Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 227. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Manntjón í lestarslysinu í Lundúnum meira en talið var Herlög gengin í gildi í Tsjetsjníu Sjötíu fórust og fleiri saknað Lundúnum. Reuters. AÐ MINNSTA kosti sjötíu manns fórust í lestarslysinu í Lundúnum í fyrradag og allt að 100 manns til við- bótar er saknað. Frá þessu greindu talsmenn lögreglunnar í gær. Ljóst er að þetta er eitt mannskæðasta lestarslys sem orðið hefur í Bret- landi. Tony Blair forsætisráðherra hét þjóðinni ítarlegri rannsókn og sagði að ríkisstjóm Verkamannaflokksins, sem „erfði“ að mestu einkavætt jám- brautakerfi frá fyrri stjórnum íhaldsmanna, væri staðráðin í að gera það sem í hennar valdi stæði til að byggja á ný upp traust almenn- ings á lestakerfinu. „Þetta er augljóslega yfirþyrm- andi hrikalegur harmleikur," sagði Blair. Brezkur almenningur var sleginn óhug við tilkynninguna um hina snar- hækkuðu tölu yfir látna í slysinu, en slysið, sem varð þegar tvær fullar farþegalestir skullu saman snemma á þriðjudagsmorgun skammt frá Padd- ington-lestarstöðinni í Lundúnum, hefur orðið til að rýra mjög traust fólks á öryggi lestakerfisins. Fór yfir á rauðu Yfirvöld jámbrautarmála greindu frá því í gær að önnur lestanna hefði farið yfir á rauðu ljósi rétt áður en slysið varð í fyrradag. Lýstu tals- menn fyrirtækjanna sem reka bæði lestirnar og jámbrautirnar sjálfar því yfir í gær, að ekkert hefði verið að umferðarljósakerfinu á slysstað. ■ Athyglin beinist/24 Áfram var unnið sleitulaust í gær að björgunarstörfum á nærri Paddington-lestarstöðinni í Lundúnum. Reuters slysstað Sókn Rússa heldur áfram Grosní, Moskvu. AP, Reuters, AFP. RÚSSNESKAR hersveitir héldu í gær áfram hernaðaraðgerðum í Tsjetsjníu, með loft- og stórskota- Iiðsárásum í norðvestur- og austur- hluta sjálfstjómarlýðveldisins, sem ekki hefur lotið Moskvustjóminni frá því rússneski herinn beið auð- mýkjandi ósigur fyrir skæmliðum árið 1996. Igor Sergejev, vamarmálaráð- herra Rússlands, sagði hugsanlegt að herinn réðist í nýja sókn gegn Grosní og öðram helztu stöðvum skæruliða Tsjetsjena. Rússar hafa hingað til lítið láti uppi um fyrirætl- anir sínar og komið vopnuðum sveit- um Tsjetsjena þannig á óvart og neytt þær til að dreifa sér á undan- haldi. Fullyrti Sergejev að Rússar yrðu aðeins varir við vopnaða mótspymu á afmörkuðum svæðum. Talsmenn Tsjetsjena halda öðra fram og segja harða bardaga í gangi til að stöðva framrás Rússa. Herlög virðast hafa Iítið að segja Aslan Maskhadov, forseti Tsjetsjena, lýsti yfir herlögum sem gengu í gildi á miðnætti á þriðju- dagskvöld en að sögn erlendra fréttastofa vora þess fá merki á göt- um höfuðstaðarins, Grosní. Götu- markaðir vora enn opnir þrátt fyrir dranurnar frá bardögum í nágrenn- inu. Traflanir hafa verið á rafmagn- inu og ekkert jarðgas berst lengur um gasleiðslur borgarinnar. Yfirlýsing Maskhadovs er enda frekar táknræns eðlis í landi þar sem skæraliðaleiðtogar hafa ráðið meira en forsetinn. Hann hvatti trú- arleiðtoga múslíma til að hvetja íbú- ana til „heilags stríðs“ gegn Rúss- um. Pinochet ekki við dómsuppkvaðningu Thatcher segir róttarhöldin „hefnd vinstrimanna“ London, Madríd. AP, Reuters. BRESKUR dómari kvað í gær upp þann úr- skurð að Augusto Pinoehet, sem ákærður hefur verið fyiir að bera ábyrgð á pyntingum, þurfi ekki að vera viðstaddur þegar niðurstaða réttar- ins vegna kröfu um framsal hans til Spánar verð- ur tilkynnt á föstudag. Úrskurðurinn er byggður á vitnisburði læknis sem í gær bar fyrir réttinum að Pinochet hefði fengið tvö væg hjartaáföll í síð- asta mánuði. Breskir lögfræðingar hafa dregið vitnisburð læknisins í efa. Spænsk stjórnvöld vænd um afskipti Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, lýsti því yfir í ávarpi á flokks- þingi breska Ihaldsflokksins í gær að verið væri að draga Pinochet fyrir rétt „fyrir að hafa sigr- ast á kommúnismanum“. „Það er enginn vafi, það er hefnd