtæki, að Samherji yrði stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins, að Þormóður rammi næði árangri í Ólafsfirði, að Miðnes gengi inn í HB, að á Isafirði yrðu tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki, að sjávarútvegsfyrirtæki hæfu fjár- festingar í erlendum sjávarútvegs- fyrirtækjum og að mikil sameining sjávarútvegsfyrii'tækja yrði í Vest- mannaeyjum. A sama hátt spurði hann hver tryði því að á árinu 2010 yrðu fimm til sex mjög stór sjávar- útvegsfyrirtæki í landinu, að þau yrðu öflug í úrvinnslu afurða, áber- andi í sjávarútvegi erlendis og með öflugustu fyrirtækjum landsins með um átta til 10 milljarða veltu á ári. Aðlögunarhæfni lykilorðið Guðbrandur __ Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa hf., benti á breytingar sem hefðu orðið í sjávarútvegi frá 1996. Þá hefði hreinn hagnaður sjávarút- vegs í heild í hlutfalli af tekjum verið 2%; 6% tap hefði verið á veiðum og vinnslu botnfisks, 0,5% hagnaður af veiðum og vinnslu rækju og 21% hagnaður af loðnuveiðum og bræðslu. Botnfiskur væri um 64% útflutnings sjávarafurða, sfld og loðna um 17% og skelfiskur um 15%. Á umræddum tíma hefði botnfiskur hækkað í verði jafnt og þétt, hagur bolfiskvinnslu hefði batnað og bjart- Spáð fáum en öfl- ugum fyrirtækjum Landsbanki íslands og Landsbréf hafa undanfarna þrjá morgna staðið fyrir fundaröð um sjávarútvegsmál. I gærmorgun hlustaði Steinþór Guðbjartsson á Björgólf Jóhannsson, Guðbrand Sigurðsson og Guðmund Kristjánsson, sem sögðu m.a., að sameining sjávarútvegsfyrirtækja héldi áfram og innan skamms yrðu tvö til sjö sjávarútvegsfyrirtæki á meðal stærstu fyrirtækja landsins. Reyndar taldi Guðmundur að þau yrðu tvö eða þrjú og eitt þeirra yrði með um 60% aflaheimilda. ir tímar væru framundan. Rækju- vinnslan væri í jafnvægi miðað við fyrir þremur árum en spurning væri hvernig veiðin þróaðist. Verð á mjöli og lýsi hefði verið í hámarki í lok lið- ins árs en í apríl í ár hefði það verið 35% lægra. Miklar sveiflur væru í uppsjávartegundunum en lykilorðið væri aðlögunarhæfni og það væri eitt af megineinkennum íslensks sjávarútvegs. Guðbrandur sagði að miklir hag- ræðingarmöguleikar væru í núver- andi kvótakerfi en mikil og neikvæð áhrif hefðu orðið vegna Kvótaþings og veiðiskyldu. Þá varaði hann við byggðakvótanum og sagði að Islend- ingar mættu ekki lenda í þeirri stöðu að niðurgreiða sjávarútveg til þess að halda uppi óarðbærum fyrir- tækjum eða störfum. Hann sagði mikla hagræðingarmöguleika fyrir hendi í útgerðinni og þeir endur- spegluðu þá miklu fjárfestingu sem væri í henni. Stærri og sérhæfðari einingar skiluðu hlutfallslega betri árangri í landvinnslu og breytt við- horf ríktu varðandi kjarasamninga samfara fjárfestingu og aukinni vinnslu. Hann sagði að flest íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru lítil eða meðalstór fyrirtæki miðað við er- lenda mælikvarða en sennilega færi stærðarhagkvæmnin að skila sér að fullu þegar veltan væri átta til tólf milljarðar króna. Varðandi tækni- þróunina sagði hann ekki miklar breytingar í útgerðinni í sjónmáli. Þróunin væri jöfn og stöðug í veið- arfæratækni, fískileitartælgum, upplýsingakerfum, meðhöndlun afla og svo framvegis og líklegt væri að þróunin í botnfiskvinnslu héldi áfram en þar hefðu orðið miklar breytingar. Markaðirnir hafa breyst mikið og sagði Guðbrandur að mikil sam- þjöppun hefði orðið hjá kaupendum auk þess sem mildl áhersla væri lögð á einfalt og skilvirkt skipulag. Smásöluaðilar í Bretlandi væru að fækka birgjum en veittu þeim jafn- framt meira frelsi til að stýra mark- aðsfærslunni. Þá myndi heilnæmi afurða skipta æ meira máli og Ijóst að menn vildu ekki lenda í málum eins og Bretar í kúariðunni eða Belgar í díoxíninu. Sjávarútvegur- inn yrði að taka meira framkvæði í umhverfismálum samfara ábyrgri og skilvirkri