Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ræða Margaret Thatcher á flokksþingi • • „011 vandamál okkar hafa kom- ið frá Evrópu“ MARGARET Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, var fagnað innilega er hún lýsti því yfír á flokksþingi íhaldsflokksins í Blackpool í fyrrakvöld, að öll vanda- mál Breta í 60 ár væru runnin upp á meginlandi Evrópu. Hafa yfirlýs- ingar hennar kynt enn undir Ew- ópuandstöðunni í flokknum þótt ýmsir frammámenn hans reyni að gera lítið úr þeim. „Við erum vissulega besta þjóðin í Evrópu,“ sagði Thatcher í ræðu sinni í fyrrakvöld, „og ég hika ekki við að fullyrða, að í þann tíma, sem ég hef lifað, hafa öll okkar vandamál komið frá meginlandi Evrópu og allt hjálpræðið frá enskumælandi þjóðum. Það eru þær, sem hafa haldið uppi virðingunni fyrir lögum og lýðræði. Vinir mínir! Við erum yndisleg. Það, sem við þurfum að gera, er að vinna kjósendur á okkar band og komast í stjórn. Ekki til að ráða yfir fólkinu, heldur til að leyfa því að lifa sínu eigin lífí, að sjá fyrir sér og sínum og öðru enskumælandi fólki.“ Var Thatcher innilega fagnað er hún lauk ræðu sinni en yfírlýsingar hennar komu augljóslega William Hague og öðrum frammámönnum í flokknum á óvart. Sögðu sumir þeirra síðar, að hún hefði raun átt við heimsstyrjaldimar tvær en Sir Malcolm Rifkind, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, sagði, að auðvelt væri að túlka ummæli hennar þannig, að hún væri fjandsamleg Evrópu og það væri ekki þágu breskra þjóðar- hagsmuna. Hagne „sallarólegur“ Talsmaður íhaldsflokksins sagði, að William Hague, leiðtogi hans, væri „sallarólegur" yfir ræðu Thatchers enda hefði hún aðeins verið að segja það, sem hún hefði oft sagt áður. „Þetta var bara stormur í tebolla" sagði hann en Lundúnablaðið The Times sagði í gær, að Thatcher hefði í raun verið að staðfesta það, sem blaðið hefði upplýst í sumar, að hún hefði ávallt litið á aðild Breta að Evrópusam- bandinu sem „stórkostlegt slys“ og Reuters Thatcher og Hague klappa Francis Maude, talsmanni íhaldsflokksins í fjármálum, lof í lófa, en hann sagði, að aðild að Evrópska myntbandalaginu myndi eyðileggja breskt efnahagslíf. vildi, að þeir segðu skilið við það. Ljóst er, að ummæli Thatcher hafa kynt undir Evrópuandstöð- unni í Ihaldsflokknum og t.d. sagði Francis Maude, talsmaður flokks- ins í fjármálum, í gær, að aðild Bretlands að Evrópska mynt- bandalaginu myndi gjöreyðileggja breskt efnahagslíf. Sagði hann, að efnahagslífið í Bretlandi væri líkara bandarísku efnahagslífí en evr- ópsku. Hague hefur líka gengið lengra en áður í Evrópuandstöð- unni og ætlar að berjast fyrir breytingum á Rómarsáttmálanum til að Bretar þurfi ekki að gangast undir ný ESB-lög nema þeim líki svo. Rifkind sagði í gær í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, að þeir, sem töluðu um breytingar á Rómar- sáttmálanum, virtust gleyma því, að til þess þyrfti samþykki allra aðild- arríkjanna. „Eg tel þessar yfirlýs- ingar heimskulegar og út í hött og í raun jafngilda þær ósk um að ganga úr ESB,“ sagði Rifkind. Sumir fyrr- verandi ráðamenn í íhaldsflokkn- um, t.d. Kenneth Clarke og Michael Heseltine, hafa mótmælt yfirlýsing- um Evrópuandstæðinganna en þeir hafa varla fengið hljóð til að koma skoðunum sínum