Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 44
4 44 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ágúst Eiríksson fæddist á Löngumýri á Skeiðum 7. október 1916. Hann lést á Hjúkrunarheimil- inu Ási í Hvera- gerði hinn 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Ágústsdóttir frá Birtingaholti, f. 9. mars 1889, d. 26. febrúar 1967, og Eiríkur Þorsteins- son frá Reykjum, f. 6. október 1886, d. 25. júlí 1979, bóndi og organisti á Löng- umýri. Systkini Ágústar eru: Elín, f. 29. október 1917, d. 6. septem- ber 1995. Þorsteinn, f. 13. apríl 1920, d. 1. október 1978. Páll, f. 16. júlí 1921. Sigurður, f. 16. júní 1926, d. 24. nóvember 1981. Ingigerður, f. 14. febrúar 1928. Uppeldisbróðir er Bald- vinÁrnason, f. 17. júní 1939. Ágúst kvæntist 21. desember >f 1946 Emmu Kristínu Guðna- dóttur frá Reyðarfirði, f. 8. mars 1922, d. 28. desember 1997. Bjuggu þau á Löngumýri allan sinn búskap. Börn þeirra eru: 1) Guðni Þór, f. 29. aprfl 1944, kvæntur Jónu Sigurðar- dóttur, f. 16. september 1946, og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 2) Ragnheiður, f. 10. júní 1947, gift Friðrik Frið- rikssyni, f. 1. desember 1944, og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 3) Eiríkur, f. 3. september 1948, kvæntur Guð- rúnu Erlu Gunnarsdóttur, f. 6. maí 1954, og eiga þau þijú börn og eitt barnabarn, auk þess á Eiríkur son frá fyrra hjóna- bandi og eitt barnabarn. Guð- rún Erla átti eina dóttur fyrir hjónaband og er hún látin. 4) Erfiðu dauðastríði er lokið. Þrot- inn að kröftum og heilsu lést faðir okkar, Ágúst Eiríksson, 25. ágúst sl. Þrátt fyrir að dauðinn sé á stundu sem þessari líkn er söknuð- ur, sorg, en jafnframt þakklæti efst í huga aðstandenda. Heilsu pabba hrakaði ört síðast- liðin ár. Heilarýmun gerði vart við sig og jókst hraðari skrefum en nokkum óraði. Þegar kom að því að hann gat ekki verið lengur heima á Löngumýri fór hann á Kumbara- vog. Það reyndist honum býsna erf- itt enda breytingin frá fyrra lífi mikil. Umhverfíð var gjörólíkt, að- stæður allar aðrar og heilsan orðin léleg. Upp úr síðustu áramótum fór hann að Asi í Hveragerði. Var það við hæfi á ári aldraðra að sjá hve vel er hægt að búa að öldruðum og láta þeim líða vel. Lýsing Halldórs Laxness á gamla manninum í Barn náttúmnn- ar á vel við um ævi pabba. „Gamli maðurinn hafði alla sína ævi unnið baki brotnu við að yrkja jörðina, -í unnið bæði dag og nótt. Hann hafði víst aldrei haft af neinu því að segja sem hét sjálfselska eða sérhlífni. Hann hafði aldrei haft eyri útúr manni annað en það sem hendur hans unnu fyrir. Og honum hafði víst aldrei hugkvæmst að hægt væri að lifa án þess að vinna hand- tak, ... og þó honum hefði hug- kvæmst það þá hefði hann ekki látið sér detta í hug að lifa þannig - fóm- fysin vegna föðurlandsins og ástin til jarðarinnar hefði aldrei leyft slíkum manni það. Þetta var einn af þeim mönnum sem löndin og þjóð- ' imar eiga tilvem sína að þakka, hann var landstólpi, hinn sanni ætt- jarðarvinur, helgaður velferð þess lands þar sem hann var borinn.“ Þannig var fómfýsi og umhyggja íyrir hinu smáa pabba í blóð borin. Þó vinnan væri mikil gaf hún ekki digra sjóði í aðra hönd enda söfnun af því tagi óhugsandi slíkum manni. - Markmiðiðmeðlífinuvirtistveraað láta aðra njóta afrakstursins en láta Magnús Ágúst, f. 23. apríl 1950, í sambúð með Rann- veigu Árnadóttur, f. 14. maí 1960, og eiga þau einn son. Magnús á þijú börn frá fyrra hjóna- bandi. 