fiskveiðistjómun. Hann komst að þeirri niðurstöðu að miklar og örar breytingar væra að verða í umhverfi sjávarútvegsins. Mikil- vægt væri að iðnaðurinn tæki tillit til þeirra þátta og hagræddi starf- seminni í takt við breytingarnar en samþjöppunin héldi áfram og eftir nokkur ár yrðu hugsanlega fimm til sjö fyrirtæki með 60 til 70% hlut- deild í sjávarútveginum. Ekki félagsmálapakki Guðmundur Kristjánsson, útgerð- armaður og stjórnarformaður Bása- fells hf. á ísafirði, sagði að til að tryggja hagkvæma nýtingu auðlind- ar væri nauðsynlegt að skilgreina eignaréttinn og það væri grunnur fiskveiðistjómunarkerfisins. Þó deilt hefði verið um hver ætti að eiga veiðiréttinn væri ljóst að þeir sem eiga skipin ættu atvinnuréttindin sem veiðirétturinn myndaði. Það hefði verið ákveðið með lögum 1983 þegar veiðiréttinum hefði verið út- hlutað á skip. Hann sagði að verð- gildi veiðiréttar væri misjafnt eftir tegundum og miklar sveiflur hefðu verið á verðgildinu. I því sambandi benti hann á að verðgildi 1% af veiðirétti þorsks hefði kostað 300 milljónir 1991 en nú kostaði hann meira en 1.400 milljónir og hefði verðið hækkað mikið frá 1995. Ástæða þessarar miklu sveiflu væri sú að fiskveiðistjórnunarkerfið hefði leitt af sér margföldun í framleiðni sjávarútvegs. Aukin verðmætasköp- un í greininni auki verðgildi fram- leiðsluþáttanna sem endurspeglist í hæma verði á veiðirétti. I öðra lagi hefðu aðilar í sjávarútvegi öðlast meiri trú á að kerfið verði varanlegt. í þriðja lagi hefði kerfið sýnt að út- gerðarmaður, sem veit hvað hann má fiska, veiði á besta veiði- og sölu- tíma og lækki rekstrarkostnaðinn. Efnahagsumhverfið hefði leitt af sér virkari fjármagnsmarkað sem ein- faldaði fjármögnun sjávarútvegsfyr- irtækja. Þannig yrðu kaup á veiði- rétti einfaldari og ódýrari og mikið lægri vextir réttlættu hærra verð á veiðirétti. í fimmta lagi endurspegl- uðust framtíðarvæntingar um veiði í verðþróun á veiðirétti. Guðmundur sýndi fram á að annað væri uppi á teningnum varðandi verðþróun á út- hafsrækju. Verðgildi á 1% af veiði- rétti hefði lækkað úr 330 milljónum í ársbyrjun 1998 í 100 milljónir. Þetta sýndi hvað markaðslögmálin væru virk á kvótamarkaðnum. Framtíðar- væntingar um veiði væra litlar og því væri eftirspurn minni og verðið lægra. Guðmundur sagði að umrædd verðþróun hefði aðeins ákveðið gildi fyrir flest fyrirtæki í sjávarútvegi, því fyrir fyrirtæki sem ættu veiði- rétt, skipti meira máli hvað kostaði að veiða og hver ai’ðsemin væri. Hins vegar skipti þetta töluverðu máli fyrir lánardrottna sjávarútvegs- ins. Hann sagðist sannfærður um að þegar lög um fiskveiðistjórnun voru sett 1983 hafi ráðamenn ekki gert sér grein fyrir hvað væri hægt að skapa mikil verðmæti í íslenskum sjávarútvegi með góðri stjómun og skipulagi. Sjávarútvegur væri eins og stóriðja og keppt væri á frjálsum markaði við aðrar greinar atvinnu- lífsins. Sjávarútvegsfyrirtæki yrðu að standa sig í samkeppni við t.d. fjármálafyrh'tæki, tryggingafélög og tölvufyrirtæki á opnum hlutabréfa- markaði. Til að geta keppt við þessar greinar yrði sjávarútvegurinn að vera vel rekinn og ekki mætti líta á sjávarútveg sem félagsmálapakka eða atvinnuveg sem hefði það að markmiði að halda uppi dreifðri byggð í landinu. Guðmundur sagði að deilt hefði verið um hvort skattleggja ætti sjávarútveg umfram aðrar greinar atvinnulífsins og hvort ætti að út- deila veiðiréttinum árlega en rangt væri að þjóðin ætti veiðiréttinn eins og heyrðist hjá litlum en háværam hluta þjóðarinnar. Þeir sem störfuðu í greininni byggju til verðmætin og útgerðarmenn sem hefðu sett pen- inga sína í að kaupa veiðirétt væru miklu betur til þess fallnir að hugsa vel um fiskistofna en stjórnmála- menn en það hjálpaði að hafa skýrar og góðar leikreglur til langs tima og stjómvöld mættu ekki brjóta þær því