Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Niðurstaða Verðbréfaþings um málefni Skagstrendings Brýtur ekki gegn regl- um um skráningu Þrír stjórnarmenn óhæfír að mati framkvæmdastjóra Samherja ÞORSTEINN Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, álít- ur stjórn Verðbréfaþings hafa ver- ið vanhæfa til að fjalla um tengsl Skagstrendings og Höfðahrepps en stjóm VÞI telur að sérstæð staða Höfðahrepps til tilnefningar tveggja stjómarmanna í Skag- strendingi hf., án tillits til eigna- hlutar, brjóti ekki í bága við reglur um skráningu verðbréfa í kauphöll. í frétt frá VÞÍ kemur fram að í kjölfar rannsóknar á hvort nýjar reglur þingsins um skráningu verðbréfa í kauphöll hafí í för með sér að einhver hlutafélög, sem þeg- ar em þar skráð með hlutabréf sín uppfylli ekki lengur skilyrði skrán- ingar á þinginu. Rannsóknin hefur einkum beinst að hlutabréfum Skagstrendings hf. en í stofnsamn- ingi og samþykktum félagsins er gert ráð fyrir að Höfðahreppur eigi tvo menn af fímm í stjórn á hverj- um tíma og því spuming hvort slíkt fyrirkomulag brjóti í bága við 6. grein reglna um skráningu verð- bréfa þar sem fram kemur að í flokki hlutabréfa skuli allir hluthaf- ar njóta sömu réttinda. Með flokki hlutabréfa er átt við einsleit hluta- bréf þar sem réttindi eigenda og HEILDARTEKJUR OZ.COM vora rúmlega 214 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessar árs en vora rúmar 294 milljónir allt árið í fyrra. Rekstrargjöld á tímabilinu nema rúmlega 251 milljón og er tapið 47 milljónir króna. Tekjuaukning félagsins á fyrri hluta þessa árs, miðað við sama tímabil í fyrra, nemur 46% á árs- grandvelli. Hins vegar gerir endur- skoðuð rekstraráætlun félagsins ráð fyrir nokkuð minni tekjum á árinu 1999 en gert var í upphaf- legri áætlun. Nú er reiknað með að heildartekjur verði rúmlega 395 milljónir króna á árinu en áður var gert ráð fyrir tekjum upp á rúm- Tölvur og tækni á Netinu mbl.is __ALL.TAf= £/TTH\SAO NÝTT skilmálar hlutabréfa og samþykkta eru að öllu leyti hin sömu. Fram kemur í áliti þingsins að réttur Höfðahrepps til tilnefningar tveggja manna af fimm í stjórn Skagstrendings, byggir á heimild í hlutafélagalögum, sbr. 3. tl. 1. mgr. 5. gr. Tilnefningarrétturinn er ekki háður hlutafjáreign hreppsins í fé- laginu þvf í stofnsamningi og sam- þykktum íyrirtækisins era ákvæði sem mæla íyrir um jöfn réttindi hluta og að engum hlutum fylgi sérréttindi. „Stofnsamningurinn og samþykktimar verða ekki skýrðar öðravísi en svo, að Höfðahreppur héldi tilnefningarrétti sínum, þótt hreppurinn seldi öll hlutabréf sín í félaginu. Af þessu leiðir að þessum sérstaka rétti Höfðahrepps verður vart breytt og hann tekinn af hreppnum, a.m.k. ekki nema með samþykki allra hluthafa,“ segir í niðurstöðu stjórnar VÞÍ. Eins og kunnugt er fjárfesti Samherji umtalsvert í Skagstrend- ingi í sumar og á nú um 37% hlut í lega 588 milljónir. Endurskoðuð tekjuáætlun tekur mið af breytingum í rekstri, dregið hefur verið úr þrívíddarþróun og aukin áhersla er nú lögð á sam- skiptalausnir og samstarfið við sænska fjarskiptarisann Ericsson. Það samstarf efldist mjög í kjölfar þess að Ericsson keypti hlutafé í OZ.COM fyrir tæplega einn millj- arð íslenskra króna í maí á þessu ári. Ericsson á eftir kaupin um 19% hlut í OZ.COM. Sterk eiginfjárstaða Skúli Mogensen, forstjóri OZ.COM, segir að samstarfíð við Ericsson hafí gengið mjög vel. „Með aukinni hlutdeild Ericsson í félaginu hefur eiginfjárstaða þess batnað til muna. Um síðustu ára- mót voram við með neikvætt eigið fé upp á 65 milljónir, en nú er eigið fé fyrirtækisins orðið tæpar 800 milljónir. I ljósi þessarar sterku stöðu teljum við skynsamlegt að huga að langtímavexti og mark- miðum félagsins. A síðasta árs- fjórðungi hafa átt sér stað tölu- verðar áherslubreytingar í starf- seminni í kjölfar þess að samstarfið við Ericsson