5) Kristín Þorbjörg, f. 16. ap- rfl 1951, gift Stef- áni Mugg Jónssyni, f. 30. ágúst 1946, og eiga þau fjögur börn og þrjú barna- börn. 6) Móeiður, f. 8. júní 1953, gift Eggert Sigurþór Guðlaugssyni, f. 11. september 1952, og eiga þau þijú börn og fimm barna- börn. 7) Kjartan Halldór, f. 23. október 1955, í sambúð með Dorothee Lubecki, f. 13. júlí 1963. Þau eignuðust dóttur 10. maí 1998 er lést samdægurs. Sonur Ágústar fyrir hjóna- band er Albert Breiðljörð, f. 24. apríl 1942, kvæntur Jóhönnu Guðmundsdóttur, f. 12. júní 1943, og eiga þau þijú börn og tvö barnaböm. Ágúst stundaði nám við Hér- aðsskólann í Reykholti og lauk síðar garðyrkjunámi frá Garð- yrkjuskóla ríkisins 1946. Hann hóf búskap á Löngumýri 1947 á helmingi jarðarinnar á móti foreldram sínum og stundaði þar blandaðan búskap og garð- yrkju. Hin síðari ár bjó hann í félagi við Kjartan son sinn. Ágúst var lengi formaður barnaverndarnefndar Skeiða- hrepps, þá sat hann og í stjórn sjálfstæðisfélagsins Hugins og átti sæti í fulltrúaráði Sjálf- stæðisflokksins um árabil og vann lengi í þágu þess flokks. _ Útför Ágústar fer fram frá Ólafsvallakirkju á Skeiðum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sjálfum sér nægja lífsgleðina af að gefa, gleðja og eiga góða og stóra fjölskyldu. Glaðastur var hann ef hann gat veitt gestum sínum og gefið þeim t.d. grænmeti. Seinni árin er halla tók undan færi og kálræktin varð erfiðari var viðkvæðið: „Eg hef þó altént eitthvað til að gefa.“ Væru utanaðkomandi menn í vinnu á Löngumýri var þess vandlega gætt að þeir fengju kaffi, hvort sem var út á tún eða fram á hraun. Þegar börnin komu í heimsókn með fjöl- skyldu var slegið upp veislu. Þama studdi mamma hann dyggilega. Seinni árin kom eldamennskan meir í hans hlut vegna veikinda hennar. Okkur segir svo hugur að fáir bændur af hans kynslóð hafi staðist honum snúning á því sviði. Pabbi var sérlega barngóður og hændust böm að honum, þar var þörfin til að gleðja tæmst. Hann var sanngjam heimilisfaðir, ól upp með tilsögn fremur en refsingum. Hann hvatti okkur og hrósaði, leið- beindi í stað þess að skamma og gleymdi aldrei að þakka vel unnið verk. Reglur vom fáar en skýrar og eftir þeim var farið. Ekki er víst að nútíma böm muni eftir því þegar pabbi þeirra hefur skammað þau. Það munum við því skiptin vom svo fá. Hann var vel hæfur félagsmála- maður og gæddur þeim fágæta eig- inleika að bera hag heildarinnar meir fyrir brjósti en sinn eigin. Pabba var lítt að skapi að fljóta með straumnum. Þess í stað synti hann gjaman á móti. Hann gerði sér grein fyrir að vart getur verið að treysta hylli lýðsins. Þess í stað beitti hann eigin sannfæringu og skynsemi sem gerði stundum að hann þótti óþægur ljár í þúfu. Kom þetta skýrt fram í starfi hans í ára- raðir með Sjálfstæðisflokknum. Þar andæfði hann hiklaust þegar hon- um fannst gengið á rétt minni mátt- ar. Sá sem var órétti beittur átti þar hauk í homi. Þá var hroki, eiginhagsmuna- semi og síngimi honum víðs fjarri og gegn þeim þáttum barðist hann. Ef honum mislíkaði við menn var það ef þeir beittu eigingimi og rangindum. Pabbi var sérlega greiðvikinn og enginn var þakklát- ari en hann ef einhver gerði honum greiða og var sá greiði iðulega marglaunaður. Þeir sem hafa til- einkað sér þessa eiginleika föður okkar era honum ævinlega þakklát- ir. Þó foreldrar okkar hafi um margt verið ólíkar manngerðir má segja að þau hafi bætt hvort annað upp. Metnaður fyrir