Morgunblaðið - 04.09.1999, Page 64

Morgunblaðið - 04.09.1999, Page 64
64 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Norrænir bygginga- dagar í Reykjavík RÁÐSTEFNA undir heitinu Nor- rænir byggingardagar í Reykjavík verður haldin dagana 5.-8. septem- ber nk. Þekktir fyrirlesarar munu koma fram og farið verður í vett- vangsferðir. Skyggnst verður inn í næstu öld með hönnun, byggingar- iðnað og skipulag í huga. Forseti ís- lands, Olafur Ragnar Grímsson, er vemdari ráðstefnunnar og frú Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Islands, er heiðursfyrirlesari. Samtökin Norrænn byggingar- dagur eru fjölmennustu samtök á Norðurlöndunum sem hafa starfað sjálfstætt í anda norrænnar sam- vinnu frá árinu 1927. Það ár var einmitt haldin ráðstefna í Stokk- hólmi þar sem Nordisk byggdag var stofnað. Þeir sem geta orðið aðilar að NBD eru sveitarfélög, opinberar stofnanir, landssamtök fagmanna, félagasamtök og verktakar. Auk þeirra geta aðrir sótt um aðild svo framarlega sem þeir hafa áhuga á norrænni samvinnu á sviði húsnæð- is-, skipulags- og byggingamála, bættum byggingarháttum, meiri framleiðni, hagvexti og framfómm í byggingariðnaði. Fyrsta ráðstefna Norræna bygg- ingardagsins NBD 10 var haldin í Reykjavík 1968 og komu þá yfir 700 gestir frá hinum Norðurlöndunum en nálguðust þúsund árið 1983 þeg- ar NBD 15 var haldin í Reykjavík, þessar ráðstefnur vom á sínum tíma þær fjölmennustu sem haldnar höfðu verið á íslandi, segir í frétta- tilkynningu. Efling mótmælir bensínhækkun EFLING - stéttarfélag skorar á stjómvöld að lækka sinn hlut í bensínhækkuninni sem skellt var á bifreiðaeigendur 1. sept- ember sl. „Sá alvarlegi hlutur sem er að gerast með þessum hækkunum snertir allt launafólk í landinu þar sem áhrif hækkunarinnar munu hafa áhrif á lánskjaravísi- tölu og þar með leiða til hækk- unar á skuldum heimilanna. Aætlað er að sú hækkun muni nema 4-5 milljörðum vegna hækkana bensíns frá áramótum. Stór hluti félagsmanna í Efl- ingu - stéttarfélagi er á föstum launatöxtum og hefur ekki feng- ið hluta þess launaskriðs sem átt hefur sér stað í samfélaginu. Þeir hópar standa verst gagn- vart slíkum hækkunum. Efling - stéttarfélag skorar jafnframt á stjórnvöld að endur- skoða allan verðlagsgmndvöll bensíns þar sem mikil fjölgun bifreiða er að skila verulega auknu fjármagni í ríkissjóð. SkatÚagning ríkisins á alla liði er varða bifreiðar eru alltof miklar þar sem bifreið í íslensku samfélagi er fyrir löngu orðin al- menningseign. Almenningssamgöngur á Is- landi eru með þeim hætti að fólk verður að hafa bifreið. Almenn- ingur mun því bregðast við þess- ari hækkun m.a. við gerð kom- andi kjarasamninga þar sem þessi mál munu vega þungt. Efling - stéttarfélag skorar því á stjórnvöld að bregðast fljótt við,“ segir í ályktun Efl- ingar. Námskeið í leiklist og talsetningu HLJÓÐSETNING ehf. býður upp á leiklistar- og talsetningar- námskeið fyrir alla aldurshópa. Þátttakendur fá að kynnast leik- rænni tjáningu, spuna, söng, tal- setningu teiknimynda, upptöku í hljóðveri og upptöku tónlistar- myndbanda. í lok hvers námskeiðs fá þátttak- endur viðurkenningarskjal ásamt myndbandsspólu sem á er stutt teiknimynd talsett af hópnum sem og tónlistarmyndband þar sem þátttakendur leika og flytja þekkt lag. Miðað er við að ekki séu fleiri en 10 í hverjum hópi. Helstu kennarar á námskeiðun- um eru Jakob Þór Einarsson, Guð- finna Rúnarsdóttir, Ingrid Jóns- dóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir og Pálmi Sigurhjartarson. Námskeið- in standa yfír í 8 vikur en þátttak- endur mæta einu sinni í viku og eru þá í 2 klst. hverju sinni. Nám- skeiðin hefjast 20. september nk. í húsnæði Hljóðsetningar, Lauga- vegi 163. Skráning fer fram dagana 6.