Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FANNY Kristín
Tryggvadóttir, nemi í
stjórnmálafræði,
leggur orð í belg um
samkynhneigð í
Morgunblaðinu hinn
30. sept. og verður
tíðrætt um tjáningar-
frelsi í því sambandi.
Til eru lög í landinu,
sem vernda ýmsa
minnihlutahópa gegn
níðskrifum á opinber-
um vettvangi, og hún
verður eins og aðrir
landsmenn að hlíta
þeim lögum fyrst þau
eru í gildi; það ætti
nemi í stjórnmála-
fræði að vita. Hins vegar hefur
hún rétt til að hafa sínar skoðanir
á þeim lögum, eins og hverju öðru.
Þessi fallega stúlka er á þeirri
skoðun, að samkynhneigð sé
hvorki meðfædd né rétt eins eðli-
leg og gagnkynhneigð. Vissulega
hefur hún leyfi til að hafa þá skoð-
un, enda segir hún „engar rann-
sóknir liggja fyrir sem sýna að
samkynhneigð sé meðfæddur eig-
inleiki eins og t.d. litarháttur".
Raunar liggja engar rannsóknir
fyrir sem sanna, að gagnkyn-
hneigð sé hin eina meðfædda og
eðlilega kynhneigð. Hver sem er
hefur m.a.s. leyfi til að hafa með
sjálfum sér þá fráleitu skoðun, að
það sé óeðli hjá Fannyju Kristínu
að eiga þá þrá í hjarta sínu að eiga
góðan mann sem hún elskar og
ber virðingu fyrir, að maður tali
nú ekki um að sofa
hjá honum. Ég vona
hins vegar, að enginn
telji það kristilegt
eða eðlilegt að ráðast
með þeim hætti að
dýpstu, helgustu og
fegurstu þrám Fann-
yjar, jafnvel þó að
hún telji það skyldu
sína að dæma með-
bræður sína og -syst-
ur með sambærileg-
um fullyrðingum.
„Þó er hvað eftir
annað látið í veðri
vaka að ef menn haldi
því fram að hægt sé
að breyta kynhneigð
sinni þá megi allt eins halda þvi
fram að menn geti hætt að vera
Kínverjar eða svertingjar. Slíkur
málflutningur er ákaflega
ótraustvekjandi," segir hún. Ef
svo er vill Fanny Kristín þá ekki
ganga fram fyrir skjöldu og sanna
mál sitt með því að breyta kyn-
hneigð sinni svo sem eins og í eina
viku, elskast með konu og lýsa því
síðan á síðum Morgunblaðsins,
hvað það hafi verið vandalaust að
láta sér þykja það eðlilegt? Nei,
lesandi góður, hingað og ekki
lengra í vitleysunni, vitanlega get-
ur Fanny Kristín ekki breytt kyn-
hneigð sinni frekar en aðrir. Hún
er henni bæði meðfædd og eðlileg.
Sem endranær eru kærleiksorð
Jesú Krists töfralausn og þau
vernda og græða andspænis aðför
Fannyjar Kristínar og skoðana-
bræðra hennai' að tilfinningum
fólks, sem ekkert hefur gert þeim
annað en að vera til. Hörmulegt er
að hugsa til fólks, sem hefur trúað
slíkum málflutningi og beðið Guð
sinn í áraraðir af þeim trúarhita,
sem verður til í sárustu neyð, um
að fá að vera „eðlilegt“, - af því
sumt samferðafólk þess telur sig
hafa rétt til þess að dæma það
óeðlilegt - smám saman byggt
upp sjálfshatur, misst móðinn og
að lokum örmagnast. Slík dæmi
þekki ég af eigin raun og mun
gráta í hjarta mínu, meðan ég lifi,
yfir örlögum þessara saklausu
mannvera.
Samkynhneigð
Getum við ekki farið að
líta á okkur öll eins og
mismunandi gerðir
blóma á akri tilverunn-
ar, spyr Bergþór
Pálsson, sem öll eigum
okkar tilverurétt?
Ég bið Guð fyrir Fannyju
Kristínu og skoðanabræður henn-
ar, en el jafnframt þá von í brjósti,
að þau hugsi sig tvisvar um, áður
en þau halda því fram að hægt sé
að lækna samkynhneigð eins og
um sé að ræða sjúkdóm. Það er
grafalvarlegt mál.
Getum við ekki senn farið að
líta á okkur öll eins og mismun-
andi gerðir blóma á akri tilver-
unnar, í ótal formum og litum,
sem öll eigum okkar tilverurétt,
já, rétt til að njóta sólarinnar?
Höfundur er óperusöngvari.
Blómin á akri
tilverunnar
Bergþór
Pálsson
58.50
Ný sending af glæsilegum húsgögnum
Húsgögn, rúm, dýnur, koddar og fleira fyrir svefninn
Koddar
VERSLUNIN
Undirdívan Skútuvogfi 11* Sími 5Ó8 5588
Dagur frímerkisins
frímerki
í dag kemur úí eitt frímerki hetgað Degi frímerkis-
ins og tvö frímerki í tilefni af því að Reykjavík
verður ein af menningarborgum Evrópu árið 2000.
Frímerkjasýning
7. til 9. október verður Degi frímerkisins fagnað
með frímerkjasýningu að Síðumúla 17. Sýningin
er opin frá kl. 17.00 til 21.00 fimmtudag og föstudag
en frá 11.00 til 17.00 á taugardag. Aðgangur er
ókeypis og gestir fá sérprentaða örk sem jafnframt
er happdrættismiði. Boðið er upp á kaffiveitingar.
Fyrsiadagsumslög fást stimptuð
á pósthúsum um land aiit.
Einnig er hægt að panta þau hjá
Frímerkjasölunni.
Sími: 580 1050 Fax: 580 1059
Heimasíða:
www.postur.is/postphíi
BMW 520 I, 5 gíra, árg. 1999.
bílar
Blásans., ek. 25 þ. km, 16" álfetgur, ný dekk,
topplúga, ASR-spólvörn, rafmagnsrúður, hljóðkerfi,
fjarstýrðar samtæsingar. Glæsilegur farkostur.
Svartsans., ek. 112 þ. km, álfetgur, topptúga,
leðursæti, rafrúður, rafmagnssæti með minni,
loftkæling, ABS, CD-spilari. Bíll fyrir vandláta
M-Benz 300 E 24 ventla, 220 hö, árg. 1992.