Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.09.1999, Blaðsíða 54
%4 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN , Strikamerkingar og EAN á íslandi OLL við notkun strika- merkinga á af- greiðslukössum í mat- vöruverslunum. Ekki þarf lengur að verð- merkja vöruna sjálfa heldur er nóg að skrá "'í’erðið í tölvu verslun- arinnar. Aður var var- an sjálf verðmerkt, bæði til upplýsingar fyrir viðskiptavminn og eins fyrir sem sló verðið inn við af- greiðslu. Með strika- merldngum sparast bæði vinna við verð- merkingar í verslun- um og eins verður allt eftirlit með sölu, birgðahaldi og rýrnun auð- veldara fyrir kaupmanninn. Helsti ávinningur neytandans er hraðari afgreiðsla við kassa auk þess sem minni tilkostnaður í verslunum ■H^tti að skila sér í lægra vöruverði. lykill að upplýsingum í gagnagrunnum fyrir- tækja þar sem strika- merkjatækni og raf- ræn viðskipti eru not- uð til þess að nálgast upplýsingarnar. Strikamerkið er myndað með samsíða strikum og eyðum af misjafnri breidd. Hver tala í númerinu er táknuð með mismun- andi samsetningu strikanna. Sérstakir strikamerkj alesarar (skannar) eru notaðir til að nema breidd strikanna með því að mæla endurvarp ljóss frá strika- merkinu. Tölvubúnaður breytir síðan upplýsingunum í tölur. Þegar vörunúmerið hefur verið lesið er upplýsingum um vöruheiti, verð og e.t.v. fleira flett upp í afgreiðslu- kassa eða tölvu tengdri skannan- Vörumerkingar Heildar upplýsinga- og vöruflæði, segir Kjartan M. Olafsson, er mun skilvirkara með notkun strikamerkinga og rafrænna viðskipta, sem á endanum kemur neytandanum til góða í lægra vöruverði. rafrænum samskiptum. Með þess- um aðferðum er alger nauðsyn að einn samræmdur lykill sé notaður til auðkenningar á vöru og þjón- ustu viðskiptaaðila og farmflytj- enda. Helsti ávinningur af notkun EAN-kennitölu er: 1. Engin tvö fyrirtæki, deildir innan þeirra eða útibú hafa sama númer. I þessu sambandi er hægt að benda á annmarka þjóðskrár þar sem einn lögaðili hefur einung- is eitt númer, burtséð frá þörf fyrir deildaskiptingu eða mismunandi útibú. 2. EAN-kennitala er alþjóðleg þar sem fyrirtæki í yfir 90 löndum geta fengið úthlutað sínu alþjóða- númeri. 3. EAN-kennitölu er hægt að nota í hvaða atvinnugrein sem er, þar sem þörf er fyrir að skiptast á upplýsingum, innan greinarinnar sem og á milli óskyldra greina. Með öðrum orðum er EAN- kennitala merkingarlaust 13 stafa númer til auðkenningar á aðilum sem stunda viðskipti sín á milli. Kostir strikamerkinga Vörunúmerakerfið og kennitölu- kerfi EAN styðja hvort annað og má segja að rafræn viðskipti og strikamerkjanúmerið séu sitt hvor hliðin á strikamerkinu. T.d. getur birgir merkt kassa af vörum með strikamerkjanúmeri og sent upp- lýsingar um innihaldið með raf- rænum hætti. Með lestri strika- merkisins á móttökustað eru upp- lýsingarnar tengdar aftur við raf- rænu upplýsingarnar. Aður en varan var afhent hafði kaupandinn fengið sendar upplýsingar um verðlista með rafrænum hætti sem og pöntunin. Eftir að varan er móttekin og yfirfarin er reikning- urinn sendur og greiddur með raf- rænum hætti. Þessi vinnubrögð spara innslátt gagna á mörgum stöðum í þeirri keðju sem varan fer. Frá því að vera hráefni, í gegnum framleiðslu og þar til hún berst í hendur neytandans. Þannig minnka líkurnar á villum sem innslætti fylgir. Notkun strikamerkinga auð- veldar upplýsingaflæðið í að- fangakeðjunni. Nákvæmni upp- lýsinga er meiri og auðveldara er að koma við sjálfvirkni af ýmsu tagi eins og við skráningu. Einnig má nota EAN-kerfið við að halda utan um rekjanleika, t.d. í fram- leiðslu, og safna ýmsum upplýs- ingum til hagræðis við birgða- stjórnun. Niðurstaðan er því sú að heildar upplýsinga- og vöruflæði er mun skilvirkara með notkun strikamerkinga og rafrænna við- skipta, sem á endanum kemur neytandanum til góða í lægra vöruverði. Höfundur er hagverkfræðingur og framkvæmdastjóri EAN á íslandi. EAN á íslandi Þær strikamerkingar sem við þekkjum úr verslunum eru hluti af