-10. september kl. 10-17. TILBOÐ A LÖNGUM LAUGARDEGI Teg. SHOOX 3351 j Verð: Áður kr. 995,- D0MUS MEDICA við Snorrabraut - Reyfcjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN PÓSTSENDUM SAMDÆGURS KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 ':ýf? -.: VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Varnaðarorð NU þegar Austfirðingar hafa stofnað félag, sem hefur það eitt að markmiði að koma Eyjabökkum und- ir vatn, er þá ekki ráð að minnast varnaðarorða eins merkasta Austfirðings þessarar aldar, Vopnfirð- ingsins, dr. Sigurðar heit- ins Þórarinssonar, er hann segir: „Því er nú mjög á lofti haldið og vissulega með veigamiklum rökum, að í fossum landsins búi nokkuð af framtíð okkar þjóðar er byggist á þeim verðmætum sem mældar eru í kílóvattstundum en þar við liggur einnig brot af framtíðarhamingju þjóðarinnar að hún gleymi því ekki að í fossum lands- ins búa einnig varðmæti sem ekki verða metin til fjár en mælast í unaðs- stundum." Hvað skyldu margir austfirskir foreidrar ala þá von í brjósti að böm þeirra menntí sig til starfa í kerskála álvers? Grétar Eiríksson, tæknifræðingur. Sérkennilegt samtal ÞAÐ var býsna sérkenni- legt samtal Kolbrúnar við Thor Vilhjálmsson sl. sunnudag þar sem handapatið lék stórt hlut- verk. Hvers vegna gleymdi hún að fræðast um áratuga trúboð rithöfundarins í þágu Stah'ns á íslandi? Var nokkur ástæða tii að fela þennan rauða og róttæka þátt í hfshlaupi skáldsins? Forvitinn. Um rúgbrauð UM daginn var umræða um að rúgbrauð í verslun- um væru orðin svo sæt að þau líktust helst sæta- brauði. Eg hef lent í því að kaupa svoleiðis rúgbrauð en ef fólk vill ekki sætt rúgbrauð fást rúgbrauð sem eru ekki sæt hjá Sandholt á Laugavegi. Svo vildi ég gjaman fá að vita hvort einhver tekur að sér að brýna skæri og hnífa. íslendingar em ekki nógu duglegir láta brýna áhöldin sín. Stella. Hávaði við Kringluna ÍBÚI í nágrenni Kringl- unnar hafði samband við Velvakanda og var hann óánægður með þann há- vaða sem skapast af fram- kvæmdunum við Kringl- una. Sagði hann að íbúum hefði verið sagt að eftir 1. september yrði þessum hávaðasömu framkvæmd- um lokið en það bólar ekk- ert á þögninni. Slæm þjónusta ÁSLAUG Bima hafði sam- band við Velvakanda og sagðist hún óánægð með þjónustu sem hún hefði fengið hjá Naglastofu Kol- brúnar í Hafnarfirði. Sagði hún að gervineglur sem hún fékk sér hefðu dottið fljótlega af og hefði henni verið sýnt leiðinlegt við- mót af starfsmanni þegar hún kvartaði. Tapað/fundið Gullhringur í óskilum GULLHRINGUR fannst í bíl frá Hópbflum miðviku- daginn 29. ágúst. Upplýs- ingar í síma 555 4119 eða 560 7245. Úr í óskilum ÚR fannst í Seljahverfi fyrir u.þ.b. mánuði. Upp- lýsingar í síma 557 6843. Bolti týndist í Atlavík BOLTI, appelsínugulur merktur Sara, týndist í Atlavík fyrir nokkmm vik- um. Þeir sem kannast við að hafa séð boltann hafi samband í síma 487 5118. Dýrahald Springer Spaniel-tík týndist á Suðurlandi SJÖ MÁNAÐA tík af Springer Spaniel-kyni týndist í Landsveit á sunnudag. Sama dag sást til hennar á Rangárvöllum og í Fljótshlíð um kvöldið þannig að hún getur verið komin langt frá upphafs- stað. Hún er dökkbrún og hvít með síð lafandi eyru og græna ól. Þeir sem gætu gefið upplýsingar vinsamlega hafið samband í síma 554 0162, 698 8244 eða 855 0462. Fundarlaun. Kettlingar fást gefins ÓMÓTSTÆÐILEGIR kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 564 1348 um helgina og eftír kl. 16 næstu daga. Köttur í óskilum GRÁBRÖNDÓTTUR kettlingur, 5-6 mánaða, með hvítar loppur, hvíta bringu og hvítan maga, er í óskilum í austurbæ Kópa- vogs. Upplýsingar í síma 554 6126. Páfagaukar og búr fást gefins PÁFAGAUKAR og tvö búr fást gefins. Upplýsing- ar í síma 5861206 eða 586 1158. Hlutavelta Morgunblaðið/Jim Smart Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 3.633 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita Lilja Guðmundsdóttir, ísey Jökuls- dóttir, Heiða Guðmundsdóttir og Karen