Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Franskir dómarar skila lokaskýrslu sinni um rannsóknma á láti Díönu prinsessu Ákærum á hendur ljós- myndurum vísað frá Lögreglumenn draga bifreið Díönu burt af slysstað. París. AFP. AP. Reuters. FRANSKIR dómarar skiluðu í gær lokaskýrslu sinni um rannsóknina á láti Díönu prinsessu í bílslysi í París fyrir tveimur árum. Var öllum ákærum á hendur ljósmyndurum, sem eltu bifreið prinsessunnar, vís- að frá, og ályktuðu dómaramir að orsök slyssins mætti rekja til þess að bflstjórinn hefði verið undir áhrifum áfengis og lyfja, auk þess sem bifreiðinni hefði verið ekið á allt of miklum hraða. I skýrslu rannsóknardómaranna Herve Stephan og Marie-Christine Devidal kemur fram að Dodi Fayed, ástmaður Díönu, hafi kallað örygg- isvörðinn Henri Paul af frívakt til að aka þeim frá Ritz-hótelinu kvöld- ið sem slysið átti sér stað, 31. ágúst 1997. Dómaramir árétta að ekki sé hægt að áfellast Dodi fyrir þessa ákvörðun. Paul lét lífið í slysinu, og við krafningu kom í ljós að áfengis- magnið í blóði hans var meira en þrisvar sinnum hærra en leyfilegt er. Hann hafði einnig tekið inn lyf- seðilsskyld lyf, þar á meðal þung- lyndislyfið Prozae. í skýrslunni segir að „orsök slyssins, sem var óviljaverk, hafi verið sú að bflstjórinn var ölvaður og undir áhrifum lyfja sem sam- ræmast ekki neyslu áfengis, en það gerði hann ófæran til að hafa stjóm á bifreiðinni, sem var á miklum hraða.“ Talið er að bifreiðinni hafi verið ekið á 95-118 kílómetra hraða er hún rakst á stólpa í umferðargöng- um við Alma-brúna yfir Signu. Dómaramir segja að vegurinn hafi verið „viðsjáll" og bæta við að öku- maðurinn hafi þurft að forðast Skuldinni skellt á bilstjórann árekstur við bfl sem ferðaðist í sömu átt á minni hraða. Díana, Dodi og Henri Paul biðu bana, en örygg- isvörðurinn Trevor Rees-Jones komst einn lífs af. Ljósmyndarar lausir allra mála Margir hafa kennt ljósmynduran- um, sem eltu bifreið Díönu á mikl- um hraða kvöldið örlagaríka, um að hafa orðið valdir að slysinu, og ýms- ir hafa viljað draga þá fyrir dóm. Frönsku rannsóknardómaramir vísa því eindregið á bug að ljós- myndaramir hafi átt sökina. I skýrslunni segir að rannsóknin „hafi ekki leitt í ljós neitt það athæfi sem með óyggjandi hætti væri hægt að tengja slysinu, og væri hægt að herma upp á þá sem verið hafa und- ir rannsókn.“ Dómaramir taka íram að vitni hafi harðlega gagnrýnt ljósmyndar- ana níu fyrir að hafa tekið myndir á slysstaðnum. En þó hegðun þeirra kunni að hafa verið ósiðleg, hafi þeir ekki brotið í bága við lög. Ljósmyndaramir hafa alltaf vísað því í bug að þeir hafi borið ábyrgð á slysinu, og segjast hafa verið gerðir að blórabögglum. „Sú ákvörðun að vísa ákæranum frá er mér gífurleg- ur léttir, og bindur enda á tveggja ára taugastríð," sagði Romuald Rat, einn ijósmyndaranna, sem hafði reynt að taka púls Díönu á slys- staðnum. Sagði hann að óhlutdræg rannsókn dómaranna hafi leitt í ljós að hann og starfsbræður hans hafi einungis verið að sinna starfi sínu. Mohamed al Fayed hyggst áfrýja Auðjöfurinn Mohamed al Fayed, faðir Dodis og eigandi Ritz-hótels- ins í París, hyggst