Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 40
*40 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hverju svara sið- fræðingar? „Sidferði breytist. Eftir 10 ársegjum við kannski: „Ja, þetta hljómar nú ekki svo illa. “En núna finnst okkurflestum þetta hljóma fremur undarlega. “ Cliff Librach, yfirmaður Sunnybrook-frjósemismiðstöðvarinnar í Toronto. Hverju og hvernig geta siðfræðingar svarað? Stundum dettur manni í hug, að eina eiginlega svarið sem siðfræðingur hafi nokkurntíma veitt sé það, að siðferði sé afstætt og ráðist af sögulegum aðstæðum og félags- legu hlut- VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson skipti manna. Það sem einum finnist rétt fínnist öðrum rangt og það sé ekki til neinn algildur mælik- varði sem nota megi til að skera úr um hvort annar hafi rétt fyr- ir sér og hinn rangt. I fréttum nýlega, um að vís- indamenn hefðu þróað aðferð til að græða vef úr eggjastokkum í konur, sagði að þessi uppgötvun hefði valdið „vangaveltum um siðferðileg álitamál“ (Morgun- blaðið 24. sept., erlendar frétt- ir). Aðrir fjölmiðlar tóku í sama streng. Og hverjar voru svo þessar siðferðislegu spurning- ar? Óljósar, svo ekki verði meira sagt. Manni sýndist helst að fréttirnar snerust um það að hin nýja vísindauppgötvun vekti siðferðisspurningar. Ekki um það hvaða siðferðisspurningar það væru, eða hvernig kynni að vera möguleiki á að svara þeim. Breska dagblaðið The Daily Telegraph sagði að upp- götvunin „gæti leitt til nýrrar siðfræðirökræðu um getu lækna til að breyta gangi nátt- úrunnar". Einnig væru menn meðal annars að velta fyrir sér þáttum á borð við upplýst samþykki, hvaða sjúklingar kæmu til greina og hver væru viðhorf siðfræðinga. „Við vitum í raun- inni ekki út í hvað við erum að fara,“ hafði kanadíska blaðið The Toronto Star eftir sérfræð- ingi í erfðavísindum. En hvers vegna eru siðferðis- leg álitamál svona loðin og ólj- ós? Vegna þess að í siðfræði er ekki fjallað um „staðreyndir" í sömu merkingu og í til dæmis líffræði, eða öðrum raunvísind- um. Raunvísindi fást við það sem er, en siðfræðin við það sem á að vera. Raunvísindin geta (í mörgum tilvikum) veitt algild svör, það er að segja, svör sem eru óháð því hvað mönnum finnst, og breytast ekki frá einum tíma til annars. I því skyni að finna algild svör, það er að segja, siðferðislegar staðreyndir, hafa siðfræðingar aðallega reynt að fara tvær leið- ir. Annars vegar hafa þeir sagt að afleiðingar athafna ráði því hvort þær séu réttar eða rang- ar. Hins vegar segja þeir að hugarfarið, sem að baki búi, það er að segja hvort maður vill vel, skeri úr um hvort athöfn sé sið- leg eða siðlaus. Hvorug þessara kenninga virðist þó virka, þegar á hólminn er komið. í fyrsta lagi er ógerningur að reikna nákvæmlega út hverjar afieiðingar einhverrar tiltekinn- ar athafnar verða, því að maður getur aldrei vitað um alla hugs- anlega áhrifaþætti. Því er óm- ögulegt að vita hvort það sem maður gerir er rétt eða rangt fyrr en maður er búinn að gera það og þá getur það verið of seint. I öðni lagi er það óhjákvæmi- lega túlkunaratriði hvenær maður vill vel og hvenær maður er einfaldlega að hugsa um að græða sjálfur. Fer þetta ekki þar að auki oft saman? Og til að vita hvort athafnir annarra eru réttar eða rangar, samkvæmt þessari kenningu, þyrfti maður eiginlega að geta lesið hugsanir þeirra. Ófærurnar sem þessar til- raunir til algildiskenninga hafa ratað í eru þó ekki bein ávísun á að engin svör séu betri en önn- ur í siðferðisefnum. Sú stað- reynd að spurningar um rétt- mæti athafna vakna í samskiptum fólks bendir til þess að siðferðið sé raunveruleg vídd sem maður getur ekki virt að vettugi. Spurningin er því sú, hvernig best verði fengist við þessar spurningar. Þegar hefur komið í ljós að þeim verður ekki svarað með staðreyndum sem sérfræðingar í siðfræði geta fundið með rann- sóknum, líkt og raunvísinda- menn hafa fundið svör með rannsóknarstörfum. Siðferðis- legum spurningum verður ein- ungis svarað með því, að maður færi rök fyrir máli sínu og út- skýri