Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 52
' 52 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Enn um fískveiðar HLUTI af grein minni um fiskveiðar í Morgunblaðinu frá 6. mars sl. hljóðar svo: „Það hefur ekki verið talið að veiðar með línu eða handfærum geri neinn usla í hafinu með þeim hætti að það trufli ~t viðkomu og vaxtargetu fiskistofna. Eftirfarandi aðal- regla um fiskveiðar væri því bæði í sam- ræmi við jafnræðisá- kvæði og það lögmæta markmið að __ vemda fiskistofna við Island: Öllum íslenskum rík- isborgurum skal vera heimilt að veiða fisk á línu eða handfæri innan íslenskrar efnahagslögsögu enda taki þeir veiðarfæri sín úr sjó einu sinni á sólarhring og geri hlé á veið- um og færi afia sinn allan og veiðar- færi að landi áður en ný veiðiferð getur hafist. ^ Frágangur á meðferð afla skal vera í samræmi við reglugerð nr. 162/1998 (með viðbótum) um holl- ustuhætti við meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, en þó skal allur fiskur blóðgaður og slægður í hverjum róðri. Til vamar fiskistofnum og öðm lífríki hafsins innan efnahagslög- sögu Islendinga virðist óhjákvæmi- legt að beita neyðarrétti við stjóm- un veiða með öðrum veiðarfærum og annarri veiðitilhögun en greinir í ^ fyrrgreindri aðalreglu um fiskveiðar ' hvort sem það snertir aflaheimildir (kvóta), tegundii' afla, veiðarfæri, stærð og gerð veiðiskipa, veiðitækni, aflamark, sóknarmark, skiptingu eða lokun veiðisvæða eða aðra stýr- ingu á veiðum, sem kann að mis- muna mönnum eða byggðarlögum." Eg hef ekki séð eða heyrt í fjöl- miðlum athugasemdir við þessi um- mæli, hvorki lof né last, en vitanlega orðið var við mismunandi skoðanir annarra manna á þessu máli. Ég hef reynt að viðra þessar skoðanir mínar við ýmsa og fengið misjafnar undirtektir og athuga- semdir, svo sem að ég haldi fram óhagkvæmri og úreltri veiðistefnu fortíðarinnar, eða þá hinu að þetta leiði til of- veiði vegna þess að svo margir vildu fara að afla fisks og auk þess væri eftirlit með slíkri veiði- tilhögun illframkvæm- anlegt. Ennfremur mundi ég ekki þekkja eða skilja afleiðingar tæknifram- fara á línu- og hand- færaveiðum þ.á m. nýjar gerðir báta og skipa, ganghraða, breytingu á línu og krókum, sjálf- virkar handfærarúllur, beitningavél- ai’, fiskleitartæki, staðsetningar- tæki, sjálfstýringu, samskiptatæki, Sókn Engin tækni getur enn breytt veðri til veiða, segir Vilhjálmur Arna- son, né heldur því að ásköpuð lögmál lifandi náttúru hafsins hafí sinn gang. tölvuvæðingu og hvað það nú allt heitir, sem stórstígar tækniframfar- ir hafa af sér leitt. Þessi atriði er ég nú nefndi og fleiri eru að sjálfsögðu þess eðlis að ekki verður framhjá því gengið að reyna að meta þýðingu þeirra og samhengi við aðra veiðitilhögun sem hluta af fiskveiðistefnu þjóðarinnar en þá tilhögun leyfi ég mér að færa undir neyðarrétt sem fyrr segir. Ekki reyni ég að geta mér til um hversu margir kunni að snúa sér að fiskveiðum ef frjáls dagróðraveiði á línu og handfæri yrði leyfð. Ef það kæmi í ljós (sem mér finnst raunar fráleit spámennska) að svo margir gerðust fiskimenn að til Vilhjálmur Árnason Háttvirta heilbrigðisnefnd! EG undirritaður, sem er þegar orðinn hundgamall fer þess vinsam- lega á leit við nefndina að ég verði eftirleiðis undanþeginn greiðslu á hundaskatti. Hann hef ég sam- viskusamlega greitt alla mína hundstíð, auk