Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Þorkell „Dragðu fjögur spil, væni!“ Árni Hafstein (Bjarni Haukur Þórsson) mætir örlögum sínum hjá spákonunni (Guðbjörg Thoroddsen). I kossinum liggur ástin Nýtt leikhús, Bíóleikhúsið, frumsýnir Kossinn, gamanleikrit með rómantísku ívafi, í Bíóborginni við Snorrabraut í kvöld kl. 20. Fjallar það um einmana mann í konuleit. Orri Páll Ormarsson leit inn á æfíngu og hafði tal af höfundinum, Hallgrími Helgasyni, og aðalleikaran- um, Bjarna Hauki Þórssyni. „EF LÍF mitt væri bíómynd færi ég út í hléi,“ segir aumingja Árni Hafstein og dæsir. Hann er þrítug- ur, á íbúð og er ígóðri vinnu, en eitt vantar - ástina. Ami er orðinn lang- þreyttur á lífí piparsveinsins, nán- ast á þröm taugaáfalls og þegar honum er ráðlagt að fara til spá- konu lætur hann slag standa. Fyrir spákonunni er líf hans eins og opin bók, hún veit allt um hann, mömmu hans, ömmu og jafnvel David Sea- man. Ami fer allur að iða og það kastar tólfunum þegar hún kveðst sjá konuna hans. Hann þekkir hana - og hefur gert lengi. Það vantar að- eins eitt - kossinn. I kossinum ligg- ur ástin. Þar með hefst leitin. „Eg hef gengið ansi lengi með þessa hugmynd í maganum," segir Bjami Haukur Þórsson, sem fer með aðalhlutverkið í sýningunni, en Kossinn er skrifaður eftir hans hug- mynd. „Sjálfur var ég búinn að reyna að púsla henni saman en komst að þeirri niðurstöðu eftir að Hallgrímur Helgason þýddi og stað- færði fyrir mig Hellisbúann að hann væri rétti maðurinn í verkið." Hallgrímur styður þessa frásögn. „Það er rétt, Bjami pantaði þetta verk hjá mér. Það er alltaf gaman að fá pantanir. Leikskáld og rithöf- undar em stöðugt að leita að plotti og það er því ekki verra að fá út- gangspunktinn upp í hendumar. Ég hef svo spunnið við þetta.“ Óútreiknanlegur höfundur Bjami segir hugmyndina um ráð- villtan mann í konuleit og spákon- una hafa haldið sér vel í meðförum Hallgríms, sem unnið hafi af list út frá henni. „Þegar Hallgrímur er annars vegar veit maður aldrei á hverju er von. Ég beið því spenntur. Það er óhætt að segja að ég hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum. Leik- ritið hefur vissulega tekið breyting- um á æfingatímanum, eins og gerist með öll ný verk, en þegar öllu er á botninn hvolft er það kraftaverki líkast hversu vel hefur gengið að breyta þessari hugmynd í leiksýn- ingu.“ Hallgrímur hefur unnið náið með leikhópnum á æfingatímanum og kveðst hafa haft gaman af að endur- skoða verkið jafnt og þétt í takt við framvindu uppfærslunnar. „Það hefur verið skemmtilegt að vinna með leikurunum og leikstjóranum á daginn og fara svo heim og endur- skrifa á kvöldin. Þannig verður leik- sýning til. Mér sýnist uppfærslan ætla að verða nokkuð nærri því sem ég átti von á.“ Handrit taka oft breytingum með tilkomu leikenda. „Handritið tók töluverðum breytingum, ekki síst „Eigum við ekki bara að taka þessar tvær?“ Starri (Steinn Ármann Magnússon) bregður á leik á myndbandaleigunni. „Ertu að segja að það merkilegasta sem ég hef gert sé að eiga af- mæli?“ Árni í mat hjá vinum sinum, Sigga (Davíð Þór Jónsson) og Hönnu Möggu (Laufey Brá Jónsdóttir). Skyldi það vera hún? Árni býr sig undir að kyssa gömlu kærustuna, Sillu (Nanna Kristín Magnúsdóttir) þótt aðstæður séu gjörbreyttar. eftir að Laddi gekk til liðs við okk- ur. Það var mikill heiður að skrifa fyrir Ladda sem ég hef dáð allt frá barnæsku. Sérstaklega vatt einn karakterinn upp á sig með tilkomu Ladda. Hafði aðeins tvær, þrjár lín- ur áður en flytur nú langa ræðu.“ Skrautlegt persónugallerí Fjölmargar persónur, af öllum stærðum og gerðum, koma við sögu í Kossinum sem Hallgrímur skýrir með því að hann hafi alltaf verið hrifinn af mannmörgum leikritum, skrautlegu persónugalleríi. „Ég hef aldrei kunnað að meta kammeríeik- rit, þar sem fjórar persónur sitja í stofu fyrir hlé og fara svo fram í eldhús eftir hlé.