Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 58
w.. MORGUNBLAÐIÐ y 58 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MESSUR Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son, sem stjómar söng Dómkórs- ins. ViÐEYJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Organisti Kjart- an Ólafsson. Sr. Baldur Rafn Sig- urðsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór Grensás- kirkju syngur. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Sr. Ólafur Jóhanns- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjartsson pré- dikar. Sr. Sigurður Pálsson þjónar fyrir altari og kynnir nýja sóknar- nefnd og starfsfólk kirkjunnar. Hópur úr Mótettukór syngur. ■ Organisti Hörður Áskelsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarins- son. Organisti Jón Stefánsson. Eftir messu mun organisti leika á nýtt orgel kirkjunnar, en það verð- ur vígt 19. september nk. Kaffisopi eftir messu. - LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11 og fyrsti sunnudagaskóli vetr- arins. Fyrri hluti messunnar miðast við alla fjölskylduna en þegar kemur að prédikun og altaris- göngu fara bömin yfir í sunnu- dagaskólann í safnaðarheimilinu. Mikill söngur, leikir og sögur í um- sjá Hrundar Þórarinsdóttur, nýs æskulýðsfulltrúa Laugarneskirkju, og samstarfsfólks hennar. Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðar- sönginn, Sigurður Flosason leikur á saxófón, organisti Gunnar Gunn- arsson. Prestur sr. Bjarni Karls- son. Messukaffi. Messa kl. 13 í dagvistarsalnum í Hátúni 12. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Öm Bárður Jónsson pré- 1 dikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Sr. Frank M. Hall- dórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14. Böm borin til skírnar. Organisti Kári Þormar. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Organleikari: Pavel Smid. Prestamir. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14.00 Börn borin til skírnar. Organisti Kári Þormar. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Hjðrtur Magni Jóhannsson. pl | ífrl 3á ai s* Ss §é f~ pi. ffl 1 i ð Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Organisti: Dan- íel Jónasson. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messur falla niður vegna sumarleyfa starfsfólks til 12. september. Fólki er bent á helgihald í öðrum kirkjum pró- fastsdæmisins. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta og altarisganga kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Tví- söngur: Lovísa Sigfúsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Organisti Lenka Mátéová. Prest- arnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Grafar- vogsdagurinn. Útiguðsþjónusta á „Sögustað við sund“, hinum forna kirkjustað í Gufunesi, kl. 11. Lagt verður af stað frá Grafarvogskirkju kl. 9.45. Gengið frá kirkjunni að hinu forna kirkjustæði (1150-1886) í Gufunesi. Leiðsögumaður: Anna Lísa Guðmundsdóttir frá Árbæjar- safni. Þjónað verður við altari gömlu kirkjunnar, sem er í eigu Reykjalundar. Sr. Vigfús Þór Árna- son sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Harðar Bragasonar, organista og kórstjóra. Að lokinni guðsþjónustu býður Áburðarverk- smiðjan í Gufunesi upp á grillaðar pylsur og gos. Munið sætaferðir til baka að kirkjunni. Aðalskip Graf- arvogskirkju verður til sýnis allan daginn. Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkrun- arheimilinu Eiri kl. 13.15 í tilefni dagsins. Sr. Vigfús Þór Ámason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvgoskirkju syngur, org- anisti: Hörður Bragason. Prestam- ir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Fé- lagar úr kór kirkjunnar leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti: Hrönn Helga- dóttir. SELJAKIRKJA: Fyrsta guðsþjón- usta eftir sumarleyfi verður sunnu- daginn 5. september kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Vetrarstarf kirkjunnar hefst með fjölskyiduguðsþjónustu kl. 11. Þá kemur öll fjölskyldan saman til fræðslu og samfélags. Sjónhverf- ingamaður kemur í heimsókn. