Morgunblaðið - 04.09.1999, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999
LISTIR
MQRGUNBLAÐIÐ
Verkefnaskrá Leikfélags Reykjavfkur
„Bjart yfir Borg-
arleikhúsinu“
„VIÐ hyggjum á öfluga starfsemi í Borgarleik-
húsinu í vetur þrátt fyrir þröngar skorður fjár-
hagslega. Framundan eru átta frumsýningar á
báðum sviðum leikhússins, auk fjölbreyttrar
annarrar starfsemi," sagði Þórhildur Þorleifs-
dóttir leikhússtjóri á kynningarfundi í gær.
Fyrsta frumsýning leikársins verður á stóra
sviðinu á Vorið vaknar eftir Frank Wedekind.
„Þetta aldargamla verk er löngu orðið sígilt í
þýskri leikritun. Þarna er fjallað um unglinga og
hvernig þeim gengur að fóta sig í samskiptum
við foreldra, kennara og jafnaldra, bæði hitt
kynið og sitt eigið.“
Kynlíf og ofbeldi
„Ef Vorið vaknar væri nýtt leikrit í dag yrði
það auglýst sem ögrandi verk um kynlíf, ofbeldi,
klám, sifjaspell og samkynhneigð. Þannig var
því líka tekið þegar það kom fyrst fram og fékkst
ekki sýnt í Þýskalandi fyrr en fimmtán árum síð-
ar og ekki fyrr en 1963 í Bretlandi. Eftir að það
var frumsýnt í Berlín var það leikið 200 sinnum
fyrsta árið og samfellt í 20 ár eftir það. Magnað
verk sem höfðar jafnt til ungmenna í dag og fyrir
100 árum. Það er unga kynslóðin í leikhúsinu
sem ber uppi þessa sýningu en alls taka 17 leik-
arar þátt í henni undir stjórn Kristínar Jóhann-
esdóttur. Stígur Steinþórsson gerir leikmynd,"
segir Þórhildur. Frumsýning verður 24. septem-
ber.
Bláa herbergið eftir David Hare er verk
byggt á La Ronde eftir austurríska leikritahöf-
undinn Arthur Schnitzler. „Þetta var ekki síður
umdeilt verk á sínum tíma en Vorið vaknar,"
segir Þórhildur. „Tveir leikarar leika tíu pers-
ónur sem eiga kynlífið eitt sameiginlegt. Hvað er
ást og hvað eru svik? Að hverju er fólk að leita í
fari annarra? Er kynlíf drifkraftur, söluvara eða
einfaldlega nauðsyn? Bláa herbergið er frábær
hugleiðing um menn og konur, leikara og leik-
hús, draum og veruleika. Við ætlum að frumsýna
í byrjun desember sem er óvenjulegur frumsýn-
ingartími í leikhúsunum en með þessu ætlum við
að bjóða fólki í leikhús á jólaföstunni."
Djöflar Dostojevskís
„í janúar frumsýnum við nýja leikgerð rúss-
neska leikstjórans Alexeis Borodíns á þessu
meistaraverki Dostojevskís í nýrri þýðingu Ingi-
bjargar Haraldsdóttur. Borodín leikstýrði í
fyrra rómaðri sýningu á Feðrum og sonum og
við teljum það mikinn feng að hafa fengið hann
til liðs við okkur að nýju. I mars frumsýnum við
nýtt íslenskt leikrit, Ástu málara eftir Ingi-
björgu Hjartardóttur. Lífshlaup Astu var
merkilegt, hún var fyrsta konan í veröldinni sem
hlaut meistararéttindi í málaraiðn og þykir
handverk hennar með því besta sem gert hefur
verið hér á landi í þeirri grein. Leikritið gerist á
heimili hennar vestur í Bandaríkjunum síðustu
mánuðina í ævi Astu. Asta fer að skrifa endur-
minningar sínar. Kaflar úr ævi hennar koma á
móti henni og birtast einn af öðrum á sviðinu."