vinstrimanna en ekki réttlæti fyrir fómarlambið sem mál Pinochets snýst um,“ tjáði „Járnfrúin" fullum sal þingfulltrúa í fyrsta form- lega ávarpinu sem hún flutti á flokksþingi flokks síns frá því hún fór frá völdum fyiir níu árum. Spænska blaðið E1 Pais birti í gær frétt um að spænska ríkisstjómin hefði hvatt breskan lög- fræðing, sem annast hefur málareksturinn gegn Pinochet í London, til að áfrýja ekki dóminum verði framsalskröfunni vísað frá. Spænsk stjórn- völd lýstu því þegar í stað yfir að fréttirnar væra ekki á rökum reistar en staða þeirra í mála- ferlunum gegn Pinochet hefur frá upphafi verið erfið. I aðra röndina hafa þau sagt að þau geti ekki haft afskipti af því sem formlega er lagaleg málsókn, en á hinn bóginn getur engum dulist að spænska stjórnin hefur þungar áhyggjur af því að málið geti skaðað tengsl Spánar við Chile og önnur lönd Rómönsku Ameríku. Hópar andstæðinga og stuðningsmanna ein- ræðisherrans fyrrverandi í Chile hyggjast safn- ast saman í höfuðborginni Santiago í kvöld og bíða úrskurðar dómstólsins í London, sem er áætlað að verði kveðinn upp kl. 10 að brezkum tíma, eða kl. 6 að morgni að staðartíma í Chile. Reuters Súkkulaðimúr í Berlín í TILEFNI af því að í dag eru liðin 50 ár frá því austur-þýzka alþýðulýðveldið var stofnað, reis í gær nýr Berlínarmúr - í þetta sinn úr súkkulaði. Kökugerðarmenn ættaðir frá Italiu unnu í gær hörðum höndum að því að hlaða upp súkkulaði-„múrsteinum“ sem hver vegur 21 kíló í 12 m langan múr á torgi nokkru í miðborginni, þar sem Berlinarmúrinn lá áður, þekktasta mannvirkið sem varð til á þeim fjór- um áratugum sem kommúnistaríkið í austur- hluta Þýzkalands lifði. Rússar segjast hafa hertekið um þriðjung landsvæðis Tsjetsjníu. Um 125.000 manns hafa flúið heimili sín í Tsjetsjníu eftir tveggja vikna sprengjuárásir rússneska hersins, flestir til nágrannahéraðsins Ingús- hetíu en um tíundi hluti til Dag- estans. Flóttamenn tjáðu frétta- manni AFP á þessum slóðum að Rússar vörpuðu nú sprengjum á tsjetsjensk þorp án þess að vera vissir um að þar væru skæruliðar. Vladimír Pútín forsætisráðherra sagði aðgerðimar í Tsjetsjníu langt frá því búnar. í sjónvarpsávarpi sagði hann nauðsynlegt að auka út- gjöld til hermála. --------------- Friðargæsluliði gerð fyrirsát á A-Tfmor Tveir vígamenn felldir Dili. AP, Reuters. TVEIR liðsmenn vigahópa and- stæðinga sjálfstæðis Austur-Tímors vora í gær felldii’ af friðargæslulið- um eftir að vígamenn gerðu hersveit Ástrala, Nýsjálendinga og Breta fyrirsát nærri þorpinu Suai, sem liggur við landamæri Austur- og Vestur-Tímors, á suðvesturhomi Tímor-eyju. Tveir Astralar særðust í bardaganum en ekki alvarlega, að sögn Peters Cosgroves, yfirmanns friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í A-Tímor. Er þetta í fyrsta sinn frá því frið- argæsluliðar héldu innreið sína til A-Tímors að þeir fella vígamenn, þrátt fyrir ítrekaðar ögranir af þeirra hálfu. Cosgrove sagði að eftir að mennh’nir vora felldir hefðu fé- lagar þeirra flúið í burtu og lýsti hann fyrirsátinni sem vel skipu- lagðri. Kom árásin í kjölfar þess að friðargæsluliðar leystu nokkra víga- menn úr haldi og leyfðu þeim að halda yfir landamærin til Vestur- Tímors. „Það sem hæst ber nú er að víga- hóparnir hafa tekið þann kostinn að beita ofbeldi, þrátt fyrir yfirlýstan vilja okkar til að leysa mál með frið- samlegum hætti,“ sagði Cosgrove. „INTERFET [Friðargæsluliðið] mun ekki líða þetta.“ Nokkru áður en árásin var gerð reyndi hópur vígamanna að fara yfir landamærin við Suai í vörabifreið en áströlsk hersveit stöðvaði ferð þeirra með því að skjóta á hjólbarða bifreiðarinnar. Nokkrir þeirra sem í henni vora særðust og vora þeir fluttir á sjúkrahús. Félagar þeÚTa voru afvopnaðir, færðir til yfir- heyrslu, og að henni lokinni vai- þeim ekið til landamæranna. Fyrirsátin var gerð er friðar- gæsluliðarnir sneru til baka frá landamæranum. ■ Belo biskup/28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.