Morgunblaðið - 07.10.1999, Síða 18
-
18 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Aukið samstarf heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni
Tvær stofnanir ráða kven-
sjúkdómalækni sameiginlega
NÝIR starfsmenn hafa að undanförnu verið
ráðnir að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri,
m.a. til að mæta aukinni og bættri þjónustu þess.
Baldur Dýrfjörð lögfræðingur hefur verið ráð-
inn starfsmannastjóri FSA. Um nýtt starf er að
ræða og mun Baldur koma til starfa á sjúkrahús-
inu í lok nóvember eða mánaðamót nóvember
desember. AJexander Pálsson tæknifræðingur
hefur verið ráðinn forstöðumaður tækni- og inn-
kaupadeildar. Þar er einnig um nýtt starf að
ræða, en undir deildina heyra tæknideild, húsum-
sjón, vörulager, þvottahús og saumastofa. AJex-
ander tók til starfa um nýliðin mánaðamót. Ami
Óðinsson rafvirki hefur verið ráðinn yfirmaður
tæknideildar í stað Gunnlaugs Fr. Jóhannssonar
sem látið hefur af störfum fyrir aldurs sakir.
Þá hafa nokkrir nýir læknar tekið til starfa síð-
ustu vikur. Alexander Smárason, sérfræðingur í
fæðingar- og kvensjúkdómum, hóf störf á
kvennadeild FSA 1. september síðastliðinn.
Hann mun einnig starfa á Heilbrigðisstofnuninni
á Húsavík en um sameiginlega ráðningu þessara
tveggja stofnana er að ræða. Arna Óskarsdóttir,
sérfræðingur í öldrunarlækningum, hóf störf á
öldrunarlækningadeild FSA 1. september síðast-
liðinn og á sama tíma hóf Jón Sigmundsson
barnalæknh- störf við sjúkrahúsið. Um mitt sum-
ar kom svo Sígurður Albertsson, sérfræðingur í
skurðlækningum, til starfa við sjúkrahúsið.
aukast enn á komandi árum. Þá horfa menn
einnig til Vestfjarða í þessu sambandi, en Hall-
dór bendir á að ekki sé lengra að fara milli Isa-
fjarðar og Akureyrar en Isafjarðar og Reyka-
jvíkur og flogið sé nánast daglega milli stað-
anna.
Samstarf heilbrigðisstofnana eykst
Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri, sagði að aukin
áhersla væri lögð á að styrkja og bæta þann
grunn sem sjúkrahúsið stæði á, svo hægt væri
að bjóða sem mesta og besta þjónustu á svæð-
inu. Samstarf heilbrigðisstofnana á Norður- og
Austurlandi hefði aukist og myndi að sögn hans
Eftir því sem þjónusta sérfræðinga við FSA
verður meiri aukast möguleikar á að þjóna
stærra svæði og segir Halldór að nú sé í ríkari
mæli horft til þess að sérfræðingarnir fari út um
hinar dreifðu byggðir og veiti sína þjónustu í
heimabyggð fólksins. Fólkið þurfi ekki í öllum til-
fellum að koma á sjúkrahúsin til að fá þjónustu.
Dæmi um þetta er sameiginleg ráðning kven-
sjúkdómalæknis að FSA og Heilbrigðisstofnun-
inni á Húsavík, en hann mun starfa á báðum
stöðum. Þá hefur FSA ásamt Sjúkrahúsi Reykja-
víkur gert samning um að veita læknaþjónustu á
Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Morgunblaðið/Kristján
Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Vil-
hjálmssonar í Neskaupstað, var á Akureyri í gær og átti m.a. fund með
starfsfólki Nótastöðvarinnar Odda.
Netagerðir
sameinast
STJÓRNIR Nótastöðvarinnar
Odda hf. á Akureyri og Netagerðar
Friðriks Vilhjálmssonar hf. í Nes-
kaupstað hafa komist að samkomu-
lagi um að sameina rekstur fyrir-
tækjanna undir nafni Netagerðar
Friðriks Vilhjálmssonar. Yfirstjórn
sameiginlegs fyrirtækisins verður í
Neskaupstað en starfsemin rekin að
öðru leyti á báðum stöðum með
svipuðum hætti og verið hefur. Þó
verður ráðinn sérstakur rekstrar-
stjóri á Akureyri.