á framfæri. Vekja athygli á meginlandinu Yfirlýsingar Thatcher og ann- arra Evrópuandstæðinga hafa ekki farið framhjá frammámönnum á meginlandi Evrópu. Johannes Rau, forseti Þýskalands, sagði í gær, að Thatcher væri vön að hafa sínar skoðanir á Evrópusamvinnunni og færði þær þá jafnan í breskan bún- ing. „Þær eni samt ekki skemmti- legri fyrir það,“ sagði hann. Að minnsta kostl sjötíu manns fórust í lestarslysinu í London og margra enn saknað Athyg'lin beinist að öryggi breskra lesta London. Reuters. Lestaslysið í London M ; D T'u vagna hraðlest nálgast Paddington-stöðina. Hraði: Um það bil 65 km á klst. Q Þriggja vagna farþega-lest fer frá Paddington-stöð á aukabrautarspori. Aukaspor frá Paddington, Fremsti vagn minni lestarinnar kemur „ , að mótum brautanna, rekst á hraðlest- r,-ina þannig að hann kastast af sporinu. H'raðlesta- mööráð&t \ " 0T Paddington Aðalspor frá Paddington Fimm mínútum síðar fer minni lestin af aukasporinu til að fara yfir á aðalbrautina fyrir lestir á leið frá Padd- ington. Til þess þarf húnaðfarayfirbrautar- spor hraðlestarinnar. 1 Þrír fremstu vagnar hrað- Brak eimreiðar lestarinnar eyði- • Hugsanleg orsök: Frumrannsóknin beindist hraðlestarinnar leggjast i eldi. að því hvort minni lestin hafi farið framhjá ! einu rauðu Ijósi og tveimur gulum. Heimildir: Fróttir breskra fjölmiöla Björgunarmenn voru enn að störfum í gær, sólarhring eftir að slysið átti sér stað. Reuters EMBÆTTISMENN bresku stjórn- arinnar lofuðu í gær fé til að auka ör- yggi breska lestarkerfisins eftir að a.m.k. 70 manns biðu bana þegar tvær farþegalestir rákust saman í London í fyrradag. Breska lögreglan sagði að 100 til viðbótar væri enn saknað, en hugsanlegt væri að nokkrir þeirra hefðu lifað slysið af og ekki greint lögreglunni frá því. Björgunarsveitir héldu áfram leit sinni í lestunum en töldu ólíklegt að fleiri lík fyndust þar sem eyðilegg- ingin hefði verið „hrikaleg". Yfirvöld hvöttu ættingja þeirra sem saknað er til að hringja strax í lögregluna til að hægt yrði að áætla tölu látinna nákvæmlega. Slysið varð á mesta annatíma þeg- ar tvær lestir með 500 farþega rák- ust saman nálægt Paddington-lest- arstöðinni í London. „Þetta gæti orðið langt og erfitt starf,“ sagði Andy Trotter aðstoðar- lögreglustjóri um leitina á slysstaðn- um. Hann bætti við að mikill eldur hefði blossað upp í einum vagnanna nokkrum sekúndum eftir árekstur- inn og valdið gífurlegri eyðileggingu. Aðstæðurnar voru svo slæmar að björgunarsveitirnar ákváðu að fara ekki inn í vagninn fyrr en í gær- morgun eftir að gerðar voru sérstak- ar öryggisráðstafanir um nóttina. Að sögn breskra íjölmiðla voru 60 far- þegar í vagninum en breska lögregl- an sagði að ekkert væri hægt að full- yrða um það. „Öll sætin eru horfin. Allt er horf- ið,“ sagði Tony Thompson, talsmað- ur lögreglunnar. „Þarna er líklega hnédjúp aska ... við vitum ekki hvað er undir henni.