EAN-vörunúmerakerfínu. EAN (e. International Article Numbering Association) eru alþjóðasamtök sem stofnuð voru árið 1977 af tólf Evrópulöndum í þeim tilgangi að koma á samræmdu vörunúmera- kerfi og auka með því skilvirkni í samskiptum fyrirtækja. EAN hef- ^jr starfsemi í yfir 90 löndum og Tjölmörg fyrirtæki, stór sem smá, nota EAN-kerfið í daglegum störf- um. EAN á Islandi hefur verið starfrækt frá árinu 1984. Það var stofnað af Kaupmannasamtökum íslands, Félagi íslenskra stórkaup- manna, Félagi íslenskra iðnrek- enda, Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga og Verslunarráði ís- lands. Frá upphafi hefur tilgangur starfs EAN verið að kynna og koma EAN-númerakerfinu á í verslun og við vörumerkingar, sem og að stuðla að rafrænum viðskipt- um. Hver er galdurinn við strikamerkin? Því er auðvelt að svara. Enginn galdur felst í strikamerkjum held- ur eru þau hjálpartæki við að lesa vörunúmerið sem undir þeim stendur. Með þeim er tryggður ör- uggur vélrænn aflestur númersins, t.d. þegar vara er seld í stórmörk- uðum. EAN-vörunúmerakerfið tryggir að engar tvær vörur hvar sem er í heiminum fái sama vöru- númer. Þetta þýðir að kaupmaður í Astralíu getur nýtt sér strikamerki vöru sem hann hefur keypt frá framleiðanda á íslandi án þess að eiga á hættu að önnur vara finnist með sama númeri og þar með sama strikamerki. EAN-númerið er 'þifnframt notað sem samræmdur um. EAN-númer til auðkenningar á vörum og þjónustu EAN-númerin eru notuð til að auðkenna ýmsar vörur og þjón- ustu. Þau eru útbreiddust á mat- og annarri dagvöru, en ýmsar aðr- ar vörutegundir eru merktar með þeim, t.d. fatnaður, byggingavörur og lækningavörur. Algengustu EAN-númerin eru 13 stafir að lengd. Fyrstu 2-3 tölustafirnir eru landsnúmer, sem segja til um í hvaða landi númerinu var úthlutað. Landsnúmer Islands er 569 en dæmi um tveggja stafa landsnúm- er er númerið 50 sem úthlutað er frá Bretlandi. Næstu 9-10 tölustaf- ir eru samsettir úr fyrirtækisnúm- eri, sem er úthlutað af EAN, og vörunúmerum sem handhafi núm- ersins velur sínum vörum. Síðasta talan í öllum EAN-númerum er ávallt staðfestingartala sem reikn- uð er út samkvæmt ákveðnum reglum til að auka öryggi við lestur strikameririsins. EAN-númer til auðkenningar á fyrirtækjum Með sambærilegum hætti og gert er með vörur úthlutar EAN eingildum númerum til auðkenn- ingar á fyrirtækjum og stofnun- um, einstökum deildum eða ein- staklingum innan þeirra. Þannig má nálgast upplýsingar s.s. um heimilisfang, símanúmer, tengilið og greiðsluskilmála án þess að túlka þurfi númer viðskiptaaðila yfir í númer viðkomandi fyrirtæk- is. Þetta númer er í daglegu tali nefnt EAN-kennitala en alþjóð- legt heiti er „Global Location Number“. EAN-kennitala kemur helst að notum þar sem notast er við sjálfvirkar skráningaraðferðir, eins og með strikamerkingum og í -------SJAÐU------- j Jougavegi 40, y,, , sími 561 0075. ' ' T ' x HELLUSTEVPA JVJ Vagnhöffða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð ISLENSKT MAL EINHVERS staðar heyrði ég að eitthvað hefði „fokið eins og hráviði" (eða var það hrávið- ur?). Hvort sem er, þá er þessi líking ekki góð. Hráviði er þess konar timbur sem síst fykur. Það er skilgreint svo í bókinni Mergur málsins eftir próf. Jón G. Friðjónsson: „hráviði, hvor- ugkyn eintölu, nýfelld tré; rak- ur og blautur rekaviður". Þess vegna segjum við stund- um að eitthvað liggi eins og hráviði, það er að segja liggur dreift á tvist og bast. En eðli málsins samkvæmt „fykur“ síst sá viður sem er nýfelldur og ekki farinn að þoma, og svo sjó- blautur rekaviður. ★ Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli bregður ekki tryggð sinni við þáttinn. Dýrmætt er að eiga slíka að. Hann skrifar mér svo: „Heill og sæll, Gísli: Tvö atriði, sem taka mætti til athugunar almennt, langar mig að nefna. Annað er það að ekki mun saka að minna á að þegar talað var um að leggja eitthvað af mörkum var verið að tala um fjárframlög, - peningastyrk. Markið var mynt. Nú er þessi merking að sönnu yfirfærð