“ Kossinn er fyrsta leikrit Hall- gríms í fullri lengd en áður hefur hann skrifað einleiki fyrir Gunnai' Leikendur og listrænir stjórnendur KOSSINN eftir Hallgrím Helgason. Leikendur: Bjarni Haukur Þórsson, Steinn Ármann Magnússon, Þórhallur Sig- urðsson (Laddi), Nanna Krist- ín Magnúsdóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, Davíð Þór Jónsson, Guðbjörg Thoroddsen og Sig- urveig Jónsdóttir. Dansendur: Berglind Peter- sen, Brynhildur Tinna Birgis- dóttir, Brynjar Öm Þorleifs- son og Jóhann Öm Ólafsson, sem jafnframt semur dansa. Leiksljóri: Jóhann Sigurðar- son. Leikmynd: Vignir Jóhannsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Búningar: Ásta Guðmunds- dóttir. Leikgervi: Kolfinna Rnúts- dóttir Tónlistarumsjón: Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Helgason, bróður sinn, og Stefán Karl Stefánsson. Endaði sá síðar- nefndi í Hádegisleikhúsi Iðnó. En hyggur hann á frekari leikritun? „Ég hef komið víða við á mínum ferli. Byrjaði sem myndlistarmaður, síðan hef ég verið rithöfundur, uppi- standari og skopmyndateiknari. En það var allt óttalegt fikt, bara svona æfing. Ég hef fundið fjölina mína - í leikhúsinu.“ Afdráttarlaust svar! Er Hall- grímur ef til vill farinn að leggja drög að næsta verki? „Já, ég er með tvö leikrit í smíð- um um þessar mundir. Búið er að bóka annað hjá Borgarleikhúsinu næsta haust og hitt er til skoðunar í Þjóðleikhúsinu. Hæ, Stefán!“ Höfundurinn vill lítið gefa upp um efni þessara verka en segir þau bæði úr samtímanum, eins og Koss- inn. „Söguleg skrif em ekki mín sterka hlið, sjálfsagt vegna þess að ég les aldrei neitt.“ Glæsilegur salur Kossinn er fyrsta leikritið sem Bíóleikhúsið setur á svið en það er í eigu leikaranna Jóhanns Sigurðar- sonar, Arnar Amasonar og Sigurð- ar Sigurjónssonar, Stefáns Hjör- leifssonar hljómlistarmanns og Árna Samúelssonar athafnamanns. Bjami Haukur fagnar þessu framtaki og bindur vonir við Bíó- leikhúsið. „Hér er verið að vekja upp gamalt og vinsælt leikhús, Austurbæjarbíó sem nú heitir Bíó- borgin, og hefur heilmikið verið gert fyrir salinn og húsnæðið al- mennt af því tilefni. Sviðið hefur verið stækkað, fullkominn ljósabún- aður settur upp, ljósabrýr, hljóð- búnaður, búningaaðstaða og fleira. Menn hafa lagt mikið á sig til að gera þetta sem best úr garði og vonandi stuðlar þessi sýning að því að þessi frábæri salur, einn sá glæsilegasti á landinu, festi sig á ný í sessi sem leikhús." Lífæðar 1999 til Keflavíkur Ljósmyndasýning á Blönduósi Magdalena sýnir myndir úr réttunum Blönduósi. Morgunblaðið. MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar verður opnuð á Sjúkrahúsi Keflavíkur á morgun, föstudag, kl. 18 og er þetta 10. og næstsíðasti viðkomustaður sýningarinnar. Sýningunni var hleypt af stokk- unum á Landspítalanum og kemur nú frá Heilbrigðisstofnun Selfoss. Tólf myndlistarmenn sýna samtals þrjátíu og fjögur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Lista- mennirnir eru Bragi Ásgeirsson, Eggert Pétursson, Georg Guðni, Haraldur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hreinn Friðfinnsson, Hulda Hákon, Ivar Brynjólfsson, Kristján Davíðsson, Ósk Vilhjálms- dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Tumi Magnússon. Ljóðskáldin eru: Bragi Ólafsson, Gyrðir Elíasson, Hannes Pétursson, Ingibjörg Har- aldsdóttir, Isak Harðarson, Kristín Ómarsdóttir, Sigurður Pálsson, Sjón, Matthías Johannessen, Meg- as, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þor- steinn frá Hamri. Sýningunni í Keflavík lýkur 6. nóvember, en þaðan heldur hún til Sjúkrahúss Reykjavíkur. Það er íslenska menningarsamsteypan art.is sem gengst fyrir sýningunni í boði Glaxo Welleome á Islandi. Verk eftir Eggert Pétursson er meðal verka á sýningunni Líf- æðar. MAGDALENA M. Hermannsdóttir sýnir ljósmyndir í kaffihúsinu Við árbakkann og er viðfangsefnið réttir og réttarstemmning í Austur- Húnavatnssýslu. Magdalena M. Hermannsdóttir er fædd á Blönduósi árið 1958. Hún stundaði nám við Vrije Academie í Den Haag í Hollandi frá 1990 til 1995 og stúdíóljósmyndun við Academie Voor Fotografie í Haarlem frá 1992-1995. Magdalena hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum í Hollandi, t.d Fotofestival í Naarden og víðar. Á íslandi og í Amsterdam hefur hún sýnt myndir ásamt manni sínum, Ivari Török. Sína fyrstu einkasýningu hélt Magdalena í Galleríi Horninu árið 1997 og í júlí á þessu ári sýndi hún í listhúsi Ófeigs í Reykjavík „portrettmyndir" og myndir af skartgripum. Eins og fyrr greinir þá eru allar myndir Magdalenu á þessari sýningu teknar í austur-húnvetnskum réttum í haust og kennir þar margra grasa. Allar myndirnar, sem eru svart-hvítar, eru til sölu. Sýningunni lýkur 23. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.