sjávarútvegurinn yrði að geta treyst stjórnvöldum. Hins vegar hefðu stjórnvöld verið iðin við að brjóta leikreglurnar og það væri al- varlegasta ógnunin við efnahaginn. Búi stjórnvöld til nýtt millifærslu- kerfi og millifæri veiðiréttinn milli skipaflokka og landsvæða missi sjávarútvegurinn og lánardrottnar traustið á stjómkerfinu. Höft hefðu verið sett á stærð sjávarútvegsfyrir- tækja en á sama tíma hefðu fyrir- tæki eins og bankar, flutningsfyrir- tæki og olíusalar, sem þjónustuðu sjávarátveginn, stækkað mikið. Þetta gæti veikt samkeppnisaðstöðu sjávarátvegsins en stjómvöld og þjóðfélagið yrðu að skilja að sjávar- útvegur væri eins og hver önnur at- vinnugrein sem lyti almennum lög- málum sem giltu á hverjum tíma. Fjarlækningarbúnaður vekur athygli á sjávarútvegssýnmgunm „Flestir hafa sögu að segja“ „VIÐ höfum fengið mjög góð við- brögð. Hingað hafa komið fjölmarg- 1 ir og sérstaklega hafa sjómenn sýnt þessum búnaði mikinn áhuga og flestir þeirra hafa einhverja sögu að segja af slysum eða tilfellum þar sem slíkur búnaður hefði komið að ► góðum notum,“ segir Sigurður Á. Kristinsson, læknir og einn af eig- endum TeleMedlce, en fyrirtækið kynnir svokallaðan fjarlækninga- • búnað á Islensku sjávarátvegssýn- ingunni. Hann segir samskiptatæk- ini fleygja hratt fram og því geti búnaðurinn verið kominn fyrr í al- menna notkun en menn hafi gert sér grein fyrir. „Við höfum einnig orðið varir við mikinn áhuga fjár- festa og framleiðenda á tæknisviði sem bjóða þjónustu sem nýtast þessum búnaði mjög vel. Það er geysilega ör þróun í gervihnatta- samskiptum og flutningsgetan er orðin mun meiri en við kannski gerðum okkur grein fyrir.“ „Við gerum okkur vonir um að geta boðið þennan búnað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Búnaðurinn á að duga fyrir þau samskipti sem era í boði núna. Tækninni fleygir hinsvegar hratt fram og fjarlækn- ingabúnaðurinn gæti verið kominn í almenna notkun mun fyrr en við átt- um von á.“ Sjúkrahús Reykjavíkur er fjar- lækningamiðstöð íslands og á slysa- og bráðamóttökunni höfum við þró- að búnað til að taka á móti slíkum tilfellum og meðal annars fengið til þess styrk úr ríkissjóði. „Þar er vakt allan sólarhringinn og þrátt fyrir að kerfið sé einkum hugsað fyrir ís- lensk skip þá er það hannað með það í huga að geta einnig þjónustað er- lend skáp þannig að ekki eiga að koma upp tungumálaöragleikar,“ segir Sigurður. Ami Geir Sigurðsson, verkfræð- ingur hjá Gagnamiðlun hf. sem einnig stendur að þróun búnaðarins, segir miklar hræringar í þróun gervihnattasamskipta og ótal mögu- leika í boði. „Þannig er hægt að koma á tengingu við skip sem er Morgunblaðið/Golii Frá sýningarbás TeleMedlce á Islensku sjávarútvegssýningunni, langt umfram það sem þekkst hefur hingað til. Bandvíddin hefur aukist gríðarlega, meðal annars til að flytja sjónvarpsefni til skipanna. Enn- fremur er nú hægt að senda efni frá skipunum á tíu sinnum meiri hraða en áður. Á sama tíma hefur kostnað- urinn við slíkar sendingar lækkað mikið. Það má því reikna með slíkur búnaður verði orðinn algengur áður en langt um líður. Hvað fjarlækn- ingabúnaðinn snertir þá hafa mögu- leikar á að koma upplýsingum frá skipi til lands á skömmum tíma auk- ist gríðarlega." L 'wmspr------------------------------------------~ mmmw*— ~ -------------------------------------w------------------------------------------------------------------------------mmeaw---------------------------------------------------------------------------■■HBn--------------------------------------------------------------------------■■■HF---------------------------------------------------------------------------■anmr----------------------------------------------— — mmmmw -rnrnmmm ....................................... "■■■«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.