Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 56
“56 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ,Geta 3% þjóðarinnar ráðstaf- að hálendisperlum okkar? í FJÖLMIÐLA- UMRÆÐU undanfar- inna daga hefur komið fram að skv. skoðana- könnunum eru 70% Austfirðinga og nær allir sveitarstjómar- menn þeirra hlynntir «É)frkjun og stóriðju í fjórðungnum. Ibúar á Austurlandi 1. des. sl. voru 12.285, en á land- inu öllu 275.264. Skv. þessu búa 4,5% þjóðar- innar á Austurlandi og umræddur meirihluti virkjunarsinna þar er 3% þjóðarinnar. Pegar ráðstafa á tveimur náttúruperlum á hálendi Austurlands þannig að þær verða skemmdar um ókomna framtíð vegna virkjanaframkvæmda er von að fleiri en Austfirðingar og kjömir fulltrúar þeirra láti sig málið varða. Sameign þjóðarinnar Fram til þessa hefur íslenska þjóðin talið sig eiga miðhálendi Is- lands og náttúruperlur þess, en þeim eignarétti er greinilega ógnað um þessar mundir. Enginn sem kynnir sér áform stjómvalda í virkjunamálum þarf að velkjast í vafa um það, að nái þau fram að ganga mun Kárahnúkavirkjun koma í kjölfar Fljótsdalsvirkjunar, vegna kröfunnar um hagkvæmni og stækkunarmöguleika fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði. Þetta þýðir, að ^Eyjabökkum yrði sökkt og land- spjöll unnin við rætur Snæfells. Síð- an yrðu Dimmugljúfur eyðilögð með gerð risastíflu sem þaggaði niður í ár- þúsunda söng þessara fögm gljúfra. Hörðustu virkjunar- sinnar kalla þá sem andmæla þessu öfga- fólk. En ég spyr á móti hvað skuli kalla þá sem virðast fúsir tO að fóma dýrmætustu perlum íslenskrar náttúra fyrir peninga? Kemur einhverjum á óvart, að leiðtogi ís- lensku þjóðkirkjunnar skuli velta fyrir sér þeim andlegu verð- mætum, sem í húfi era? Hvað um rétt komandi kyn- slóða og þjóðarvitund okkar? Reiðir Austfirðingar Þeir íbúar Austurlands sem berj- ast fyrir áðumefndum virkjana- framkvæmdum í landshlutanum segjast reiðir þeim íbúum suðvest- urhomsins, sem standa gegn þess- um aðgerðum. Þeir telja sig eiga rétt á virkjun og stóriðju og þeirri efnahagslegu búbót, sem því fýlgir í nánustu framtíð, þrátt fyrir fómar- kostnaðinn. En ég spyr á móti: Eiga 3% þjóð- arinnar rétt á því að slíkar fórnir séu færðar til að styrkja atvinnulíf þeirra og fjárhag á næstu áram og til að draga úr fólksflótta til höfuð- borgarsvæðisins. Má þá fóma hverri hálendisperlunni á fætur annarri, ef nokkur þúsund manns krefjast þess í nafni byggðastefnu? Hafa ekki dæmin í öðram löndum sýnt það, að stóriðja sem félagsleg lausn til að stöðva fólksflótta úr dreifbýli misheppnast oft gjörsam- lega? Væri ekki skynsamlegra að auka atvinnusköpun og efla sam- göngur í landshlutanum með um- fangsmildum framkvæmdum í vegamálum, þ.á m. jarðgangagerð? Væri ekki nær að verja litlu broti af fjármögnunarkostnaði vegna virkjana og stóriðju til bættrar menntunaraðstöðu og heilbrigðis- þjónustu? Virkjanir Þegar ráðstafa á tveim- ur náttúruperlum á há- -------7------------------- lendi Islands þannig að þær verða skemmdar, segir Olafur F. Magn- ússon, er von að fleiri en Austfírðingar og kjörnir fulltrúar þeirra láti sig málið varða. Samanlagður stofnkostnaður vegna 120 þúsund tonna álvers á Reyðarfirði og Fljótsdalsvirkjunar er talinn 60 milljarðar króna eða 5 milljónir króna á hvern íbúa á öllu Austuriandi. Stofnkostnaðurinn verður miklu hærri þegar stækkun álversins og Kárahnúkavirkjun kemur til sögunnar. Talað er um að annar áfangi Noral-verkefnisins kosti 110 millj- arða króna og þriðji áfangi 60 milij- arða, en hann kallar á ýmsar smærri virkjanir. Heildarkostnaður verður þannig 230 milljarðar króna. Þá nálgast stofnkostnaðurinn 20 milljónir króna á hvem íbúa Aust- urlands. Oskandi væri að þessar fjárhæðir nýttust Austfirðingum án þess að valda jafnframt svo miklu tjóni. Fjölmargir íbúar höfuðborgar- svæðisins, sem era á móti fyrirhug- uðum virkjunum á Austurlandi, era hvorki á móti virkjunum sem slíkum