Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 Á slóðum Ferðafélags íslands Gengið úr Hafnarfirði í Selvog Það er verðskuldað ævintýri á gönguför að koma fram á brún Hlíðarfjalls og líta yfir Hlíðarvatn dimmblátt og fagurformað skrifar Hjalti Kristgeirsson sem hér lýsir gönguleið úr Hafnarfirði í Selvog. í Hlíðarskarði ofan við Hlíðarvatn í Seivogi. AÐ ÞESSU sinni leggjum við leið okkar um gamal- gengna götu suð- ur úr Hafnar- firði, um Lækjar- botna, upp með Setbergshlíð, ofan Klifsholta, austan Kaldárbotna og Valahnúka, milli Húsfells og Helgafells og suðui- hraunbreiðurnar í stefnu á Bollann, fara upp Kerlingarskarð milli Gr- indaskarðahnúka, halda síðan ofan úr skarðinu, fyrst í stefnu á Kóngs- fell Selvogsmanna við Stórkonugjá, en sveigja fljótlega til hægri þegar sér suður með endilöngum Drauga- hlíðum og fara eftir vörðum suður á milli Austur-Asa og Vestur-Asa, ganga síðan meðfram jaðri Selvogs- hrauns niður á fjallsbrún ofan Hlíð- arvatns, feta okkur loks ofan Selstíg Stakkavíkur niður á veg í Selvogi. Leiðin er í heild um það bil 24-25 km, en heppilegt er að skipta henni í áfanga. Það gerði Ferðafélagið í vor þegar auglýstar voru 3 göngur um Selvogsgötu, sú fyrsta úr Lækjar- botnum í Kaldárbotna (einu vatns- bólin á leiðinni!), önnur þaðan og að Bláfjallavegi Hafnfirðinga þar sem leiðin er nálega hálfnuð. Þriðja gangan er frá þeim vegi og suður í Selvog, en sá áfangi var að vísu ekki genginn á auglýstum degi vegna veðurs. Hér og nú skulum við hafa leiðina alla undir. Húsagata er í Hafnarfirði, liggur upp frá Suðurgötu litlu nQrðan við Jósefssjúkra- hús, heitir Selvogsgata. Vel má vera að þarna hafi einmitt legið hin foma lestargata Selvogsmanna niður í kauphöndlunina í Flensborg. Við hugsum okkur framhald götunnar yfir Reykjanesbraut hjá kirkjugarð- inum og sláum okkur fyrst inn á nú- verandi Kaldárselsveg, höfum gömlu Mosahlíð á hægri hönd en á vinstri er hin nýja Mosahlíðarbyggð Hafn- arfjarðar. Þegar suður fyrir hana er komið er rétt að ganga niður í Lækj- arbotna, en þar hófst vatnsveitusaga Hafnfirðinga 1909 þegar gerð var vatnsþró og lögð vatnsæð niður með læknum og í bæinn. í aðalatriðum þurfti við þetta vatnsból að una í fjóra áratugi uns lokuð æð frá Kald- árseli var tekin í notkun. Uppsprett- urnar koma undan Gráhelluhrauni en það hefur runnið um nokkurs konar dal ónefndan, numið staðar er hann þrengist og hefst þar upp í nokkra totu. Trjáræktarmenn kaup- staðarins, tendraðir skógarhugsjón hins unga lýðveldis, hófu barrviðar- væðingu Gráhelluhrauns fyrir 52 ár- um og þess njótum við nú, en ekki síður dafnandi birkis og gulvíðis, á tölti okkar suður á bóginn undir Svínholti fyrst og síðan Setbergshlíð, milli hennar og hraunsins. Nokkuð er gengið þegar sést til kletta úti í hrauni og er þar Gráhella sem hefir gefið nafn þessum hluta Hafnar- fjarðarhrauns. Nú slotar Setbergshlíð þar sem í Hvalskarði ofan Stóra-Leirdals. hraunstraumurinn hefir komið fló- andi að ofan og væri hér hægt að ganga niður fyrir og yfir að sumar- húsabyggð inn með Sléttuhlíð. Það gerum við ekki, heldur höldum göt- una upp, gegnum hlið á fallinni