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð, vitnisburður og fyrirbænir. Friðrik Schram safnaðarprestur prédikar. Heilög kvöldmáltíð. Allir eru hjart- anlega velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: „Gospelkvöld" 5. september kl. 20. Mikil lofgjörð og gleði í heilög- um anda. Allir velkomnir. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dag kl. 19.30 bæn. Kl. 20 hjálp- ræðissamkoma. Kafteinn Miriam Óskarsdóttir talar. Mánudag kl. 15 heimilasamband fyrir konur. Kaf- teinn Miriam Óskarsdóttir talar. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma á morgun, sunnudag, kl. 20. Nanna Guðný Sigurðardótt- ir, ráðskona í Vatnaskógi, flytur vitnisburð og upphafsbæn. Ræðu- maður Gunnar J. Gunnarsson, lektor við KHÍ. Allir velkomnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Mánud. 6. sept. verður morgunmessan í Kristskirkju kl. 8. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18 í kapellu Landakotsspíala. Frá og með 4. sept. fellur morgunmessan á laugardögum niður og messan kl. 18 á laugardögum á íslensku. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag (á ensku) og virka daga k| -\ q 30 JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnar- firði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Skólavegi 38. Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Kirkjukór Lágafells- sóknar. Organisti Jónas Þórir. Fiðluleikur Jónas Þórir. Jón Þor- steinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunsöngur kl. 11 árdegis. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Organisti Natalía Chow. Félagar úr kór Hafnarfjarðarkirkju. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta á sunnudag í samvinnu við Hafnarfjarðarkirkju. Sjá auglýsingu þaðan. Sigurður Helgi Guðmunds- son. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Þóra V. Guðmundsdóttir. Kaffiveitingar í safnaðarheimili að lokinni guðs- þjónustu. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjal- arnesi: Messa kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. GARÐAKIRKJA: Messa með alt- arisgöngu kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Jóhann Baldvinsson. Rútuferðir frá Kirkjuhvoli kl. 10.30 og Hleinunum kl. 10.40. Hans Markús Hafsteinsson. KEFLAVÍKUKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Bam borið til skírnar. Pretur sr. Ólafur Oddur Jónsson. Ræðuefni: Málefni fjölskyldunnar á kristnihátíðarári. Kór Keflavíkur- kirkju leiðir söng. Organisti Einar Öm Einarsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Morgunbænir kl. 10 þriðjudaga til föstudags. Septembertónleikar þriðjudaga kl. 20. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 11. Jón Ragnarsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 14. Jón Ragnarsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: Guðsþjónusta sunnudag kl. 13.30. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjónustuna. Sóknarprestur. KIRKJUBÆJARKLAUSTURS- PRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Prestbakkakirkju á Síðu kl. 14. Kirkjukórinn leiðir safnaðar- söng. Organisti verður Kristófer Sigurðsson. Allir hjartanlega vel- komnir. Sr. Bryndís Malla Elísdótt- ir. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uéuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 KIRKJUSTARF Morgunblaðið/Þorkell Laugarneskirkja, Safnaðartré Laugarneskirkju Safnaðarstarf NÚ hefst vetrarstarf Laugar- nessafnaðar. Hugsjón Laugames- kirkju orðum við í einni setningu: „Gerum sóknarfólk að safnaðar- fólki, og safnaðarfólk myndugt." Þess vegna eru tilboðin mörg. Ann- ars vegar er áhersla lögð á að opna kirkjuna betur, lækka þröskuldinn og víkka dymar þannig að sem allra flest fólk finni aðgang að samfélagi safnaðarins. Hins vegar einsetjum við okkur líka að þétta hópinn, gefa þeim sem inn koma raunhæft færi á að vaxa í trú, von og