þess tel ég mig geta fært svo veigamikil rök fyrir máli mínu að þið getið varla verið þekkt fyrir að hundsa þessa hógværu beiðni mína. Ég er reyndar fullviss ^um að þið, góðir hálsar, munið ekki fara yfir þetta bréfkorn mitt á hundavaði, slíkt væri ykkur naum- ast sæmandi. Ef sú raunin yrði hins vegar á, er ég ekki frá því að svo gæti farið að ég setti upp hunds- haus, að minnsta kosti svona smá- stupd. Ég er búinn að eiga svo marga hunda, að ég hef ekki lengur tölu á þeim og af þeim hef ég greitt tugi þúsunda í skatt, sem hefur þá und- arlegu náttúru að fara hækkandi með hverju ári sem líður. Tíkin • Jmín, Táta er þegar orðin nokkuð aldurhnigin, 15 ára gömul nánar til- tekið og væri því fyrir lifandi löngu orðin ellilífeyrisþegi væri hún manneskja vegna þess að 15 ára aldur í hundsævi umreiknaður í mannsár er hvorki meira né minna en 105 ár. Sumum vinum mínum þykir svona samanburður alveg ■^fráleitur, fullyrða að ég vaði í villu og reyk og kalla þetta hreina 1 hundalógík. Þá fýkur svo í mig að ég segi þá ekki hafa hundsvit á þessu. En nú skulum við venda okkar kvæði í kross og fara nokkrum orð- um um starfsferil minn, þ.e.a.s. ein- Hundalíf Þar sem Táta mín verð- ur 16 ára eftir 2 mánuði og hundadagar hennar senn taldir, segir Hall- dór Þorsteinsson, fínnst mér ekki til of mikils mælst að þessi hundleiðinlegi skattur verði felldur niður. göngu þann þátt er varðar mála- skóla minn og kennslu. Þótt ég þyk- ist hafa komið allmörgum nemend- um mínum til nokkurs þroska, þá jafnast ekkert í rauninni á við það einstaka afrek mitt að kenna yndis- legu tíkinni minni, henni Tátu að tala. Þið trúið þessu náttúrulega ekki, en það er engu að síður dagsatt. Hér væri ef til vill ekki úr vegi að geta þess að Táta er óvenju- lega námsfús. UMRÆÐAN ofveiði leiddi, þá yrði það óhjá- kvæmilega að bitna á þeim veiðiað- ferðum sem nú þegar verður að hafa í gjörgæslu vegna vemdunar fiski- stofna og valda mismunun hvort sem er. Að sjálfsögðu verður að leitast við að meta með sanngimi aðstöðu út- gerða og byggðarlaga á grundvelli reynslu og vísinda við úrlausn vandamála, sem fylgja fiskveiði- stjómun, sér í lagi ef veiði þarf að dragast saman. Með áðumefnda tæknibyltingu í huga annars vegar og hins vegar þær tillögur, sem ég hef reynt að setja fram, tel ég að einungis sé hægt með vandlega skipulögðum til- raunum að staðreyna hvaða veiðiaf- köst verði að teljast eðlileg á tiltekn- um útgerðum og á ég hér við dag- róðra og meðhöndlun aflans sem áð- ur greinir, en slík vinnubrögð setja aflafeng fiskimanna skorður og hamla gegn ofveiði. Skipulagðar tilraunir er ég hér nefndi ættu einnig að sýna hversu eftiriiti með þessum leikreglum best er háttað, svo og athuganir á hag- kvæmni og arðsemi þessara útgerð- arhátta. Væntanlega era menn samþykkir því að afli dagróðrabáta skv. fram- ansögðu er gæðavara í háu verði og að því leyti hagstæður kostur. Það er mikið í húfi í þessu máli ef það næði fram að ganga að íslend- ingar verði jafnir fyrir lögum lands- ins að því takmarkaða leyti sem um- rædd frjáls veiðistefna með línu og færam gefur tækifæri til. Mikið er til af skýrslum og_ heim- ildum um afla og veiðar við Island. En ég leyfi mér að fullyrða að vand- leg athugun eða vísindaleg rannsókn eða úttekt liggur ekki fyrir þar sem byggt er á forsendum fyrrgreindra þátta í veiðistefnu Islendinga. Það væri gott mál