Söngleikurinn Kysstu mig, Kata eftir Cole
Porter er síðastur á Stóra svið Borgarleikhúss-
ins í vetur. „Stórkostlega skemmtilegur söng-
leikur sem ekki hefur sést á sviði í Reykjavík í 40
ár. Astarflækjur, sviðsskrekkur og handrukkar-
ar flækjast inn í uppsetningu á verkinu Snegla
tamin eftir Shakespeare. Vonir standa til að Is-
lenski dansflokkurinn muni eiga samstarf við
okkur um þessa sýningu." Danshöfundur verður
Kenn Oldfield og leikstjóri Þórhildur Þorleifs-
dóttir. Þrjár sýningar frá fyrra leikári verða
teknar upp á Stóra sviðinu: Litla hryllingsbúðin,
Sex í sveit og Pétur Pan. „Þessar sýningar hafa
allar gengið fyrir fullu húsi frá frumsýningu
þeirra. Sex í sveit hefur þegar slegið öll aðsókn-
armet LR og stefnir enn lengra. A litla sviðinu
verður tekin upp frá fyrra leikári sýningin Feg-
urðardrottningin frá Línakri."
Litla sviðið
Fyrsta frumsýning á Litla sviðinu er fyrirhug-
uð í október, Leit að vísbendingu um vitsmunalíf
í alheiminum eftir bandarísku skáldkonuna Jane
Wagner. „Þetta er einleikur sem hefur vakið
mikla athygli og hefur hlotið margvísleg verð-
laun þar vestra. Persóna verksins er roskin kona
sem líklega myndi teljast geðveik. Hún telur sig
hafa náð sambandi við allt mannkyn og vits-
munaverur frá öðrum hnöttum sem rannsaka
vitsmunalífið hér á jörðu.“ Edda Björgvinsdóttir
leikur undir stjóm Maríu Sigurðardóttur. ;,Um
jólaleytið frumsýnum við Afaspil eftir Om Arna-
son. Þar segir Afi gamli úr sjónvarpinu börnun-
um fjögur þekkt ævintýri, Geitumar þrjár, Hans
og Gréta, Jói og baunagrasið og hið fjórða hefur
Afi ekki valið enn.“ Eftir áramótin verður
frumsýnt nýtt verk eftir Sigurð Pálsson. Ein-
hver í dyrunum nefnist það. „Hann hefur lýst
þessu sjálfur sem samtali um sirkussamskipti
kynjanna. Þarna eigast við tvö pör, tvær hyster-
ískar konur og einóðir karlmenn og ævinlega er
einhver í dyrunum sem truflar. Við ljúkum svo
leikárinu á Litla sviðinu með gamansömum
giæpaleik, Sýnd veiði, eftir bandarísku skáld-
konuna Michele Lowe. Þama segir frá þremur
eiginkonum sem velta fyrir sér „varanlegum“
lausnum á hjónabandsvandræðum sínum.“
Onnur starfsemi
„í fyrra var boðið upp á leiklestra á þýðingum
Helga Hálfdanarsonar á nokkrum verkum
skáldanna Corneille, Calderón, Shakespeare og
Evrípídes. f vetur ætlum við að ganga skrefinu
lengra og bjóða upp á klassísk verk í leiksmiðju
leikara og leikstjóra. Flutt verða verk eftir Ar-
istófanes, Shakespeare og Moliére. Þá munum
við halda þeim sið að bjóða leikhúsgestum upp á
kynningu á leikriti kvöldsins í formi fyrirlesturs.
Þetta mæltist sérstaklega vel fyrir í fyrravetur
„Mjög bjart yfir starfseminni í Borgar-
leikhúsinu,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir .
og er góð leið til að njóta sýningar eins vel og
kostur er. Við munum einnig standa fyrir fimm
kvölda námskeiði hér í leikhúsinu um Djöflana
eftir Dostojevskí í tengslum við sýninguna á
verkinu. Þá verður haldið áfram hinu öfluga
bamastarfi sem rekið hefur verið undanfarna
vetur í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg og
fræðsluyfirvöld. Þarna er tveimur árgöngum
grunnskólabarna boðið að dvelja heilan skóla-
dag í leikhúsinu og kynnast því flókna starfi sem
liggur að baki hverri leiksýningu. Þetta hefur
gefið mjög góða raun og árlega koma um 2.500
böm í Borgarleikhúsið í þessu skyni. Þá hefur
nemendum 10. bekkjar grunnskólanna í Reykja-
vík og nágrenni boðist að koma hingað í starf-
skynningu. Hefur þetta notið mikilla vinsælda
og ófá þeirra hafa yfirgefið leikhúsið staðráðin í
því að vinna í leikhúsi í framtíðinni."
