Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 18
- 18 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Aukið samstarf heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni Tvær stofnanir ráða kven- sjúkdómalækni sameiginlega NÝIR starfsmenn hafa að undanförnu verið ráðnir að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, m.a. til að mæta aukinni og bættri þjónustu þess. Baldur Dýrfjörð lögfræðingur hefur verið ráð- inn starfsmannastjóri FSA. Um nýtt starf er að ræða og mun Baldur koma til starfa á sjúkrahús- inu í lok nóvember eða mánaðamót nóvember desember. AJexander Pálsson tæknifræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður tækni- og inn- kaupadeildar. Þar er einnig um nýtt starf að ræða, en undir deildina heyra tæknideild, húsum- sjón, vörulager, þvottahús og saumastofa. AJex- ander tók til starfa um nýliðin mánaðamót. Ami Óðinsson rafvirki hefur verið ráðinn yfirmaður tæknideildar í stað Gunnlaugs Fr. Jóhannssonar sem látið hefur af störfum fyrir aldurs sakir. Þá hafa nokkrir nýir læknar tekið til starfa síð- ustu vikur. Alexander Smárason, sérfræðingur í fæðingar- og kvensjúkdómum, hóf störf á kvennadeild FSA 1. september síðastliðinn. Hann mun einnig starfa á Heilbrigðisstofnuninni á Húsavík en um sameiginlega ráðningu þessara tveggja stofnana er að ræða. Arna Óskarsdóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum, hóf störf á öldrunarlækningadeild FSA 1. september síðast- liðinn og á sama tíma hóf Jón Sigmundsson barnalæknh- störf við sjúkrahúsið. Um mitt sum- ar kom svo Sígurður Albertsson, sérfræðingur í skurðlækningum, til starfa við sjúkrahúsið. aukast enn á komandi árum. Þá horfa menn einnig til Vestfjarða í þessu sambandi, en Hall- dór bendir á að ekki sé lengra að fara milli Isa- fjarðar og Akureyrar en Isafjarðar og Reyka- jvíkur og flogið sé nánast daglega milli stað- anna. Samstarf heilbrigðisstofnana eykst Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, sagði að aukin áhersla væri lögð á að styrkja og bæta þann grunn sem sjúkrahúsið stæði á, svo hægt væri að bjóða sem mesta og besta þjónustu á svæð- inu. Samstarf heilbrigðisstofnana á Norður- og Austurlandi hefði aukist og myndi að sögn hans Eftir því sem þjónusta sérfræðinga við FSA verður meiri aukast möguleikar á að þjóna stærra svæði og segir Halldór að nú sé í ríkari mæli horft til þess að sérfræðingarnir fari út um hinar dreifðu byggðir og veiti sína þjónustu í heimabyggð fólksins. Fólkið þurfi ekki í öllum til- fellum að koma á sjúkrahúsin til að fá þjónustu. Dæmi um þetta er sameiginleg ráðning kven- sjúkdómalæknis að FSA og Heilbrigðisstofnun- inni á Húsavík, en hann mun starfa á báðum stöðum. Þá hefur FSA ásamt Sjúkrahúsi Reykja- víkur gert samning um að veita læknaþjónustu á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Morgunblaðið/Kristján Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Vil- hjálmssonar í Neskaupstað, var á Akureyri í gær og átti m.a. fund með starfsfólki Nótastöðvarinnar Odda. Netagerðir sameinast STJÓRNIR Nótastöðvarinnar Odda hf. á Akureyri og Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf. í Nes- kaupstað hafa komist að samkomu- lagi um að sameina rekstur fyrir- tækjanna undir nafni Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar. Yfirstjórn sameiginlegs fyrirtækisins verður í Neskaupstað en starfsemin rekin að öðru leyti á báðum stöðum með svipuðum hætti og verið hefur. Þó verður ráðinn sérstakur rekstrar- stjóri á Akureyri. Eignarhlutur hluthafa í Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar í hinu sam- eiginlega fyrirtæki verður 79% en eignarhlutur hluthafa í Nótastöð- inni Odda 21%. Stefnt er að því að sameining fyrirtækjanna komi til framkvæmda síðar í þessum mánuði en málið á þó eftir að fara fyrir hlut- hafafund beggja fyrirtækja. Jón Einar Marteinsson fram- kvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar verður fram- kvæmdastjóri sameiginlegs fyrir- tækis. Jón Einar er jafnframt stærsti einstaki hluthafinn í Neta- gerð Friðriks Vilhjálmssonar og hann verður stærsti hluthafinn í sameiginlegu fyrirtæki. Sfldar- vinnslan er næststærsti hluthafinn og er Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Síldvarvinnslunnar, stjórnarformaður Netagerðarinnar. Sverrir Leósson, útgerðarmaður Súlunnar EA, er stjómarformaður Nótastöðvarinnar. Stærstu hluthaf- ar eru útgerðaraðilar nótaskipanna Þórðar Jónassonar EA, Súlunnar EA og Hákons EA og Kaupfélag Eyfirðinga. Stærra og samkeppnishæfara fyrirtæki Jón Einar sagði tilganginn með sameiningunni m.a. að