fjölskylduna var sameiginlegur og markmiðið var að standa sig vel í uppeldi og skila þjóðfélaginu betra án þess að mikl- ast sífellt af því. Þau skiluðu eftir- lifendum auði sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Þrátt fyrir ágæta hæfileika til að starfa að félagsmálum tók pabbi lít- inn þátt í stjómmálum í Skeiða- hreppi. Sumpart má skýra það með deilum þeim sem settu mark sitt á miðbik þessarar aldar. Deilur þess- ar gengu býsna nærri þeim hjónum og mótuðu fjölskylduna alla. Sann- ast þar hið fomkveðna að í upphafi skyldi endinn skoða. Ef til vúl ýttu þessi átök undir að pabbi hafði þörf fyrir að ryðja brautina sjálfur í stað þess að feta troðnar slóðir sem múgurinn fylgdi. Þannig var pabbi leitandi í búskap. Hann hafði yndi af ræktun og var hún rauði þráður- inn í búskapnum. Hann stundaði umfangsmikla garðrækt lengi vel enda lærður garðyrkjumaður. Þar að auki var hann með kýr og kind- ur. Hann var natinn við skepnur og á vissan hátt á undan sinni samtíð. Þannig var hann um tíma með um- fangsmikið hænsnabú bæði til framleiðslu á eggjum og kjöti. Auk búskaparins stundaði pabbi tíma- bundið vinnu utan heimilis. Tóm- stundir vora því fáar en þá tengdar vinnu og fjölskyldu. Hann var unn- andi fagurrar tónlistar, einkum kórsöngs. Laxveiði stundaði hann í Árhrauni um tíma og hafði mikla unun af. Ferðalög um landið heill- uðu hann og naut hann þar þekk- ingar sinnar á gróðri. Á efri áram rættist gamall draumur pabba er hann keypti garðyrkjustöðina Ártún í Ölfusi. Þar átti hann nokkur góð ár. Þar trúði hann sem fyrr á framtíðina og tileinkaði sér ýmsar nýjungar eins fljótt og auðið var. Að búa með foreldram sínum eins og Kjartan gerði er ákveðin kúnst. Gagnkvæm virðing og tillits- semi þarf að ríkja. Þegar á bjátar eða árekstrar verða er nauðsynlegt að ræða málin og leysa. Alltaf tókst það og þó stundum hvessti var stutt í dúnalogn. Sambúðin kenndi Kjart- ani að taka tillit til og meta og virða skoðanir annarra. Síðustu árin með foreldram okk- ar era ómetanleg lífsreynsla og sér- lega þroskandi. Það var dýrmætt að geta létt undir með pabba og mömmu þegar heilsa þeirra fór að bila. Síðustu misseri reyndust pabba erfið. Sívinnandi, lífsglaður maður missir eiginkonu og þrek og fer úr frelsi sveitarinnar inn á stofn- un. Krafturinn þverr og álagið á hjúkrunarfólk og ættingja er mikið. Síðustu dægrin vöktum við systkin- in yfir honum uns yfir lauk. Elsku pabbi. Við lítum til baka og þökkum þér fyrir allt sem þú varst okkur, allar ljúfu minningamar, all- ar heilbrigðu skoðanirnar sem þú tamdir okkur, uppeldið og gjafmild- ina, þolinmæðina og kærleikann. Við þökkum öllum sem önnuðust þig, studdu og styrktu síðustu mis- serin. Sérstaklega þökkum við hjúkrunarfólki og öðra starfsfólki á Ási fyrir natni og frábæra umönnun oggóð kynni. Fyrir hönd systkinanna, Kjartan og Móeiður. í dag kveðjum við elskulegan afa okkar, Ágúst Eiríksson, bónda á Löngumýri á Skeiðum. Það var vet- urinn 1973 sem við kynntumst afa almennilega, enda bjuggum við að Löngumýri þann vetur. Afi var mjög bamgóður maður, en fyrst í stað voram við hálffeimin við hann en urðum svo bestu vinir. Þegar Sirrý kvartaði yfir því að það væri alltaf fiskur í matinn, stofnuðu þau með sér „Kótilettufélagið", þar sem afi eldaði kótilettur handa meðlim- um félagsins þegar amma eldaði fisk handa hinu heimilisfólkinu. Einu sinni í viku fór afi til Reykja- víkur með egg og ýmislegt annað frá búinu og