kærleika og bera ávöxt sem myndugt kristið fólk. Þess vegna höfum við gert tréð að tákni safnaðarstarfsins og segj- um að það hafi sex greinar. Sú fyrsta heitir „Börn“. Þar vaxa ávextir eins og, Kirkjuprakkarar (7-9 ára, á miðvikudögum kl. 14.30), T.T.T. (10-12 ára, miðvikudaga kl. 16:00) og Drengjakór Laugames- kirkju sem við emm svo stolt af auk sunnudagaskólans, sem alltaf er samhliða messum á sunnudögum ld. 11. Onnur grein safnaðartrésins heitir „Unglingar". Unglingakvöld Laugameskirkju, Þróttheima og Blómavals er nýr og sérlega áhuga- verður ávöxtur. Þar eru góðir kraft- ar sameinaðir. Þórarinn Eyfjörð leikari er við stjómvölinn ásamt Hrund Þórarinsdóttur, æskuiýðs- fulltrúa kirkjunnar, og Hólmfríði Völu Svavarsdóttur, tómstundaráð- gjafa frá Þróttheimum, og er mark- miðið einfaldlega það að koma til móts við unglinga hverfisins sem lengi hefur skort athvarf til að hitt- ast og „hanga“ á góðum stað með góðu fólki þar sem eitthvað spenn- andi er á döfinni. Verða fermingar- tímar haldnir í tengslum við ung- lingakvöldin svo að miðvikudags- kvöld eru frátekin hjá unga fólkinu. Þriðja greinin heitir „Bæn og íhugun“. Þar drúpa ávextir af ýms- um tegundum svo sem morgunbæn- ir sem haldnar em alla virka morgna kl. 6.45, Kyrrðarstundir í hádegi á fimmtudögum, Þriðjudag- ur með Þorvaldi kl. 21, messur í dagvistarsal í Hátúni 12 og Kvöld- messumar þar sem Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur og Kór Laugameskirkju syngur og prestshjónin Bjami Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir leiða sam- verana. Allir þessir þættir era nú í öram vexti og gott að koma og njóta. Fjórða grein safnaðartrésins heitir „Fræðsla“. Tveir ávextir eru þar helstir: 12 spora hópurinn sem aðstoðar fólk með skaddaðar tilfinn- ingar öll mánudagskvöld undir handleiðslu Margrétar Scheving og Fullorðinsfræðsla Laugameskirkju sem haldin er öll þriðjudagskvöld, þar sem Bjarni Karlsson sóknar- prestur kennir um trúna frá kl. 20 til 21 þegar „Þriðjudagur með Þor- valdi“ hefst í kirkjuskipi. Fimmta greinin heitir „Félags- störf“. Kvenfélag Laugarneskirkju er þar elst og virðulegast og hefur mikilvægan sess í starfi safnaðar- ins, Samverar eldri borgara eru í rauninni ávöxtur af starfi kvenfé- lagsins. Sá hópur hittist annan hvem fimmtudag í safnaðarheimil- inu við mikinn fögnuð. Mömmumorgnamir eru innihalds- ríkar samverastundir þar sem mæður spjalla og böm upplifa bæði leik og helgi. Kór Laugameskirkju er frábær félagsskapur sem ekki síður ætti heima á síðustu greininni, en... ...sjötta greinin heitir „Þjónusta". Þar vaxa sífellt nýir ávextir, nefna má Veiðifélag Laugarneskirkju, sem hefur það hlutverk að veiða fólk en ekki fisk, og Lesarahópinn, sem annast upplestur við athafnir í kirkjunni, Þjónustuhópinn sem sinnir líknarþjónustu við eldri og yngri og loks sóknamefndina sjálfa sem heldur utan um fjárhag, mannaforráð og allan ytri aðbúnað okkar. Loks er þess að geta að stofn safnaðartrésins er Jesús Kristur og hann á djúpar rætur í veraleikanum og lífinu eins og það leggur sig. Af honum fá greinamar hver og ein dregið lífsvökva sinn og þannig við öll „verið rótföst í honum og byggð á honum, staðföst í trúnni.“ (Kól. 2.7) Upplýsingar um alia starfsemi Laugarneskirkju er hægt að nálg- ast hjá sr. Bjama Karlssyni sóknar- presti og Hrand Þórarinsdóttur æskulýðsfulltrúa. Síminn á skrif- stofunni er 588 9422. Velkomin í kirkju! Bjarni Karlsson sóknarprestur. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 17 tónleikar í Landakirkju. Eyja- menn njóta þess að hlýða á hljóm- sveitina Fuoco Ensemble. Hún leik- ur verk eftir J. Brahms og W.A. Mozart. Glæsileg efnisskrá með frá- bæru tónlistarfólki. KEFAS, Dalvegi 20. Almenn sam- koma kl. 14. Ræðumaður Helga R. Armannsdóttir. Ailir velkomnir. Mánud. kl. 20.30 bænastund karla. Þriðjud: kl. 20.30 brauðsbrotning og bænastund. Miðvikud.: kl. 20.30 unglingasamkoma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.