Morgunblaðið - 01.10.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 01.10.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓMBER 1999 35 LISTIR Morgunblaðið/Kristján Sunna Borg og Sigurður Karlsson í hlutverkum sínum í Klukkustrengjum. Ingibjörg Stefánsdóttir þreytir frumraun sýna á íslensku leiksviði í uppsetningu LA á Klukku- strengjum, en hún fer með hlutverk Lælu. Árni Pétur Reynisson er í hlutverki kærastans. Leikfélag Akureyrar sýnir Klukkustrengi Draumur um • • X * • 1 /p oðruvisi lif Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld, föstudagskvöld, leikritið Klukkustrengi eftir Jökul Jakobsson. Margrét Þóra Þórs- dóttir kynnti sér þessa nýju uppsetningu á verkinu og segir frá því og höfundi þess. Valgeir Skagjörð leikstýrir Klukkustrengjum, Leikendur og listrænir stjórnendur KLUKKUSTRENGIR eft- ir Jökul Jakobsson. Leikendur: Ari Matthías- son, Aðalsteinn Bergdal, Arni Pétur Reynisson, Ingi- björg Stefánsdóttir, María Pálsdóttir, Sigurður Karls- son og Sunna Borg. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson. Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð. JÖKULL Jakobsson samdi Klukkustrengi sérstaklega fyrir Leikfélag Akureyrar árin 1972 til 1973 að beiðni og frumkvæði þáver- andi forsvarsmanna félagsins. Jök- ull hafði þá þegar getið sér gott orð sem leikskáld í Reykjavík og höfðu verk hans flest verið sýnd í Iðnó og notið þar mikillar hylli áhorfenda og vakið verðskuldaða athygli gagn- rýnenda og leikhúsfólks. Ljóst var orðið að kominn var fram höfundur sem hafði bæði gáfu og giftu til að skrifa leikhúsverk er stæðust sam- anburð við það sem best hafði verið gert í íslensku leikhúsi og þótt víðar væri leitað. Islendingar höfðu eign- ast alvöru leikskáld. Leikritið vakti strax athygli Jökull skrifaði Klukkustrengi að mestu fyrir norðan og að hluta til eftir að æfingar voru hafnar, þannig að leikararnir fengu textann smátt og smátt í hendur allt til enda æf- ingatímabils. Verkið var svo frum- sýnt vorið 1973 og var góður rómur að gerður. Aðsókn varð í meðallagi og umsagnir almennt jákvæðar. Magnús Jónsson var leikstjóri og Jón Þórisson gerði leikmynd. Leik- ritið og sýning Leikfélags Akureyr- ar vakti strax svo mikla athygli að Þjóðleikhúsið festi sér rétt á verk- inu samstundis og voru Klukku- strengir settir upp í Þjóðleikhúsinu strax þá um haustið. Leikstjóri vai- Brynja Benediktsdóttir og vakti sýningin athygli og umtal. Klukkustrengir hafa síðan ekki komið upp í íslensku atvinnuleik- húsi fyrr en nú að Leikfélag Akur- eyrar tekur það að nýju til sýninga. Flest leikrit Jökuls hafa verið svið- sett að nýju í leikhúsum höfuðþorg- arinnar á síðustu árum og „Hart í bak“ var sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir fáum árum. Sýn- ingarnar hafa án undantekninga hitt áhorfendur vel fyrir og þeir kunnað því vel að rifja upp kynnin við Jökul. Klukkustrengii- er leikrit sem er algjörlega óbundið stað og tíma, það getur gerst hvar sem er hvenær sem er. í sýningu Leikfélags Akur- eyrar er það ásamt öðru látið áhorf- endum eftir til ákvörðunar. Það gerist í bæ úti á landi, en þangað kemur orgelstillari að stilla kirkju- orgelið. Vettvangur þess er heimili frú Jórunnar og Lælu, dóttur henn- ar, en frúin heldur þeim sið að efna til síðdegissérríboða á heimilinu á sunnudögum. Kynlegir kvistir í síðdegisboðum „Þetta er skratti gott leikrit, ef ég má orða það þannig, margslungið verk,“ sagði Valgeir Skagjörð leik- stjóri. „Þannig leikrit eiga alltaf er- indi við okkur. I þessu verki hæðist Jökull að lífi smáborgaranna um leið og hann lofsyngur það. Jórunn er ekkja í góðum efnum sem vill hafa líf í kringum sig og býður þess vegna til sín fólki í smákökur og sérrí síðdegis á sunnudögum. Þang- að koma margir kynlegir kvistir og óhjákvæmilega