Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 8

Morgunblaðið - 07.10.1999, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Byggðakvóta úthlutað Erfítt að komast' hjá óánægju Það reynist æ erfíðara að krafsa yfir skítinn. Jóhann Rafnsson veiddi þennan rúmlega 20 punda hæng í Selá í sumar. Laxinn tók Frances-túpu. Hollið hækkaði um nærri 90% ÚTLIT er fyrir að verð veiðileyfa hækki mjög í Miðfjarðará fyrir komandi sumar ef marka má fyrstu fregnir sem borist hafa, en þar er hækkun á opnunarhollinu næiri 90%. Miðfjarðará er nú leigð út til milliliðs í fyrsta sinn í mörg ár, Stangaveiðifélagið Lax-á bauð hæst í útboði og hefur veiðirétt í ánni næstu árin. Veiðimaður sem veitt hefur í opn- unarholli Miðfjarðarár um langt árabil sagði í samtali við Morgun- blaðið að hollið hefði fengið tilboð frá leigutaka árinnar þar sem þeim félögum var boðið að halda dögum sínum og dagstöngin myndi kosta 32.000 krónur. Til samanburðar má geta þess að þessir menn greiddu 19.000 krónur fyrir dagstöngina á nýliðnu sumri. Viðmælandi blaðsins sagði að tilboði Lax-ár hefði verið svarað með gagntilboði upp á 21.000 króna verð fyrir stöngina, en því hefði verið hafnað. Hann sagðist einnig heyra það á fjölmörgum ís- lendingum sem veitt hafa lengi í Miðfjarðará að þeir myndu hverfa af bökkum hennar vegna þess hve sýnt sé að verðið hækki mikið og út- lit sé því fyrir að a.m.k. allur júií og allur ágúst verði seldur á erlendum markaði. Fnjóská í útboð Stangaveiðiréttur í Fnjóská er nú boðinn út. Þar veiddust hátt í 200 laxar síðasta sumar og nokkur hundruð sjóbleikjur. Fnjóská þykir afai’ falleg á, en laxveiði í henni sveiflast mjög, eða allt frá 60 löxum árið 1995 og upp í 554 laxa bæði 1978 og 1992. Stangaveiðimenn á Akureyri hafa haft ána á leigu seinni árin. Of margir aðstoðarmenn Veiðimaður einn sem var í Laxá í Aðaldal fékk að finna fyrir því að það getur verið betra að vera einn við ána og upp á sjálfan sig kominn. Það vai- lítið af laxi á svæðinu og veiði rýr, en loks setti hann þó í lax. Þetta var vænn lax, á að giska 15-16 pund og veiðimaðurinn var ákveð- inn í að njóta stundarinnar til fulln- ustu. Veiðifélagi hans var þarna á næstu grösum og von bráðar bætt- ust tveir til viðbótar, félagar þeirra sem höfðu hina stöngina á svæðinu. Laxinn fór að þreytast, en leikur- inn barst þangað sem erfitt var að landa, bakkar háii- að ánni og dýpi við bakkann upp í klof á fullorðnum manni. Það rann upp fyrir mönnum þegar laxinn var að mestu óvígur, að háfarnir voru allir uppi í bflum og því stökk einn félaginn í ána og beið þess að félagi hans renndi lax- inum í seilingarfjarlægð. Fyrstu til- raunir mistókust og laxinn vatt sér þreytulega úr greipum hans. Þá urðu félagamir á bakkanum óþolin- móðir og fóru einnig út í og þreifuðu nú allir eftir laxinum sem sást varla lengur vegna leirgruggs sem að- stoðarmennirnir spörkuðu upp. Var nú senan orðin nánast skopleg, en einn í hópnum brást þá við og hugð- ist taka af skarið, laut að línunni og greip í tauminn. En hann gætti sín ekki á því að hann var með logandi vindil af stærri gerðinni á milli vara sér og glóðin snerti tauminn sem brann umsvifalaust í sundur. Lax- inn lét sig væntanlega síga í burtu. Kannski hefði einhver séð hann og getað gripið hann ef til hans hefði sést, en því var ekki að heilsa. Slakt í Þverá Síðast er fréttist var enn verið að veiða í Þverá í Fljótshlíð, en í hana var sleppt miklu magni gönguseiða. Er hún hluti af stóra dæminu í Rangárþingi og hafa menn verið full- ir bjartsýni um að áin geti orðið sjálfbær laxveiðiá, gagnstætt Rangánum báðum sem munu ævin- lega verða að treysta á hafbeitai’- sleppingar til viðhalds veiðinni. En veiði hefur verið lítil í Þverá í sumar og fyrir skömmu voru innan við hundrað laxai' komnir á land. Eitt- hvað hefur þó glæðst að undanfömu og er það þá sjóbirtingur sem hefur verið að ganga og veiðast, svona einn og einn, en góðir fiskar innan um. Athyglisbrestur með ofvirkni Nýjustu rann- sóknir kynntar Matthías Kristiansen Fimmta norræna ráðstefnan um ADHD/DAMP - Athyglisbrest með of- virkni/misþroska, verður haldin dagana 8. og 9. október nk. að Hótel Loftleiðum. Auk þess verður haldin forráð- stefna um sama málefni síðdegis í dag. Matthías Kristiansen, formaður norrænu samstarfs- nefndarinnar ADHD/DAMP, hefur ásamt Málfríði Lorange