áfrýja úrskurði frönsku rannsóknardómaranna, að því er lögmaður hans sagði í gær. Pað er engin furða að al Fayed hafi ekki fallið niðurstaða dómaranna vel, því Ritz-hótelið var með Mercedes-bifreiðina á leigu og bfl- stjórinn Henri Paul var starfsmað- ur þess. Fullyrti lögmaður al Fa- yeds að ljósmyndaramir bæra nokkra ábyrgð á slysinu, ásamt ökumanninum. A1 Fayed hefur lýst þeirri skoðun sinni að um morðsamsæri hafi verið að ræða, skipulagt af aðflum sem hafi mislíkað samband Díönu við Dodi, sem er af egypskum ættum og múslimi. Hefur hann meðal ann- ars gefið í skyn að breska leyniþjón- ustan og konungsfjölskyldan hafi átt hlut að máli. Talsmaður al Fa- yeds sagði í gær að hann myndi halda áfram að „leita sannleikans í málinu", og til þess hefði hann næg- an vilja og úrræði. Lögmaður öryggisvarðarins Trevors Rees-Jones lýsti í gær yfir ánægju með niðurstöðu dómaranna, en Rees-Jones hefur höfðað mál á hendur Ritz-hótelinu og bflaleigunni Etoile-limousine, sem útvegaði Mercedes-bifreiðina, fyrh- að „stefna lífi manna í hættu“. Kvaðst lögmaðurinn ánægður með áherslu dómaranna á ábyrð hótelsins og bflaleigunnar. Hann sagði óvíst hvort Rees-Jones myndi áfrýja, en fjölskylda Henris Pauls íhugar að gera það. Konungsfjölskyldan fáorð Breska konungsfjölskyldan tjáði sig ekki um skýrslu rannsóknar- dómaranna í gær. Spencer jarl, bróðir Díönu þakkaði frönskum stjórnvöldum fyrir þann tíma og fyrirhöfn sem rannsóknin hefði kostað, og sagðist hann virða niður- stöðu dómaranna. Jarlinn hafði áð- ur farið hörðum orðum um ljós- myndarana, og sagt þá bera ábyrgð á dauða systur sinnar. Aukin spenna á Kóreuskaga Kosningar til tveggja þýzkra sambandslandsþinga á morgun „Rauðu prinsarnir“ gagnrýna Schröder Seoul. AFP. AUKIN spenna er nú í samskiptum Suður- og Norður-Kóreu eftir að stjómvöld í S-Kóreu sögðu að þau myndu verja með öllum tiltækum ráðum núverandi línu sem skilur á milli ríkjanna í hafi. N-Kóreumenn höfðu áður lýst því yfir að þeir við- urkenndu ekki lengur línuna. Eftir neyðarfund öryggisráðs landsins hétu S-Kóreumenn því að verja núverandi lögsagnarlínu „af krafti og staðfestu". „Vanvirði N- Kórea línuna munum við líta á það sem ögran og undir engum kring- umstæðum sætta okkur við það,“ sagði í yfirlýsingu öryggisráðsins. Akvörðun N-Kóreumanna að við- urkenna ekki lengur lögsagnarlín- una kom eftir að viðræður ríkjanna um málið fóra út um þúfur. Línan var dregin af Sameinuðu þjóðunum eftir lok Kóreustríðsins árið 1953 og liggur skammt undan ströndum N-Kóreu. N-Kóreumenn hafa aldrei viðurkennt línuna og vflja færa hana talsvert í suðvestur. Fréttaskýrendur efuðust hins vegar í gær um að stjómvöld í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, myndu vanvirða línuna og töldu lík- legt að yfirlýsing þeirra á fimmtu- dag stafaði af því að þeir vildu styrkja samningsstöðu sína fyrir viðræður við Bandaríkjamenn, sem hefjast eiga í næstu viku, þar sem vonast er til að hægt verði að bæta samskipti ríkjanna. í júní sökkti floti S-Kóreumanna a.m.k. einu n-kóresku skipi í bar- daga eftir að her- og fiskiskip N- Kóreumanna fóra ítrekað yfir á yf- irráðasvæði S-Kóreumanna. Átta