Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 35 Ljóðrænar hugleiðingar BÆKUR L j ó ð í I a ii s u m á I i SKRIFTAMÁL EINSETU- MANNSINS eftlr Sigurjón Friðjónsson. 96 bls. Prentun: Steinholt ehf. Utg. Hið ís- lenska bókmenntafélag. Reykjavík, 1999. SIGURJÓN Friðjónsson stóð löngum í skugga bróður síns, Guð- mundar á Sandi. Guðmundur var afkastameiri, baráttuglaðari og notaði betur tækifæri, sem í þá daga buðust, til að koma sér á framfæri. Sigurjón var þar á móti hljóðlátur í ljóðlist sinni, fór fram með mýkt og al- úð, maður dulur og sennilega ekki allra. Kveð- skapur hans mun og hafa þótt fremur fábreytt- ur að efni og til- þrifalítill. Hefur þá síst verið horft til þess sem hann gerði best. Amór, sonur hans, sem skrifaði ítarlega um föð- ur sinn með kvæðaúrvali sem út kom 1967, sagði réttilega að hann hefði í raun aldrei hlotið viðurkenn- ing sem skáld. Skriftamál einsetu- mannsins kallaði Arnór smárit, gat þess að það innihéldi ljóð í lausu máli en fjölyrti ekki um það að öðru leyti. En margur á sín lengi að bíða. Tíminn hefur unnið með ljóðum Sigurjóns, einkum hinum órímuðu. Jóhann Hjálmarsson gerðHtarlega úttekt á verkum hans í Islenzkri nútímaljóðlist (1971), fór lofsam- legum orðum um ljóð hans, taldi Sigurjón í hópi þeirra sem vörðuðu leiðina til íslenskrar nútímaljóðlist- ar og benti þá sérstaklega á Skriftamál einsetumannsins (1929), sem nú hafa sem sé verið endurútgefin, og ljóðaflokkinn Barnið á götunni (1943); segir um þessi rímlausu ljóð hans að þau séu »bæði efnislega athyglisverð, og hrynjandi þeirra og málsmeðferð oftast áleitin og samfelld«. Er óhætt að fullyrða að þar með hafi Sigurjón loks fengið þá viðurkenn- ing sem Arnór sagði hann hvergi hafa notið í lifanda lífi. Skriftamál einsetumannsins mega vel kallast heimspekirit. Því er hvergi ófyrirsynju að Páll Skúla- son skuli nú fylgja þeim úr hlaði með formála. Heimspekiprófessor- inn minnir á að maðurinn eigi jafn- an um tvennt að velja: að njóta til- veru sinnar og láta þar við sitja ellegar horfa hærra, reyna að átta sig á heimi þeim sem maður lifir í, Sýningum lýkur i8 gallerí, Ingólfsstræti 8 SÝNINGU Kristjáns Guðmun- dssonar í i8 galleríi lýkur nk. sunnudag. A sýningunni sýnir Kri- stján málverk og teikningar. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Hár og list Sýningu Guðrúnar Jónasdóttur (gjonas) í Gallerí Hár og List, Strandgötu 39 Hafnarfirði, lýkur sunnudaginn lO.október. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 14-18. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Sýningu Sigurðar Eyþórssonar á olíuverkum og teikningum lýkur á sunnudag. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17, sunnudaga kl. 14-17. grafast fyrir hin dýpri rök verund- ai-innar. En sú var einmitt viðleitni Sigurjóns í Skriftamálum hans. Og fleiri lærðir láta sér nú títt um skáldskap og lífspeki bóndans þingeyska því þarna er einnig stutt ritgerð eftir Ragnhildi Richter bókmenntafræðing þar sem hún leitast við að varpa ljósi á þetta sér- stæða verk. Loks gerir Úlfar Bragason grein fyrir útgáfunni sem slíkri. Og víst eru þessi Skriftamál merkileg og það fyrir margi-a hluta sakir, fyrst vegna nýstárlegrar framsetningar og frjálslegs forms sem Jóhann Hjálmarsson benti á, síðan sem óyggjandi menningar- heimild þar eð af þeim má svo ljós- lega ráða hvemig sjálfmenntaður skáldbóndi norður í landi hugsaði á fyrsta fjórðungi aldarinnar, hvað hann hafði lesið og heyrt og hvaða ályktanir hann dró af því sem hann vissi nýjast í heimi þekkingarinnar. Ekki fer á milli mála að Sigurjón hefur verið trúhneigður að eðlis- fari. En alinn upp við sannleik- skröfur realismans hefur hann litið svo til að honum bæri að taka hreina og skilyrðislausa afstöðu til trúar og kirkju - og raunar til trúarbragðanna almennt - sam- viska hans bannaði honum að játa það sem hann ekki tryði. Trúin og guðdómurinn handan við kreddur og kennisetningar urðu honum því óþrjótandi íhugunarefni. Mótsagn- irnar í mannlegu eðli - og ekki síð- ur í mannlegu samfélagi - leituðu líka á hugann. Augljóslega hefur Sigurjón kynnt sér kenningar þær, sem efst voru á baugi í trú og vís- indum um hans daga: guðspeki, nýguðfræði, spíritisma, kenningar Helga Pjeturss, síðustu uppgötv- anir í stjömufræði og öðrum nátt- úruvísindum að ógleymdum þeim bókmenntastefnum sem hæst bar um hans daga. En titillinn? Sigurjón var enginn einsetumaður, síður en svo. Hann var kominn af sterkum stofnum í héraði. Hann átti vaxandi frænd- garð og stóra