Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 LISTIR MQRGUNBLAÐIÐ Verkefnaskrá Leikfélags Reykjavfkur „Bjart yfir Borg- arleikhúsinu“ „VIÐ hyggjum á öfluga starfsemi í Borgarleik- húsinu í vetur þrátt fyrir þröngar skorður fjár- hagslega. Framundan eru átta frumsýningar á báðum sviðum leikhússins, auk fjölbreyttrar annarrar starfsemi," sagði Þórhildur Þorleifs- dóttir leikhússtjóri á kynningarfundi í gær. Fyrsta frumsýning leikársins verður á stóra sviðinu á Vorið vaknar eftir Frank Wedekind. „Þetta aldargamla verk er löngu orðið sígilt í þýskri leikritun. Þarna er fjallað um unglinga og hvernig þeim gengur að fóta sig í samskiptum við foreldra, kennara og jafnaldra, bæði hitt kynið og sitt eigið.“ Kynlíf og ofbeldi „Ef Vorið vaknar væri nýtt leikrit í dag yrði það auglýst sem ögrandi verk um kynlíf, ofbeldi, klám, sifjaspell og samkynhneigð. Þannig var því líka tekið þegar það kom fyrst fram og fékkst ekki sýnt í Þýskalandi fyrr en fimmtán árum síð- ar og ekki fyrr en 1963 í Bretlandi. Eftir að það var frumsýnt í Berlín var það leikið 200 sinnum fyrsta árið og samfellt í 20 ár eftir það. Magnað verk sem höfðar jafnt til ungmenna í dag og fyrir 100 árum. Það er unga kynslóðin í leikhúsinu sem ber uppi þessa sýningu en alls taka 17 leik- arar þátt í henni undir stjórn Kristínar Jóhann- esdóttur. Stígur Steinþórsson gerir leikmynd," segir Þórhildur. Frumsýning verður 24. septem- ber. Bláa herbergið eftir David Hare er verk byggt á La Ronde eftir austurríska leikritahöf- undinn Arthur Schnitzler. „Þetta var ekki síður umdeilt verk á sínum tíma en Vorið vaknar," segir Þórhildur. „Tveir leikarar leika tíu pers- ónur sem eiga kynlífið eitt sameiginlegt. Hvað er ást og hvað eru svik? Að hverju er fólk að leita í fari annarra? Er kynlíf drifkraftur, söluvara eða einfaldlega nauðsyn? Bláa herbergið er frábær hugleiðing um menn og konur, leikara og leik- hús, draum og veruleika. Við ætlum að frumsýna í byrjun desember sem er óvenjulegur frumsýn- ingartími í leikhúsunum en með þessu ætlum við að bjóða fólki í leikhús á jólaföstunni." Djöflar Dostojevskís „í janúar frumsýnum við nýja leikgerð rúss- neska leikstjórans Alexeis Borodíns á þessu meistaraverki Dostojevskís í nýrri þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur. Borodín leikstýrði í fyrra rómaðri sýningu á Feðrum og sonum og við teljum það mikinn feng að hafa fengið hann til liðs við okkur að nýju. I mars frumsýnum við nýtt íslenskt leikrit, Ástu málara eftir Ingi- björgu Hjartardóttur. Lífshlaup Astu var merkilegt, hún var fyrsta konan í veröldinni sem hlaut meistararéttindi í málaraiðn og þykir handverk hennar með því besta sem gert hefur verið hér á landi í þeirri grein. Leikritið gerist á heimili hennar vestur í Bandaríkjunum síðustu mánuðina í ævi Astu. Asta fer að skrifa endur- minningar sínar. Kaflar úr ævi hennar koma á móti henni og birtast einn af öðrum á sviðinu." Söngleikurinn Kysstu mig, Kata eftir Cole Porter er síðastur á Stóra svið Borgarleikhúss- ins í vetur. „Stórkostlega skemmtilegur söng- leikur sem ekki hefur sést á sviði í Reykjavík í 40 ár. Astarflækjur, sviðsskrekkur og handrukkar- ar flækjast inn í uppsetningu á verkinu Snegla tamin eftir Shakespeare. Vonir standa til að Is- lenski dansflokkurinn muni eiga samstarf við okkur um þessa sýningu." Danshöfundur verður Kenn Oldfield og leikstjóri Þórhildur Þorleifs- dóttir. Þrjár sýningar frá fyrra leikári verða teknar upp á Stóra sviðinu: Litla hryllingsbúðin, Sex í sveit og Pétur Pan. „Þessar sýningar hafa allar gengið fyrir fullu húsi frá frumsýningu þeirra. Sex í sveit hefur þegar slegið öll aðsókn- armet LR og stefnir enn lengra. A litla sviðinu verður tekin upp frá fyrra leikári sýningin Feg- urðardrottningin frá Línakri." Litla sviðið Fyrsta frumsýning á Litla sviðinu er fyrirhug- uð í október, Leit að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum eftir bandarísku skáldkonuna Jane Wagner. „Þetta er einleikur sem hefur vakið mikla athygli og hefur hlotið margvísleg verð- laun þar vestra. Persóna verksins er roskin kona sem líklega myndi teljast geðveik. Hún telur sig hafa náð sambandi við allt mannkyn og vits- munaverur frá öðrum hnöttum sem rannsaka vitsmunalífið hér á jörðu.