keypti í leiðinni það sem vantaði til heimilisins og alltaf kom hann með eitthvert smáræði sem hann hafði sérstaklega keypt handa okkur. Dag einn færði hann okkur nýja spariskó og við vorum auðvitað í þeim allan þann dag og um kvöldið þegar átti að fara að sofa og fara úr skónum vora ekki allir samþykkir því. Afa fannst það ekki nokkurt tiltökumál að leyfa stelpunni að sofna í rauðu spari- skónum, það væri alltaf hægt að taka hana úr þeim þegar hún væri sofnuð. Afi og amma, sem lést í desem- ber 1997, tóku afskaplega myndar- lega á móti gestum. Þegar komið var í heimsókn að Löngumýri var afi alltaf einhvers staðar úti í garði að sinna plöntunum sínum. En hann kom nú yfirleitt fljótlega inn þegar hann varð var við gesti og fór að athuga í frystikistunni hvort ekld væri til rjómaterta eða a.m.k. ís. Umræður við kaffiborðið gátu orðið mjög líflegar enda vora þau bæði með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Oft var það þannig að skreppa upp í sveit að það tók hálfan daginn og langt fram á kvöld því auðvitað var ekki hægt að fara fyrr en búið var að borða kvöldmat. Þegar við eltumst og eignuðumst sjálf böm hélt afi áfram að senda okkur „eitthvert smáræði", jólastjörnur fyrir jólin og grænmeti og sumarblóm á sumrin. Og langafabörnin hans horfðu stóreyg á hann töfra fram hvem Smarties-pakkann á fætur öðram upp úr vasa sínum og höfðu á orði að hann hlyti að vera göldr- óttur. Afí var alltaf að flýta sér, enda hafði hann í mörgu að snúast. Hann kom oft og fékk að „geyma“ ömmu hjá okkur á meðan hann var að út- rétta, hún hafði ekki heilsu til að sitja í bílnum allan daginn. Þegar hann svo kom að sækja hana og það átti að draga hann inn í kaffi mátti hann alls ekki vera að því, hann þurfti að drífa sig heim! Oft var það líka svo að þegar hann gaf sér tæki- færi til að setjast niður þá sofnaði hann. Elsku afi, nú ertu komin til henn- ar Emmu þinnar, sem þú hefur saknað svo mikið síðan hún fór. Við vitum að hún tekur vel á móti þér. Hjartans þökk fyrir allt! Emma Kristín, Sigríður Guðný og Gunnar Már. Er sólskins hlíðar sveipast aftanskugga um sumarkvöld og máninn hengir hátt í greinar trjánna sinn hálfa skjöld, er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mittennisveitt og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert Qörmagn þreytt - (Stephan G. Stephansson.) Elsku afi okkar. Við systkinin viljum þakka þér fyrir allt það sem þú gafst okkur á meðan þú lifðir. Við vorum alltaf velkomin til ykkar ömmu upp á Löngumýri og alltaf tókuð þið vel á móti okkur. Velferð fjölskyldunnar var það sem skipti þig mestu máli og þú vildir alltaf að við hefðum það öll sem best. Þegar við komum í heim- sókn reiddirðu fram á augabragði herramannsmáltíðir og ótal eftir- rétti, ís, niðursoðna ávexti, lakkrís, pylsur, hindbeijadjús, að ógleymd- um pönnukökunum en lyktin af þeim var orðin einkennandi fyrir Löngumýri. Þegar við svo kvödd- um, södd og sæl brostir þú alltaf og sagðir: „vantar ykkur ekki græn- meti?