Heimsfrumsýning dansflokksins
A kynningarfundinum kom einnig fram að í
febrúar mun íslenski dansflokkurinn framsýna
nýtt verk eftir hinn þekkta danshöfund Jochen
Ulrich. Fjallar það um ævi rússans Sergei Di-
aghilev. Fyrsta framsýning dansflokksins verð-
ur í október á nýjum verkum eftir þær Katrínu
Hall og Ólöfu Ingólfsdóttur.
Hjá Leikfélagi Reykjavíkur verða í vetur
starfandi 40 leikarar, 25 fastráðnir og 15 laus-
ráðnir. Þórhildur segir að starfseminni séu sett-
ar mjög þröngar fjárhagslegar skorður þrátt
fyrir að undanfarin þrjú ár hafi leikhúsið verið
rekið án taps. „Okkur hefur tekist að hefja hvert
leikár á núllinu en til meira er tæplega hægt að
ætlast. Leikfélagið ber gamlan skuldabagga á
herðum og vextir og afborganir af honum jafn-
gilda kostnaði við eina stóra sýningu á Stóra
sviðinu. Við vonum að lausn á þeim vanda sé í
sjónmáli, því að fjármálunum undanskildum er
mjög bjart yfir starfsemi Leikfélags Reykjavík-
ur hér í Borgarleikhúsinu," sagði Þórhildur Þor-
leifsdóttir leikhússtjóri.
Valgerður Guðlaugsdóttir við eitt verka sinna, Hugarástand.
Tvær sýningar í nýju galleríi
Portrett
o g hljóðar
smásögur
EINAR Lárasson opnar mynd-
listarsýningu í Eldborg, mót-
tökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja í
Svartsengi við Grindavíkurveg,
í dag, laugardag, kl. 14. Sýning
Einars kallast Portrett og hljóð-
ar smásögur og er unnin með
tússi, brúnkrít og akrýllitum.
Við opnunina mun hljómsveitin
The Gaelec Club leika írsk þjóð-
lög.
Hefur sýnt víða
Einar er fæddur árið 1953.
Hann hefur tekið þátt í samsýn-
ingum í Noregi, í Gallery Lena í
Álasundi 1979 og sama ár í Áles-
und Museum, hélt einkasýningu
í Galleríi 32 í Reykjavík 1981 og
Bæjarstjórnarsalnum í Grinda-
vík árið 1994. Verk Einars era í
eigu fjölda fyrirtækja og ein-
staklinga hérlendis og erlendis.
Sýningin verður opin mánu-
daga til fostudaga kl. 13-16 og
laugardaga og sunnudaga kl.
14-19. Henni lýkur 11. septem-
ber.
TVÆR sýningar verða opnaðar í
dag kl. 14 í nýju galleríi, Galleri-
@hlemmur.is, í Þverholti 5. Það
eru eigendur gallerísins, Þóra
Þórisdóttir og Valgerður Guð-
laugsdóttir, sem sýna skúlptúra,
innsetningar og myndbands-
verk, Valgerður í aðalrými og
Þóra í hliðarrými.
Sýning Valgerðar ber nafnið
„Hugarástand". Þar bregður
hún upp ýmsum myndum af ein-
faranum. Þóra sýnir verk sitt
„Heimilissamstæða" sem fjallar
um heimilishald og skipulag. Um
húsnæðis-, húsbúnaðar- og
hreinlætisstaðla nútímans, og
veltir m.a. upp spurningunni
„hvað er að vera búrdýr“.
Galleruð er opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 14-18.
Sýningunni lýkur 27. september.
Píanótón-
leikar í
Stykkis-
hólmskirkju
Stykkishólmur. Morgunblaöið.
PÍANÓTÓNLEIKAR franska
píanóleikarans Ferns Nevjinsky
verða í Stykkishólmskirkju annað
kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30.