Knútsdóttir. Morgunblaðið/Þorkell. Þessir duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 2.450 til styrktar Rauða krossi íslands. Þau heita Margrét Daðadóttir, Dagný Yrsa Eyþórsdóttir, Ingi- björg Sólrún Ágústsdóttir og Ægir Eyþórsson. Víkveiji skrifar... YÍKVERJI er, eins og sjálfsagt flestir bifreiðaeigendur, fjúk- andi vondur út af bensínhækkuninni sem varð nú í vikunni. Neytendur virðast gjörsamlega varnarlausir gegn þessu bensínokri, sem við- gengst hér á landi og hefur gert ára- tugum saman. Og alltaf eru rökin þau að um sé að kenna hækkun á heimsmarkaðsverði. Þegar heims- markaðsverð á bensíni hins vegar lækkar skilar það sér yfirleitt seint og illa út í verðlagið, og jafnvel alls ekki. Þá eru alltaf „til svo miklar birgðir af bensíni í landinu", ef Vík- verji man frasann rétt. Víkverji biðst forláts ef hann fer hér með fleipur, en hann man bara ekki eftir því að bensínverð hafi nokkru sinni lækkað, svo orð sé á gerandi. Nú hækkar það hins vegar um rúmlega fimm krónur á lítrann og munar um minna. Látum vera þótt olíufélögin þurfi örlitla hækkun vegna hækkunar á heimsmarkaðs- verði. En hafa menn gert sér grein fyrir því að af þessum fimm krónum tekur ríkið þrjár krónur. Af himin- háu bensínverði sem íslendingar hafa löngum þurft að greiða tekur ríkið 70% í skatta. Þetta er svívirða sem bifreiðaeigendur eiga ekki að láta bjóða sér lengur. Tökum hönd- um saman, leggjum einkabflunum í nokkrar vikur, tökum strætó í vinn- una, göngum eða hjólum. Ef það dugir ekki þá tökum við þetta mál upp í næstu kosningum. Kannski það sé eina ráðið til að koma við kaunin á þessum kónum. XXX ÓFLEGA drukkið vín gleður mannsins hjarta, segir gamalt grískt spakmæli, líklega komið frá einum af spekingunum sem gengu um torg Aþenu hinnar fornu og jusu úr brunnum visku sinnar. Víkverji vill síst af öllu hvetja til aukinnar áfengisneyslu með skírskotun til þessara spakmæla og leggur áherslu á að þarna segir: „Hóflega drukkið vín...“ En þessi orð rifjuðust upp fyr- ir Víkverja er hann las nýverið grein í erlendu tímariti þar sem því er gert skóna að hófleg bjórneysla sé af hinu góða og jafnvel heilsubætandi. Á undanfómum árum hafa margar lærðar greinar verið skrifaðar um léttvín og heilsubætandi áhrif þeirra, sé þeirra neytt í hófí. Er því jafnvel haldið fram að tvö rauðvínsglös að kveldi, fyrir svefn, séu allra meina bót. I áðurnefndri blaðagrein um bjórinn er svipuðum skoðunum hald- ið á lofti og enn skal undirstrikað að hér er miðað við hófdrykkju. Það em hins vegar mörg sorgleg dæmi um að mörgum hefur reynst erfítt að feta hinn gullna meðalveg í þeim efn- um og þá er verr af stað farið en heima setið. Við lestur bjórgreinarinnar títt- nefndu rifjaðist upp fyrir Víkverja að Halldór Laxness skrifaði grein árið 1977, á þeim tíma þegar bjór var enn „krímínaliséraður" hjá okkur ís- lendingum, um hollustu bjórdrykkju. Nóbelskáldið vitnaði þar í ritgerð sem birst hafði í blaðinu „Sudd- eutsche Zeitung" og fjallaði um bjór í heilsubótarskyni. I grein sinni segir Halldór meðal annars: „Bjór hefur sérstöku hlutverki að gegna hjá taugaveikluðu fólki sem þjáist af hugaræsíngu og of miklu vinnuálagi samfara tilhneigíngu til svefnleysis. I þessu falli kemur sterkur bjór einfaldlega til greina sem lyf. Meðal fólks sem hart er leikið af svefnleysi, svo nauðsynlegt hefur þótt að fyrirskipa því róandi lyf eða jafnvel svefnmeðul, má draga úr meðalagjöf, alt niðrí örsmáa skamta, ef bjór er drukkinn jafn- framt (sé um líffæralegan sjúkdóm í taugakerfinu að ræða gilda að vísu ekki almennar reglur).“ Svo mörg voru þau orð Halldórs Laxness og eru þau birt hér mönn- um til umhugsunar og án ábyrgðar. Og enn og aftur skal undirstrikað að fari bjórdrykkjan úr böndunum er viðbúið að hollusta mjaðarins snúist upp í andhverfu sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.