eða stóriðju. Fyrirhugaðar virkjanir stóra Jökulsánna tveggja á Austur- landi fela hins vegar í sér margfalt meiri náttúraspjöll en virkjanir á Þjórsársvæðinu hafa gert. Það er auðvitað Austfirðinga sjálfra að ákveða hvort þeir vilji stóriðju í landshlutann, en þá verður að finna aðra og umhverfisvænni virkjunar- kosti en nú era til umræðu. Jón Kri- stjánsson, þingmaður Austfirðinga, virðist ekki koma auga á þetta í grein í Degi 31. ágúst sl. Fyrirgreiðslupólitik landsbyggðarþingmanna Innlendir og erlendir aðilar með hagsmuni tengda virkjunum og stór- iðjuáformum hljóta að stuðla að því, að áðumefnd virkjunaráform á Aust- urlandi nái fram að ganga. En þessir aðilar, sem og meirihluti Austfirð- inga taka hagnaðinn af þessum framkvæmdum fram yfir fómar- kostnaðinn, sem felst aðallega í stór- spilltri náttúra Islands og særðu hjarta meirihluta þjóðarinnar. Um árabil hafa sumir þingmenn Ólafur F. Magnússon landsbyggðarinnar notað fjárveit- ingar Alþingis sem nokkurs konar kosningasjóði til að tryggja sér end- urkjör. Miðað við þær fjárhæðir, sem um er að tefla vegna fyrirhug- aðra stóriðju- og virkjanafram- kvæmda á Áusturlandi, verða fyrri dæmi að hreinu lítilræði. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks á Austurlandi geta því farið að hlakka til næstu kosninga. Verstur finnst mér hlutur Hall- dórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, í málinu. Sem fyrsti þingmaður Austurlands og annar oddvita ríkisstjórnarinnar beitir hann sér af vægðarlausri hörku fyrir framgangi þessara virkjanaframkvæmda. Hann býður að Dettifossi og Þjórsárveram skuli hlíft en vill í staðinn fá að virkja í friði við Eyjabakka og Kárahnúka. Fyrir nokkram áram töldu lands- menn fiskinn í sjónum kringum Is- land sameign sína. Sú sameign þjóðarinnar hefur verið tekin frá henni. Miðhálendi Islands er enn sameign þjóðarinnar í huga lands- manna. Sú tilfinning glatast ef svo fer fram sem horfir í virkjanamál- um. Er nema von að landsmenn bregðist hart við, þegar taka á af þeim bæði landið og miðin? Undirskriftasöfnun nauðsynleg En landsfeðumir virðast ekki ætla að hlusta á mótmæli þjóðarinn- ar. Slegið er á útrétta sáttahönd hennar, þegar hún býður stjóm- völdum þá málamiðlun, að fram fari umhverfismat vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda skv. lögum sem tóku gildi 1. maí 1994. Því er eina úrræði hennar að skjalfesta mótmæli sín með undirskriftasöfn- un. Slíka óformlega atkvæða- greiðslu getur ríkisstjómin ekki virt að vettugi. Höfundur er læknir og borgurfull- trúi f Reykjavfk. Óvænt úrslit í landsliðs- flokki 8KAK lteykjavík SKÁKÞING ÍSLANDS 31.8-11.9 1999 AHORFENDUR geta ekki kvartað yfir lognmollunni í lands- liðsflokki á Skákþingi Islands sem hófst á þriðjudaginn. Einungis fjór- um skákum hefur lokið með jafn- tefli í fyrstu þremur umferðunum. Taflmennskan hefur verið afar líf- leg og margar stuttar og snarpar f vinningsskákir hafa litið dagsins ljós. Þá er einnig töluvert um óvænt úrslit. í fyrstu umferð vakti skák þeirra Sævars Bjamasonar og Þrastar Þórhallssonar mesta athygli. Sæv- ar sótti að kóngi Þrastar án þess þó að veraleg hætta virtist á ferðum. Þá lék Þröstur illa af sér í 36. leik og Sævar átti þvingað mát í fimm leikjum. Tímahrakið hefur þó lík- lega leitt til þess að hann missti af vinningsleiðinni. Þröstur slapp því með skrekkinn og skákinni lyktaði með jafntefli eftir 58 leiki. I annarri umferð var Þröstur ekki eins heppinn þegar hann mætti Róberti Harðarsyni eins og sjá má í skákskýringum Braga Kri- stjánssonar hér í þættinum. I þriðju umferð urðu óvæntustu úrslitin þegar Bjöm Þorfinnsson sigraði Jón Viktor Gunnarsson. