Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 57y Hugmyndaflug um hálendið SUMARIÐ 1974 voru brýmar yfir Skeiðarársand teknar í notkun. Petta var þriðja sumarið sem ég var í sveit í Skaftafelli og vann ég hluta úr degi við að selja bensín fyrir austan brekkur. Þetta var annasamt starf því ótal margir vildu vera með fyrstu mönnum að aka hring- inn í kringum landið. Ég geng að bíl sem hefur lagt við tankinn °g byrja að skrúfa bensínlokið af. I bílnum er fjölskylda, maðurinn teygir úr sér og stígur síðan út. Hann pírir augun og skimar hring- inn. Um leið og hann opnar munn- inn og fer að tala breiðist reiðisvip- ur yfir andlitið á honum: „Er þetta Skaftafell? Ekkert nema andskot- ans jöklar og hrísludrasl eins og alls staðar annars staðar!“ Þessi atburður kemur upp í hug- ann þegar ég sé ráðherra Fram- sóknarflokksins fara um Eyjabakk- ana, samtaka um að taka sér vald almættisins í hendur; róta yfir sköpunarverkið og þurrka upp foss- ana. Þeir eru búnir að gera upp við sig hver örlög svæðisins verða. Þeir eru hin heilaga þrenning sem ræður og þeim liggur mikið á að koma áformum sínum í framkvæmd. Frá Gullfossi... Fyrir fáum áratugum var Gull- foss í Hvítá langt úr leið, raunar í næsta nágrenni við tröll, forynjur og útilegumenn. Þá voru líka foss- arnir í Jökulsá í Fljótsdal langt utan alfaraleiðar og fáir vissu um tilvist þeirra eða létu sig þá nokkru skipta. Engan gat þá grunað hvílík gull- kista Gullfoss átti eftir að verða fyr- ir íslenska þjóð, eins og almættið skapaði hann. Nú er hann í alfara- leið og það er séð til þess að þeir gestir sem til íslands koma fái að vita hversu hrífandi hann er. Það er ekki erfitt að ímynda sér að foss- arnir í Jökulsá í Fljótsdal gætu átt sér slíka framtíð. Ef við hugsum okkur að við hefð- um selt fallorkuna úr Gullfossi fyrir fimmtíu árum einhverjum „manni sem gott var að eiga viðskipti við“ (eins og þeim sem á álverið á Grundartanga), þá ættum við núna aðeins nokkrar gamlar myndir af Gullfossi og kannski eitt fimmtíu ára gamalt álver. Þegar fram líða stundir og álverið á Reyðarfirði verður orðið úrelt og maðurinn sem keypti rafmagnið búinn að seija það öðrum og kannski sjálfur kominn undir græna torfu í útlöndum, þá eigum við bara nokkrar gamlar myndir af hálendinu norðan Vatna- jökuls eins og það var og ef til vill fáeinar myndbandspólur. Getur verið að í náinni framtíð verði til sú tækni sem gerir mönn- um kleift að ferðast um heiminn í sýndarveruleika í þar til gerðum sýningarsölum eða jafnvel heima í stofu? Er hugsanlegt að næsta kyn- slóð geti með tölvutækni morgun- dagsins kallað fram íslensk náttúru- fyrirbæri með tilheyrandi birtu, lit- um og hljóðum? Að Mumbasa og fjölskylda hans í Úganda muni geta staðið á barmi Gullfoss, hlustað á fossniðinn í beinni útsendingu og horft ofan í gljúfrið í þrívíðri mynd. Það er í raun mjög auðvelt að ímynda sér að þetta verði hægt og það áður er langt um líður. Slík- ar heimsóknir gætu orðið mjög vinsælar. Af þeim væri að sjálf- sögðu auðvelt að taka gjald og þeim fylgdi engin mengun. Frá Snæfelli... Það er árið 2015. Imyndum okkur að við séum afkomendur Islendinga sem fluttu til Ástralíu árið 1974, á ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggð- Hálendið Heilög þrenning fram- sóknarráðherra rær að því öllum árum, segir Alda Sigurðardóttir, að umturna hálendinu án nokkurrar athugunar á því hverju er í raun og veru verið að fórna. ar. Okkur langar til að heimsækja gamla landið en höfum ekki tíma til að skreppa þangað. Við kveikjum á tölvunni og þrívíddarmótaldinu, setjum á okkur þartilgerð „gler- augu“ og komum okkur fyrir við handrið heima í stofu því manni hættir til að svima í svona ferðum. Með bendlinum veljum við ferðavef- inn og ísland og að þessu sinni lang- ar okkur að skoða hálendið norðan Vatnajökuls. Það er boðið upp á ferð niður Jökulsá í Fljótsdal og veðrið er sagt vera ágætt, skýjað með köflum, hitastigið skiptir ekki máli, skyggnið er aðalatriðið. Við ýtum á enter og allt í kringum okk- ur birtist hálendið séð úr lofti og þar erum við nú stödd í tímanum og rýmið sýnist vera hjá okkur, þökk sé sýndarfarinu sem sendir okkur mynd og