“ Edda Björgvinsdóttir leikur undir stjóm Maríu Sigurðardóttur. ;,Um jólaleytið frumsýnum við Afaspil eftir Om Arna- son. Þar segir Afi gamli úr sjónvarpinu börnun- um fjögur þekkt ævintýri, Geitumar þrjár, Hans og Gréta, Jói og baunagrasið og hið fjórða hefur Afi ekki valið enn.“ Eftir áramótin verður frumsýnt nýtt verk eftir Sigurð Pálsson. Ein- hver í dyrunum nefnist það. „Hann hefur lýst þessu sjálfur sem samtali um sirkussamskipti kynjanna. Þarna eigast við tvö pör, tvær hyster- ískar konur og einóðir karlmenn og ævinlega er einhver í dyrunum sem truflar. Við ljúkum svo leikárinu á Litla sviðinu með gamansömum giæpaleik, Sýnd veiði, eftir bandarísku skáld- konuna Michele Lowe. Þama segir frá þremur eiginkonum sem velta fyrir sér „varanlegum“ lausnum á hjónabandsvandræðum sínum.“ Onnur starfsemi „í fyrra var boðið upp á leiklestra á þýðingum Helga Hálfdanarsonar á nokkrum verkum skáldanna Corneille, Calderón, Shakespeare og Evrípídes. f vetur ætlum við að ganga skrefinu lengra og bjóða upp á klassísk verk í leiksmiðju leikara og leikstjóra. Flutt verða verk eftir Ar- istófanes, Shakespeare og Moliére. Þá munum við halda þeim sið að bjóða leikhúsgestum upp á kynningu á leikriti kvöldsins í formi fyrirlesturs. Þetta mæltist sérstaklega vel fyrir í fyrravetur „Mjög bjart yfir starfseminni í Borgar- leikhúsinu,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir . og er góð leið til að njóta sýningar eins vel og kostur er. Við munum einnig standa fyrir fimm kvölda námskeiði hér í leikhúsinu um Djöflana eftir Dostojevskí í tengslum við sýninguna á verkinu. Þá verður haldið áfram hinu öfluga bamastarfi sem rekið hefur verið undanfarna vetur í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og fræðsluyfirvöld. Þarna er tveimur árgöngum grunnskólabarna boðið að dvelja heilan skóla- dag í leikhúsinu og kynnast því flókna starfi sem liggur að baki hverri leiksýningu. Þetta hefur gefið mjög góða raun og árlega koma um 2.500 böm í Borgarleikhúsið í þessu skyni. Þá hefur nemendum 10. bekkjar grunnskólanna í Reykja- vík og nágrenni boðist að koma hingað í starf- skynningu. Hefur þetta notið mikilla vinsælda og ófá þeirra hafa yfirgefið leikhúsið staðráðin í því að vinna í leikhúsi í framtíðinni." Heimsfrumsýning dansflokksins A kynningarfundinum kom einnig fram að í febrúar mun íslenski dansflokkurinn framsýna nýtt verk eftir hinn þekkta danshöfund Jochen Ulrich. Fjallar það um ævi rússans Sergei Di- aghilev. Fyrsta framsýning dansflokksins verð- ur í október á nýjum verkum eftir þær Katrínu Hall og Ólöfu Ingólfsdóttur. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur verða í vetur starfandi 40 leikarar, 25 fastráðnir og 15 laus- ráðnir. Þórhildur segir að starfseminni séu sett- ar mjög þröngar fjárhagslegar skorður þrátt fyrir að undanfarin þrjú ár hafi leikhúsið verið rekið án taps. „Okkur hefur tekist að hefja hvert leikár á núllinu en til meira er tæplega hægt að ætlast. Leikfélagið ber gamlan skuldabagga á herðum og vextir og afborganir af honum jafn- gilda kostnaði við eina stóra sýningu á Stóra sviðinu. Við vonum að lausn á þeim vanda sé í sjónmáli, því að fjármálunum undanskildum er mjög bjart yfir starfsemi Leikfélags Reykjavík- ur hér í Borgarleikhúsinu," sagði Þórhildur Þor- leifsdóttir leikhússtjóri. Valgerður Guðlaugsdóttir við eitt verka sinna, Hugarástand. Tvær sýningar í nýju galleríi Portrett o g hljóðar smásögur EINAR Lárasson opnar mynd- listarsýningu í Eldborg, mót- tökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi við Grindavíkurveg, í dag, laugardag, kl. 14. Sýning Einars kallast Portrett og hljóð- ar smásögur og er unnin með tússi, brúnkrít og akrýllitum. Við opnunina mun hljómsveitin The Gaelec Club leika írsk þjóð- lög. Hefur sýnt víða Einar er fæddur árið 1953. Hann hefur tekið þátt í samsýn- ingum í Noregi, í Gallery Lena í Álasundi 1979 og sama ár í Áles- und Museum, hélt einkasýningu í Galleríi 32 í Reykjavík 1981 og Bæjarstjórnarsalnum í