Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUEEYRI Forseti bæjarstjórnar Dalvíkur- byggðar um viðhald gamalla húsa Viljum að húsin líti vel út KRISTJÁN Ólafsson, forseti bæj- arstjórnar Dalvíkurbyggðar, sagði að bæjarstjómin hefði ekki markað sér ákveðna stefnu í varðveiðslu gamalla húsa í sveitarfélaginu. Hins vegar væri í skipunarbréfí til einnar nefndar farið fram á að hún færi yfir þau mál. „Auðvitað viljum við láta þessi gömlu hús líta vel út en stundum eru ýmsir annmarkir á því.“ Eins og fram kom í Morgunblað- inu í vikunni hafa eigendur Nýja- bæjar, elsta íbúðarhússins á Dal- vík, unnið af því að gera húsið upp og fengið til þess styrk frá Húsfrið- unarsjóði og Menningarsjóði Svarfdæla. Júlíus Kristjánsson, einn eigenda hússins, gagnrýndi bæjaryfirvöld í Dalvíkurbyggð og sagði þau ekki hafa sýnt málinu neinn áhuga og virtust engan áhuga hafa á því að viðhalda göml- um íbúðarhúsum, heldur selja þau frekar eða gefa úr byggðarlaginu. Kristján sagði að öll gagnrýni ætti rétt á sér og að Júlíus hefði sett sína gagnrýni fram á ágætan hátt. Hann sagði að uppgerðin á Nýjabæ væri til fyrirmyndar og sem betur fer hefðu íbúarnir haldið húsum sínum og görðum mjög vel við. „Fyrir nokkrum árum var tek- in sú stefna að setja verulegt fjár- magn í viðhald húsa í eigu Dalvík- urbyggðar. Við höfum verið að laga þau hús að utan og innan og nú síð- ast var Byggðasafnið tekið í gegn í sumar. Þá er búið að marka þá stefnu að ráðast í að gera húsið Ungó, þar sem bíóið er, upp á næstu tveimur til þremur árum og verða settar í það verk um 25 millj- ónir króna.“ Snyrtilegt í kringum íbúana Kristján sagði að sveitarfélagið gerði sitt til að húsin litu vel út en hins vegar kæmu alltaf upp tilvik þar sem einhver hús færu í taug- arnir á fólki og á staðnum væru 3^1 hús sem ekki væru í lagi. íbú- arnar hefðu þó jafnan haft frum- kvæði að því að hafa snyrtilegt í kringum sig. „Allt kostar þetta mikla peninga en það er ánægju- legt að fólk skuli gera upp sín hús og fá til þess styrki. Það sem sveit- arfélagið gæti gert væri að styrkja slíkar framkvæmdir t.d. með niður- fellingu á fasteingagjöldum en ákvarðanir þar um hafa ekki verið teknar." Gítartónleikaröð á Norðurlandi EINAR Kristján Einarsson gítar- leikari heldur áfram tónleikaferð sinni um Norðurland og leikur í barnaskólanum í Bárðardal þriðju- dagskvöldið 7. september nk. Hann leikur í Hríseyjarkirkju miðvikudagskvöldið 8. september og í DaMkurkirkju daginn eftir. Allir tónleikamir hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni er tónlist úr ýmsum áttum, spænsk og suður-amerísk, verk eftir J.S. Bach, Lennon og MaCartney, svo nokkuð sé nefnt. Einar Kristján hefur komið fram á tónleikum víða erlendis og við margvísleg tækifæri hérlendis. Hann hefur leikið með Caput- hópnum og komið fram sem ein- leikari með Kammersveit Akureyr- ar, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhijómsveit Islands. Auk þess hefur Einar Kristján starfað sem tónlistarmaður við Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyr- ar, Alþýðuleikhúsið, Kaffileikhúsið, Leikhús Frú Emilíu og með leik- hópnum Augnabliki. Þá hefur hann hljóðritað geisla- disk með félögum sínum í hljóm- sveitinni Rússíbönum og gefið út geisladisk með verkum fyrir ein- leiksgítar. Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Gerðahverfi Eyrina HuldugilA/íkurgil Borgarsíða/Móasíða Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. ► I Morgunblaðið Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sinum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Kristján Síðasti spunadans Önnu Richardsdóttur Fjölmennt í göngu- götunni MIKILL fjöldi fólks kom saman í göngugötunni á Akureyri seinni partinn í gær, til að fyigjast með síðasta spunadansi Önnu Ric- hardsdóttur, sem hún kallar hreingjörning. Anna hefur „þrif- ið“ í göngugötunni einu sinni í viku sl. ár, auk þess sem hún hef- ur dansað erlendis. Þar sem þetta var siðasti hreingjörningurinn leitaði hún eftir iiðsinni fólks við „þrifin“ auk þess sem hún bauð tónlistar- fólki að koma með hljóðfæri sín. Tvær konur og einn karlmaður lögðu henni lið og þá mætti karl- maður með trommusett sitt og sló léttan takt undir dansinum. Það var mikill kraftur í Önnu við „þrifín“ í gær en á myndinni sést hvar hún er farin að þvo ein- um áhorfanda um hárið. Viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafírði Sveitarstjórn Skriðu- hrepps hafnar þátttöku Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í vikunni