Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 51 ' MINNINGAR SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR + Sigríður Hall- dórsdóttir fæddist __ í Hraun- gerði í Alftaveri 15. janúar 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar frara frá Borgarnes- kirkju 27. ágúst. Jarðsett var í kirkjugarðinum á Borg á Mýrum. Látin er Sigríður Halldórsdóttir húsfrú að Ferju- bakka II Borgarfirði. Við undirrit- aðar voru svo lánsamar að fá að dvelja í uppvexti okkar hjá þeim sæmdarhjón- um Sigríði og Ki-istjáni (sem lést fyrir nokkr- um árum). Þegar við systurnar komum í sveitina aðeins sex ára gamlar gerðum við okkur ekki grein fyrir því hvað þessi sumar- dvöl fram á unglingsár mundi hafa mikil og góð áhrif á uppeldi okkar. Sigga var ein- staklega réttsýn kona, með sterka réttlætis- kennd. Þrátt fyrir að hún væri með nokkra krakka í sveit, sín eigin böm og vinnufólk, þá gerði hún aldrei upp á milli. Hún sá alltaf til þess að allir fengju jafnt og engum væri mismunað. Við systurnar lærðum margt ómetanlegt á þeim 10 sumrum sem við dvöldum í sveitinni. Til að byrja með fengum við aðeins að halda í hala, reka kýmar og aðstoða við létt heimilisstörf. Síðar lærðum við að taka fullan þátt í verkum full- orðna fólksins svo sem að mjólka, moka flórinn, gefa kúnum, rýja, smala, heyja, setja niður og taka upp kartöflur. Af Siggu lærðum við einnig flest heimilisstörf svo vel að ætla mætti að við hefðum verið í húsmæðraskóla. Hún kenndi okkur að taka slátur, baka hjónabands- sælu, hengja upp þvott, prjóna og fl. Við systumar áttum það til að vera óþekkar og uppátektarsamar og reyndi þá verulega á þolinmæð- ina hjá Siggu sem alltaf gerði gott úr öllu. Hún mætti oft í drullukökuveislur hjá okkur upp á kletta og sá til þess að hitt heimilis- fólkið mætti líka. Hún vakti yfir velferð okkar og gætti þess að við fengjum það sama og strákarnir hjá honum Kristjáni. Þó við eydd- um mestum okkar tíma með Siggu fengum við einnig stundum að fara í kaupstaðinn með Kristjáni og að vitja um netin með honum. Við minnumst Siggu af miklum hlýhug og gleymum aldrei þeim dýrmætu stundum sem við áttum með henni í eldhúsinu við að spjalla um heima og geyma. Hún sagði okkur frá uppvexti sínum undir Eyjafjöllum og við henni frá okkar lífi í Reykja- vík. Við erum Siggu og hennar fólki óendanlega þakklátar fyrir að hafa fengið að dvelja svo mörg sumur á Ferjubakka. Þar sem alltaf ríkti samheldni, samvinna og vinnusemi. Megi Guð styrkja þessa góðu fjölskyldu, sem opnaði heimili sitt fyrir okkur systrunum og bömun- um okkar síðar meir. Birna, Hrafnhildur og Elín Rafnsdætur. Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi ÝMISLEGT Lagerútsala í dag, laugardaginn 4. september 1999, verður lagerútsala haldin í Vatnagörðum 26,104 Reykjavíkfrá kl. 13—16 síðdegis. Fjölbreytt vöruúrval verður á boðstólum, svo sem raftæki: Hárþurrkur, rafmagnsofnar, tvö- faldar kaffivélar á frábæru verði, rafmagns- tannburstar og rakvélar, hraðsuðukönnur á mjög góðu verði. Leikföng: Dúkkur, litabækur, pússluspil, Disneylest, hjólaskautarfyrir3ja—6 ára á frábæru verði, Billiard- og poolborð og margt fleira í leikföngum, boltar og sanddót... Veiðarfæri: Sjóstangir, stangir, nokkrar flugu- stangir, hjól, spúnar, flugulínur, flugubox, spúnabox, veiðitöskur, önglar, hnýtingaönglar, nælur, ódýrar vöðlur og stígvél. Garðljós með spennubreyti örfá eintökeftir. Servíettur, borðdúkar, plasthnífapör, vínkælar, kaffibrúsar, nestistöskur með hitabrúsa fyrir unga fólkið í skólann, leikskólann og útileguna. Tungumálatölva. Vogir. Ódýrir verkfærakassar. Nokkrar grillgrindur og grillgafflar. Þó nokkuð af sýnishornum af ýmsum vörum, svo sem útvörpum og ódýrir verkfærakassar af ýmsum stærðum. Missið ekki af þessu tækifæri og komið og gerið góð kaup. Við tökum EURO og VISA kredit- og debetkort. KENNSLA SJÓMANNASKÓLIÍSLANDS STÝRIMANNASKÓLINN í REYKJAVÍK Verið velkomin í sýningarbás Stýrimannaskólans í Reykjavík á Sjávarútvegssýningunni, bás 12 í skála G. Upplýsingar um námskeið og skipstjórnarnám í Stýrimannaskólanum. Sjávarútvegur og siglingar eru íslendingum naudsyn. Stýrimannaskólinn í Reykjavík. TILBOÐ / ÚTBQÐ Tilboð óskast í 4 trésmíða- vélar af Kamro-gerð 40 sm afréttari. 