hljóð. Við erum svo heppin að hitta á farið þegar það er að leggja af stað frá toppi Snæfells og við höldum sem leið liggur yfir Eyjabakkana og síðan niður með Jökulsá í Fljótsdal og dáumst að fjölbreytilegri og hrikalegri fossa- röðinni og fáum í magann. Þegar komið er niður að Lagarfljóti held- GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartán 33 • RVK Laufásgata 9 • AK Alda Sigurðardóttir ur ferðin áfram alla leið til sjávar þar sem jökulvatnið litar Héraðsfló- ann. Ferðin tekur um tvo klukku- tíma eins og meðallöng bíómynd og ef við erum ekki orðin þreytt getum við farið til baka sömu leið, fram og til baka eins oft og við viljum. Við getum virt fyrir okkur alla þá staði sem hefðu horfið, skemmst eða glatast ef Fljótsdalsvirkjun hefði verið byggð: Atlavík, Austur- eyjar, Austurkvíslar, Axará, Berg- kvisl, Bergkvíslahraun, Bergkvísla- kofa, Bergkvíslanes, Bergkvíslar, Brúarhvamm, Dýjatanga, Dimma- gil, Drangafoss, Efra-Jökulsárgil, Eyjabakkafoss, Eyjabakkajökul, Eyjabakkakofa, Eyjabakka, Eyja- bakkaufs, Eyjabakkavað, Éyjafell, Eyjafellsflóa, Eyjafellsvatn, Eyjar, Faxfoss, Faxa, Fljótsdalsheiði, Folavatn, Gjögragil, Glúmstaðasels- bjarg, Grjótá, Hafursá, Hafursár- flóa, Hafursárufs, Hafursfell, Háls- kofa, Háubakkahraun, Háubakka- læk, Háubakka, Héraðsflóa, Hnífla- foss, Hnyklafoss, Hólmaflúðir, Hraksíðu, Hrakstrandarfoss, Hrauka, Hölkná, Innra-Gjögur, Innri-Bergkvísl, Innri-Gjögurfoss, Innri-Heiðará, Innri-Kinn, Innri- Snikilsá, Jöklu, Jökulsá, Jökulsá í Fljótsdal, Jökulsárgil, Kinnar, Kirkjufoss, Kleif, Kleifarbjarg, Kleifarskóg, Klofning, Kofahraun, Kofakvisl, Kverk, Kverkkvísl, Lag- arfljót, Laugafell, Laugará, Laug- arárfoss, Laugarás, Laugarkofa, Miðselsfoss, Mjóagil, Mjóagilslæk, Múlaafrétt, Múlahraun, Múla, Norðurdal, Norðureyjar, Ófæru, Ófærufoss, Ófærusel, Ofærusels- foss, Rjúkanda, Rokfoss, Ruðnings- hóla, Sauðárvatn, Seleyri, Skakka- foss, Skógarbás, Slæðufoss, Snik- ilsá, Snæfell, Snæfellsháls, Snæ- fellsnes, Stalla, Stíflufoss, Stóra- lækjarfoss, Stóralæk, Stuðlafoss, Teig, Torfur, Trönuár, Trönusel, Tungufoss, Ufsarfoss, Undir Fell- um, Undir-Hálsi, Útbakka, Útflóa, Vatnajökul, Vesturkvísl, Víðimes, Vífilstaðafljót, Ystaklett, Ytra- Dýjafell, Ytra-Gjögur, Ytri-Berg- kvísl, Ytri-Gjögurfossa, Ytri-Heið- ará, Ytri-Snikilsá, Þjófagil, Þjófagilsaura, Þjófagilsá, Þjófagils- flóa, Þjófahnjúka, Þóriseyjar, Þrangarfoss, Þrífoss og Öxará. Frá ráðherrum ... Það er árið 1999 og í valdastólum á Islandi situr fólk sem hefur tekið sér vald almættisins í hendur. Heilög þrenning framsóknarráð- herra rær að því öllum árum að um- tuma hálendinu án nokkurrar at- hugunar á því hverju er í raun og vera verið að fóma. Tilgangurinn er sagður vera að selja rafmagn til at- vinnuskapandi stóriðju handa Aust- firðingum. Þessar framkvæmdir munu kosta hundrað milljarða króna og það er ekki erfitt að hugsa sér að þeim peningum gæti verið betur varið í annars konar atvinnu- uppbyggingu þar sem tekið yrði til- lit til heilbrigðra lífshátta og fallegs mannlífs. Ráðherrarnir þrír njóta stuðn- ings öfgafullra virkjunarsinna og því miður hefur þetta fólk ekki hug- myndaflug eða framsýni til að láta sér detta neitt annað í hug en end- urtekið efni frá því síðast og þar áð- ur en það er að selja „góðum mönn- um sem gott er að eiga viðskipti við“ ódýrt rafmagn í álbræðslu. Þar við situr. Því miður. Höfundur er hjúkrunarfræðinfrur og myndlistarmaður. o 00 73 (D < Q — Faxafeni 8 Barnapeysur 990 Flísgallar á börn 2490 Barnaúlpur frá 1490 Dömupeysur frá 990 Herraskyrtur frá 690 Flíspeysur frá 1990 Opið mánudaga- fimmtudaga 10-18 föstudaga 10-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-17 Dagskrárblaó Morgunblaðsins inniheldur dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva í hálfan mánuð. í blaðinu er einnig að finna viðtöl, greinar, kvikmyndadóma, fræga fólkió og stjörnurnar, krossgátu, yfirlit yfir beinar útsend- ingar ffá íþróttaviðburðum og fjölmargt annað skemmtilegt efni. Hafðu Dagskrárblað Morgunblaðsins alltaf til taks nálægt sjónvarpinul jfB«ríunblnbib É # amskra Efnismeira Dagskrárblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.