landamerkjagirðingu, er þá hring- laga hraunbolli eða ofanfall fast neð- an við götu og má í greina munna einhvers gímalds. Þama er hellir og hafa sumir nefnt Kershelli, en það getum við ekki haft fyrir satt. Þórð- ur Reykdal á Lindarbergi, sonur Jó- hannesar bónda á Setbergi, segir mér að Kershellir (Ketshellir) sé tví- skipta fjárskjólið neðar í hrauninu þar sem varða er í suðurmörkum Setbergslands. Hellirinn hér uppi beri nú ekki annað nafn en það sem hann fékk eftir drengjafélaginu Hvat(ur), en drengir þeir „fundu“ hellinn rétt eftir 1900. Þetta voru frómir drengir sem höfðu sjálfan drottin og séra Friðrik í KFUM að leiðtogum lífs síns, og er því ekkert ljótt við heitið Hvatshellir. Aðal- hvelfingin er vestur úr niðurfallinu en austur úr henni er ranghali sem mjósaralegir menn geta troðist um og koma þá í minni hvelfing þar sem sagt er að séra Friðrik hafi sungið messu. Sem við nú skyggnumst um þarna ofan jarðar megum við greina aflanga dæld í suðvesturátt og er þar þriðji hellirinn, greiður inn- gangs og umgöngu. Vel mega hér leynast fleiri hellar eða skútar. Uppi á götunni áður en hún fer á bak við nyrsta Klifsholt er rétt að líta vestur yfir landið, hraunum prýtt og nokkrum óbrinnishæðum sem sumar hafa fengið skóg til hlífð- ar sér. Fjær eru hraunbreiður mikl- ar, rauðálótt álver niðri við strönd, svartar flesjur þar uppaf, undarleg- ur berangur í annars grónu hrauni. Enn fjær vakir upplyftur Keilir og gætir granna sinna Trölladyngju, Grænudyngju, Fíflavallafjalls. Þá eru hæðadrög milli hálsa og sést í Fjallið eina nær en Sandfell er eins og hluti af Austurhálsi sem rennir sér langt til suðvesturs frá Vatns- skarði Kleifarvatns. Við erum stödd í Smyrlabúðar- hrauni sem á eftir að fóðra Gráhellu- hraun neðar, stefnum upp á við og förum á bakvið Klifsholt, höfum brátt ósnortið hraunið þekkilegt á vinstri hönd og megum þar líta til Vífilsstaðahlíðar fagurgrænnar af skógi síðari áratuga. Grýtt gatan lækkar milli hæðadraga. Ef við telj- um ekki eftir okkur sporin gætum við gengið úr leið upp á holtið til hægri og notið nýs útsýnis til Helga- fells yfir Kaldárhöfðum, til Löngu- hlíða og Grindaskarða, og margt annað nær og fjær. Eftilvill greinum við spírurnar einkennilegu sem Jón í Skuld hefir reist efst í Smalaskála- landi sínu, en þar náði hann meiri árangri í skógrækt en víðast má sjá. Og það án lúpínu, þeirrar ágengu úlfstannar. atan liggur um kjarri vaxið land niður á sléttlendi neðan við þónokkra misgengisbrún sem er greinileg vestur að líta, en litlu austar rís dálítill klettahöfði þverhníptur upp af misgenginu og heitir Smyrlabúð. Hana sá ég fyrst á hátíðlegri stund einn gamlársdag er fógeti vígði þar fólk til ektaskapar í frostveðri og pípuleikarar fengu munnherkjur af kulda, en þeim mun hraustlegar kyrjuðu menn brúð- hjónum til heilla í vetrarkyrrðinni. Gestir komu gangandi af bílvegi í Heiðmörk og nutu veislufanga í Gjá- arrétt. Af þessu má sjá að göngu- leiðir geta hér legið til ýmissa átta, m. a. um hrauntraðir upp í gíginn Búrfell sem er hér skammt frá til austurs-suðurs. Frá honum rann Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun fyrir 