Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 48
*i8 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR SÆMUNDSSON + Ragnheiður Jónsdóttir Sæ- mundsson, Suður- götu 16 Siglufírði, fæddist að Hallgils- stöðum í Hörgárdal 2. janúar 1914. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 24. ágúst síðastliðinn. ~>‘ Foreldrar hennar voru Jdn St. Mel- stað, bdndi að Hall- gilsstöðum, f. 29.10. 1881, d. 17.4. 1968, og kona hans Albína Pétursdöttir, f. 11.11.1886, d. 26.11.1969. Systkini hennar eru: Unnddr, endurskoðandi í Reykjavík, f. 6.6. 1910, d. 11.2.1973; Pétur, forstjdri vöruflutningabifreiða Akureyri, f. 17.10.1911; Valdi- mar, verslunarmaður Akureyri, f. 27.8.1916, d. 3.6.1992; Stefán, bóndi að Hallgilsstöðum, f. 27.2. 1918, d. 14.7.1998; Dýrleif, hús- mdðir á Akureyri, f. 11.10. 1919, d. 15.4.1999; Eggert, bifreiða- stjdri Akureyri, f. 16.10. 1928. Hinn 8. júní 1935 giftist Ragnheiður Siguijdni Sæ- mundssyni, prentsmiðjustjóra á Siglufírði, f. 5. maí 1912. For- eldrar hans voru Sæmundur Jdn Kri- stjánsson, útvegs- bdndi í Lambanesi og Laugalandi í Fljótum, f. 16.10. 1883, d. 30.8. 1915, og kona hans Her- dís Ingibjörg Jönas- ddttir, f. 30.6. 1889, d. 14.2. 1938. Börn Ragnheiðar og Siguijöns eru: 1) Stella Margrét, tannfræðingur í Reykjavík, f. 3.12. 1935, gift Ingvari Jdnassyni, vídluleikara, f. 13.10. 1927. Börn þeirra eru: Sigurjön Ragnar, f. 8.4. 1957; Vigfús, tæknimaður útvarps í Reykja- vík, f. 15.7. 1958; Anna, fiðlu- leikari í Stokkhdlmi, f. 26.11. 1964. 2) Jón Sæmundur, hag- fræðingur í Hafnarfírði, f. 26.11. 1941, kvæntur Birgit Henriksen, f. 12.8. 1942. Döttir þeirra er Ragnheiður, lögfræð- ingur í Reykjavík, f. 10.2. 1968. Barnabarnabörn Ragnheiðar og Sigurjdns eru fimm talsins. títför Ragnheiðar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ragnheiður Sæmundsson tengdamóðir mín er látin. Hún skil- ur eftir sig stórt skarð í fjölskyld- unni. Hún var aðsópsmikil kona og skapstór, hafði ákveðnar skoðanir og lá ekki á þeim. En hún var líka ^lý, væn og örlát við sína og verður saknað af eiginmanni, börnum, tengdabömum, barnabörnum og bamabarnabörnum. Þegar ég kynntist fjölskyldunni varð mér strax Ijóst að þarna fór áberandi fólk á Siglufirði. Sigurjón Sæmundsson starfaði að bæjarmál- um og var á tímabili bæjarstjóri, tók þátt í ýmsum félagsmálum, var formaður Karlakórsins Vísis og söng iðulega einsöng ýmist með kómum eða með öðrom. En Ragnheiður tók líka þátt í fé- lagsstarfi, sat m.a. í stjómum Kven- félags Sjúkrahúss Siglufjarðar og Slysavamafélagsins. Hún lék mörg hlutverk með Leikfélagi Siglufjarð- 'ar og söng lengi í kirkjukórnum, eða eins og sonur hennar orðaði það á unga aldri: „Mamma syngur messusópran.“ Ragnheiður var glaðvær kona og falleg, það sópaði að henni á al- mannafæri, fólk tók eftir henni hvar sem hún fór. Húsmóðir var hún með afbrigð- um, heimilið var hvítskúrað frá gólfi til lofts hver hlutur á sínum stað og alltaf góður matur á ákveðnum tím- um. En minningin um Ragnheiði tengdamóður mína er fyrst og fremst tengd tilfinningum: kærleik- ur - ylur - hlýja. Megi almættið gefa henni frið og styrkja eftirlifandi eiginmann og alla afkomendur. Ingvar Jdnasson. Þegar ég kveð tengdamóður mína, þá koma upp í hugann minn- ingar, sem margar hverjar ero sam- t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa okkar, STEINS DALMARS SNORRASONAR, Syðri-Bægisá, Öxnadal. Sérstakar þakkir til starfsfólks handlæknisdeild- ar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun í hans erfiðu veikindum. Hulda Aðalsteinsdóttir, Katrín Steinsdóttir, Jóhannes Sigfússon, Helgi B. Steinsson, Ragnheiður M. Þorsteinsdóttir og barnabörn. --J ,■ Kærar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur ómetanlega vináttu, samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar dóttur okkar, systur og barnabarns, HÖNNU BJARGAR PÉTURSDÓTTUR, Búagrund 1. 