Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Hvað kostar kílóið af ávöxtum og grænmeti? borg Reykjavík Ósló Kaupm.höfn Berlín Barcelona Minneapolis Melbourne I land ísland Noregur Danmörk Þýskaland Spánn Bandaríkin Ástralía verslun Hagkaup ICA ISO Kaiser's Caprabo Rainbow Coles Græn paprika 649 kr. 567 kr. 409 kr. 195 kr. 129 kr. 156 kr. 139 kr. Agúrka 379 kr. 431 kr. 167 kr. 66 kr. 44 kr. 185 kr. 179 kr. Jöklasalat 284 kr. 366 kr. 233 kr. 56 kr. 57 kr. 86 kr. 75 kr. Bananar 184 kr. 111 kr. 153 kr. 117 kr. 73 kr. 61 kr. 92 kr. Græn vínber 579 kr. - 267 kr. 195 kr. - 234 kr. - Rauð vínber 579 kr. - - - - 234 kr. - Lárpera 349 kr. 438 kr. 386 kr. 219 kr. 359 kr. 623 kr. 351 kr. Spergilkál 484 kr. 252 kr. - 113 kr. - 227 kr. 88 kr. Bláber - - - - 1.417 kr. 1.250 kr. 1.550 kr. Rófur 279 kr. 92 kr. - 58 kr. - 77 kr. 69 kr. Sítrónur 174 kr. 250 kr. 175 kr. 154 kr. 114 kr. 202 kr. 130 kr. Verðkönnun á grænmeti og ávöxtum í sjö borgum Græn paprika er dýrust á Islandi. þ.e. rófur, spergilkál, agúrkur og paprikur, séu á mun lægra verði er- lendis. Hann segir að ef hann fengi að flytja grænmetið inn án ofurtolla gæti hann boðið mun lægra verð á þessum tegundum grænmetis. „Þótt ég fengi grænmetið gefins núna þá væri það ekki samkeppnis- hæft við íslenska grænmetið sökum tolla sem á það eru lagðir. Forráða- menn hjá Hagkaupi segja að ef þeir gætu keypt sveppi frá Hollandi í stað þess að kaupa þá af eina ís- GRÆN paprika er 403% dýrari í Reykjavík en hún er í Barcelona á Spáni en einungis 14,5% dýrari en í Osló. Paprikurnar sem til voni stórmarkaðnum í Osló voru komnar frá Hollandi en í Barcelona voru þær spænsk- ar. Grænu paprikurnar sem fengust í Hagkaupi eru ís- lenskar. Þetta kemur fram í verð- könnun sem gerð var sl. þriðjudag í borgunum Reykjavík, Osló, Kaup- mannahöfn, Berlín, Minnea- polis, Barcelona og Melbour- ne. Fimm vörutegundir af þeim tíu sem fengust í Hagkaupi eru dýrastar á Islandi, græn paprika, bananar, vínber, spergilkál og róf ur. Rófumar kosta á íslandi 279 krónur kílóið og þær eru því 381% dýrari en þar sem þær eru ódýra- star í Berlín á 58 krónur kílóið. Róf- urnar eru næstdýrastar í Noregi, kílóið kostar 92 krónur þar. Is- lensku rófurnar eru engu að síður 203% dýrari en þær næstdýrustu. Rófurnar, spergilkálið og paprikan eru allt íslensk framleiðsla svo og agúrkurnar, en í verðkönnuninni voru þær næstdýrastar á Islandi. Ódýrara grænmeti án ofurtolla Viktor Kieman, sem sér um inn- kaup á grænmeti fyrir Hagkaup, segir að það komi sér ekki á óvart að þessar tegundir af grænmeti, Spergilkál er dýrast á íslandi. lenska sveppabóndanum væri hvert kíló 350 krónum ódýrara. “ - En hver er skýringin á því að verð á bönunum og vínberjum er hæst hér á landi? „Ég held að það hljóti að vera viðbótarflutningurinn frá megin- landi Evrópu og hingað til lands sem skýrir þennan verðmun á bön- unum, en vörumar berast til meg- inlandsins beint frá framleiðanda. Það sama hlýtur að gilda um vín- berin." Það vekur athygli að lárperur eru víðast hvar dýrari en á Islandi og sítrónur eru dýrari í Osló, Bandaríkjunum og verðið svipað á þeim í Danmörku og á íslandi. Ein- ungis er um verðsamanburð að ræða og ekkert tillit tekið til gæða eða þjónustu. Fimm tegundir af tíu dýrastar á Islandi Jöklasalat í N D Þ S B Á Sítrónur í: ísland N: Noregur D: Danmörk Þ: Þýskaland S: Spánn B: Bandaríkin Á: Ástralía Sítrónur eru dýrastar í Ósld. S Astralía, Melbourne Verðið breytilegl eftir árstíðum ÁSTRALIR eru sjálfum sér nógir hvað varðar rækt- un á grænmeti og ávöxtum. Könnun þessi var gerð hjá einum af stór- mörkuðum Coles í Melbourne. Þar er mikið og gott úrval af fersku grænmeti og ávöxt- um. Sumum finnst þó skemmti- legra að versla hjá ávaxtasalanum eða á markaðinum. Verðið er mjög breytilegt eftir árstíðum. Sumt þarf að flytja að um langan veg þótt ekki sé það innflutt og ekki tollað. Bananar koma norðan úr Queenslandi. Hér í Melbourne er vor og bláberin ekki