7-8 þúsund árum. Frá misgenginu við Smyrlabúð er stutt að fara vestur á við, öðrum hvorum megin mikillar eldgjár, á bflveg Hafnarfjarðarvatnsveitu ná- lægt Kaldárseli. Rétta Selvogsgötu göngum við áfram í stefnu á Helga- fell um dálitla sigdæld með hellu- hrauni uns komið er að norðaustur- horni vatnsbólsgirðingarinnar kringum Kaldáruppsprettur á brún misgengisgjár þar sem Helgadalur er fyrir neðan og á hægri hönd, nú að öllu leyti afgirtur. Misgengið heldur áfram til vinstri og sunnan undir því má finna slitrótt hraunþök yfir 100 metra helli. Hentugt er að ganga suður með áminnstri vatns- Reykjavík iólt Búrfell j f' . Stóra- Kóngsfell Grinda^ ' :^körð © i f.... yatnshlíðar- \ hom» \ Heiðin há Hvalhnúkur fSjKleifar- vatn f Urðarfell ISvörtubjörg lviiI Hliðan Herdísarvík' Strandakirkja; bólsgirðingu, fyrir vesturenda mel- hryggjar, upp stigaþrep yfir „girð- ingu um höfuðborgarsvæði" sam- kvæmt skilti. Er þá komið að norð- vesturenda Valahnúka og mætti í sjálfu sér eins ganga vestan þeirra á vindsorfnu landi norðan Helgafells og um skarð milli þehra og fellsins, en fornrétta leiðin Selvogsmanna var undir Valahnúkum austanverð- um. Þarna verða blátypptar stikur á vegi okkar sem koma úr vesturátt og fylgja okkur upp yfir Grinda- skörð. Þær marka hina nýju 130 km löngu gönguleið um Reykja- nesskaga endilangan, milli Þingvalla og Reykjaness hins eina og sanna. Á merktum stíg undir Valahnúk- um verður innan tíðar fyrir uppi í klettunum lítill vinarskógur og er þá skammt að hæstu strýtu hnúkanna. Skógarreitinn gerðu Farfuglar fyiT á árum og skfrðu Valaból er þeir hresstu upp á hinn forna náttstað gangnamanna, skútann Músarhelli. Gangnamenn þeir ráku til Gjáar- réttar í Búrfellshrauni. Fljótlega stefnir gatan yfir grös- uga Mygludali sem grámyglulegir þörungar munu stundum þekja, yfir að allgrónu hrauni og eftir krókóttri götu um það suður á bóginn. Húsfell er nærri á vinstri hönd og skýlir sældargróðri; það rís furðanlega vel upp í hálfgerðan mæni. Helgafell er með svipaða lögun á hægri hönd en mun meira að vallarsýn, skreytt klettaflugum. Bæði eru fellin ágæt uppgöngu og raunar einnig kring- umgöngu. Eftir að hafa þvermóast nokkuð um hraunið er farið undir háspennta rafstrengi óbyggðamegin við fellin tvö. Þá er senn komið að melöldu þar sem öflug vörslugirðing þverar leiðina með hliði á og ekki allra meðfæri að opna það og loka svo vel fari. eiðin liggur í fang fagurra fjalla og eftir hraunum sem runnu frá þeim fjöllum. Vörð- ur eru hér státlegar. Melöldurnar munu heita Kapla-tór en einnig Strandartorfur, og er þess getið til að þarna hafi Strandarkirkja í Sel- vogi átt ítak til búsnytja. Farið er um Hellur réttnefndar, og má þar víða sjá hvernig hestshófar hafa grafið götugróp í helluhraunið. Þeg- ar 3 km eru eftir til íjalls er gengið yfir Bláfjallaveg og fjallsmegin er sæluhús svo svipljótt að allir hrökkva þar frá nema í neyð, en þannig er reyndar notkun þess hugsuð. Allháar fjallahlíðar hafa lengi blasað við göngufólki framundan til hægri og heita Lönguhlíðar, ná frá Grindaskörðum sem stefnt er á og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.