Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samráðsfundur Evrópuráðsins og Evrópusambandsins Lýðræði og mannréttindi treyst í A-Evrópu EVRÓPURÁÐIÐ og Evrópusam- bandið (ESB) hafa á liðnum misser- um starfað saman að því að treysta í sessi mannréttindi, lýðræði og regl- ur réttarríkis í löndum Mið- og Aust- ur-Evrópu. A samráðsfundi stofnan- anna tveggja, Evrópm'áðsins og ESB, sem haldinn var í Strassborg í gær undir stjórn Halldórs Asgríms- sonai' utanríkisráðherra var ákveðið að leggja aukna áherzlu á þessi sam- starfsverkefni. Halldór sat samráðsfundinn og stjórnaði honum sem formaður ráð- herranefndar Evrópuráðsins, en fundinn sátu jafnframt Chris Patten, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórn ESB, Kimmo Sasi, utanríkisviðskiptaráðherra Finn- lands, en Finnland gegnir þetta misserið formennsku í ESB, og Walter Schwimmer, framkvæmda- stjóri Evrópuráðsins. Meðal þess sem rætt var á fundin- um var áframhald samstarfsverk- efna stofnananna í Mið- og Austur- Evrópu, en tíu ríki í þeim hluta álf- unnar hafa fram að þessu notið góðs af þessum samstarfsverkefnum. Verkefnin hafa fyrst og fremst verið á sviði lagasamvinnu, uppbyggingar á réttarkerfum ríkjanna, eflingar mannréttinda og stuðnings við aukna samvinnu milli sveitarstjórna. Var samþykkt að fimm milljónum evra, um 383 millj. króna, skyldi var- ið á næstu tveimur árum til verkefna á þessu sviði, aðallega í Rússlandi. Kostnaðurinn deilist til helminga á stofnanirnar tvær. Um er að ræða fyrst og fremst starfsþjálfunarnám- skeið fyrir embættismenn og dóm- ara, menntunarstyrki fyi'ir lögfræð- inga og fleira í þeim dúr, sem þykir til þess fallið að styrkja stoðir réttar- ríkisins. Náið samráð um nýja mannréttindasamþykkt I umræðum um drög að fyrirhug- aðri mannréttindasamþykkt ESB (EU Charter of Fundamental Rights) ítrekaði utanríkisráðherra mikilvægi Mannréttindadómstólsins Ljósmynd/Evrópuráðið Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra stjórnaði samráðsfundi Evrópuráðsins og ESB í Strassborg í gær. Lengst til vinstri, Halldóri á hægri hönd, sést Walter Schwimmer, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, og næstlengst til hægri er Chris Patten, sem fer með utanrflusmál í framkvæmdastjórn ESB. í Strassborg fyrir varðveizlu mann- réttinda í aðildarríkjum Evrópuráðs- ins. „Þessi samþykkt var boðuð á leiðtogafundi ESB í Köln [í maí sl.] og við höfum óttast að það muni valda tvíverknaði sem gæti síðar orð- ið til þess að veikja Evrópuráðið," sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið eftir fundinn. „Við vorum full- vissaðir um að haft yrði mjög náið samráð við Evrópuráðið í þessu efni til að koma í veg fyrir að nokkuð slíkt gæti gerzt.“ Stjórnmálaástandið i Suðaustur- Evrópu var einnig rætt og lýsti Hall- dór ánægju sinni með þátttöku Evr- ópuráðsins í stöðugleikasáttmála fyrir Suðaustur-Evrópu, sem Evr- ópusambandið átti frumkvæði að. Evrópuráðið hefði að hans mati mik- ilvægu hlutverki að gegna í upp- byggingarstarfinu í Kosovo við að efla mannréttinda- og lýðræðisþróun í nánu samstarfi við aðrar fjölþjóða- stofnanir á borð við ESB og ÓSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evi'- ópu. Þá sagði Halldór einnig hafa verið rætt um aðild ESB að Viðreisnar- sjóði Evrópuráðsins. „Það eru allar líkur á því að af þessu geti orðið og mun það styrkja Viðreisnarsjóðinn verulega og jafnframt þar með styrkja samstarf ESB og Evrópu- ráðsins," sagði Halldór. Einnig var fjallað um fjölgun að- ildarríkja Evrópuráðsins og yfir- standandi viðræður Evrópusam- bandsins við væntanleg ný aðildar- ríki. Fyrir liggja umsóknir um aðild að Evrópuráðinu frá sex ríkjum, sem vilja bætast í hóp þeirra 41, sem fyr- ir eru í ráðinu. Umsóknir Armeníu, Aserbaídsjan, Bosníu-Herzegovínu og Mónakó eru nú í athugun hjá þingmannasamkomu Evrópuráðsins. Umsóknir Hvíta-Rússlands og Sam- bandslýðveldisins Júgóslavíu hafa hins vegar verið lagðar til hliðar vegna þess stjórnmálaástands sem ríkir í þessum löndum um þessar mundir. Loks var rætt um ástandið í Tjset- sjníu, en Chris Patten, fyrrverandi ríkisstjóri Hong Kong, sem nýseztur er í framkvæmdastjórn ESB, fór beint af fundinum í Strassborg til Moskvu, þar sem Tsjetsjníumálið er efst á dagskrá „þríeykisfundar" ut- anríkisráðherra Rússlands, for- mennskuríkis ráðherraráðs ESB og utanríkismálafulltrúa framkvæmda- stjómarinnar. Héraðsdómur í máli SS gegn fyrrverandi starfsmanni Oljósir hagsmun- ir af lög’banni Stefán ráðinn þjóðleik- hússtjóri Menntamálaráðherra hefur að fenginni umsögn þjóðleikhús- ráðs skipað Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóra til fimm ára frá 1. janúar 2000 en hann hefur gegnt emb- ættinu und- anfarin ár. Umsókn- arfrestur Stcfán rann út um Baidursson manaðamot og bárust fimm umsóknir. Aðrir umsækj- endur voru Arni Blandon Ein- arsson, Guðjón Pedersen, Hafliði Arngrímsson og Viðar Eggertsson. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur staðfest synjun sýslumannsins í Reykjavík á kröfu Sláturfélags Suðm’- lands um lögbann við sölu fyrrverandi starfsmanns síns á sælgæti eða öðrum sambærilegum störfum hjá öðru fyr- irtæki. Maðurinn hóf störf hjá Slátur- félagi Suðurlands 1994 og undirritaði ráðningarsamning og seinna sama ár yfirlýsingu um trúnað við fyrirtækið. Á þeim grundvelli gerði Sláturfélagið kröfu um lögbann við störfum manns- ins hjá sýslumanni sem féllst ekki á kröfuna. Sláturfélagið leitaði þá úr- lausnar Héraðsdóms Reykjavíkur. í yfirlýsingu sem maðurinn undir- ritaði um trúnað við fyrirtækið skuld- batt hann sig m.a. til þess að starfa Morgunblaðið/Sverrir Bílar Landssímans í innanbæj- arakstri á harðkornadekk ekki hjá samkeppnisaðila atvinnurek- anda í 12 mánuði eftir að hann lét af störfum. Maðurinn sagði upp starfi sínu hjá Sláturfélaginu 12. mars 1999 og samdi um að hefja störf hjá öðru fyrirtæki um mánaðamótin mars-apríl sama ár. Hann sinnti störfum í þriggja mánaða uppsagnarfesti en hluta þess tíma var hann frá vegna veikinda auk þess sem hann tók orlof sitt. Störfum hjá Sláturfélaginu lauk því í júnílok. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að trúnaðarheitið sem hann undirritaði væri ekki bindandi fyrir hann þar sem það hefði orðið til undir þvingunum atvinnuveitanda og það fæli í sér skerðingu á atvinnufrelsi sínu. Sláturfélagið hélt því fram að mað- urinn hafi hafið sambærileg störf hjá samkeppnisaðila og geti því notfært sér þá aðstöðu sem hann öðlaðist í starfi hjá sér til hagsbóta fyrir hinn nýja vinnuveitanda en tjóns fyrir sig. Um ótvírætt brot sé að ræða á trún- aðarheitinu. í úrskurði Héraðsdóms segir að ekki verði talið að maðurinn hafi verið þvingaður til að undirrita trúnaðar- heitið né að það feli í sér brot á at- vinnufrelsi. Hins vegar verði að líta svo á að hagsmunir mannsins, af því að halda áfram nýju starfi sínu sem færi honum betri tekjur en áður var og væntanlega betri vinnuaðstöðu, séu stórum meiri en óljósir hagsmunir Sláturfélagsins. TÆPLEGA 90 af 190 bflum Landssfmans, sem allir eru í innanbæjarakstri verða settir á harðkornadekk fyrir veturinn og hér er Árni Jónsson, starfs- maður bifreiðaverkstæðis Landssímans, að búa bfl undir vetraraksturinn. Að sögn Ólafs Stephensen, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála, er þetta liður í umhverfisstefnu Landssímans en stefnan er að gera bflaflota fyrirtækisins sem umhverfísvænstan. Heild- arakstur bflanna yfír veturinn frá 1. n<5v.-15. aprfl er tæplega 700 þúsund km. „Samkvæmt sænskum rannsóknum rífur venjulegur fólksbfll á nagla- dekkjum upp um 27 g af mal- biki á livern ekinn km,“ sagði Ólafur. „Þannig að með því að setja þessa bfla á harðkorna- dekk sparast í sliti tæplega 20 tonn af malbiki auk þess sem loftmengun minnkar sem því nemur. Þetta kom okkur á óvart en sýnir hvaða árangri er hægt að ná með tiltölulega ein- faldri aðgerð eins og að setja bfla á harðkornadekk." Lýsir eftir vitnum RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Hafnarfirði lýsir eftir vitn- um að hörðum árekstri við gatna- mót Lækjarkinnar og Hringbraut- ar í Hafnarfirði hinn 12. septem- ber síðastliðinn. Þar rákust saman rauð Hyundai Pony-fólksbifreið og ljósblá Toyota Corolla-fólksbif- reið. Biður rannsóknarlögreglan þá sem gætu hafa orðið vitni að árekstrinum að hafa samband við sig. Sendið mér nýja vetrarlistann: Nafn:____________ Heimilisfang: Sendið úrklippu til: Útivistarbúðin, Laugavegi 25,101 Reykjavík. S?07J ÚT|V1 STAR BÚfj IM |Við Umferðarmiðstöðina k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.