taugasálfræðingi haft veg og vanda að undir- búningi þessarar ráð- stefnu. - Hvert er markmið ráðstefnunnar? „í fyrsta landi að kynna sér allt það nýjasta sem er að koma fram beggja vegna Atlantshafsins um athyglisbrest með ofvirkni/misþroska, bæði rannsóknir og starfsemi og með- ferð, einkum með tilliti til barna og unglinga. Þá er einnig komið inn á aðstæður fullorðinna með þessi einkenni og við fáum að kynnast niðurstöðum eltikann- ana um feril þeirra sem spanna áratugi." - Hvað er langt síðan læknar tóku að greina þessi einkenni? „Það má segja að hálf öld sé liðin síðan menn tóku að gera sér grein fyrir að um væri að ræða einhverja röskun. Það er þó ekki fyrr en á áttunda ára- tugnum sem rannsóknir hófust fyrir alvöru í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Hluti af vandanum er sá að það hefur reynst erfitt að henda reiður á nákvæmri grein- ingu og því hefur oft gengið illa að fá vandamálin viðurkennd op- inberlega. Rannsóknir á þessum áratug sanna þó svo ekki verður um villst að ástæður athyglis- brests með ofvirkni/misþroska eru líffræðilegar og má rekja til röskunar á boðefnum í heila og blóðflæðis til heila.“ - Eru margir hérna á landi sem eru taldir þjást vegna þessa? „Erlendar rannsóknir benda til að 5 til 8% af hverjum ár- gangi glími við einhver vanda- mál á þessu sviði, þar af 1 til 2% mjög alvarleg vandamál. Við styðjumst við erlendar rann- sóknir af því að Islendingar hafa ekki rannsakað þetta að neinu gagni, frekar en margt annað sem varðar börn. Lengi hefur verið talið að athyglisbrestur með ofvirni/mis- þroska sé vandamál stráka fyrst og fremst en stöðugt er að koma betur í ljós að stúlkur glíma einnig við þetta. Dr. Jósph Biederman frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum mun á ráð- stefnunni fjalla um nýjar rann- sóknir á athyglisbresti með of- virkni/misþroska í stúlkum." - Hvað fleira ætlið þið að fjalla um á ráðstefnunni? „Það verður t.d. fjallað um hugi-æna meðferð barna, um hreyfivandamál, námsörðug- leika og ýmsar undirtegundir misþroskavandamála. Komið verður inn á ættfylgni og mis- þroska í tengslum við aðrar and- legar og líkamlegar fatlanir. Kynnt verður norrænt greining- artæki og samþætt greiningar- mat. Frá Islandi tala Björg Þor- leifsdóttir lífeðlisfræðingur og ► Matthías Kristiansen fædd- ist í Reykjavík 1950. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1971 og BA-prófí frá Há- skóla Islands 1975 í norsku, ensku og dönsku. Hann fékk kennararéttindi frá Kennara- háskólanum í Þrándheimi 1975 og las svo norsku við þann sama skóla í eitt og hálft ár eftir það. Einn vetur kenndi Matthías f norskum unglingaskóla og tvö ár vann hann í Danmörku á barna- bókasafni. Hann kom til Is- lands aftur 1980 og kenndi í grunnskólum, lengst af í Oldutúnsskóla í Hafnarfírði, til 1997, en starfar nú sem þýðandi. Matthías er formað- ur Foreldrafélags misþroska barna og formaður norrænn- ar samstarfsnefndar um ADHD/DAMP. Hann er kvæntur Heidi Kristiansen textíllistakonu og eiga þau þijú börn. Páll Magnússon sálfræðingur um svefnmynstur og hegðunar- greiningu ásamt athyglisbresti í hópi íslenskra barna.“ - Er talið að þessi röskun í boðefnum heilans sé ættgeng? „Allar rannsóknir benda til að svo sé og að þetta liggi í ættum. Mjög algengt er að þegar komið er með börn til greiningar og þegar farið er að ræða málin í framhaldi af henni komi í ljós að í ættinni séu ýmsir náskyldir eða fjarskyldir með sömu eða svipuð einkenni." - Hvernig eru þessi einkenni? „Einkenni geta verið á ýmsa lund. Ofvirkni er um það bil í helmingi þessara bama. Mjög algengt er að þau séu eirðar- laus og hvatvís, þau eiga erfitt með að greina á milli aðal- og aukaatriða og einbeitingin er mjög oft hvikul. Mörg þeirra glíma við námsörðugleika af ýmsu tagi og oft fylgja mismun- andi alvarlegir hreyfiörðugleik- ar. Skammtímaminni er oft ærið götótt. Félagsleg samskipti eru þessum börnum oft afar erfið vegna þess að þau skilja ekki hið óyrta samskiptamunstur sem er í samskiptum fólks.“ -Hvað sækja margir þessa ráðstefnu? „Ráðstefnuna sækja um 330 manns, þar af rúmlega hundrað íslendingar. Fyrirlesarar eru rúmlega tuttugu og fyrirlestrar tuttugu og einn, auk þriggja á forráðstefnunni sem um 280 manns sækja.“ Félagsleg samskipti oft erfið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.