fjölskyldu. Sýslungar hans höfðu um skeið kosið hann til forystu í ýmsum félagsmálum, t.d. setu á Alþingi. En nú var því lokið. Honum var stjakað til hliðar, sjálf- um honum til sárra vonbrigða. Andsvarið hefur því verið að hugsa ráð sitt í einrúmi, hverfa inn í eigin hugarheim. Og þá verða þessi Skriftamál til. Sárindi þau, sem gætir í sumum þáttanna, t.d. í Stund í fjölmenni, skýrast vafa- laust af því. Sjötíu ár eru nú liðin síðan Sig- urjón Friðjónsson sendi frá sér þessar hugleiðingar. Síðan hefur ýmislegt breyst og það helst að nú er meira talað en minna hugsað! Erlendur Jónsson Fjórða lands- mót kvenna- kóra FJÓRÐA landsmót kvennakóra verður haldið á Siglufirði dagana 8.-10. október en það er Kvennakór Siglufjarðar sem er gestgjafi að þessu sinni. Stjórnandi Kvenna- kórs Siglufjarðar er Elías Þor- valdsson, undirleikari Antonía Hevesi. Á landsmótið koma sex kórar: Kvennakórinn Lissý frá Þingeyjar- sýslu, Kvennakórinn Ljósbrá úr Rangárvallasýslu, Kvennakórinn Freyjur úr Borgarfirði, Kvennakór Hornafjarðar, Kvennakór Hafnar- fjarðar og Kvennakór Reykjavíkur. Tónleikar verða í íþróttahúsinu á Siglufirði laugardaginn 9. október kl. 15. Þá munu allir kórarnir syngja saman en síðan flytur hver kór þrjú lög. Mótsstjóri er Margrét Bóasdótt- ir. Siguijón Friðjónsson Nýja útgáfan mikið breytt BÆKUR Ippflettirit ÍSLENSKA LYFJABÓKIN Aðalhöfundar eru læknarnir Helgi Kristbjamarson og Magnús Jó- hannsson og Bessi Gíslason lyfja- fræðingur. Lyfjabókaútgáfan ehf. 1999. NÚ ER hún loksins komin út í end- urbættri útgáfu, Islenska lyfjabók- in, og því ber að fagna. Margt hefur breyst í lyfjamálum á Islandi á þeim sjö árum sem liðin eru frá því síðasta útgáfa bókarinn- ar kom út árið 1992. Fjöldi nýrra lyfja, á þriðja hundrað segja útgef- endur, hefur komið á markað og önnur eru horfin af sjónarsviðinu. Eins og við er að búast eru gamlar útgáfur bókarinnar orðnar úreltar. Við því bregðast útgefendur með því að hvetja fólk sem á gamla lyfjabók að koma og skipta henni fyrir nýja, og er þá sú gamla metin til hluta af verði þeirrar nýju. Islenska lyfjabókin er uppflettir- it þar sem fjallað er um skráð lyf sem seld eru á íslandi. Þau eru sem stendur um 1030 að tölu. Innihalds- efnum lyfjanna, samheitalyfjum, aukaverkunum og fleiri mikilvæg- Morgunblaðið/Arni Sæberg Apótekarafélag íslands keypti útgáfuréttinn af lyfjabókinni af höfundunum fyrr á þessu ári. Hér undirrita þeir samninginn, Vig- fús Guðmundsson, Kristján P. Guðmundsson, Werner Rasmusson, Sigríður Sigurðardóttir, Helgi Kristbjarnarson, Magnús Jóhanns- son, Bessi Gíslason og Jón Þórðarson. um upplýsingum er lýst í bókinni og fólki þannig gert kleift að fylgj- ast með og hafa áhrif á eigin lyfja- meðferð. Nútímafólk vill gjarnan bera ábyrgð á eigin heilsu og vita hvað það lætur ofan í sig, til hvers og hvaða áhrif það hefur, bæði góðs og ills. Þess vegna ætti bók sem þessi að vera til sem víðast. Islenska lyfjabókin er 640 blaðs- íðna þykk og þung og skiptist í átta kafla. I fyrsta kaflanum er farið yfir flokkun lyfja eftir verkun. Ef menn vita t.d. um heiti virks lyfjaefnisins geta þeir flett því upp í þessum kafla og fundið hvað_ sérlyfm sem innihalda það heita. í öðrum kafla er sérstaklega fjallað um lyfja- skrána sjálfa (sem er í þriðja kafl- anum) og mönnum kennt að nota hana. Þar er sagt frá aukaverkun- um og ýmsum atriðum sem hafa ber í huga þegar lyf eru tekin. Þar er einnig tafla um þau lyf sem selja má án lyfseðils. Þessi kafli er fróð- legur. Lyfjaskráin sjálf er síðan í þriðja kaflanum og er hún að sjálf- sögðu fyrirferðarmesti kafli bókar- innar. Þar er farið yfir hvert lyfið á fætur öðru eftir stafrófsröð sér- lyfjaheita. Aftan við lyfjaskrána er kafli um nýjungar í lyfjameðferð og mjög fróðlegur og auðlesinn kafli um ein- staka lyfjaflokka. Kafli um náttúru- lyf, sem ekki er að finna í eldri út- gáfum bókarinnar, er heldur stuttaralegur - en er ekki mjór oft mikils vísir? Kafli um ónæmisað- gerir og bóluefni er góður og ástæða er til að minna fólk sem hyggur á ferð til fjarlægra landa að lesa hann áður en lagt er í hann. Það sama á við um síðasta kafla bókarinnar en þar eru ferðamönn- um gefin góð ráð. Það er spuming hvort þessir sí- ðastnefndu kaflar hefðu ekki átt að vera á undan lyfjaskránni þvi hætta er á að hún skyggi svo hressilega á þá að fólk taki ekki eftir þeim. María Hrönn Gunnarsdóttir. X* - , £ * i «' afsláttur af öllum gólfefhum ' 1' Æi 5 % ' WF* J 'li
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.