og oft látin merkja hverskonar áhrif eða liðsinni. Menn þykjast leggja nokkuð af mörkum ef þeir greiða fyrir góðu máli hvemig sem það er gert. Að vekja athygli eða benda á gildi máls er þá gjarnan nefnt að leggja nokkuð af mörkum. Hitt atriðið mun þykja gam- alkunnugt úr málfarsumræðu. Við mig var að tala vandlætari um góðan dag og góðan daginn. Honum fannst það engin ís- lenska vera að bjóða góðan dag- inn. Báðir töldum við að orða- lagið væri stytting úr því að sagt var: Guð gefi þér góðan daginn, samanber vísuna: „Dönsku fljóðin drambmáluð dylja j)jóðarhaginn. Nú er úr móð að nefna guð, nema góðan daginn." Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.021. þáttur í mínum huga er hvorug kveðjan íslenskari en hin. Sé greinirinn með finnst mér að frekar sé átt við þann dag einan sem er að líða. Sama er að segja um góða nótt. Svo er það tilfinningamál hvernig við vilj- um orða ósk okkar og bæn. En sé einhver munur, sem tunguna varðar, í orðalagi þessu munu fleiri en ég hafa gott af að heyra hvaða röksemdir liggja þar til grundvallar. Finnist enginn slíkur munur ættu menn að sleppa karpinu um þau atriði. Með bestu kveðju.“ Til þess að gera síðari hluta bréfs H. Kr. nokkur skil eyk ég leti mína með því að birta hluta úr gömlum kafla (167): „Ég heiti Snorri Bl. Siggeirs- son og er nemi. Það sem vakir helst fyrir mér þessa stundina, er hvort maður eigi að segja, þegar gestir koma að kvöldlagi á skemmtistaði hér í borg: „Góða kvöldið“ eða „Gott kvöld“. Ég vinn sem dyravörð- ur í Hollywood, ég býð ávallt „gott kvöld“, en gestirnir flestir „góða kvöldið“. Við erum með einn íslensku- kunnáttumann þar við vinnu, og hann segir að „gott kvöld“ sé réttara, en hann veit ekki hvers vegna né af hverju. Þess vegna leita ég til þín í þeirri von, að þú getir upplýst þetta fyrir okkur, svo að við getum leiðrétt sem flesta, íslenskunni til halds og trausts.“ Þetta mál er ekki mjög ein- falt og erfitt að fella dóm um hvað sé rétt og ekki rétt. Eig- um við að hafa greini eða ekki greini á orðum eins og ár, jól, dagur, nótt og kvöld í sambönd- um sem slíku, er Snorri Sig- geirsson tilfærir? Ljóst er að merking breytist ekki, hvort sem við segjum: góðan dag eða góðan daginn. Oskin, sem í þessum orðum felst, er jafn- ótvíræð. Hér verður smekkur okkar að koma til og hefð máls- ins að einhverju leyti. Og eitt enn: það getur, finnst mér, ver- ið blæbrigðamunur á því hvort við segjum „gott kvöld“ eða „góða kvöldið". Hér skiptir tónn orðanna miklu. Við skul- um líka hyggja að fleiri orðum, sem tákna tíma, en þeim sem áður voru skráð. Bréfritari seg- ir: „Það sem vakir helst fyrir mér þessa stundina“ (ekki þessa stund), sem auðvitað væri jafnrétt. Flestir munu kunna því bet- ur, að hafa ekki greini á þeim orðum í þeim samböndum sem hér eiga við. Ég er einn af þeim. Ég set það fram sem al- menna reglu að segja frekar gleðileg jól og farsælt nýár, heldur en gleðileg jólin og far- sælt nýárið, fremur góðan dag, gott kvöld og einkum góða nótt, fremur en góðan daginn, góða kvöldið og góða nóttina. En, og það er stórt en, þessi „regla“ á ekki að mínu viti að vera án undantekninga. Orðmyndirnar með greini, góðan daginn og góða kvöldið, geta innifalið meiri alúð og jafnvel lítils hátt- ar glettni, heldur en hinar. Góð- an dag og gott kvöld getur ver- ið kaldara, framandlegra en hitt. Ég mæli þó síst í gegn því, að Snorri taki á móti gestum sínum með þeim orðum sem hann er vanur. En þegar sagt er við hann á móti: Góða kvöld- ið, getur falist í því vinsemd og von um góða skemmtun. Og ég endurtek: í slíkum ávarpsorð- um skiptir tónninn afskaplega miklu máli, kannski meira en hvort orð eru höfð með greini eða ekki. Áslákur austan kvað: ★ Það tjáði mér Barbara Bush, að barn hefði ‘ún litað með túss; hún labbaði í skóla, lærði ekki að hjóla og langaði aldrei í sjúss. ★ Tryggir vinir þessa þáttar þreyta sína ferð. Ymist dagar eða náttar, er sú skipan gerð. Tölvupóstur: sala@hellusteypa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.