Eignarhlutur hluthafa í Netagerð
Friðriks Vilhjálmssonar í hinu sam-
eiginlega fyrirtæki verður 79% en
eignarhlutur hluthafa í Nótastöð-
inni Odda 21%. Stefnt er að því að
sameining fyrirtækjanna komi til
framkvæmda síðar í þessum mánuði
en málið á þó eftir að fara fyrir hlut-
hafafund beggja fyrirtækja.
Jón Einar Marteinsson fram-
kvæmdastjóri Netagerðar Friðriks
Vilhjálmssonar verður fram-
kvæmdastjóri sameiginlegs fyrir-
tækis. Jón Einar er jafnframt
stærsti einstaki hluthafinn í Neta-
gerð Friðriks Vilhjálmssonar og
hann verður stærsti hluthafinn í
sameiginlegu fyrirtæki. Sfldar-
vinnslan er næststærsti hluthafinn
og er Björgólfur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Síldvarvinnslunnar,
stjórnarformaður Netagerðarinnar.
Sverrir Leósson, útgerðarmaður
Súlunnar EA, er stjómarformaður
Nótastöðvarinnar. Stærstu hluthaf-
ar eru útgerðaraðilar nótaskipanna
Þórðar Jónassonar EA, Súlunnar
EA og Hákons EA og Kaupfélag
Eyfirðinga.
Stærra og samkeppnishæfara
fyrirtæki
Jón Einar sagði tilganginn með
sameiningunni m.a. að auka hag-
kvæmni í sölumálum og innkaup-
um og skapa stærra og samkeppn-
ishæfara fyrirtæki. Hann sagði að
veiðarfæri og skip væru að
stækka, útgerðarfyrirtæki að sam-
einast og stækka og það þyrftu
netagerðir að gera líka, svo þau
geti boðið upp á betri þjónustu.
Jón Einar sagði fyrirtækið bjóða
upp á alhliða veiðarfæraþjónustu
og að innan beggja fyrirtækja væri
mikil þekking og reynsla meðal
starfsmanna.
Starfsmannafjöldi verður svipað-
ur, 14 starfsmenn í Neskaupstað og
7-8 á Akureyri. Sameiginleg árs-
velta fyrirtækjanna er á bilinu 180-
190 milljónir króna. Netagerð Frið-
riks Vflhjálmssonar er töluvert
stærra fyrirtæki en Nótastöðin en
ársvelta þess á síðasta ári var um
130 milljónir króna. Bæði eru fyrir-
tækin rótgróin í sínum heimabyggð-
um en nú styttist í að nafn Nóta-
stöðvarinnar Odda hverfi.
Iskraft opnar
heildverslun
á Akureyri
FYRIRTÆKIÐ Iskraft ehf. í Kópa-
vogi hefur keypt húsnæði
Kauplands við Hjalteyrargötu og
hyggst opna hefldverslun á Akur-
eyri fyrir næstu mánaðamót. Is-
kraft verslar með raflagnaefni fyrir
rafverktaka, lýsingarbúnað, ýmar
vörur fyrir orkuveitur og fleira.
Húsnæðið er um 560 fermetrar
og að hluta til á tveimur hæðum. Is-
kraft hyggst nota alla neðri hæðina
undir starfsemi sína en stefnt er að
því leigja út skrifstofurými á efri
hæð. Tveir starfsmenn hafa þegar
verið ráðnir til starfa á Akureyri en
alls verða þeir þrír. Olafur Jensson
sem var einn eigenda Rafeyrar
verður framkvæmdastjóri og Gunn-
ar Austfjörð, sem áður starfaði hjá
raflagnadeild KEA, verður sölufull-
trúi.
Þráinn Valur Hreggviðsson,
rekstrarstjóri Iskrafts, sagði Akur-
eyri mjög áhugavert svæði fyrir
fyrirtækið enda mikið um að vera
þar á næstunni. Auk þess væri
heildversluninni á Akureyri ætlað
að sinna svæðinu frá Blönduósi
austur til Vopnafjarðar.