ef stjómendur sjávarútvegsmála létu gera ræki- lega athugun á þessu máh. Þetta er vonandi viðráðanlegt frá faglegu, tæknilegu og kostnaðarlegu sjónar- miði. Ofurtækni nútímans getur rótað í umhverfi lífsins í hafinu, jafnvel raskað eða rofið lífkeðjuna, breytt eðlisþáttum jurta í garði, eldisfísks í tjöm eða búfénaðar í haga, en engin tækni getur enn breytt veðri til veiða né heldur því að ásköpuð lög- mál lifandi náttúra hafsins hafí sinn gang. Höfundur er lögmaður. „Skólinn... vel girt vígi hags- muna, réttinda og kjara“ OFANGREIND til- vísun er í ávarp for- seta Islands á degi sí- menntunar hinn 28. ágúst sl. Þar fór for- setinn, á kjarnyrtan en yfírvegaðan hátt, yfir sýn sína á stöðu menntunar og þekk- ingar í íslensku samfé- lagi við dagsbrún nýrr- ar aldar. Þá benti for- setinn á að „forystu- sveitir í atvinnulífi og stjórnkerfi, samtökum launafólks og starfs- stétta þurfa að skynja til hlítar eðlisbreyt- ingu sem orðið hefur á menntun og fræðslustarfi, að í raun verður að opna allar leiðir til Nám Á starfsnám og ekki síst fullorðinsfræðslu, segir Garðar Vil- hjálmsson, ber okkur að leggja megináherslu í þróun fræðslu- og þekkingarmiðlunar. náms og þjálfunar svo að hverjum og einum sé veittur réttur til að sækja sér sífellt meiri menntun". I þessum orðum forsetans má lesa áminningu til allra þeirra sem hafa með skipulag, stjórnun og framkvæmd í skóla- og fræðslu- málum almennt að gera. Vísast munu margir lesa orð Garðar Vilhjálmsson Þegar við eram úti að ganga spjöllum við iðu- lega saman og spyr hún mig gjaman spjöranum úr. Um daginn lék henni t.d. forvitni á að vita hvers vegna alltaf væri verið að leggja hærri og hærri skatt á sig og sagði þá m.a. „Eina sem ég fæ á hverju ári er ómerkilegt plastmerki. Er það svona ógurlega dýrt, pabbi?“ (Sam- bandið okkar á milli er ótrúlega innilegt). Mér verður svarafátt, en þið gætuð ef til vill svarað því. Oðra sinni var henni nokkuð tíð- rætt um Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur og furðaði sig stórlega á því að hafa aldrei nokkra sinni á sinni löngu hundstíð orðið vör við eftirlit af nokkru tagi. Hún var alveg að fara í hundana, fannst sér stórlega misboðið og spurði mig grátklökk: „Er ég virkilega svo ómerkileg að vera ekki neins eftirlits verð af hálfu borgaryfirvaldanna? Eigið þið nokkurt svar við þessari spurningu? Þar sem Táta mín verður 16 ára eftir 2 mánuði og hundadagar henn- ar verða því senn taldir, finnst mér ekki til of mikils mælst að þessi hundleiðinlegi skattur verði felldur niður. Ef þið virðið mig hins vegar ekki svars og bregðist ekki rétt við beiðni minni, getið þið átt það á hættu að í mér heyrist svo kröftugt gjamm að það berist til eyma allra landsmanna. Að lokum langar mig aðeins til að bæta einu við. Táta mín er svo Halldór Þorsteinsson ánægð með að hafa fengið tækifæri til að læra mannamál að hún hefur kennt mér hundasund í staðinn, svona í þakklætisskyni. P.s. (A) Mér er spum hvað borgar- stjómin hyggst gera á ári aldraðra manna og hunda? Vonandi eitt- hvað meira og merki- legi’a en að áma þeim aðeins heilla. P.s. (B) Hér á eftir fylgja tvær málsgrein- ar úr svarbréfi Odds R. Hjartarsonar, fram- kvæmdastjóra: A fundi heilbrigðis- og umhverfis- nefndar 8. júlí sl. var lagt fram bréf yðar, dags. 22. júní sl. þar sem þér farið fram á eftirlitsgjald fyrir hund, sem skráður er á nafn