sprottin. Þau þarf því að sækja til hlýrri svæða. Steinlaus vínber eru ekki komin í búðir en væntanleg í næstu viku og munu þá kosta 15 AUD kí- lóið eða 700 krón- ur. Ráðlegt er að bíða með berja- kaup því verðið lækkar fljótt. Vín- berin eru hvað best í febrúar-mars. Þá eru þau stökk, sæt, safarík og hulin svalandi móðu. Þá er verðið líka í lágmarki, um 1 AUD kílóið þegar best lætur eða um 47 krón- ur. Lárperan er flutt um 3.000 km vegalengd frá Townsville. Sítrón- utréð ber ávöxt tvisvar á ári og þeir sem eiga eitt slíkt þurfa sjald- an að kaupa sítrónur. _ Sigríður Ólafsdóttir Danmörk, Kaupmannahöfn s Norefflir, Osló Merkingar til fyrirmyndar VÖRURNAR eru keyptar í Iso á Austurbrú, næsta hverfi við miðbæ Kaupmannahafn- ar. Iso er kjörbúðakeðja, sem leggur áherslu á gott úrval, býður bæði upp á lostæti eins og góða franska osta og ófryst íslenskt lambakjöt, en leggur einnig áherslu á að hafa ódýr- ar tegundir af öllum nauðsynjavörum. Það er gaman að kaupa inn í Iso, því úr- valið er gott og alltaf einhver tilboð, líka á því sem flokkast undir munað. f dag var hægt að fá þar nýtt gurkemeje, austur- lenskt krydd, sem ég hef ekki áður séð hér. Allar merkingar í Iso eru til fyrirmyndar og í grænmetis- og ávaxtadeildinni er alls staðar merkt hvaðan vörurnar koma. Græna paprikan er t.d. frá Hollandi og agúrkurnar frá Spáni, lárperur frá ísrael og sítrónurnar frá Spáni. Margar tegundir ávaxta og grænmetis eru til vistvænt ræktaðar og úr hefðbund- inni ræktun og vistvæna úrvalið er gott. Eitt það allra besta, sem hægt er að fá í Iso, er vist- væna mjólkin frá einum ákveðnum bóndabæ. Hún kemur í búðina ekki síðar en tíu tímum frá því hún kom úr kúnum, hún er gerilsneydd en ekki fitusprengd og er besta mjólk sem ég fæ. En ég kaupi þó sjaldnast grænmeti og ávexti í kjörbúðum, heldur versla hjá tyrk- neskum og arabískum grænmetissölum, sem bjóða upp á besta grænmetið. Það er töluverður verðmunur eftir hverfum. Ávexta- og grænmetisverðið í Kaupmanna- höfn er í samræmi við fasteignaverðið. Því hærra sem fasteignaverðið er því hærra er vöruverðið og því miður hefur fasteigna- verð á Austurbrú hækkað undanfarin ár. Það getur því borgað sig að leggja leið sína yfir á Norður- eða Vesturbrú og kaupa inn þar, því verðmunurinn er á bilinu 10-25 prósent. Sigrún Davíðsdóttir Innflutt grænmeti dýrara ÉG VALDI verslun sem heitir ICA og er ekki ós- vipuð Hagkaup. Græn- metisborðið var snyrti- legt og allt vel merkt, m.a. með upplýsingum um hvaðan varan væri og hvemig ætti að geyma hana. Norsku epl- in og perumar em áber- andi, góð uppskerap ár. Einnig sveppir af mörgum gerðum. Ég taldi 6 mismunandi tegundir af tómötum, allt frá pínulitlum cherry-tómötum til risastórra buff-tómata. Urvalið er gott en þegar ég fór að skoða það betur sá ég að sérstaklega grænmetið var ekki eins stinnt og ferskt og það var fyrir nokkrum vikum. Grænmeti og ávextir er gjarnan selt í stykkjatali hér í Noregi og ef svo er reyni ég að velja meðalstór stykki. Ég spurði kaup- manninn út í tolla. Hann sagði að tollarnir væru leyndarmál og að þeir fengju ekki að vita hversu háir þeir væru. Versl- unin er hlekkur í stórri keðju, sem hefur gert samninga við ákveðna grænmetisheildsala um að þeir útvegi vömna á hagstæðu verði. Hann sagði að innflutt grænmeti væri töluvert dýrara en það norska og að um leið segði fólk að gæði þess innflutta væru betri. Það færist sífellt í vöxt að fólk kaupi í mat- inn í sérhæfðum, dýmm búðum. Þar fær maður besta og ferskasta grænmetið í bæn- um, spyr kaupmanninn ráða um hvað maður eigi að hafa, í matinn og hvað sé nýtt og spennandi. Ég og aðrir auralitlir íslenskir námsmenn förum aftur á móti á grænmetis- markað á Grönland. Þar er ódýrt og skemmtilegt að versla en maður þarf að hafa fyrir því að plokka úr það besta. Við erum ílest sammála um að við borðum mun meira af grænmeti og ávöxtum hér en heima. Unnur Gígja Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.