fórust í Skotlandi Glasgow. Reuters. ÁTTA manns fórast í gær þeg- ar tveggja hreyfla flugvél hrap- aði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Glasgow. Þrír eru alvarlega slasaðir. Vélin var af gerðinni Cessna 404 og var förinni heitið til Aberdeen. Slysið varð um tuttugu mínút- um fyrir klukkan 13 að staðar- tíma, eða um klukkan 11.40 að íslenskum tíma. Berlín. Reuters. LEIÐTOGAR tveggja þýzkra sam- bandslanda af vinstri væng Jafnað- armannaflokksins (SPD), sem eiga harða endurkjörsbaráttu fyrir hönd- um, bættu í gær í gagnrýni sína á flokksleiðtogann, Gerhard Schröder kanzlara, og sparnaðaráform ríkis- stjórnarinnar. Rheinhard Klimmt, forsætisráð- herra Saarlands, og Manfred Stolpe, forsætisráðherra austur-þýzka sam- bandslandsins Brandenburg, - sem í þýzkum fjölmiðlum hafa verið nefnd- ir „rauðu prinsarnir" - hótuðu því að setja sig upp á móti miðjustefnu Schröders með því að hindra að laga- framvörp niðurskurðaráforma stjómarinnar komist í haust í gegn- um Sambandsráðið, efri deild þýzka þingsins, þar sem fulltrúar stjórna sambandslandanna 16 eiga sæti. „Verði ekki umbætur gerðar [á framvörpunum] get ég ekki séð að okkur sé nokkur kostur að styðja þau,“ sagði Stolpe í sjónvarpsviðtali. Klimmt ítrekaði á kosningafundi í Saarlandi, þar sem efnahagsörðug- leikar eru töluverðir, þann ásetning sinn að gera sitt til að hindra fram- gang spamaðaráformanna, sem ganga út á að skera ríkisútgjöld nið- ur um sem svarar um 1.200 milljörð- um króna á næsta fjárlagaári. Kosningar til þinga beggja sam- bandslanda fara fram á morgun, sunnudag. Hróp vora gerð að Schröder, sem hélt ávarp á sama kosningafundi og Klimmt í fyrra- kvöld, er hann varði áform stjórnar- innar, svo sem um tveggja ára fryst- ingu ríkistryggðra eftirlauna og samdrátt í niðurgreiðslum til iðnfyr- irtækja. Hann vísaði því á bug að aðgerðirn- ar væra félagslega óréttlátar. Fast- lega er reiknað með því að SPD tapi stórt í báðum kosningunum, vegna óvinsælda sem ríkisstjórn Schröders hefur bakað sér með þvi að hafa ekki enn, ellefu mánuðum eftir að hún tók við völdum, tekizt að draga úr atvinnuleysi og vegna innbyrðis deilna stjórnarliða um stjórnar- stefnuna. Rússneskur full- trúi til starfa hjá NATO á ný Moskvu. Rcuters. TALSMAÐUR rússneska varn- armálaráðuneytisins sagði í gær að hermálafulltrúi Rúss- landsstjórnar hefði á ný hafið störf hjá Atlantshafsbandalag- inu (NATO), sex mánuðum eftir að rússnesk stjómvöld slitu formlegum samskiptum við bandalagið vegna loftárása þess á Júgóslavíu. Endurkoma Viktors Za- varzins hershöfðingja til höfu- stöðva bandalagsins í Brassel er frekari vísbending um að rík- isstjóm Rússlands reyni nú að bæta samskipti sín við NATO eftir átökin á Balkanskaga. Za- varzin fundaði með embættis- mönnum NATO í Brussel í vik- unni en Leonid ívashov, yfir- maður alþjóðadeildar rússneska varnarmálaráðuneytisins, sagði í gær að samskipti Rússa við NATO væra enn stirð. Rússar undirrituðu tímamóta- samning við Atlantshafsbanda- lagið árið 1997 en hann kveður á um samstarf með það að markmiði að stuðla að öryggi í Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.