auka hag- kvæmni í sölumálum og innkaup- um og skapa stærra og samkeppn- ishæfara fyrirtæki. Hann sagði að veiðarfæri og skip væru að stækka, útgerðarfyrirtæki að sam- einast og stækka og það þyrftu netagerðir að gera líka, svo þau geti boðið upp á betri þjónustu. Jón Einar sagði fyrirtækið bjóða upp á alhliða veiðarfæraþjónustu og að innan beggja fyrirtækja væri mikil þekking og reynsla meðal starfsmanna. Starfsmannafjöldi verður svipað- ur, 14 starfsmenn í Neskaupstað og 7-8 á Akureyri. Sameiginleg árs- velta fyrirtækjanna er á bilinu 180- 190 milljónir króna. Netagerð Frið- riks Vflhjálmssonar er töluvert stærra fyrirtæki en Nótastöðin en ársvelta þess á síðasta ári var um 130 milljónir króna. Bæði eru fyrir- tækin rótgróin í sínum heimabyggð- um en nú styttist í að nafn Nóta- stöðvarinnar Odda hverfi. Iskraft opnar heildverslun á Akureyri FYRIRTÆKIÐ Iskraft ehf. í Kópa- vogi hefur keypt húsnæði Kauplands við Hjalteyrargötu og hyggst opna hefldverslun á Akur- eyri fyrir næstu mánaðamót. Is- kraft verslar með raflagnaefni fyrir rafverktaka, lýsingarbúnað, ýmar vörur fyrir orkuveitur og fleira. Húsnæðið er um 560 fermetrar og að hluta til á tveimur hæðum. Is- kraft hyggst nota alla neðri hæðina undir starfsemi sína en stefnt er að því leigja út skrifstofurými á efri hæð. Tveir starfsmenn hafa þegar verið ráðnir til starfa á Akureyri en alls verða þeir þrír. Olafur Jensson sem var einn eigenda Rafeyrar verður framkvæmdastjóri og Gunn- ar Austfjörð, sem áður starfaði hjá raflagnadeild KEA, verður sölufull- trúi. Þráinn Valur Hreggviðsson, rekstrarstjóri Iskrafts, sagði Akur- eyri mjög áhugavert svæði fyrir fyrirtækið enda mikið um að vera þar á næstunni. Auk þess væri heildversluninni á Akureyri ætlað að sinna svæðinu frá Blönduósi austur til Vopnafjarðar. Vöruverð mun lækka Fyrirtækið hefur selt vörur sínar í gegnum Raflagnadeild KEA, (Húsasmiðjunnar) og einnig beint til raíverktaka. Þráinn Valur sagði að með tilkomu heildverslunarinnar myndi þjónustan batna til muna. Verðlag fyrir norðan yrði það sama og í Reykjavík, sem þýddi töluverða lækkun fyrir svæðið. Vörur yrðu að hluta til fluttar beint til Akureyrar erlendis frá. Morgunblaðið/Kristján Iskraft ehf. hefur keypti húsnæði Kauplands við Hjalteyrargötu og mun setja þar upp heildverslun. Launa- hækkun samþykkt í bæjar- sljórn BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni tillögu bæjarstjóra að launum bæjarfulltrúa og nefndarlaunum. Fram til þessa hafa laun bæjarfull- trúa og nefndarmanna verið ákveðið hlutfall af þingfarar- kaupi, en við síðustu launa- hækkun samþykkti bæjar- stjórn að fresta hækkun launa bæjarfulltrúa og nefndarmanna og gera jafn- framt breytingar á launa- kerfinu. Fær 110 þúsund krónur á mánuði Forseti bæjarstjórnar er eftir breytingar með 110 þús- und krónur í laun á mánuði, varaforseti fær 75 þúsund krónur á mánuði, bæjarfull- trúar 65 þúsund krónur á mánuði og er fundarseta innifalin í launum í öllum til- vikum. Varamenn í bæjar- stjórn fá 17.500 krónur fyrir hvern setinn fund. Aður voru bæjarfulltrúar á Akureyri með rúmar 45 þúsund krónur á mánuði. Formaður bæjarráðs er með 125 þúsund krónur á mánuði, aðalmenn í bæjar- ráði fá 80 þúsund krónur á mánuði og er fundarseta innifalin í launum. Varamenn í bæjarráði fá 14 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund. Bæjarráðsmenn voru fyrir launabreytingu með rúmlega 65 þúsund krónur á mánuði í laun. Formenn stærri nefnda með 35 þúsund á mánuði Formenn stærri nefnda, þ.e. félagsmálaráðs, fram- kvæmdanefndar, kjarasamn- inganefndar, skólanefndar, skipulagsnefndar og bygg- inganefndar fá 35 þúsund krónur á mánuði og 8 þúsund krónur fyrir hvern fund. Að- almenn í þessum nefndum fá 8 þúsund krónur fyrir hvern fund. Formenn annarra nefnda fá 23 þúsund krónur á mánuði eftir launabreytingu og 8 þúsund fyrir hvern fund. Aðalmenn fá 8 þúsund krón- ur fyrir hvern fund. Varafor- menn nefnda fá 50% álag á fundarþóknun fyrir störf í forföllum formanns. Ekki verði greitt fyrir fundarsetu utan þessa nema bæjarstjórn ákveði það sérstaklega. Margir leita í kyrrðar- rjóðrið MARGIR hafa lagt leið sína að Kirkjusteininum í kyrrðarrjóðr- inu í Kjarnaskógi við Akureyri, sem vígður var í sumar af sr. Bolla Gústavssyni vígslubiskupi. Ekki síst er það fólk sem vill vera eitt með Guði si'num. A steininum er áletrun úr gamla testamentinu, Síðari Samúels- bók, 22.3: „Guð minn er hellu- bjarg mitt, þar sem ég leita hæl- is.“ Þetta er úr þakkarljóðum Davíðs. Morgunblaðið/Leifur Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.