“ Best þótti okkur alltaf að fá með okkur vínberjaklasa úr garð- skálanum til að narta í á leiðinni heim. Ræktun og garðyrkja vora þitt eftirlæti, allt sem þú komst nálægt dafnaði vel og sannarlega má segja ÁGÚST EIRÍKSSON að þú hafir haft græna fingur. Pabbi fékk góðan hluta af þeim eig- inleikum frá þér og við vonum að við höfum fengið eitthvað smá af þeim líka, þótt ekki væri nema rétt til þess að geta ræktað örfáar rófur út í garði. Gæsaungarnir döfnuðu líka vel hjá þér og við voram alltaf stolt af því að sjá Löngumýrarjólagæs í búðunum, og náttúralega á matar- borðinu líka. I seinni tíð, eftir að amma varð lasin, vissum við alltaf að hún væri í góðum höndum því þú hugsaðir svo vel um hana. Alltaf varstu til staðar fyrir hana og hana skorti aldrei neitt. Kjartan frændi sá svo um að þér liði vel því þú hafðir engan tíma til að hugsa um það, þú þurftir að sjá um ömmu, gefa gæsunum, vökva kálið, planta öspum og baka pönnslur handa Sigga þínum. Þú talaðir alltaf um að í ellinni vildir þú flytja á elliheimilið Ás í Hveragerði og fá að stunda áfram garðyrkju eftir megni. Það fór að vísu ekki alveg þannig en síðustu sjö mánuði lífs þíns varstu í góðu yfirlæti englanna á nýja hjúkrunar- heimilinu í Hveragerði. Þar var hugsað mjög vel um þig, alveg eins og þú áttir skilið og við viljum þakka þeim öllum innilega fyrir að hafa gert síðustu ævidaga þína bærilegri, bæði fyrir þig og okkur sem eftir erum. Það er svo gott að vita af því að enn eru til staðir þar sem gamalt fólk er eins velkomið og þama á Ási. Við vitum að nú líður þér vel og við vitum að amma hefur tekið vel á móti þér og örugglega Snati líka. Litli bróðir okkar hann Árni Ágúst fékk ekki tækifæri til þess að kynn- ast þér á meðan þú lifðir, en við stóra systkinin hans ætlum að sjá til þess að hann viti hversu góðan afa hann hafi átt og leyfa honum að kynnast þér í gegnum það sem við upplifðum á meðan þú lifðir. Takk fyrir allt og allt. Þín barnaböm, systkinin, Lindarbrekku. Okkur langar með nokki-um orð- um að kveðja afa okkar, Ágúst Eir- íksson, sem jarðsunginn er frá 01- afsvallakirkju á Skeiðum í dag. Síðustu tæpu tvö árin vora búin að vera afa erfið, sjúkdómur hans ágerðist og hann átti orðið erfitt með að tjá sig og bar ekki alltaf kennsl á sína nánustu. Það var líka erfitt að fylgjast með þessum breytingum á honum og oft leitaði sú hugsun á þegar maður fór frá honum: „Skyldi hann hafa þekkt mig núna?“ Það var orðin mikil breyting á afa frá því sem áður var, við munum hann sem afskaplega athafnasaman og hugmyndaríkan, afi var alltaf að, sama hvort var í útiverkum eða við matseldina, og því var e.t.v. erfiðara fyrir hann en ella að sætta sig við að geta ekki lengur gert allt sem hann vildi. Við þrjú eldri systkinin vorum mörg sumur hjá afa í garðyrkju- stöðinni og í sveit á Löngumýri, þar má segja að hann hafi kennt okkur að vinna. Hann kenndi okkur að vinna verkin af samviskusemi og sagði oft að betra væri að flýta sér hægt heldur en skila verkinu illa unnu. Afi kenndi okkur að hlúa að og rækta og kalla fram hið góða. Afi vildi alltaf gera vel við vinnufólkið sitt, hvort sem var í mat eða drykk. Ef eitthvað var á boðstólum sem matvöndu vinnufólki líkaði ekki, þá átti hann til að laumast með eitt- hvert góðgæti út á tún handa við- komandi, svo „greyið“ yrði nú ekki svangt. Alla tíð höfðu afi og amma mik- inn metnað fyrir hönd barnanna sinna og barnabarnanna, hvöttu okkur til náms og glöddust mjög þegar eitthvert okkar lauk áfanga í námi. Afí var alltaf mikill sælkeri, átti ávallt til brjóstsykur eða súkkulaði, og fyrst eftir að hann fór á elliheim- ili varð hann alltaf að eiga „Smart- ies“ handa litlu barnabamabörnun- um sem komu til hans og var jafnvel svo að þau litlu settu sama- semmerki á milli langafa og sæl- gætis, til dæmis var Kristín Þóra einhverju sinni treg til að fara frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.