Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 34
Líffæraflutningar Ónæmiskerfum líffæragjafans og líffæraþegans er „blandað saman“. 34 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 Þunglyndi Samræmist karlímynd- inni að drekka við þunglyndi. Blóðþrýstingur Um 39% þeirra sem höfðu of háan blóðþrýsting, vissu ekki af því. MORGUNBLAÐIÐ Skjaldkirtill Barnshafandi konur ættu að láta athuga skjaldkirtiiinn. Qlík viðbrögð kynjanna við þunglyndi „KONUR HUGSA, KARLAR DREKKA“ Medical Tribune News Service. KONUR velta sér upp úr eigin vandamálum þegar þunglyndi sæk- ir á þær en karlar leita frekar í flöskuna. Þessi niðurstaða rann- sóknar var kynnt á þingi banda- rískra sálfræðinga í Boston í Bandaríkjunum. A hverju ári sækir þunglyndi á um 10 milljónir Bandaríkjamanna. Sökum þess hversu algengt er að fólk komist í slíka geðlægð er þung- lyndi oft nefnt „kvef ‘ geðsjúkdóma- fræðinnar. Þunglyndi, sem lýsir sér í depurð og áhugaleysi, sækir á tvö- falt íleiri konur en karla. Telja sumir sérfræðingar að þennan mun megi með einhverju móti rekja til þess að hugarstarfsemi kynjanna sé ólík. Sálfræðingurinn Susan Nolen- Hoeksema, við Michican-háskóla flutti erindi um ólík viðbrögð kynj- anna við þunglyndi á ráðstefnunni í Boston. Erindið nefnir hún: „Konur hugsa, menn drekka“. Rannsókn hennar byggði á 1.328 manna slembi-úrtaki í Kaliforníu-ríki þar sem þátttakendur voru spurðir hvernig þeim liði, um hvað þeir hugsuðu og hvernig þeir brygðust við er þunglyndi sækti á þá. í könnuninni kom skýrlega fram að karlar auka miklu fremur drykkju við þessar aðstæður en konur. Konur virtust einnig auka drykkju sína lítillega en kváðust þó frekar hugsa stöðugt um vanda sinn. Könnunin var gerð með símavið- tölum og kom í ljós að konur eiga mun frekar við þunglyndi að stríða en karlar. Hins vegar leiddi rann- sóknin einnig í Ijós að konur og karlar sem velta sér upp úr eigin vandamálum drekka meira áfengi en þeir sem ekki gera það. Tengt stöðu kvenna? Nolen-Hoeksema gat sér þess til í erindi sínu að áfengisneysla væri síður til þess fallin hjá konum að fá þær til að láta af stöðugri umhugs- un um þau vandamál sem þær ættu við að glíma. Mary C. Blehar, sem stjórnar rannsóknum á geðheilsu kvenna við Bandarísku geðheil- brigðisstofnunina í Bethesda í Bandaríkjunum, sagði að vera kynni að sökum stöðu kvenna í þjóðfélaginu legðust vandamál þeirra þyngra á þær. Konur væru bæði valdaminni en karlar í þjóðfé- laginu auk þess sem þær nytu minna frelsis. Þessar staðreyndir gerðu ef til vill að verkum að þung- lyndi sækti fremur á konur en karla. Nolen-Hoeksema sagði það fara saman við karl-ímyndir samfélags- ins að karlmenn hölluðu sér að flöskunni þegar þeir ættu við dep- urð að glíma. Þetta gæti að ein- hverju leyti útskýrt þann mun sem fram kæmi á áfengisneyslu sem viðbrögðum við þunglyndi hjá kynj- unum. I máli Mary C. Blehar kom fram að sálfræðingar teldu nauð- synlegt að meðhöndla þunglyndi og áfengissýki sem tvo aðgreinda sjúkdóma. Þeir kynnu hins vegar að vera tengdir og meðferð við öðr- um þeirra hefði oft áhrif á hinn. I máli Blehar kom fram að til- teknar rannsóknir hefðu geflð til kynna að áfengisneysla gerði að verkum að illmögulegt væri að fá rétta mynd af því hversu algengt væri að karlmenn ættu við þung- lyndi að stríða. Þannig hefðu rann- sóknir á rétttrúuðum gyðingum og fólki sem tilheyrir Amish-sértrúar- hópnum í Bandaríkjunum leitt í ljós að þunglyndi væri jafn algengt meðal kvenna og karla. Um þessa hópa gildir báða að þeir neyta ekki áfengis. Reuters Konur, sem þjakaðar eru af þunglyndi, leita síður á náðir flöskunnar en karlar, sem eiga við sama vandamál að stríða. Hér reynir rússnesk kona í Moskvu að selja flösku af vodka og afla sér þar með tekna fyrir sinum brýnustu nauðþurftum. Hár blóðþrýst- ingur oft ekki meðhöndlaður Medical