Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 41
m
ir
FORSTJORI LANASJOÐS
VESTUR-NORÐURLANDA
Lánasjóður Vestur-Norðurlanda var stofnaður árið 1986, í samraemi við samning ríksstjórna Norðurlandanna,
landsstjórnar Færeyja og heimastjórnar Grænlands. Sjóðurinn er samnorræn stofnun.
Starfsvettvangur sjóðsins eru Vestur-Norðurlöndin ísland, Grænland og Færeyjar. Aðalskrifstofa sjóðsins er í
Reykjavík, en útibú eru í Færeyjum og á Grænlandi.
Markmið sjóðsins er að styðja við þróun fjölbreytts og samkeppnishæfs atvinnulífs á starfssvæði sjóðsins.
Sjóðurinn lánar og styrkir lítil og meðalstór fyrirtæki I Færeyjum og Grænlandi, auk íslands, ef um
samvinnuverkefni við hin fyrrnefndu lönd er að ræða. Stofnfé sjóðsins er um 1.100 milljónir krónur en
útlánarammi tvöföld sú upphæð.
Forstjóri sjóðsins frá upphafi hefur óskað eftir að láta af störfum þann 1. Maí 2000 og er því leitað að
eftirrmanni með hæfileika til að vinna áfram að þróun og starfsemi sjóðsins.
STJÓRNSKIPULAG OG VINNUSKYLDUR
Stjórn sjóðsins skipa sjö fulltrúar, einn frá hverju landi. Dagleg stjórn er á höndum forstjórans ásamt fjórum
starfsmönnum, þar af tveimur í Grænlandi og Færeyjum.
Forstjórinn er ábyrgur fyrir eftirtöldu: Að undirbúa og leggja lánsumsóknir fyrir stjórnina. Hagrænni stjórnun,
þ.m.t. ávöxtun höfuðstóls og lánastýringu. Reikningshaldi og gerð áætlana. Gerð ársreikninga og ársskýrslu.
Meðal aðalverkefna forstjórans á komandi árum er að auka starfsemi sjóðsins á Grænlandi og í Færeyjum.
Forstjóranum er einnig ætlað að viðhalda og auka samvinnu sjóðsins við aðrar stofnanir sem þýðingu hafa fyrir
athafnalíf Vestur-Norðurlandanna.
HÆFNISKRÖFUR
Óskað er eftir karli eða konu með hagfræðilega eða viðskiptalega menntun, með reynslu úr fjármálaheiminum
eða aðra viðeigandi eða samærilega menntun og reynslu. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hafa langa
stjórnunarreynslu I minna eða meðalstóru fyrirtæki, hvort sem er í einka- eða hinum opinbera geira.
Þekking á atvinnulífinu og þróunarskilyrðum þess á Vestur-Norðurlöndum eða sambærilegum svæðum er
æskileg. Einnig er æskilegt að viðkomandi þekki til samfélagslegra þátta og skilyrða á starfssvæðinu.
Leitað er eftir reyndum stjórnanda með styrk til að vinna að markmiðum sjóðsins á starfsvæði hans, þar sem
möguleikar atvinnullfsins eru takmörkunum háðir, m.a. sökum landfræðilegrar legu og fjarlægðar.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti tjáð sig á dönsku, norsku eða sænsku.
RÁÐNINGARSKILMÁLAR
Gerður verður einstaklingsbundinn ráðningarsamningur og verða launakjör I samræmi við þær kröfur sem
gerðar eru til viðkomandi.
Óskað er eftir að viðkomandi taki við störfum þann 1. Febrúar 2000, eða sem fyrst eftir það.
UMSÓKN
Umsókn skal vera á dönsku, norsku eða sænsku og hafa borist sjóðnum í slðasta lagi 25. Október 1999.
Umsóknina skal senda til:
VESTNORDENFONDEN
c/o Direktar Sigurd Poulsen, Landsbanki Foroya.
Postboks 229, FR 110 Tórshavn.
Telefax (+ 298) 31 8537
Nánari upplýsingar um stöðuna gefur formaður sjóðsstjórnar, Sigurd Poulsen bankastjóri, Þórshöfn Færeyjum,
í sima +298 318305 eða varaformaður stjórnar Jorn Birk Olsen skrifstofustjóri, Nuuk Grænlandi,
ísíma +299 345000.
O
VESTNORDENFONDEN
Sudurlandsbraut 24 • 108 Reykjavik • lceland • Tel. +354 530 2100 • Fax+354 530 2109
Lagermaður
Óskum eftir að ráða duglegan og reglusaman
lagermann í umbúðamóttöku Endurvinnslunn-
ar hf. í Vogahverfi, Reykjavík.
Starfið er laust nú þegar.
Upplýsingar í síma 588 8522 föstudaginn
8. október frá kl. 8.00 — 10.00.
Atvinna
Vantar vanan sjómann á síldarbát
frá Suðurnesjum.
Upplýsingar í síma 423 7691.
SÓIMJVC
Starfsmenn óskast
á hjólbarðaverkstæði Sólningar á
Smiðjuvegi í Kópavogi.
Upplýsingar í síma 544 5020 eða á staðnum.
Sólning hf.,
Smiðjuvegi 32—34.
Akureyrarbær
Leikskólastjóri
Skóladeild Akureyrarbæjar óskar eftir
að ráða leikskólastjóra við leikskólann
Lundarsel.
Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við
leikskólann Lundarsel, Hjallalundi. Staðan er
laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Um er
að ræða 100% stöðu.
Umsaekjandi þarf að hafa lokið námi frá Fóstur-
skóla (slands, leikskólakennaraskori Kennara-
háskóla íslands, leikskólakennarabraut Háskól-
ans á Akureyri eða sambærilegu námi.
Nánari upplýsingar um starfið gefur deildar-
stjóri skóladeildar í síma 460 1456.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags
íslenskra leikskólakennara við Launanefnd
sveitarfélaga. Frekari upplýsingar um kaup
og kjörfást á starfsmannadeild Akureyrarbæj-
ar, sími 460 1000.
Tekið verður tillit til samþykkta bæjarstjórnar
Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu
í starfið.
Umsóknareyðublöð fást í upplýsingaanddyri
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, og skal þeim
skilað þangað.
Umsóknarfrestur er til 19. október 1999.
Deildarstjóri skóladeildar.
1 Fræðslumiðstöð
) Reykjavíkur
Laus störf í grunn-
skólum Reykjavíkur
Starfsmenn óskast til ýmissa starfa í
grunnskólum Reykjavíkur.
Meginmarkmið með störfunum:
Að taka þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer
innan skólans þar sem áhersla er lögð á vellíð-
an nemenda.
Starfsfólk til að annast nemendur í leik og
starfi, við gangavörslu, þrif o.fl.
Fossvogsskóli, sími 568 0200.
70% starf.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri. Umsóknir ber að senda í skólann.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar
við viðkomandi stéttarfélög.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
cV\«v\V.oyv
Blaðbera
vantar í Samtún og á Grensásveg,
§1* | Upplýsingar
síma 569 1122
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.