konu þinnar (nr. 328) verði fellt niður sökum aldurs hundsins. Nefndin synjaði erindinu og vís- aði til gjaldskrár nr. 22/1999 fyrir hundahald í Reykjavík en sam- kvæmt henni er óheimilt að veita undanþágu frá greiðslu árlegs eftir- litsgjalds nema að uppfylltum ákvæðum 6. gr. gjaldskrárinnar en þau era: P.s. (C) Þar sem bréfritarinn virðist vera orðinn nokkuð ryðgaður í þéringum, er Guð vel komið að ég taki hann í tíma til að hressa upp á kunnáttu hans í þeim gömlu siða- fræðum og það vitaskuld alveg end- urgjaldslaust. Höfundur er skóhistjóri Málaskóla Halldórs. forsetans um vígi rétt- inda og kjara sem hug- vekju til hópa á borð við grunnskólakennara þar sem mörgu for- eldri og áhugamönn- um um skólamál finnst kjaramálum og skipu- lagi skólastarfs bland- að saman, oft með óheppilegum hætti. Flestir, og þá eru kennarar ekki undan- skildir, geta verið sammála um að skóla- starf þarf að vera sveigjanlegt og aðlög- unarhæfni þess er oft á tíðum ábótavant. Það er eðli regluveldisuppbyggingar á borð við skólakerfi að vera oft þungt í vöfum en kostir þess eru jafnræði, skýrar boðleiðir ásamt klárum forsögnum um réttindi og skyldur. Þannig má e.t.v. lesa boð- skap forsetans sem ákall eftir um- ræðu meðal skólafólks, sveitar- stjórna og foreldra um framtíð skólastarfs þar sem faglegur metnaður, sveigjanleiki og aðlög- unarhæfni eru ríkjandi án þess að fórna jafnræði í menntun meðal yngstu kynslóðarinnar. En ávarp forsetans er ekki aðeins vísun í kjarabaráttu einstakra hópa innan skólakerfisins heldur má hér lesa áminningu um skipulag alls náms, ekki síst starfsnáms sem á sér sögu hérlendis sem spannar stór- an hluta þessarar aldar og hefur stærstan hluta þess tíma verið bundið í umgjörð sem sett var í upphafi tímabilsins og á sér rætur í gildakerfi Mið-Evrópu fyrri alda. Það þekkja allir sem -vilja þekkja að starfsnám hefur verið bundið á klafa hagsmuna, þar er það ekki alltaf áhugi eða geta nemandans sem ræður hvort leiðin til þekk- ingar er opin eða ekki. Og það sem meira er; það hvort einstaklingum hefur tekist að komast í nám í þeirri grein sem hugur stendur til hefur ráðið því hvort atvinnufrelsi hans verði takmörk sett eða ekki. Hér er átt við löggildingu starfa sem ríkisvaldið hefur staðið fyrir án þess að gefa um leið öllum kost á að komast vandræðalaust leiðar sinnar í gegnum menntakerfi hinna löggiltu greina. Það er einmitt hér, á sviði starfsnáms og ekki síst fullorðins- fræðslu, sem okkur ber að leggja megináherslu í þróun fræðslu- og þekkingarmiðlunar. Forsetinn sagði að „valdatíð kennara, prófessora og meistara er senn á enda runnin og menntun býðst nú á svo víðum völlum að ekkert kerfi stofnana eða stéttar- hagsmuna getur tryggt það for- ræði sem áður var sjálfur kjarni skólastarfsins". Það er hlutverk verkalýðshreyf- ingar, atvinnurekenda og skóla- kerfis á nýrri öld að sjá svo um að öllu launafólki verði tryggður að- gangur að allri þeirri menntun og þekkingu sem hugur þess stendur til - og það eru ekki síst þessir að- ilar sem þurfa að skynja til hlítar eðlisbreytingu menntunar og fræðslustarfs. Að öðrum kosti verður reynt að „... verja hags- muni frá gömlum tíma úr einu vígi í annað“. Höfundur er skrifstofustjóri Iðju, félags verksmiðjufólks og situr i stjórn Menntar - samstarfsvett- vangs atvinnulífs og skóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.