Tribune News Service. DREGIÐ hefur úr meðhöndlun á háum blóðþrýst- ingi á undanförnum árum og menn eru ekki eins vel á verði og áður gagnvart sjúkdómnum. I nýlegri rannsókn kom í Ijós, að um 39% þeirra sem höfðu of háan blóðþrýsting, vissu ekki af því, og einungis um 16% þeirra höfðu hlotið viðunandi meðhöndlun. „Rannsóknin ætti að vekja athygli bæði almenn- ings og Iækna,“ sagði dr. Irene Meissner, taugasér- fræðingur við Mayo-læknamiðstöðina í Bandaríkjun- um og aðalhöfúndur rannsóknarinnar. „Við erum okkur ekki eins meðvitandi um háan blóðþrýsting og við ættum að vera og þar af leiðandi minnka mögu- leikar okkar á að meðhöndla og ráða við hann.“ Hár blóðþrýstingur er einn helsti áhættuþáttur- inn í hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Fimmtíu og þrjú prósent þeirra sem rannsakaðir voru greindust með of háan blóðþrýsting. Af þeim höfðu 16,6% verið meðhöndluð með viðunandi árangri, en 27,9% höfðu verið meðhöndluð án þess að árangur hefði náðst. Frá því síðla á áttunda áratugnum og fram undir lok þess níunda sýndu rannsóknir að skilningur á háum blóðþrýstingi hafði aukist, meðhöndlun var tíðari og árangur var farinn að nást í fleiri tilfell- um. Rannsókn er gerð var 1993 leiddi í Ijós stöðnun í skilningi og meðferð og ný rannsókn leiddi í Ijós afturför miðað við fyrri ár. Vísindamennirnir segjast ekki vita fyrir víst hvað valdi. Meissner leiðir getum að því að aðrir sjúk- dómar hafi komist f „tísku“ og skyggt á skilning á Reuters Kínverskur nuddari í Peking fær sér blund á með- an hann bíður eftir viðskiptavini. Hefðbundið kín- verskt nudd er talið gefa góða raun gegn fjölmörg- um kvillum, þar á meðal háum blóðþrýstingi. háum blóðþrýstingi. Sinnuleysi bæði heilbrigðis- stétta og almennings kunni að valda nokkru, svo og kostnaður við meðferð. Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í septem- berhefti timaritsins Hypertension. Skj aldvakabrest- ur móður getur skaðað fóstur Medical Tribune News Service. SÉ ekkert að gert getur skjald- vakabrestur (vanstarfsemi skjald- kirtils) móður á meðgöngutíma skert hæfíleika barnsins til að læra síðar á ævinni, samkvæmt niður- stöðum rannsókna er birtar voru nýlega. Þar eð einstaklega auðvelt er að meðhöndla skjaldvakabrest, sem er skortur á skjaldkirtilshorm- óni, þegar hann hefur verið greind- ur, ættu allar barnshafandi konur að gangast undir skjaldvakamæl- ingu, að mati dr. James Haddow, yfírlæknis á Blóðrannsóknarstofn- uninni í Maine í Bandaríkjunum. Lægri greindarvísitala Vitað er, að skjaldvakabrestur í nýfæddum börnum leiðir til þess að barnið verður þroskaheft ef ekki er hafín meðferð strax eftir fæð- ingu. Af þessum ástæðum er skjaldvakamæling gerð á öllum ný- burum. En ekki hefur verið ljóst hvort það hefur áhrif á þroska heila barns ef móðirin er haldin þessum bresti á meðgöngutíma. Haddow og samstarfsfólk hans rannsakaði 62 konur, sem haldnar voru skjaldvakabresti á meðgöngu, og börn þeirra. Notuð voru blóð- sýni sem tekin voru á árunum 1987 - 1990 til að finna konurnar, sem flestar höfðu ekki vitað, þegar þær voru barnshafandi, að þær skorti skjaldkirtilshormón. Börn þeirra voru á aldrinum sjö til níu ára þeg- ar rannsóknin var gerð. Með gáfnaprófum komst Haddow að því, að þessi börn höfðu lægri greindarvísitölu en börn í samanburðarhópi, sem áttu mæður er ekki höfðu haft skjaldvakabrest á meðgöngu. Fimmtán af hundraði þeirra barna, sem áttu móður er haldin var bresti á meðgöngu en hlaut enga meðhöndlun, fengu inn- an við 85 stig á gáfnaprófí, en flmm prósent barnanna í samanburðar- hópnum fengu þann stigafjölda. En börn kvenna sem hlutu með- höndlun við skjaldvakabresti áður en þær urðu bamshafandi fengu svipaða einkunn á gáfnaprófi og börn kvenna sem ekki skorti skjaldkirtilshormón. Meðferð felst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.