Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
MYNDBOND Sjálfsvörn fyrir fólk á öllum aldri Stutt
Mjóróma
undrabarn
Litla rödd
(Little Voice)
Gamanmynd/dram a
★ ★'/2
Loiksljóri og handritshöfundur:
Mark Herman. Byggt á Ieikriti eftir
Jim Cartwright. Aðalhlutverk: Jane
Horrocks, Michael Caine, Brenda
Blethyn og Ewan McGregor. (96 mín)
Bretland. Skífan, september 1999.
Bönnuð innan 12 ára.
í LITLU herbergi í hrjúfu sjávar-
þorpi í Bretlandi kúldrast ung stúlka
sem fengið hefur viðurnefnið Litla
rödd. Daglangt
hlustar hún á sígild-
ar dægurplötur föð-
ur síns heitins og
raular með. Ráðrík
móðirin telur stúlk-
una enga framtíð
eiga fyrir sér, þang-
að til að umboðs-
maður nokkur upp-
götvar undraverða
sönghæfileika stúlkunnar.
Jane Horrocks, sem leikur aðal-
hlutverkið í þessari kvikmynd, er
ekki aðeins góð leikkona, heldur gíf-
urlega hæfileikarík söngkona en hún
syngur sjálf í öllum söngatriðum
myndarinnar. Þar endurvekur hún
raddir stjarna á borð við Judy Gar-
land, Marilyn Monroe og Marlene
Dietrieh svo vart má greina á milli
fyrirmyndar og eftirlíkingar. Aðrir
leikarar eru einnig frábærir en per-
sónurnar sem þeir túlka eru bæði
skemmtilegar og raunsannar.
"L Brenda Blethyn túlkar hina lífs-
þyrstu móður af ótrúlegum krafti,
Michael Caine leikur hinn vongóða
en lífsþreytta umba af öryggi og Ew-
an McGregor er elskulegur sem hinn
vatnsgreiddi og hlédrægi vonbiðill
Litlu raddar. Þó að sagan sé góð tek-
ur hún dálítið ósamstæðar sveiflur
milli gamans og háalvarlegs drama.
Þá taka persónur móðurinnar og
umbans heldur ófyrirsjánlegum
stakkaskiptum undh- lokin.
Heiða Jóhannsdóttir
---------------------
Máttur
' hlátursins
Patch Adams
Saiinsuguíeg
gamanmjiid
★ ★Ví2
Leikstjórn: Tom Shadyac. Aðalhlut-
verk: Robin Williams, Monica Potter,
Daniel London og Bob Gunton. 111
mín. Bandarísk. ClC-myndbönd, sept-
ember 1999. Öllum leyfð.
MYND þessi er byggð á atburðum
í lífí Hunters nokkurs „Patch“ Ad-
ams, sem trúði því að hláturinn
lengdi og létti lífið
og reyndi að færa
kenningu sína inn í
læknisfræðina þar
sem hann mætti
nokkurri andstöðu
vantrúaðra. Það er
mikill dýrðarljómi
yfir ævisögunni.
Hún er voða sæt og
nokkuð skemmtileg
á köflum. Robin Williams er í mjög
kunnuglegu hlutverki hér og maður
hefur það á tilfinningunni að hann
hafi leikið hlutverkið oft áður. Mikið
er spilað á tilfinningasemina og verð-
.*ur myndin ansi væmin á köflum.
Boðskapurinn er auðvitað ákaflega
jákvæður og sjálfsagt jafnþarfur.
Myndin er öll fagmannlega unnin,
jafnt hvað varðar leik, stjórnun og
tæknivinnu, en líður nokkuð fyrir
takmarkalausa upphafningu aðal-
hetjunnar og einfaldan leik að til-
'^fínningum áhorfenda. Annars ágæt
^skemmtun.
Guðmundur Ásgeirsson.
Lífið er eini verð-
launagripurinn
Isaac Cohen hyggst standa fyrir nám-
skeiðum í sjálfsvörn hérlendis. Hann hefur
m.a. þjálfað sérsveitir bandaríska hersins,
--------------------------------------y,------
barist í Yom Kippur-stríðinu fyrir Israel
og þróað eigin bardagaaðferð sem nefnist
sverð Gídeóns. Pétur Blöndal talaði við
hann um að fara að öllu með gát.