hefur eflst. Þessar breytingar felast í því að við höfum farið að einbeita okkur meira að samskiptalausnum á borð við iPul- se,“ segir Skúli. Hann segir að í upphaflegri rekstraráætlun hafí verið gert ráð fyrir þjónustuverkefnum sem byggjast á þrívíddartækni en þeim hafí nú verið vikið til hliðar með breyttum áherslum í rekstri. „Við félaginu. Ljóst þykir að Samherja- menn hafí ætlað sér að hafa áhrif á rekstur Skagstrendings með kaup- unum. Það gekk hins vegar ekki eftir í kjölfar þess að Höfðahrepp- ur lét Burðarási í té hlutabréf sem nægðu til að tryggja Burðarási einn mann í stjórn og þar með meirihluta í stjórn Skagstrendings ásamt tveimur fulltrúum Höfða- hrepps. Undrast að stjómarmenn skuli ekki hafa vikið sæti Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki hafa skoðað niðurstöður VÞI ítarlega. Hann sagði fyrirtæk- ið hafa farið fram á það að Verð- bréfaþing skoðaði málið sem hlut- laus aðili og án þess að leggja neitt lögfræðilegt mat á niðurstöðu þeirrar rannsóknar veki það undr- un sína að stjórnarmenn VÞÍ sem hafa greinilega hagsmuna að gæta í málinu, skuli ekki hafa vikið sæti. munum að sjálfsögðu ljúka þeim verkefnum sem við höfum skuld- bundið okkur til að vinna en hætt- um að taka að okkur ný verkefni á þessu sviði,“ segir Skúli. Markaðs- setning á iPulse erlendis fer að mestu fram í gegnum Ericsson en Skúli segir að OZ.COM muni hefj- ast handa um að kynna búnaðinn fyrir almenningi hér á landi í októ- ber á þessu ári. Nú þegar liggja fyrir samningar við tvö erlend símafélög um að hefja prófanir á iPulse en Skúli vildi að svo stöddu ekki greina frá því hver þessi fyrir- tæki væra. „Við höfum verið að ná mjög góðum árangri við sölu iPulse og búnaðurinn er þegar farinn að skila tekjum inn í fyrirtækið. Markmið okkar er að tryggja iPul- se í sessi sem samskiptalausn. Við höfum forskot í samkeppninni og teljum því möguleika okkar góða.“ Kjölfestu vantar Hjá Matthíasi H. Johannessen, í greiningadeild Kaupþings, fengust þær upplýsingar að sökum þess að „Hér er ég að tala um þá Tryggva Pálsson frá Islandsbanka, Þorkel Sigurlaugsson frá Eimskipafélag- inu og Einar Sigurðsson frá Flug- leiðum. Þegar litið er til þess að málið í heild sinni er til komið eftir að Höfðahreppur seldi Burðarási hlutabréf til að hafa áhrif á sam- setningu stjómar Skagstrendings, þá liggur það í augum uppi að ofan- greindir aðilar sem eiga sæti í stjóm Verðbréfaþings hefðu eðli- lega átt að víkja sæti þar sem þau fyrirtæki sem þeir era fulltrúar fyrir tengjast öll verulega Eim- skipafélagi Islands." Þorsteinn vildi ekki tjá sig um viðbrögð Samherja við þessari nið- urstöðu en sagði að málið yrði skoðað í rólegheitum. Hann sagði engar hugmyndir uppi um að félag- ið seldi eignarhlut sinn í Skag- strendingi enda félagið alveg jafn- gott eftir sem áður. Adolf. H. Berndsen, stjómar- maður í Skagstrendingi og oddviti Höfðahrepps, vildi lítið tjá sig um málið í gær en sagði niðurstöðu Verðbréfaþings ekki koma á óvart enda í fullu samræmi við þá grein- argerð sem send hafí verið til þingsins. kjölfestu hafi að nokkru leyti skort í rekstri OZ.COM hingað til séu fjárfestar eðlilega varkárir þegar komi að fyrirtækinu. „Það er auð- vitað almenn óvissa í rekstri á þessum markaði en fyrirtækið þarf vissulega að sýna meiri vöxt til að standa undir þeim væntingum sem til þess era gerðar. Markaðsverð- mæti er metið á í kringum 9 millj- arða, sem er margföld velta fyrir- tækisins, og það hlýtur að vekja spumingar. Samvinnan við Erics- son lofar þó góðu og fróðlegt verð- ur að sjá hvað samningar um próf- anir á iPulse leiða af sér,“ segir Matthías. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur gengi hlutabréfa í OZ.COM farið lækkandi að undan- fömu og lítil sem engin viðskipti átt sér stað með bréf félagsins, en félagið er ekki skráð á markaði. Gengið mun hæst hafa farið í 4,8 dollara fyrr á árinu en hefur farið allt niður í 2,4 í viðskiptum síðustu vikur, að því er heimildir blaðsins herma. Viðskipti á VÞÍ Plastprent hækkar ura 93,5% VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verð- bréfaþingi íslands námu 248 millj- ónum króna í gær. Mest viðskipti vora með hlutabréf í Eimskipafélagi Islands eða fyrh-172 milljónir króna og hækkaði gengi þeirra um 0,7%, úr 9,65 í 9,72. Mest hækkun varð á verði hlutabréfa í Plastprenti eða um 93,5%, úr 1,55 í 3,0. Alls námu viðskipti með félagið tæpum 3,8 milljónum króna en fremur lítil við- skipti hafa verið með bréf félagsins það sem af er árinu. 22 milljóna króna viðskipti vora með hlutabréf í Samherja og lækk- aði gengi þeirra um 1,5%, úr 10,15 í 10,0. Níu milljóna króna viðskipti vora með hlutabréf í Landsbanka Islands og hækkaði verð þeirra um 5,3%, úr 3,23 í 3,40. Verð hlutabréfa í Vinnslustöðinni hækkaði um 18,5% í gær, úr 2,32 í 2,75. Tæplega 2,2 milljóna króna viðskipti vora með bréf félagsins á Verðbréfaþingi í gær. Úrvalsvísitala Aðallista í 1.310 stigum Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 0,93% og er nú 1.310 stig og er það hæsta gildi sem hún hefur farið í. Alls hefur vísitalan hækkað um 19,34% frá áramótum. Heildarvísitala Aðallista hefur hækkað um 20,67% frá áramótum en Heildarvísitala Vaxtarlista um 5,74%. Sú atvinnugreinavísitala sem hef- ur hækkað mest frá áramótum er Vísitala upplýsingatækni en hún hefur hækkað um 52,14%, Vísitala olíudreifingar hefur hækkað um 38,72% og Vísitala fjármála og trygginga hefur hækkað um 38,72%. ----------------- Framkvæmdastj óri verðbréfasviðs Búnað- arbankans um ÚA Besti fjár- festingar- kosturinn BÚNAÐARBANKINN keypti í fyijadag hlutabréf Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa fyrir rúmar 1.246 milljónir. Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Búnaðarbankans, telur Útgerðarfélag Akureyringa besta fjárfestingarkostinn meðal sjávarútvegsfyrirtækja í dag. „Miðað við afkomu ÚA fyrstu sex mánuði ársins teljum við mark- aðsvirði fyrirtækisins tiltölulega lágt. Við teljum þetta hagstætt verð og seljandinn er líka sáttur. Við er- um ánægð með að hafa fengið tæki- færi til að kaupa þessi bréf og erum sannfærð um að það verði til hags- bóta fyrir bankann þegar fram líða stundir,“ segir Þorsteinn. „Markmið bankans er að hagnast á kaupunum. Hluti af bréfunum er ætlaður IS-15, fjárfestingarsjóði Búnaðarbankans," segir Þorsteinn. Fram hefur komið að IS-15 hefur þá stefnu að fjárfesta í fáum sterkum félögum. Nú hefur Útgerðarfélag Akureyringa orðið fyrir valinu sem eitt þeirra. „Hluta ætlum við að selja öðram stofnanafjárfestum og hluti verður einhvern tíma í bókum bankans. Búnaðarbankinn var eini aðilinn sem bauð í öll hlutabréf Akureyrar- bæjar í ÚA og skýrir Þorsteinn það með því að IS-15 hafí verið sá inn- lendi hlutabréfasjóður sem hefur vaxið hvað hraðast hér á landi. „Við höfum því ef til vill meiri þörf fyi-ir j að fínna hlutabréf en aðrir. Það er ekki mikið af stærri eignarhlutum í umferð og þess vegna höfðum við mikinn áhuga á þessum bréfum," segir Þorsteinn. Tap OZ.COM á fyrri hluta ársins nam 47 milljónum Tekjur aukast um 46% á árs- grundvelli OZ Ur milliuppgjöri 1999 | Rekstrarreikningur JAN.-JÚNl 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Fjármagnagjöld 214,6 251,5 -10,0 294,1 405,5 -12,1 Hagnaður (tap) tímabilsins -46,9 -123,5 30/06 '99 31/12 '98 Breyting | Efnahagsreikningur EIGNIR Veltufjármunir Fastafjármunir 731.5 136.6 109,2 107,4 +570% +27% EIGNIR SAMTALS 868.1 216.6 +301% SKULDIR og EIGIÐ FÉ Breyting Ejgið fé 784.1 -65.9 +1.290% Breytanleg skuldabréf 173,3 - Langtímaskuldir 38,6 37,9 +2% Skammtímaskuldir 45,4 71,3 -36% Skuldir alls 84,0 282,5 -70% SKULDIR OG EIGIÐ FÉ SAMT. 868,1 216,6 +301%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.