Vöruverð mun lækka
Fyrirtækið hefur selt vörur sínar
í gegnum Raflagnadeild KEA,
(Húsasmiðjunnar) og einnig beint
til raíverktaka. Þráinn Valur sagði
að með tilkomu heildverslunarinnar
myndi þjónustan batna til muna.
Verðlag fyrir norðan yrði það sama
og í Reykjavík, sem þýddi töluverða
lækkun fyrir svæðið. Vörur yrðu að
hluta til fluttar beint til Akureyrar
erlendis frá.
Morgunblaðið/Kristján
Iskraft ehf. hefur keypti húsnæði Kauplands við Hjalteyrargötu og
mun setja þar upp heildverslun.
Launa-
hækkun
samþykkt
í bæjar-
sljórn
BÆJARSTJÓRN Akureyrar
samþykkti á fundi sínum í
vikunni tillögu bæjarstjóra
að launum bæjarfulltrúa og
nefndarlaunum. Fram til
þessa hafa laun bæjarfull-
trúa og nefndarmanna verið
ákveðið hlutfall af þingfarar-
kaupi, en við síðustu launa-
hækkun samþykkti bæjar-
stjórn að fresta hækkun
launa bæjarfulltrúa og
nefndarmanna og gera jafn-
framt breytingar á launa-
kerfinu.
Fær 110 þúsund
krónur á mánuði
Forseti bæjarstjórnar er
eftir breytingar með 110 þús-
und krónur í laun á mánuði,
varaforseti fær 75 þúsund
krónur á mánuði, bæjarfull-
trúar 65 þúsund krónur á
mánuði og er fundarseta
innifalin í launum í öllum til-
vikum. Varamenn í bæjar-
stjórn fá 17.500 krónur fyrir
hvern setinn fund. Aður voru
bæjarfulltrúar á Akureyri
með rúmar 45 þúsund krónur
á mánuði.
Formaður bæjarráðs er
með 125 þúsund krónur á
mánuði, aðalmenn í bæjar-
ráði fá 80 þúsund krónur á
mánuði og er fundarseta
innifalin í launum. Varamenn
í bæjarráði fá 14 þúsund
krónur fyrir hvern setinn
fund. Bæjarráðsmenn voru
fyrir launabreytingu með
rúmlega 65 þúsund krónur á
mánuði í laun.
Formenn stærri nefnda með
35 þúsund á mánuði
Formenn stærri nefnda,
þ.e. félagsmálaráðs, fram-
kvæmdanefndar, kjarasamn-
inganefndar, skólanefndar,
skipulagsnefndar og bygg-
inganefndar fá 35 þúsund
krónur á mánuði og 8 þúsund
krónur fyrir hvern fund. Að-
almenn í þessum nefndum fá
8 þúsund krónur fyrir hvern
fund. Formenn annarra
nefnda fá 23 þúsund krónur á
mánuði eftir launabreytingu
og 8 þúsund fyrir hvern fund.
Aðalmenn fá 8 þúsund krón-
ur fyrir hvern fund. Varafor-
menn nefnda fá 50% álag á
fundarþóknun fyrir störf í
forföllum formanns. Ekki
verði greitt fyrir fundarsetu
utan þessa nema bæjarstjórn
ákveði það sérstaklega.
Margir leita
í kyrrðar-
rjóðrið
MARGIR hafa lagt leið sína að
Kirkjusteininum í kyrrðarrjóðr-
inu í Kjarnaskógi við Akureyri,
sem vígður var í sumar af sr.
Bolla Gústavssyni vígslubiskupi.
Ekki síst er það fólk sem vill
vera eitt með Guði si'num. A
steininum er áletrun úr gamla
testamentinu, Síðari Samúels-
bók, 22.3: „Guð minn er hellu-
bjarg mitt, þar sem ég leita hæl-
is.“ Þetta er úr þakkarljóðum
Davíðs.
Morgunblaðið/Leifur Sveinsson