var lagt fram bréf frá sveit- arstjóm Skriðuhrepps varðandi samstarfshóp um sameiningu sveit- arfélaga í Eyjafirði. Sveitarstjóm Skriðuhrepps telur að með tilliti tii niðurstöðu könnunar um samein- ingu sveitarfélaga, sem fram fór við síðustu sveitarstjómarkosningar, sé ekki forsenda til þátttöku í þessum starfshópi. Bæjarstjóm Akureyrar leitaði eftir því við sveitarfélög í Eyjafirði að þau tækju þátt í viðræðum um sameiningu sveitarfélaga á svæðinu og tilnefndu fulltrúa sína í starfshóp vegna málsins. Kristján Þór Júh'us- son bæjarstjóri á Akureyri sagði að ekki hefðu borist svör frá öllum sveitarfélögunum en að Skriðu- hreppur væri eina sveitarfélagið sem hingaði til hefði skrifað sig frá málinu. „Eg veit ekki um afstöðu annarra sveitarfélaga en hef ekki trú á öðm en að flest sveitarfélögin verði með. En eins og ég horfi persónulega til málsins, munu hefjast hér viðræður í framhaldi af áhuga sveitarstjóm- anna á þessu máh. Það verður þá bara að hafa það ef einhver sveitar- félög vilja ekki taka þátt í þeim við- ræðum.“ Vill samninga um ráðgjafarþjónustu Á sama fundi bæjarráðs var lagt fram annað bréf frá Skriðuhreppi, þar sem sveitarstjóm óskar eftir að ganga til samninga við bæjarstjóm Akureyrar um ráðgjafarþjónustu vegna grunnskóla, bamavemdar- mála og félagsþjónustu. Bæjamáð samþykkti að fela sviðsstjóra að ganga til viðræðna við fulltrúa Skriðuhrepps um þessi mál. Kristján Þór sagði það almennt vitað og viðurkennt á vettvangi sveitarstjóma að fámenn sveitarfé- lög ættu í vandræðum með að upp- fylla ákvæði laga og reglugerða um lögbundna þjónustu sem íbúar þeirra eiga rétt á að njóta. „Ein af ástæðunum fyrir því að sveitarfélög hafa verið að sameinast á undan- fömum árum og nú síðustu ár í mun ríkari mæli en áður var, er einfald- lega sú að verkefni þeirra hafa verið að aukast og orðið flóknari en áður. Þetta þýðir að sveitarfélögin þurfa að vera stærri einingar til þess að geta leyst fyrirliggjandi verkefni af hendi á eigin forsendum,“ sagði Kri- stján Þór. Á fundi bæjarráðs voru einnig lögð fram erindi frá Dalvíkurbyggð og Hríseyjarhreppi, þar sem bæði sveitarfélög tilkynna fulltrúa sína í starfshóp um sameiningu sveitarfé- laga. Áður hafði sveitarstjórn Eyja- fjarðarsveitar tilkynnt sína fulltráa í starfshópinn. Ekki náðist í Ár- mann Búason, oddvita Skriðu- hrepps, í gær. ------------- Helgarskákmót Skákfélagsins SKÁKFÉLAG Akureyrar gengst fyrir helgarskákmóti í húsnæði fé- lagsins í norðvesturenda íþrótta- hallarinnar um helgina. Fyrsta umferð mótsins var reyndar tefld í gærkvöld en í dag, laugardag, verða tefldar tvær um- ferðir og aðrar tvær umferðir á morgun, sunnudag. Tímamörk eru 90 mínútur á 36 leiki auk 30 mín- útna til að ljúka skák. -----♦-♦“♦--- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudaginn 5. september kl. 11.00. Séra Svavar Á. Jónsson messar. Morgunbæn í Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 7. september kl. 9.00. Kyrrðar- og fyrirbænar- stund kl. 12.00 fimmtudaginn 9. september og hefst hún með orgel- leik. Mömmumorgnar hefjast í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju miðvikudaginn 15. september nk. kl. 10-12. Verið velkomin. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sunnu- dagaskóh fjölskyldunnar sunnudag- inn 5. september kl. 11.30. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Sama dag kl. 16.30 verður Vakningasamkoma. G. Theodór Birgisson mun prédika á báðum samkomunum. Fyrirbæna- þjónusta, bamapössun. Állir hjart- anlejga velkomnir. HJALPRÆÐISHERINN: Bæna- stund sunnudaginn 5. september kl. 19.30. Almenn samkoma kl. 20.00. Allir velkomnir. AKUREYRARBÆR skóladeild, Glerárgötu 26, 600 Akureyri Brekkuskóli á Akureyri Verkefnisstjóri í starfsdeild fyrir unglinga Við Brekkuskóla stendur til að stofna sérstaka starfsdeild fyrir unglinga. Nám í starfsdeild er sérstaklega ætlað nem- endum, sem eiga auðveldara með að nálgast námsefni gegn- um verklegar hliðar en með bóknámi. Fyrirhugað er að deildin hafi samstarf við ýmsar stofnanir og starfsemi á veg- um Akureyrarbæjar. Skólinn leitar að fjölhæfum og hugmyndaríkum verkefnis- stjóra, sem er vanur að starfa með unglingum. Menntun á uppeldissviði er æskileg en ekki algert skilyrði. Upplýsingar gefa skólastjómendur, Bjöm og Sigmar, í síma 462 2525 eða vasasímum 899 3599 og 897 3233 Umsóknum skal skilað til starfsmannadeildar í Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 13. september 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.