forsendur skoðunar sinn- ar. Um leið þarf maður að íhuga þau rök sem aðrir færa fram. Þannig mótast svarið í sam- ræðunni, en er ekki einungis manns sjálfs. Það er þar að auki ekki endanlegt, því það er opið fyrir frekari rökum. En það er engu að síður svar. Er þá sið- ferðislegur sannleikur bara samkomulagsatriði? Já, en ekki í eitt skipti fyrir öll, og enginn getur tekið sér einræðisvald. Og þótt maður viti að eftir tíu ár verði svarið kannski annað útilokar það ekki möguleikann á að finna svar hér og nú. Hvernig rök má færa fram í umræðu um siðferðismál? Það má til dæmis vísa til afleiðinga athafna; það má benda á hugar- farið; nú eða tala um það sem „fólki almennt“ finnist. En í rauninni eru engin takmörk fyrir því sem hægt er að leiða fram sem rök, nema þá helst skilningur og ímyndunarafl við- mælandans. Þessu viðhorfi fylg- ir að vísu sú krafa, að menn séu til í að ræða málin og leggi sig fram um að vera skiljanlegir. En þetta felur líka í sér að það er tilgangslaust að kalla til sið- fræðing og krefja hann svara um siðferðislegar „staðreyndir" málsins sem til umræðu er. Það væri í mesta lagi hægt að spyrja hann hverjar hann teldi hinar siðferðislegu spurningar vera, og hvernig hann teldi að fara mætti að því að ræða þær. SÍÐASTA dag októbermánaðar verða haldnar forseta- kosningar í Úkraínu. Kosningabaráttan er hafin og af fréttum af dæma er slagurinn harður. Hálfum mán- uði fyrir kjördag hyggst Halldór Ás- grímsson, utanríkiráð- herra, sem nú gegnir formennsku í ráðherraráði Evróp- uráðsins, fara í tveggja daga opinbera heimsókn til Úkraínu ásamt Walter Schwimmer nýjum framkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Sú för er farin þrátt fyrir eindregin tilmæli sendinefndar Úkraínu hjá Evrópuráðinu um að henni verði frestað fram yfir kosningar. Leoníd Kuchma, forseti Úkra- ínu, er umdeildur í heimalandi sínu og hefur á undanförnum misserum oftsinnis verið sakaður um einræð- istilburði og óstjórn. Nú síðast, 23. september sl., samþykkti úkra- ínska þingið ályktun þar sem for- setinn var sakaður um tilraunir til þess að koma á einræði í landinu j aðdraganda forsetakosninganna. í ályktuninni segir að forsetinn noti sér vald sitt til þess að klekkja á mótframbjóðendum sínum og því haldið fram að ríkisstjómin sé orð- in að höfuðstöðvum kosningabar- áttu Leoníds Kuchma. Vert er að minna á að frjáls fjölmiðlun þrífst ekki nú um stundir í Úkra- ínu. Alkunna er að for- setinn hefm’ beinan aðgang að stærstu fjölmiðlum og nýtir þá óspart í kosningabar- áttunni. Opinber heimsókn Walters Schwimmers og Hall- dórs Ásgrímssonar er því hvalreki á fjörur Leoníds Kuchma, sem hyggst ná endurkjöri hálfum mánuði síðar. Forsetinn mun vafalít- ið taka vel á móti góð- um gestum og engin ástæða er til þess að ætla annað en að heimsóknin verði þeim fróðleg og gagnleg. Hún gæti hins vegar ekki átt sér stað á óheppilegri stundu. Það er miður að forystumenn Evrópuráðsins skuli hafa skellt skollaeyrum við óskum úkraínskra þingmanna um að hinni opinberu heimsókn verði frestað fram yfir kosningar. Líkt og mörg önnur nýfrjáls ríki í austurvegi kljást Úkraínumenn við gífurlega spillingu á öllum sviðum þjóðlífsins. Gamla yfirstéttin - nomenklatura hins sovéska kerfis - hefur sölsað undir sig ríkiseignir og auðlindir þjóðarinnar. Ásakanir um að stjórnvöld beiti sveitum öryggis- lögreglunnar til árása á kosninga- skrifstofur andstæðinga forsetans hafa heyrst á liðnum vikum. Nýlega stöðvaði Leoníd Kuchma sjón- varpsútsendingar frá fundum úkra- Evrópuráðið Það er ábyrgðarlaust af utanríkisráðherra og framkvæmdastj óra Evrópuráðsins, segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, að hætta ekki við opinbera heimsókn til Ukraínu. ínska þingsins með þeim orðum að slíkar útsendingar væru of dýrar og þekktust hvergi á byggðu bóli. Ef til vill getur Halldór Ásgrímsson frætt Kuchma um tilhögun útsend- inga frá fundum Alþingis. Haft er eftir utanríkisráðherra að þessi ferð hafi verið ákveðin með löngum fyrirvara og ef hætt verði við hana geti það