“ 160 manns slösuðust í lestunum, þar af 26 alvarlega. Krefjast gagngerra breyt- inga á lestarkerfinu Sjónvarpsmyndir af slysinu ollu miklum óhug meðal Breta og margir kröfðust gagngerra breytinga á lest- arkerfinu, sem síðasta stjórn Ihalds- flokksins einkavæddi íyrir þremur árum. Sjö létu lífið og 150 særðust í slysi á sömu lestarteinum fyrir tveimur árum. Rannsókninni á því slysi er ekki enn lokið. Gus Macdonald aðstoðarsam- gönguráðherra sagði að allt yrði gert til að bæta öryggi lestarkerfísins, sem hefur sætt harðri gagnrýni í Bretlandi og er sagt úr sér gengið vegna fjárskorts. „Þetta eru ekki að- eins orð,“ sagði Medonald í viðtali við BBC-útvarpið og viðurkenndi að ekki hefði verið fjárfest nægilega í öryggisbúnaði fyrir lestirnar. „Við viljum tryggja að peningarnir sem fást á næstu árum fari í að auka ör- yggið, sem er forgangsverkefni, ekki síður en í að tryggja stundvísi eða þægindi farþega." Macdonald sagði að teinar og vagnar þeirra járnbrauta sem tengj- ast slysinu væru „tiltölulega nýir, frá þessum áratug“, þannig að slysið hefði að öllum líkindum ekki orðið vegna gamals búnaðar. Hann sagði að þörf væri á mikilli fjárfestingu, einkum til að koma upp öryggiskerfi sem stöðvar lestir sjálf- krafa þegar þær koma að rauðu ljósi. Breska stjórnin tilkynnti fyrir tveimur mánuðum að hún hygðist koma þessu öryggiskerfi upp eftir að rannsókn leiddi í ljós að á ári hverju koma breskar lestir 600 sinnum að rauðu ljósi án þess að nema staðar. Macdonald sagði að sjálfvirka ör- yggiskerfinu hefði þegar verið komið upp á járnbrautinni þar sem slysið varð. Hann bætti við að þegar samið yrði við lestafyrirtæki um starfsleyfi yrði hægt að „færa öryggismálin í öndvegi, eins og þau eiga alltaf að vera“. Skipti lestin um spor á rauðu Ijósi? Nokkrir breskir fjölmiðlar gátu sér þess til að slysið hefði orðið vegna rangra merkja við brautar- sporin eða að önnur lestin hefði skipt um spor á rauðu ljósi. Sérfræðingar í lestarsamgöngum sögðu í gær að rannsóknin á slysinu myndi einkum beinast að öryggis- kerfum lestanna og merkjum við brautarsporin þar sem þær rákust saman. Ennfremur yrði rannsakað hvort mistök lestarstjóra kynnu að hafa valdið slysinu. Skýrt hefur vei'ið frá því að á staðnum þar sem spor lestanna tveggja skárust hafi það gerst átta sinnum á sex árum að lestarstjórar hafi ekki tekið eftir rauðu ljósunum. „Það gengur fram af mér að ekk- ert skuli hafa verið gert við þessu vandamáli ef þetta er rétt,“ sagði Chris Jackson, aðstoðarritstjóri tímaritsins Railway Gazette International. „Það er þrennt sem gæti hafa gerst í slysinu. í íyrsta lagi að merki, sem átti að vera rautt, hafi ekki verið það. Eða að það hafi verið rautt og einhver bilun hafi orðið, svo sem á bremsunum. Eða að einhverj- um hafi einhvers staðar orðið á mis- tök.“ Fyiirtækin sem ráku lestirnar sögðu að járnbrautarmerkin á svæð- inu hefðu verið í lagi. Tony Blair forsætisráðheiTa lofaði ítarlegri rannsókn á slysinu og sagði að allt yrði gert til komast að orsök- um slyssins eins fljótt og auðið væri. Lestarstarfsmenn hóta verkfalli Eitt af stærstu stéttarfélögum starfsmanna bresku lestarfyrirtækj- anna (ASLEP) hótaði í gær að efna til verkfalls ef fyrirtækin samþykktu ekki innan viku að skýra því frá áformum sínum um að koma upp sjálfvirkum öryggiskerfum og betri fjarskiptabúnaði fyrir lestarstjórana. Mick Rix, framkvæmdastjóri ASLEP, sagði að einkavæðing járn- brautanna hefði orðið til þess að ör- yggi lestanna hefði minnkað. „Við ætlum ekki að sætta okkur við neinn niðurskurð í þjálfun félaga okkar," sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.