Grinda- vík árið 1994. Verk Einars era í eigu fjölda fyrirtækja og ein- staklinga hérlendis og erlendis. Sýningin verður opin mánu- daga til fostudaga kl. 13-16 og laugardaga og sunnudaga kl. 14-19. Henni lýkur 11. septem- ber. TVÆR sýningar verða opnaðar í dag kl. 14 í nýju galleríi, Galleri- @hlemmur.is, í Þverholti 5. Það eru eigendur gallerísins, Þóra Þórisdóttir og Valgerður Guð- laugsdóttir, sem sýna skúlptúra, innsetningar og myndbands- verk, Valgerður í aðalrými og Þóra í hliðarrými. Sýning Valgerðar ber nafnið „Hugarástand". Þar bregður hún upp ýmsum myndum af ein- faranum. Þóra sýnir verk sitt „Heimilissamstæða" sem fjallar um heimilishald og skipulag. Um húsnæðis-, húsbúnaðar- og hreinlætisstaðla nútímans, og veltir m.a. upp spurningunni „hvað er að vera búrdýr“. Galleruð er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 27. september. Píanótón- leikar í Stykkis- hólmskirkju Stykkishólmur. Morgunblaöið. PÍANÓTÓNLEIKAR franska píanóleikarans Ferns Nevjinsky verða í Stykkishólmskirkju annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Efnisskráin verður að mestu frönsk; verk eftir Chopin, Liszt, Franck, Fauré og Debussy og mun píanóleikarinn ljúka tónleikunum á frumsömdu verki sem hún kallar „Stykkishólmur". Fern Nevjinsky lærði í Frakk- landi og fékk fyrstu verðlaun í píanóleik og hljómfræði í tónlistar- skóla. Hún hefur kennt píanóleik og haldið tónleika víða um Frakk- land. Nú er hún sálgreinir og kennari við háskóla í París. Fern Nevjinsky er sérstakur Islandsvinur og hefur oft heimsótt landið, síðast í febrúar á þessu ári. Á ferðum sínum hefur hún heill- ast af landinu, ekki síst af Stykkis- hólmi og kirkjunni þar. Borgar- hluti verður til BORGARHLUTI verður til - byggingarlist og skipulag í Reykjavík eftirstríðsáranna, er heiti á sýningu sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag. Hugmyndin að baki sýn- ingarinnar er að vekja athygli á hversdagslegu umhverfi í borginni og beina sjónum að því hvernig einn hluti Reykja- víkurborgar varð til á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina, og á hvern hátt skipulag og húsagerð þar þróaðist í sam- ræmi við bæði innlend og al- þjóðleg viðhorf þess tíma. Um er að ræða þann hluta austur- borgarinnar sem gjarna er kenndur við Voga, Langholt, Heima, Laugarás og Laugar- nes, en þessi hverfi risu hratt á fimmta og sjötta áratug al- darinnar. Hverfin hafa, þrátt fyrir ungan aldur, öðlast sinn sess í sögu og menningarlífi Reykjavíkur, sem eitt af „eldri“ hverfum borgarinnar. Sýningin er unnin í sam- vinnu Byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur, Ár- bæjarsafns og Ljósmynda- safns Reykjavíkur. Opið er á Kjarvalsstöðum alla daga kl. 10-18. Keramiksýn- ing í Smíðum og skarti CHARLOTTA R. Magnús- dóttir opnar sýningu á kera- mikmunum í Galleríi Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16A kl. 14 í dag, laugardag. Charlotta er stúdent af listasviði FB árið 1988. Hún nam við MHÍ 1988-1991. Hún hefur einnig sótt námskeið er- lendis. Charlotta hefur tekið þátt í nokkrum _ samsýningum, þ. á m. á Óháðri listahátíð 1995 og í Galleríi Listakoti. Sýningin verður opin frá kl. 10-18 virka daga og kl. 10-14 laugardaga og lýkur 24. september. Olíu- og pastel- myndir í Tjarnarsalnum NÚ stendur yfir málverka- sýning Boros Kapors í Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur. Verkin á sýningunni eru 16 ís- lensk landslagsverk máluð með olíu- og pastellitum. Boro Kapor er fæddur í Split í Króatíu. Hann lauk námi í listmálun og lagfæring- um á gömlum listverkum (restaurator) í listaháskólan- um í Zagreb. Hann hefur unn- ið að list sinni í tuttugu ár og haldið sýningar í Króatíu, Austurríki, Ítalíu, Þýskalandi og í Hollandi. Sýningin stendur til 19. september. Steingrímur St.Th. sýnir á Staupasteini STEINGRÍMUR St.Th. Sig- urðsson opnar málverkasýn- ingu í dag kl. 13 á Staupasteini á Kjalarnesi og sýnir þar ný verk sem hann tileinkar Akra- nesi. Sýningin stendur til 12. september. Opnunardaginn verður Steingrímur staddur á staðnum og gerir skyndi- myndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.