SVERÐ Gídeons nefnist sjálfsvarn-
ai’aðferð sem Isaac Cohen hefur þró-
að og kennt víða um heim. Hann er
nýkominn frá Grænlandi og stendur
fyrir námskeiði næstkomandi sunnu-
dag frá kl. 14 til 17 í æfingasal
Karatefélags Reykjavíkur. Þá stefn-
ir hann á að koma hingað aftur í
febrúar á næsta ári og vera með
lengra námskeið.
Cohen er með tíundu
gráðu af svarta beltinu,
lengra er ekki hægt að komast, og
hefur víðtæka reynslu á sviði sjálfs-
varnaríþrótta. Ekki er nóg með að
hann hafi barist með sérsveitum
ísraelska hersins í Yom Kippur-
stríðinu heldur hefur hann þjálfað
sérsveitarmenn bandaríska hersins.
Hann hefur þróað sérstaka sjálfs-
varnaraðferð sem nefnist sverð Gíd-
eons og hentar körlum og konum á
öllum aldri.
Byggist ekki á styrkleika
,A-ðferðin byggist ekki á styrk-
leika sem er mikilvægt því annars
gæti árásarmaðurinn einfaldlega
verið sterkari," segir Cohen. ,Að-
ferðin byggist á því að nota þyngdar-
aflið; að trufla jafnvægisskyn and-
stæðingsins. Ef árásarmaðurinn læt-
ur til skarar skríða þarf hann að
hreyfa sig í átt að fórnarlambinu.
Það stígur til hliðar og beitir tækni
sem veldur því að hreyfing árás-
armannsins heldur áfram og hann
skellur í gólfið. Þessi aðferð dugar
við hvaða árás sem er, engu skiptir
hvort árásarmennirnir eru einn eða
fleirýeða hvort vopn eru með í spil-
inu. I öllum þessum aðstæðum mun
árásannaðurinn enda í gólfinu á
þremur sekúndum, jafnvel fyrr.“
Cohen segir mikilvægt að halda ró
sinni. „Eg kenni fólki að hafa stjórn
á huganum. Fyi-ir það fyrsta má ekki
reiðast árásarmanninum og ekki
meiða hann heldur. Vissulega býður
aðferðin upp á það en maður er í að-
stöðu til að gera það ekki. Árás-
armaðurinn er ekki í andlegu jafn-
vægi og auðvitað er mikilvægt að
vernda líf sitt en maður vill ekki
auka örvæntingu hans; við vitum
aldrei hvaða bakgrunn hann hefur
eða til hvers hann er líklegur."
Að sögn Cohens kemur aðferðin
sem hann kennir til góða, er rökrétt
og raunsæ og kemur öllum að haldi
sem hafa sjálfsaga, einbeitingu og
löngun til að læra. „Ég myndi lýsa
þessu þannig að þetta sé fyrir fólk
sem langar til að geta varið sig,“ seg-
ir hann. „Til að byrja með þarf það
að forðast óþarfa
áhættur eins og að
vera í vondum fé-
lagsskap á öldurhús-
um, verða of drukkið, ,
nota eiturlyf eða jafn-
Aðferðin sem1
Cohen hefur þróað
hæfir fólki af báð-
um kynjum og á
öllum aldri.
vel að vera ekki með öryggisbelti."
Hann segir að fólk þurfi einnig að
vera sér meðvitandi um hætturnar
sem leynast í umhverfmu. Ef það
gengur inn í bíl þarf það að líta aftur
fyrii' sætið. Ef tveir fara á sitthvorum
bílnum af bíiastæði eiga þeir að bíða
eftir hinum. Að sama skapi ef öðrum
er skutlað heim á hinn að bíða eftir að
ljósin kvikni. Ef fólk kemur heim til
sín og hurðin er opin, má ekki taka
óþarfa áhættu, það er aldrei að vita
hvað hefur gerst. Konur sem ganga
einar heim eiga að ganga á lýstu
svæði og ekki hrópa á hjálp ef eittr
hvað kemur fyrir heldur að kviknað
sé í; annai-s gæti fólk orðið óttaslegið
og ekki komið út á götu. Þetta er
langur listi og fleira sem ég tíni til.