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Á virkum dögum hefjast umferðir klukkan 17, en um helgar klukkan 14. Ekki verður teflt mánudaginn 6. september. Góð aðstaða er fyrir áhorfendur og miðað við þær umferðir sem lok- ið er má búast við spennandi skák- um í hverri umferð. Skáksamband íslands hefur fengið styktaraðila fyrir hveija umferð, þannig að að- gangur er ókeypis. Fyrsta umferð- in var í boði VISA Island. Önnur umferðin var síðan í boði Hreyfils, en Taflfélag Hreyfils var stofnað 1954 og var lengi einn af máttar- stólpum skáklistar í Reykjavík. Þriðja umferðin var í boði Esso. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Róbert Harðarson Petrovsvöm I. e4 - e5 2. Rf3 - Rf6 3. Rxe5 - d6 Svartur má ekki flýta sér of mikið: 3.----Rxe4? 4. De2 og hvítur vinn- ur a.m.k. peð. 4. Rf3 - Rxe4 5. d4 - d5 6. Bd3 - Be7 7. 0-0 - Bg4 8. Hel - Rc6 9. c3 - f5 10. Db3 - 0-0 11. Rfd2? - - Sjá stöðumynd. Þresti verður illa á í messunni í þekktri stöðu. Hann má varla eyða tíma í að drepa á b7, t.d. 11. Dxb7 - Hf6 12. Db3 - Hb8 13. Dc2 - Hg6 14. Be2 - Bd6 15. Rbd2 - Df6 og hvítur á mjög erfitt að losa um sig, t.d. 16. c4? - Rxd4 17. Dd3 - Bc5 18. Rxd4 - Rxf2! 19. Kxf2 - Bxd4 + 20. Kfl - Dh4 með vinningsstöðu fyrir svart. Hvítur hefði best leikið II. Rbd2 í stöðunni. 11.---Rxf2! 12. Bfl----Ljubomir Siv Friðleifsdóttir leikur fyrsta leiknum í landsliðsflokki. Dxd5+ - Dxd5 20. Bxd5+ - Kh8 og svartur vann 8 leikjum síðar. 12. - - Bd6! 13. Dxd5+ - - Hvítur má heldur ekki drepa riddarann í þessari stöðu, 13. Kxf2 - Dh4+ 14. g3 - Dxh2+ 15. Bg2 - f4! og hvítur er vamarlaus. 13.----Kh8 14. Bc4 - Bxh2+! Róbert teflir skákina af mildum krafti og gefur Þresti eng- in færi á að bjarga sér úr klípunni. 15. Kfl---- Hvítur má hvoragan manninn taka: 15. Kxh2 - Dh4+ 16. Kgl - Rh3+ 17. gxh3 - Dxel+ eða 15. Kxf2 - Dh4+ 16. Kfl - Bg3 17. Rf3 - Dhl+ 18. Rgl - Bxel o.s.frv. 15. — - Dh4 16. Rf3 - Bxf3 17. Dxf3 - Bg3 18. Be3 - Rg4! 19. Bgl - Bxel 20. Ra3 - Hae8 21. Rc2 - Bg3 og hvítur gafst upp, því að hann á heilum hrók minna en andstæðing- urinn. Skákæfingar barna og unglinga að hefjast Eins og venja er til fer unglinga- starf taflfélaganna af stað í septem- ber. Taflfélag Reykjavíkur verður Ljubojevie, sterkasti skákmeistari Júgóslava um langt árabil, lenti í þessari stöðu í skák við Makar- ítsjev í Amsterdam 1975. Ljúbó tók riddarann og tapaði öragglega: 12. Kxf2 - Bh4+ 13. g3 - f4! 14. Kg2 (14. gxh4 - Dxh4+ 15. Kfl - Bh3+ 16. Ke2 - Hae8+ með sterkri sókn) 14.----fxg3 15. Be4 (15. hxg3 - Bxg3 16. Kxg3 - Dg5) 15.------- Bh3+! 16. Kgl (16. Kxh3 - Dd7+ 17. Kg2 - Hf2+) 16.--gxh2+ 17. Kxh2 - Dd6+ 18. Khl - Bxel 19. með æfingar á laugardögum klukk- an 14 að Faxafeni 12. Æfingamar era opnar öllum 14 ára og yngri og þátttaka er ókeypis. Bama- og unglingaæfingar Tafl- félagsins Hellis hefjast svo á mánu- daginn klukkan 17:15 og verða haldnar vikulega í vetur. Þátttaka er einnig ókeypis, en æfingarnar era opnar öllum bömum og ung- lingum á grannskólaaldri. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hellis: www.simnet.is/hellir. Verðlaun verða veitt fyrir besta ástundun og mestar framfarir auk annarra verðlauna. Atkvöld hjá Helli á mánudag Taflfélagið Hellir heldur atkvöld mánudaginn 6. september og hefst mótið kl. 20. Mótið er haldið í Hell- isheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Fyrst era tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síð- an þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Þá er einnig happdrætti í lok mótsins þar sem verðlaunin era máltíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árang- urs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn Hellis (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Allir eru velkomnir. Síðasta atkvöld Hellis var haldið í ágúst. Þá sigraði Sigurður Daði Sigfússon, en Björn Freyr Björns- son varð í öðra sæti. Vinsældir atkvöldanna hafa vax- ið mikið á þessu ári og sérstaka at- hygli vekur hversu vel þau era sótt af sterkum skákmönnum. Skákmót á næstunni 12.9. Hellir. Kvennamót kl. 13 13.9. Hellir. Þemamót kl. 20 Daði Orn Jónsson Róbert Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.