3 Guðrún Ólafsdóttir, Pétur Fr. Þórðarson, Guðný Eva Pétursdóttir, Kolbrún Hrönn Pétursdóttir, Eva S. Bjarnadóttir, Steinunn Guðnadóttir. ofnar bernskuminningunum frá Siglufirði. Við sátum fyrir ári úti á palli við Suðurgötu 16 og nutum síð- ustu geisla haustsólarinnar á Sigló og rifjuðum upp gamlar minningar tengdar sjómannaheimilinu, sem stóð fyrir norðan húsið. Eg minntist þess að Kristín kona Ólafs læknis hafði boðið mér sem lítilli stelpu á jólabarnaball hjá Rotary með Helgu og Hákoni, eflaust vegna norsks uppruna míns og vináttu milli fjöl- skyldnanna. A þessu skemmtilega barnaballi var brúðuleikhús, ef kalla mætti það svo, einn jólasveinn, sem hélt uppi skemmtuninni. Eg, sem aldrei hafði séð neitt þessu líkt, enda ekki mikið af leikföngum og skemmtunum í þá daga, hreifst af jólasveininum, sem varð mér ógleymanlegur. „Heyrðu," sagði tengdamamma, þegar ég var að lýsa þessu, „það var ég sem lék jóla- sveininn". Þetta var henni líkt, til- þrifin og leikurinn var ógleymanleg- ur. Við rifjuðum upp gamlar leik- sýningar í sjómannaheimilinu en tengdamóðir mín var virkur þátt- takandi í leikfélagi Siglufjarðar. Skuggasveinn og Ævintýri á göngu- för voru þau leikrit, sem ég mundi eftir og sýndi hún mér fallega ljós- mynd tekna af sér ásamt öðrum leikurom á Siglufirði, í hlutverkum í Ævintýri á gönguför. Eg reyndi að koma því að, að ég hefði nú líka leik- ið í sjómannaheimilinu, þegar ég var í stúkunni en stúkufundir og skemmtanir voro haldnar þar. Ekki fannst henni það sérstaklega merki- legt og benti á stóra steininn í garð- inum hennar, stein sem hafði komið upp úr gronninum, þegar sjó- mannaheimilið var rifið og er til skrauts í garðinum og gengur í fjöl- skyldunni undir nafninu „síðasti stúkumaðurinn". „Ætlarðu að vökva blómin við stúkumanninn, Bigga mín, það er ómögulegt að hann þomi svona upp?“ „Já, auðvitað en með hverju?" „Þú ræður, rósavín eða port,“ sagði tengdamamma hlæjandi og hvarf inn, enda farið að kólna. Hún kom manni oft á óvart. Eg hugsa í því sambandi t.d. til sokka- bandsáranna, þegar við Jón vorum nýtrúlofuð, hann að byrja sitt nám í Þýskalandi og ég að vinna í síld- inni. Hún hringdi eitt sinn niður í Aðalgötu og bauð mér á ball á Höfnina, á gullaldarárum Gaut- anna. Ég skynjaði það ekki fyrr en ég var búin að leggja tólið á, að það væri e.t.v. skondið að vera að fara ein á ball með tilvonandi tengda- mömmu. En á stað eins og Siglu- firði, þar sem allir aldurshópar koma saman að skemmta sér, var þetta auðvitað ekkert tOtölumál. Ég skemmti mér konunglega, með tengdamömmu. Hún tók virkan þátt í félagslífinu á Siglufirði, söng m.a. í fjöldamörg ár með Kirkjukór Siglufjarðar og sat í mörg ár í stjórn Kvenfélags sjúkrahússins. Ég minnist þess, hve henni voru fjáröflunarmálin fyrir sjúkrahúsið mikilvæg og ræddi hún það oft heima, að það vantaði þetta og hitt fyrir sjúkrahúsið og það þurfti að safna fyrir því. Hún sá líka til þess, að ég hjálpaði til við að skrifa ferm- ingarskeytin, meðan ég var á Siglufirði. Hún var húsmóðir í orðsins fyllstu merkingu, falleg og glæsileg kona, sem stjórnaði heimili sínu af ástúð og skörongsskap. Allt varð að vera hreint og fágað og allir hlutir á sínum stað. Dúkar voru stífstraujaðir og löberar stífaðir. AHt var nýtt til hins ýtrasta enda var hún af þeirri kynslóð sem spar- aði til þess að eignast eitthvað og eiga í sig og á. Hún saumaði út fal- lega dúka, heklaði og prjónaði handa okkur trefla og vettlinga svo eitthvað sé nefnt og garðurinn hennar varð