Þegar fólk er orðið vart um sig, þá
fyrst er ástæða til að kenna sjálfs-
vörn. En fyrst þarf að þjálfa hugann."
Hugarró skiptir öllu máli
Sá sem kann allar sjálfsvarnarað-
ferðir í heiminum, að sögn Cohens,
en er ekki í andlegu jafnvægi gæti
gleymt öllum aðferðunum ef ráðist
er á hann. Hann segir að maður
þurfi að læra að stjórna huganum,
t.d. með réttri öndun. Margir andi
aðeins háifa leið en þurfi að anda alla
leið. Þá þurfi menn að huga að
augnaráðinu; ef augun fari að flökta
þegar hætta steðji að viti árásarmað-
urinn af hræðslunni. „Það er engin
keppni í mínu kerfi, eins og öðrum
sjálfsvarnaríþróttum. Það fæst við
veruleikann og eini verðlaunagripur-
inn er lífið.“
Isaac Cohen verður með nám-
skeið um helgina í Karatefélagi
Reykjavíkur.
Cohen segist geta kennt margt í
einum tíma en aðferðin sé ferðalag,
ekki áfangastaður; hægt sé að
læra hana allt lífið. Þá segir
hann að eftir að hafa lært
sína aðferð muni fólk vilja
forðast átök. „Því meira
sem það lærir því betur
verður það sér meðvitandi
um hversu mannslíkaminn er
viðkvæmur; það fær meiri
samúð með árásarmanninum.
Stundum er hægt að komast
hjá átökum með orðum eða því
að halda aftur af sér. I karate er
byrjað á árás en í mínu kerfi er um
algjöra sjáifsvörn að ræða; aldrei er
byrjað að fyrra bragði.
Það sem gerist í raunverulegum
aðstæðum þegar komið er út fyrir
æfingasalinn er að árás úr tíu metra
fjarlægð tekur eina og hálfa til tvær
sekúndur. Það er því ekki mikill tími
til stefnu, jafnvel fyrir sérþjálfaða og
vopnaða lögreglumenn. Þess vegna
er mikilvægt að læra aðferð sem
kennir ósjálfráð viðbrögð við nánast
hvaða aðstæður sem er, hvort sem
ráðist er aftan að eða framan, með
kylfu eða skotvopn."
Höfum ekki efni á að tapa
Cohen var í sérsveitum ísraelska
hersins í Yom Kippur-stríðinu árið
1973 og var Yitzhak Rabin, sem síð-
ar varð forsætisráðherra Israels,
góður vinur móður hans. „Ég á
nokkrar myndir af þeim saman og
þekkti hann ágætlega eins og nokkra
af öðrum ráðamönnum Israels," seg-
ir Cohen og bætir við að það hafi
verið hræðilegt þegar Rabin var
myrtur. Hann hefur búið í 12 ár í
Bandaríkjunum. En er það rétt sem
sumir segja að ísraelskir hermenn
séu þeir best þjálfuðu í heiminum?
„Við eigum engra kosta völ; við
búum í landi sem býður ekki upp á
ósigur. Ef við bíðum lægri hlut einu
sinni er allt tapað. Þess vegna þurf-
um við að kafa eins djúpt og hægt er
í allar greinar hernaðar og vera
fremstir í heiminum. Okkur hefur
tekist ágætlega upp.“
Dætur Hróa
hattar í þýskum
nútíma
í KVÖLD kl. 20.30 verður þýska kvikmyndin „Burn-
ing Life“ frá árinu 1994 sýnd í Goethe-stofnuninni á
Lindargötu 46. Leikstjóri inyndarinnar er Peter Welz
en með aðalhlutverk fara Anna Thalbach og Maria
Schrader.
Myndin íjailar á gamansaman hátt um skuggahlið-
arnar á sameiningu þýsku ríkjanna. Eftir gleðibylgj-
una sem fór um Þýskaland í kjölfar sameiningarinnar
vaknar fólk aftur til blákalds og oft ófagurs veru-
leika. Ung kona ákveður að réttast sé í stöðunni að
ræna banka og ákveður önnur kona í skyndingu að
aðstoða hana við ránið. Þessar dætur Hróa hattar
Þessar þýsku konur ákveða að taka málin í sínar
hendur að hætti Hróa hattar.
fremja hvert ránið á fætur öðru um allt Þýskaland og
lögreglan þarf að skipa sérstaka sveit til að hafa
hendur í liári þeirra.