50 sm þykktarhefill. Fræsari með áföstum tappaskurðarsleða. Plötusög með hallandi blaði og fyrirskurði. Auk þess ertil sölu Schleicher-dílaborvél með 6 borum. Söngskólinn í Reykjavík Skólasetning Söngskólinn í Reykjavík verður settur sunnudaginn 5. september kl. 15.00 í Tónleikasal skólans — SMÁRA — Veg- húsastíg 7. Kennsla hefst mánudaginn 6. sept. Kvöldnámskeið hefjast 14. september. Innritun stenduryfir. Upplýsingar á skrifstofu skólans, Hverfisgötu 45, daglega frá kl. 10.00 til 17.00, sími 552 7366. Skólastjóri. Þýskunámskeið Germaniu Námskeiðin hefjast á ný 13. september og verður kennt í Odda, Háskóla íslands. Boðið er upp á byrjendahóp, þrjá framhaldshópa og tvo talhópa. Innritað verður á kynningar- fundi í Odda, Háskóla íslands, stofu 202, fimmtu- daginn 9. september kl. 20.30. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 551 0705 kl. 17—19 á virkum dögum. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaniu. Vélarnar verða til sýnis í húsnæði Verkmennta- skólans á Akureyri í Þingvallastræti (í kjallara byggingar háskólans) eftir samkomulagi. Upp- lýsingar veita kennarar Byggingadeildar VMA í síma 461 1720-214. Tilboð óskast Oskað er eftir tilboði í mótorhjól, Yamaha XVS 1100 Drag Star '99, skemmt eftir umferðar- óhapp. Hjólið ertil sýnis í tjónaskoðunarstöð Sjóvá á Draghálsi 14—16frá kl. 9—18 á mánu- dag. Einnig er hægt að skoða myndir og gera tilboð í hjólið á heimasíðu sjal.www.sjova.is. TIL SÖLU Fiskvinnsluvél Til sölu Baader 51 roðflettivél. Upplýsingar hjá fiskbúðinni Sæbjörgu, Eyjarslóð 7. Lagerútsala — barnavara Dagana 2. til 5. september verður haldin lager- < útsala á barnavöru í Smiðsbúð 8, Garðabæ. Til sölu verða m.a. barnarúm, kerrur, kerru- vagnar, bílstólar o.m.fl. Einnig verður mikið úrval af barnafatnaði og leikföngum og skóla- töskum. Ath.: Allt að 50% afsláttur frá heildsöluverði I Opið fimmtud. og föstud. frá kl. 11.00—17.00, laugard. og sunnud. frá kl. 10.00 — 16.00. Lagerútsalan, Smiðsbúð 8, Garðabæ. -f KENNSLA BRIAN TRACY áfpllNTERNATIONAL PHOENIX-námskeiðin HÁMARKS ÁRANGUR Kynningarfundur á Hótel Loftleiðum þriðjudag kl. 20:00. Leiðbeinandi er Sigurður Guðmundsson. Sfmar: 557-2450 / 896-2450 Heimasíða: www.sigur.is Netfang: sigurdur@sigur.is í samvinnu við Innsýn FÉLAGSLÍF 7= ar Haust á Þingvöilum I september mun þjóðgarðurinn á Þingvöllum bjóða upp á göngu- ferðir með leiðsögn hvern laugar- dag kl. 13.00. Hugað verður að undirbúningi nátturunnar fyrir komandi vetur, gengnar gamlar smalagötur og rifjaðar upp sögur af búsetu og mannlífi í Þingvalla- hrauni. Gönguleiðirnar eru valdar með það fyrir augum að hæfi sem flestum en ætíð er þó nauð- synlegt að vera vel skóaður og gott er að hafa nestisbita með- ferðis. Laugardaginn 4. sept. verður gengið í Skógarkot um Sand- hólastíg. Gangan hefst við þjón- ustumiðstöð þjóðgarðsins kl. 13.00 og tekur 2—3 klst. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar í síma 482 2660. Dalvegi 24, Kópavogi. Almenn samkoma í dag kl. 14. Ræðumaður Helga R. Armanns- dóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferð laugard. 4. sept. Frá BSÍ kl. 10.30 Bakaleiðin 7. áfangi. Gengið frá Hveragerði að Kolviðarhóli. Verð 1.600/1.700. Helgarferðir 18.—19. sept. Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógarfossi á laugar- degi, upp með Skógá og í Fimm- * vörðuskála. Gengið i Bása næsta dag. 16.—19. sept. Laugavegurinn, hraðferð. Ekið í Landmanna- laugar og gist þar. Á föstudegi er gengið í Hvanngil og á laugar- degi í Bása þar sem þátttakendur taka þátt í uppskeruhátíð og grillveislu. Grill- og uppskeruhátíð í Bás- um Miðasala stendur yfir i hina ár- legu Grill- og uppskeruhátíð í Básum helgina 17.—18. sept- ember. Grillveisla, gönguferðir, varðeldur, sveitaball. Gist í skál- um. Þátttaka tilkynnist á skrif- stofu Útivistar. Jeppadeild — dagsferð Laugardaginn 11. sept. Stóra- Laxá — Stöng. Ekið frá Flúðum _ inn Tungudal. Skoðuð Laxár- * gljúfur o.fl. Heimasíða: www.utivist.is FERÐAFELAG ÍSIANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferð 5. sept. kl. 13.00 Vindáshlið — Seljadalur — Foss- árdalur. Um 3—4 klst. ganga um skemmtilega þjóðleið úr Kjós í Hvalfjörð. Verð 1.400 kr„ frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSf, austanmegin og Mörkinni 6. Spennandi haustferðir: Óvissu- ferðin verður 10. —12. sept. Haustlita- og grillveisluferð í Þórsmörk 17.—19. sept. Pantið og takið farmiða tímanlega. Sjá ferðir á textavarpi bls. 619.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.