að vera í lagi. A sjúkra- húsinu fylgdist hún með gangi mála í garðinum. Hvernig hafa rósimar mínar það? Hafa viðjumar stækk- að? Ég sakna hennar í jólaundir- búningnum. Hún kenndi mér að skera út laufabrauð, eins og átti að gera það og gert var heima að Hall- gilsstöðum. Stelpan af eyrinni skar bara út hauskúpur og tunnubotna. Hún var hrókur alls fagnaðar, var hafsjór af sögum og bröndurum og hnyttnum tilsvörum meðal ættingja ogvina. Ég minnist þess héma á árunum áður, hve gestkvæmt var á heimili tengdaforeldranna enda var tengdapabbi á kafi í bæjarmálapóli- tíkinni, um skeið bæjarstjóri og hún í félagsmálunum. Það er auðvitað erfitt að minnast hennar án þess að minnast á tengdapabba eins sam- hent og þau voro í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Alltaf var einhver í heimsókn, ættingjar eða vinir, pólitíkusar, menn sem unnu við prentverk eða tónlistarmenn en bæði höfðu þau yndi af tónlist, sér- staklega klassískri tónlist. Tengdapabbi var einsöngvari með karlakórnum Vísi og formaður hans um skeið og nutu þau þess að fara í hlómleikaferðalög með kórnum bæði innanlands og utan. Oft var sungið og spilað í Suðurgötunni og ekki má gleyma ,jóunum“ hennar tengdamömu, enginn nær þeim tón- um þegar hún var að kalla í mat í prentsmiðjuna. Erfitt var fyrir hana hin síðari ár, þegar sjóninni fór að hraka og kraftar að þverra, að geta ekki gert hlutina sjálf, á sinn hátt. Það urðu miklar breytingar frá fyrri áram. Nú treysti hún sér ekki lengur að taka á móti fólki. Hún sá illa og það gerði hana óörogga. En tengdapabbi annaðist hana, eins og hann gat, af allri þeirri ást og um- hyggju sem var svo auðsæ og ein- kenndi allt hjónaband tengdafor- eldra minna. Hún vildi vera hjá okkur, koma til okkar í heimsókn og fá okkur í heimsókn. Ekki var erfitt að skynja það, hve innilega henni þótti vænt um okkur og þær tilfinningar voru gagnkvæmar. Af mörgum heim- sóknum til Siglufjarðar, er mér sú síðasta, tveimur dögum fyrir andlát hennar minnisstæð. Ég hnippti í hana þegar kom í heimsókn til hennar á sjúkrahúsið og spurði hana hvort hún þekkti mig. Hún sagði einfaldlega „Bigga“ og faðm- aði mig lengi og innilega að sér eins og hennar var vani þegar við hitt- umst. Það var ekki neitt vanmátta faðmlag heldur kröftugt og hlýtt eins og henni einni var lagið. Ekki hvarflaði það að mér að þetta væri í síðasta skiptið sem við sæjumst í lif- enda lífi. A þessum fagra síðsumar- degi á Siglufirði gerðum við að gamni okkar að vanda. Ég hafði bara áhyggjur af hávaðanum í okk- ur. „Við erom ekki einar héma á sjúkrahúsinu," sagði ég við hana. Hún hafði nú ekki miklar áhyggjur af því og sagði „Það er svo gott að hlæja þá líður manni ekki eins illa.“ Ég þakka starfsfólki sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir skilning og alúð við hjúkron og umönnun aldraðrar tengdamóður minnar og er fegin því að hún þurfti ekki að berjast við krabbameinið en fékk að sofna að kveldi svefninum langa. Ég þakka tengdamóður minni samfylgdina, handleiðsluna, ástúð- ina og umhyggjuna. Það er tómlegt í Suðurgötu 16 án hennar og ég kveð hana með ljóði eftir Davíð Stefánsson en hún dvaldi um skeið í Fagraskógi í æsku og var mikill vin- ur fjölskyldunnar þar, úr sveitinni hennar, sem henni var svo tíðrætt um síðustu árin og þótti svo vænt um. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vöku sér. Guð blessi minningu tengdamóð- ur minnar. Birgit (Bigga). Hver lítil stjama, sem lýsir og hrapar, er ljóð, sem himininn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar, er (jóð um kjarnann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífinu fapar, er ljóð um sönginn, sem aldrei þagnar. (Davíð Stefánsson.) í myrkri er gott að hafa ljós. Ragnheiður, amma mín, var ljósið í lífi afa í 65 ár. í skjóli ástarinnar, sem hann auðsýndi henni dag hvem á langri lífsleið, veitti hún okkur bömunum sínum birtu og yl og var ljósið, sem vísaði okkur öllum veg- inn. Nú, þegar slokknað er á lífsljósi hennar og við erum eftir í myrkri sorgar og saknaðar, getum við þó yljað okkur við elda endurminninga, er hún kveikti í hjarta okkar á liðn- um dögum. Amma var sterk kona, sem var gefið að mála yfir hversdagsgrá- mann með björtum litum lífsgleði, leik og söng. Hún hafði gaman af því að spjalla við fólk. Hún hafði alltaf skemmtilegar sögur á taktein- um, átti auðvelt með að setja saman vísur og kvæði, sagði bestu brand- arana og var auk þess frábær eftir- hei*ma. Hún hafði yndi af að dansa og syngja og fann áhugamálum sín- um farveg í fjölmörgum leikritum, sem hún lék í með Leikfélagi Siglu- fjarðar auk þess, sem hún söng alla tíð með kirkjukómum. Þótt amma hefði vart orku til þess á síðari ár- um eru ótalmörg þau skipti, sem við fórom saman í Operona, á tónleika eða í leikhús. Þær stundir ero dýr- mætar í dag. Minningar um ömmu eru margar. Það var hún sem hélt mér undir skím. Það var amma sem kenndi mér, tveggja ára gamalli að syngja íslensk bamalög. Henni fannst nauðsynlegt að ég kynni þau, svo ég lærði ekki bara þýsk lög, en ég bjó í Þýskalandi á þeim tíma. Lögunum hennar ömmu hef ég aldrei geymt. Þegar hún var búin að kenna mér nokkur íslensk lög, setti hún mig í stóran kassa og síðan söng ég fyrir fyrir afa og strákana niðri í prent- smiðju. Siglufjarðarprentsmiðja skipaði stóran sess í lífi ömmu, en hún studdi afa alla tíð í bókaútgáf- unni. Það var líka amma sem fyrst kenndi mér á píanó og hefír „Fur Elise“ ósjaldan hljómað á Suðurgöt- unni, án þess að amma kveinkaði sér undan öllum æfingunum. Amma hafði gaman af því að ferð- ast og ég er svo heppin að hafa fengið að ferðast mikið með henni. Ferðalög okkar ero meðal skemmtilegustu minninga um góðai- samverustundir með ömmu. I gegnum tíðina höfum við m.a. ferðast allt frá hæstu tindum Alpafjalla til sólríkra stranda Suður- Frakklands og Spánar. Við amma ferðuðumst einnig inn- anlands. Sérstaklega er mér minn- isstæð ferð með afa og ömmu á tvö ættarmót, fyrir 4 árom annað í Haukadal og hitt norður að Hall- gilsstöðum í Hörgárdal, þar sem amma ólst upp í hópi 7 systkina. Þótt amma væri ekki heil heilsu, herti hún sig upp því hún var mann- blendin og hafði gaman af að hitta skyldfólk sitt. Síðast fór hún norður nú í vor til þess að vera við jarðar- för Diddu, systur sinnar. Það hafa eflaust orðið fagnaðarfundir með þeim systram fyrir handan. Meðal dýrmætustu perlna í fjár- sjóði minninga um ömmu eru síð- astliðin jól, sem ég naut norður á Siglufirði með henni. Það ero einu jólin, sem amma skar ekki út laufa- brauð, að norðlenskum sið, en hún var sérlegur snillingur í laufa- brauðsskurði. Hún var einfaldlega of máttfarin. I mykri er gott að hafa Ijós. Eng- in skildi þau orð betur en amma, sem missti ljós augna sinna síðustu ái- ævinnar. I myrkri sjónleysis var afi, eins og reyndar alltaf, ljósið í lífi hennar og hennar helsta stoð og stytta. Þolinmóður og umhyggju- samur gekk hann langan veg að Sjúkrahúsi Siglufjarðar til þess að vera hjá ömmu, dag hvern, allt þar til yfir lauk. Það verður skrítið að sjá ekki kunnuglegt, brosandi andlit ömmu á Suðurgötunni á Siglufirði. Með henni missi ég ekki aðeins ömmu mína, heldur einnig alnöfnu og bestu vinkonu. Minningarnar um ömmu ero þó margar og ljóslifandi og allt það, sem hún var, kenndi og gaf mun fylgja mér alla ævi. Ég bið góðan Guð að blessa minn- ingu ömmu. Ragnheiður Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.