Kvikmyndasýning í Goethe-stofnuninni
Oþreytandi
starfsmenn
úr plasti
ÞEIR líta út eins og öryggisverðir
með öryggishunda en þeir blikka
ekki auga ef skotið er á þá, þurfa
aldrei pásur og hafa fullkomna
sjón um dimmar nætur. Ef einhver
undrar sig á þessum ofurmennum
er það ekki skrýtið því lýsingin er
á nýjum vélmennum í þjónustu ör-
yggisfyrirtækis í Rio de Janeiro.
Þeir eru búnir til úr treljaplasti og
í augntóftum þeirra eru myndavél-
ar sem varpa myndum af umhverf-
inu inn á skrifstofur öryggisvarða
fyrirtækisins Tradicom. Forstjóri
fyrirtækisins, Deoclidio Correa,
sagði í samtali við Reuters-frétta-
stofuna að hann byggist við að vél-
mennin yrðu geysivinsæl. „Vél-
mennin vinna í rigningunni, verða
aldrei þreytt og geta unnið alla
sunnudaga."
Magatöflur
út næstu öid
KONA ein í Hong Kong reiddi fram
rúma milljón íslenskra króna til að
losa sig við aldamótaandann mai'g-
umrædda. Konan keypti magatöflur
í tonnatali af óprúttnum sölumönn-
um sem notfærðu sér þekkingarleysi
konunnar. Konan sem er 43 ára að
aldri hafði að sögn lögreglunnar í
Hong Kong ekki hugmynd um hvort
títtnefndur vandi væri tengdur tölv-
um eða hvort um væri að ræða veik-
indafaraldur sem myndi dynja á
mannkyninu stundvíslega um alda-
mótin. Sölumennh'nir höfðu sann-
fært konuna um að hún gæti efnast
stórlega á því að selja hluta maga-
taflnanna og myndi því sigla stórefn-
uð inn í nýja öld. En í stað þess þarf
hún að bíta í það súra epli að hafa
keypt köttinn í sekknum.
Gestir þessa
heims og annars
LÁTNIR gestir eru sérstaklega
boðnir velkomnir á væntanlega
skemmtiferð í Karabíska hafinu
og fá ferðina frítt en hinir sem enn
draga andann þurfa að greiða um
80 þúsund krónur fyrir skemmtun-
ina. Ferðaskrifstofan Gotta Go
Cruises í New York stendur nú í
ströngu við að bóka í ferðina
NowÁge 2000, ferð með norska
skemnitiferðaskipinu Norwegian
Sky í vikuferð til Cayman-eyjanna.
Fararstjórinn er Suzane Northrop
sem skrifað hefur bókina „Miðils-
fundurinn: Skilaboð að handan“
og munu því allir gestir fararinnar
geta hist og rætt málin á fundum
hennar í ferðinni. Búist er við að
færri komist í ferðina en vilji.
Oumbeðnar
lýtalækningar
LÖGREGLAN á Miami Beach leitar
nú logandi Ijósi að manni sem þykist
vera lýtalæknir. Maðurinn er talinn
svæfa sjúklingana með dýrasvefnlyfi
og einn karlkyns sjúklinga hans
vaknaði eftir svæfinguna með sili-
konbrjóst sem hann hafði ekki beðið
um, svo eitthvað sé nefnt.
Lögregian segir að hinn 58 ára
gamli Reinaldo Silvestre hafi ekki
próf í iæknisfræði og hefur lögregl-
an handtekið hann og tvo aðstoðar-
menn hans fyrir að stunda lækning-
ar án læknaleyfis, auk þess að nota
ólöglegt deyfilyf.
Rannsókn málsins hófst þegar
fyrrverandi fyrirsæta sýndi lögregl-
unni myndband þar sem Silvestre
var að framkvæma lýtaaðgerð á
karlmanni sem hafði beðið um sili-
konfyllingu í upphandleggsvöðva.
Myndbandið sýndi „lækninn“ hafa
óskir sjúklingsins að engu og búa til
á hann brjóst í staðinn. Ekki nóg
með það heldur voru læknatólin lík-
lega fengin úr næsta eldhúsi og
saumaskapurinn eftir aðgerðina
engu líkur.