verið túlkað sem afskipti af stjórnmálum í Úkraínu. Þykir mér utanríkisráðherrann seilast langt í röksemdafærslunni, enda hefur hann ekki skýrt þessi orð nánar. I fyrsta lagi er engin ferðaáætlun þannig úr garði gerð að ekki megi breyta henni. I annan stað má styðja frestun heimsóknar- innar góðum og gildum rökum. Það er fjarstæðukennt að halda því fram að frestun hennar megi túlka sem afskipti af kosningabaráttunni í Úkraínu. Af framansögðu má ljóst vera að það er ábyrgðarlaust af utanríkis- ráðheiTa og framkvæmdastjóra Evrópuráðsins að aflýsa ekki opin- beiri heimsókn til Úkraínu hálfum mánuði fyrir forsetakosningarnar þar. Höfundur er þingkona Samfylking- arinnar í Reykjaneskjördæmi. UMRÆÐAN________ Ohepj)ileg för til Ukraínu Þórunn Sveinbjarnardóttir Þjóðarátak gegn fátækt UM HVER mán- aðamót snýr hópur fólks sér til prestanna sinna um allt land til þess að biðja um hjálp og aðstoð vegna þess að ekki er til peningur á heimilinu fyrir mat. Um hver mánaðamót kemur sívaxandi hóp- ur fólks til Rauða krossins í sömu er- indagjörðum, margir með börn á sínu fram- færi. Um hver mán- aðamót reynir Hjálp- arstarf þjóðkirkjunnai’ að mæta hjálparbeiði fjölmargra um mat. Og þannig mætti halda áfram að rekja hinar ýmsu stofnanir og félagasamtök sem reyna að hjálpa fólki með mat síðustu 5-10 dagana fyrir hver mánaðamót. Allir þekkja af fréttum hvernig ástandið er í kringum jólin þegar sérstakar safnanir fara í gang til þess að hægt sé að halda jól á fátækum heimilum þessa lands. En þessi sókn í mataraðstoð um hver mánaðamót árið um kring er minna þekkt, minna um töluð. í hópnum sem þarf að leita til hjálp- arstofnanna um hver mánaðamót til að fá mat handa sér og sínum eru margar barnafjölskyldur, mæður sem í örvænt- ingu eru að reyna að gefa börnunum sínum að borða síðustu viku mánaðarins. Þar er líka að finna öryrkja, sjúklinga og aðra sem vegna eigin veikinda eða veikinda sinna nánustu geta ekki staðið á eigin fótum. Það eru ekki auðveld skref að þurfa að biðja sér matar í miðju góð- ærinu, þegar fréttir berast af vaxandi auð- legð, stækkandi sjóðum, aukinni bifreiðasölu, aukinni sölu á verslun- arferðum til útlanda. Þau sem eiga ekki fyrir mat láta sig ekki dreyma um annað og þvílíkt, þakka fyrir ef hægt er að klæða börnin fyrir vet- urinn. Hér á Islandi, við lok tuttug- ustu aldar, ríkir fátækt hjá stórum hópi fólks, raunveruleg fátækt, svo sár að ef ekki kæmi til starf hjálp- arstofnana myndi sultur sverfa að mörgum heimilum í lok hvers mán- aðar. Eg vil ekki nefna ástæðurnar fyrir því að svo margar fjölskyldur Þórhallur Heimisson ]$nn Afi itró Sérverslun með & silkiblóm Laugavegi 63, Vita&tíg&megin &ími 551 2040 Góðgerðarstarfsemi * Egvil leyfamér að hvetja til þess að menn snúi bökum saman, seg- ir Þórhallur Heimisson, gegn þeirri fátæk sem hér ríkir í leynum. eiga í þetta miklum erfiðleikum um hver mánaðamót. Ástæðurnar eru margar, en þvi miður er það svo, að um leið og ástæður eru nefndar skipa menn sér í pólitískar sveitir og kenna hver öðrum um í stað þess að leita sameiginlega að lausn á vandanum. Vandinn er raunverulegur. Til að leysa hann þarf sameiginlegt átak en ekki pólitískar deilur. Nú er það svo að á næsta ári fögnum við 1.000 ára afmæli krist- innar trúar í landinu eins og alþjóð veit. Með kristinni trú fylgdi sú hugmyndafræði að sérhver maður væri jafn fyrir Guði, og að hver og einn og samfélagið ætti að annast um náungann, annast um þann sem væri minni máttar, yrði undir í bar- áttunni. Mikil hátíðahöld eru fyrir- huguð um land allt af tilefni afmæl- isins. Ég vil leyfa mér að hvetja til þess að í tilefni hátíðarinnar snúi menn bökum saman hvar í flokki sem þeir standa, gegn þeirri fátæk sem hér ríkir í leynum. Þjóðarátak gegn fátækt, þar sem allir samein- ast um að vinna bug á þeirri övænt- ingu sem ríkir, slíkt þjóðarátak væri sæmandi afmælisgjöf á 1.000 ára afmæli kristinnar trúar í land- inu. Höfundur er prestur í H:it'n:ui'j:irð:u-kirkju. herbalife.is lyrir þig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.