Efnisskráin verður að mestu
frönsk; verk eftir Chopin, Liszt,
Franck, Fauré og Debussy og mun
píanóleikarinn ljúka tónleikunum á
frumsömdu verki sem hún kallar
„Stykkishólmur".
Fern Nevjinsky lærði í Frakk-
landi og fékk fyrstu verðlaun í
píanóleik og hljómfræði í tónlistar-
skóla. Hún hefur kennt píanóleik
og haldið tónleika víða um Frakk-
land.
Nú er hún sálgreinir og kennari
við háskóla í París. Fern Nevjinsky
er sérstakur Islandsvinur og hefur
oft heimsótt landið, síðast í febrúar
á þessu ári.
Á ferðum sínum hefur hún heill-
ast af landinu, ekki síst af Stykkis-
hólmi og kirkjunni þar.
Borgar-
hluti
verður til
BORGARHLUTI verður til -
byggingarlist og skipulag í
Reykjavík eftirstríðsáranna,
er heiti á sýningu sem opnuð
verður á Kjarvalsstöðum í
dag. Hugmyndin að baki sýn-
ingarinnar er að vekja athygli
á hversdagslegu umhverfi í
borginni og beina sjónum að
því hvernig einn hluti Reykja-
víkurborgar varð til á árunum
eftir síðari heimsstyrjöldina,
og á hvern hátt skipulag og
húsagerð þar þróaðist í sam-
ræmi við bæði innlend og al-
þjóðleg viðhorf þess tíma. Um
er að ræða þann hluta austur-
borgarinnar sem gjarna er
kenndur við Voga, Langholt,
Heima, Laugarás og Laugar-
nes, en þessi hverfi risu hratt
á fimmta og sjötta áratug al-
darinnar. Hverfin hafa, þrátt
fyrir ungan aldur, öðlast sinn
sess í sögu og menningarlífi
Reykjavíkur, sem eitt af
„eldri“ hverfum borgarinnar.
Sýningin er unnin í sam-
vinnu Byggingarlistardeildar
Listasafns Reykjavíkur, Ár-
bæjarsafns og Ljósmynda-
safns Reykjavíkur.
Opið er á Kjarvalsstöðum
alla daga kl. 10-18.
Keramiksýn-
ing í Smíðum
og skarti
CHARLOTTA R. Magnús-
dóttir opnar sýningu á kera-
mikmunum í Galleríi Smíðar
og skart, Skólavörðustíg 16A
kl. 14 í dag, laugardag.
Charlotta er stúdent af
listasviði FB árið 1988. Hún
nam við MHÍ 1988-1991. Hún
hefur einnig sótt námskeið er-
lendis.
Charlotta hefur tekið þátt í
nokkrum _ samsýningum,
þ. á m. á Óháðri listahátíð
1995 og í Galleríi Listakoti.
Sýningin verður opin frá kl.
10-18 virka daga og kl. 10-14
laugardaga og lýkur 24.
september.
Olíu- og pastel-
myndir í
Tjarnarsalnum
NÚ stendur yfir málverka-
sýning Boros Kapors í Tjarn-
arsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Verkin á sýningunni eru 16 ís-
lensk landslagsverk máluð
með olíu- og pastellitum.
Boro Kapor er fæddur í
Split í Króatíu. Hann lauk
námi í listmálun og lagfæring-
um á gömlum listverkum
(restaurator) í listaháskólan-
um í Zagreb. Hann hefur unn-
ið að list sinni í tuttugu ár og
haldið sýningar í Króatíu,
Austurríki, Ítalíu, Þýskalandi
og í Hollandi.
Sýningin stendur til 19.
september.
Steingrímur
St.Th. sýnir á
Staupasteini
STEINGRÍMUR St.Th. Sig-
urðsson opnar málverkasýn-
ingu í dag kl. 13 á Staupasteini
á Kjalarnesi og sýnir þar ný
verk sem hann tileinkar Akra-
nesi. Sýningin stendur til 12.
september. Opnunardaginn
verður Steingrímur staddur á
staðnum og gerir skyndi-
myndir.