verða þar ýmsar einkennilegar uppákomur," sagð Valgeir um leikritið. Hann lýsir komu orgelstillarans til bæjarins með því að bregða upp mynd af lygnum Akureyrarpollinum. í hann er kastað grjóti og yfirborðið gárast um stund en áður en varir verður hann lygn að nýju. Orgelstillarinn kemur, gerir svo sem ósköp fátt en veldur samt þessum titringi í sam- félaginu. Valgeir sagði að leikritið ætti fullt erindi nú, um aldarfjórðungi eftir að það var skrifað, það væri enda einkenni góðra leikrita. „I þessu leikriti getum við séð okkur sjálf, við getum leyft okkur að brosa út í annað að því hvað fólk getur verið kjánalegt, en það er bara allt í lagi að vera kjánalegum stundum. Það sem fólkið í leikritinu á sameiginlegt er að það er fast í ákveðnu munstri, en allir eiga sér drauma um að gera eitthvað annað og eiga draum um öðruvísi líf. Því er hins vegar fyrirmunað að gera þær breytingar á lífi sínu sem þarf til að draumarnir rætist. Okkur er bent á að það geti verið í lagi að taka skrefið sem til þarf. Sumir sóa lífi sínu af því þeir þora ekki að gera neitt. En það er líka til fólk sem líður vel í sínu hversdagslega amstri. Höfundurinn bendir líka á það og dásamar hina innri kyrrð og ró sem margir búa yfir, þá sem eru sáttir við sitt líf án þess að þurfa sí- fellt að leita hamingjunnar annai-s staðar.“ MikiII kærleikur f verkinu Valgeir sagði að í verkinu væri mikill kærleikur, greinilegt væri að Jökli hafi þótt vænt um persónur sínar. Það sama gilti um leikarana og það skilaði sér ríkulega í sýning- unni. „Það eru forréttindi 'að vinna við slíkar aðstæður," sagði Valgeir, en að sýningin hefði þróast smám saman á æfingatímabilinu í sam- vinnu allra sem að koma. „Við för- um leið einfaldleikans, látum stæla og smartheit lönd og leið, enda eng- inn þörf á að flækja þetta verk. Eg vona að það skili sér í góðri sýningu sem áhorfendur skemmta sér yfir, verði kannski hænuskrefi nær ham- ingjunni þegar þeir ganga út úr salnum.“ Valgeir sagði leikrit Jökuls heilla sig mjög og hann hafi verið mikill talsmaður þess að taka þau að nýju til sýninga í íslenskum leikhúsum. Hann setti Sjóleiðina til Bagdad upp í Logalandi fyrir tveimur árum og þá hefur hann tekið þátt í flutn- ingi Kertalogs fyrir útvarp fyrir nokkium árum. „Eg fagna því að leikrit Jökuls eru aftur farin að höfða til okkar, enda eru þau mann- bætandi," sagði Valgeir. Saga landhelgismálsins Baráttan fyrir stækkun fiskveiðilögsögunnar í 12 mílur Væntanleg er ný bók eftir Davíð Ólafsson, en hann var fiskimálastjóri um þær mundir sem baráttan stóð og einn helsti samningamaður íslands í landhelgismálinu. Þetta er ítarlegasta ritið um baráttu íslensku þjóðarinnar fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar úr þremur mílum í 12 mílur 1958. í bók sinni greinir Davíð frá fjölmörgum persónulegum minningum og samtölum við erlenda embættismenn og ráðherra sem ekki hafa komið áður fyrir almenningssjónir. Hér er um merkt fræðirit að ræða en jafnframt einstæða frásögn af baráttu íslendinga við erlendar þjóðir á Islandsmiðum og á alþjóðavettvangi. Ritið er um 550 bls. og skreytt fjölmörgum myndum og uppdráttum. Ritnefnd bókarinnar skipa: Gunnar G. Schram, Gils Guðmundsson, Már Elísson og Jón Jónsson. Sumarliði R. ísleifsson bjó bókina til prentunar eftir handritum Davíðs. Tekið er við pöntunum í bókina í síma 588 9060 eða fax 588 9095. Nöfn kaupenda verða skráð í upphafi ritsins undir fyrirsögninni: Til minningar um Davíð Olafsson. Askriftarverð fyrir þetta mikla rit er aðeins kr. 4.900,- auk sendingargjalds Hið íslenska bókmenntafélag Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 588 9060 • Fax 588 9095 • Netfang: hib@islandia.is L..-..../ L......../ /..■■.-../ /....../...... /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.